Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 49
I>"V LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 gsonn 57 Harpa Arnardóttir leikur prinsess- una. ' Dimmalimm Á morgun verður barnaleikrit- } ið um Dimmalimm frumsýnt í Iðnó. Hér er á ferðinni leikgerð eftir ævintýrinu eftir listmálar- ann Mugg, en hann myndskreytti einnig bókina. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Einfold sagan um Dimmalimm og svan- inn nýtur sín vel með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson en hann verður sextugur daginn eftir frumsýningu. Leikhús Sjónleikurinn um Dimmalimm segir frá prinsessunni Dimma- limm sem fékk leyfi til að fara út úr hallargarðinum og skoða sig um. Hún kom að vatni þar sem hún hitti stóran og fallegan svan sem henni þótti strax vænt um. Dimmalimm heimsótti svaninn sinn á hverjum degi í heilt ár og leysti hann úr álögum með góð- vild sinni og hugrekki. Leikstjóri er Ásta Amardóttir, en leikarar Harpa Arnardóttir, Ólafur Guðmundsson og Þor- steinn Bachmann. Leikmynd er eftir Björg Vilhjálmsdóttur. Hljóðfæraleikarar em Guðrún Birgisdóttir og Peter Máté. Að sýningu lokinni verða leik- húskrakkarnir leystir út með brauði til að gefa álftunum. Málverk eftir Margréti Guðmunds- dóttur. Land elds og ísa Margrét Guðmundsdóttir opnar sýningu í dag í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjaröar, Sverrissal. Margrét sýnir olíumyndir unnar á álplöt- ur. Sýninguna nefnir hún Land elds og ísa. Myndefnið er sótt í átök náttúruaflanna þegar eldgos verður undir jökli. Storknandi hraun, bráðnandi ís. Margrét hef- ur haldið margar einkasýningar hér á landi sem og erlendis, einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Aðallega hefur Margrét mrnið í graflk, en hefur einnig verið að þróa með sér sér- staka tækni til að vinna beint á álplötur. Sýningin stendur til 5. október. Hafnarborg er opin alla daga kl. 12-18, nema þriðjudaga, þá er lokað. Sýningar Yfirlitssýning I dag kl. 16 verður opnuð yfir- litssýning forvarnarverkefnisins „20,02, hugmyndir um eiturlyf' í Gallerí Geysi, Hinu húsinu. Verk- efninu, sem hófst á þessu ári, er nú að ljúka og hugmyndin með sýningunni er að gefa yfirsýn yfir þær sýningar og uppákomur sem hafa verið á vegum þess. Sýning- in stendur til 4. október. Skúrir sunnan- og vestanlands Um 600 km suðvestur af Reykja- nesi er 973 mb lægð sem þokast norðaustur og grynnist en 1028 mb hæð er yfir Norðaustur-Grænlandi. Veðríð í dag í dag er gert ráð fyrir norðaustan- stinningskalda og rigningu á Vest- fjörðum og þar verður hitinn einnig minnstur. Á Suður- og Vesturlandi verður kaldi eða stinningskaldi og skúrir. Bjartast verður á Norðaust- urlandi þar sem verður skýjað með köflum. Hitinn á landinu verður á bilinu 7 til 13 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Sólarlag í Reykjavík: 19.40 Sólarupprás á morgun: 07.04 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.54 Árdegisflóð á morgun: 06.15 Veðrið kf. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 6 Akurnes rigning 6 Bergstaóir skýjaö 8 Bolungarvík alskýjaó 6 Egilsstaðir 6 Kirkjubœjarkl. skúr 5 Keflavíkurflugvöllur rigning 9 Raufarhöfn rigning 5 Reykjavík alskýjaó 10 Stórhöföi alskýjað 6 Bergen alskýjaö 12 Kaupmannahöfn skýjaö 15 Ósló skýjað 14 Algarve skýjaó 24 Amsterdam skýjaó 18 Barcelona skýjaö 24 Dublin léttskýjaó 18 Halifax léttskýjaö 10 Frankfurt skýjaö 15 Hamborg skúr á síö. kls. 14 Jan Mayen skúr 4 London skýjaö 19 Lúxemborg skýjaö 14 Mallorca skýjaö 27 Montreal heióskírt 10 New York léttskýjaó 19 Nuuk þoka 0 Orlando alskýjaö 24 París léttskýjaö 19 Róm léttskýjaö 6 Vín skýjaö 16 Washington þokumóóa 21 Winnipeg heiöskírt 7 Kirkjuhvoll við Vídalínskirkju: Söngljóð eftir Schumann Barítonsöngvrinnn Finnur Bjamason og Gerrit Schuil halda tónleika í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í dag kl. 17. Mun Finnur eingöngu syngja söngljóð eftir Robert Schumann sem öll eru samin 1840, en það er hið mikla sönglagaár í lífi tónskáldsins. Á þessu eina ári samdi hann hvorki meira né minna en 140 sönglög og þar er að finna margt það helsta og besta sem hann samdi fyrir mannsröddina. Tónleikar Finnur Bjamason hefur á und- anförnum árum vakið mikla at- hygli og hefur hann alls staðar fengið frábæra dóma. Síðastliðið sumar tók Finnur þátt í mikils- metinni keppni sem kennd er við söngvarann Richard Tauber og vann til fyrstu verðlauna fyrir ljóðasöng. í nóvember er væntan- leg geislaplata með Finni og Gerrit þar sem þeir flytja söngljóö Schumanns. Hollenskur bassabaríton í Norræna húsinu Á morgun kl. 17 verða tónleikar í Norræna húsinu þar sem fram kemur hollenski bassabarítoninn Wout Oosterkamp. Syngur hann lög eftir Beethoven, Schubert, Brahms, Fauré, Debussy og Ravel. Undirleikari er Jan Willem Nelleke píanóleikari. Ooester- kamp hefur sungið á tónleikum um alla Evrópu og hafa nokkur samtímatónskáld tileinkað honum óperuhlutverk i verkum sínum. Isabella Mist Þessi litla dama fæddist á fæðingardeild Landspít- alans 20. júní síðastliðinn. Hún var við fæðingu 3510 Barn dagsins grömm og mældist 49 sentímetrar. Hefur hún hlotið nafnið ísabella Mist. Foreldrar hennar eru Erla Ósk Amardóttir og Thomas Ball og er hún þeirra fyrsta barn. Vængjablak Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Bryndís Ásmundsdóttir syngur á Vegamótum annaö kvöld. Djass og blús Bryndís Ásmundsdóttir söng- kona ætlar að verða með djass- og blústónleika á veitingahúsinu Vegamótum annað kvöld kl. 22. Er þetta endurtekning á tónleikum sem voru síðastliðið sunnudags- kvöld, en þá var staðurinn fullset- inn og stemning góð. Með Bryndísi kemur fram tríó skipað Guðmundi Steingrímssyni á trommur, Ást- valdi Traustasyni á píanó og Birgi Bragasyni á kontrabassa. Skemmtanir SSSól á Broadway 1 kvöld leikur hljómsveitin SSSól á Broadway, sérstakur gestur er dj Alfred Moore úr Gus Gus-flokknum og einnig kemur fram hljómsveitin Ensími. SSSól skipa sem fyrr Haf- þór Guðmundsson, trommur, Jakob Magnússon, bassi, Eyjólfur Jó- hannsson, gítar, Hrafn Thoroddsen hljómborð og sem fyrr er það Helgi Björnsson sem leiðir hljómsveitina með söng sínum. Uppreisn gegn fátækt Árstíðarfundur húmanista fyrir íbúa í hverfi 105 og nágrenni verð- ur haldinn á Veitingahúsinu Fantasíu, Laugavegi 103, á morgun kl. 16. Rætt verður um fátækt. Frummælendur eru Harpa Njáls- dóttir félagsfræðingur, Sigrún Ár- manns Reynisdóttir rithöfundur og Jón Kjartansson, formaður Leigj- endasamtakanna. Ungt fólk og forvarnir í dag stendur forvamarverkefnið „20,02 hugmyndir um eiturlyf' fyr- ir málfundi á kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu. Markmið fundarins er að gefa ungu fólki færi á að kynna sinar skoðanir á forvarnar- verkefnum og einnig að kynna nokkur af þeim verkefnum sem ungt fólk hefur staðið að hingað til. Samkomur Vinalína Vinalínan, sem starfrækt er af Rauða krossi íslands, heldur tvo kynningarfundi á morgun fyrir sjálfboðaliða í Sjálfboðamiðstöð að Hverfisgötu 105 kl. 14 og 20. Kvikmynd um Pétur mikla Reglubundnar kvikmyndasýn- ingar á vegum MÍR hefjast að nýju í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morg- un kl. 15. Þá verður sýnd Pétur mikli - upphaf valdaferils, sem gerð var á áttunda áratugnum. Leikstjóri er Sergei Gerasimovs. Gengið Almennt gengi LÍ18. 09. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,690 70,050 72,300 Pund 117,220 117,820 119,510 Kan. dollar 45,550 45,830 46,030 Dönsk kr. 10,8080 10,8660 10,6170 Norsk kr 9,3080 9,3600 8,9260 Sænsk kr. 8,9110 8,9610 8,8250 Fi. mark 13,5260 13,6060 13,2590 Fra. franki 12,2880 12,3580 12,0380 Belg. franki 1,9966 2,0086 1,9570 Sviss. franki 50,2000 50,4800 48,8700 Holl. gyllini 36,5200 36,7400 35,7800 Þýskt mark 41,2100 41,4300 40,3500 lt. líra 0,041750 0,04201 0,040870 Aust. sch. 5,8540 5,8900 5,7370 Port. escudo 0,4018 0,4042 0,3939 Spá. peseti 0,4850 0,4880 0,4755 Jap. yen 0,530600 0,53380 0,506000 írskt pund 103,090 103,730 101,490 SDR 95,640000 96,21000 96,190000 ECU 80,9600 81,4400 79,7400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.