Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Síða 50
-» myndbönd
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 T>1iT
MYNDBAÍIDA
GAGNRYNI
The Rainmaker:
Grisham eina ferðina enn
★★ Rudy Baylor (Matt Damon) er rétt við það
að ljúka lögfræðinámi í upphafi myndarinnar. Hann hefur störf á
heldur grunsamlegri lögfræðistofu þar sem hamn nýtur aðstoðar Decks
Shiftlets (Danny DeVito). Hann tekur að sér að sækja mál á hendur
tryggingafyrirtæki nokkru sem svikist hefur um að greiða læknismeð-
ferð fyrir ungan krabbameinssjúkling. Rudy er ólíkur flestum lögfræð-
ingum og tengist góðhjörtuðum viðskiptavinum sínum sterkum til-
finningaböndum. Hinir fjölmörgu lögfræðingar tryggingafyrirtækisins
eru aftur á móti hreinræktaðir skíthælar (og sá allra versti er frábær-
lega leikinn af Jon Voight). Já, hún er ekki flókin, heimsmyndin hans
Johns Grishams. Heimurinn hans er svo einlitur að það virðist engu
skipta hver leikstýrir myndum þeim er byggjast á skáldsögum hans.
Þær eru allar eins. The Rainmaker er sú sjötta í röðinni og stjómað
af Francis Ford Coppola, og bætir nú vart úr fallandi orðstír hans. Ef
þið kunnið vel við ykkur í Grisham-heiminum verðið þið vart fyrir
vonbrigðum. Ef ekki skuluð þið leigja ykkur aðra spólu.
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk:
Matt Damon, Claire Danes, Jon Voight, Mary Kay Place, Mickey Rourke og
Danny DeVito. Bandarísk, 1997. Lengd: 130 mín. Öllum leyfð. -bæn
My Brother Jack:
Fjölskylduharmleikur
★★ Myndin segir frá raunrnn tjölskyldu af ítölsk-
um ættum í New York á sjöunda áratugnum. Fjöl-
skyldufaðirinn er látinn og eftir standa móðirin
og synir hennar fjórir - Sal, Vincent, Jack og
Joey. Það eru vandamál Jacks sem eru í brennid-
epli en hann hefur ánetjast eiturlyfjum og reynir
mikið á þolgæði fjölskyldunnar og samheldni. Það
er ekki fyrr en hann stendur frammi fyrir fangelsisdómi að hann fæst
til að fara í meðferð. Um tíma lítur út fyrir að hann muni spjara sig
en hann nær ekki að höndla hamingjuna. Að lokum hrasar hann og er
verr staddur en nokkru sinni fyrr. Hamagangurinn í dramatíkinni til
að byija með gerir það að verkum að leikurinn virkar tilgerðarlegur
en vinnur á þegar við forum að kynnast persónunum. Þegar upp er
staðið hafa m.a. Freddy Capra og Marco Leonardi í aðalhlutverkinu
náð að skapa grípandi persónur. Það vantar hins vegar alla dýpt í
handritið sem fer mjög hefðbundnar leiðir og bætir engu við fyrri
myndir sem fengist hafa við dópdrama.
Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Anthony Caldarella. Aðalhlutverk: Marco Leon-
ardi. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 12 ára. -pj
Welcome to Sarajevo:
Fréttir frá Bosníu
★★ Myndin er byggð á sögu breska sjónvarps-
fréttamannsins Michael Nicholson, þar sem hann
segir frá reynslu sinni af átökunum í Bosníu. Stríð-
ið hefur mikil áhrif á hann og fréttamennska hans
snýst upp í hálfgerða krossferð þar sem hann reyn-
ir að fá böm af munaðarleysingjahæli flutt frá
stríðshrjáðri horginni. Hann tekur eitt þeirra, 9 ára
gamla stelpu, með sér til Englands og veitir henni húsaskjól. Síðar
kemur í ljós að móðir hennar er á lifi í Bosníu og vill fá hana aftur, en
hann er þá tregur til að sleppa henni. Leikstjóranum Michael Winter-
bottom tekst að koma raunveruleika hryllingsins í Bosníu vel til skila,
en ofnotar reyndar svolítið raunverulegar fréttamyndir. Áherslan á
raunsæið dregur svolítið úr mögulegri dramatík, en hún er þó til stað-
ar og vel það í sumum atriðum, þ.á.m. mögnuðu lokaatriði. Leikaram-
ir standa sig yfirhöfuð ágætlega og enginn sem skarar framúr, en
myndin hefur hlotið nokkra athygli út á það að Woody Harrelson fer
með aukahlutverk í henni, og hún er jafnvel stundum auglýst þannig
að syo virðist sem hann fari meö aðalhlutverkiö.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Michael Winterbottom. Aðalhlut-
verk: Stephen Dillane. Bresk/bandarísk, 1997. Lengd: 97 mín. Bönnuð inn-
Men with Guns:
Dópaðir byssukarlar
i. Kumpánamir Eddie Goldman (Donal Logue) og
Richard Lucas (Gregory Sporleder) hafa allt frá
bamsaldri verið kúgaðir af samferðamönnum sín-
um. Reynsla æskuáranna hefur fyllt þá beiskju,
auk þess sem þeim hefur ekki tekist að „meika
það“ i heimi hinna fullorðnu. Snemma í myndinni
era þeir svo kirfilega niðurlægðir að eitthvað brestur innra með þeim.
Þeir ákveða að kominn sé tími til að svara í sömu mynt. Þunglyndi
„dóphausinn" John (skásta persóna myndarinnar) útvegar þeim byss-
ur og slæst í för með þeim. Fyrir nokkra tilviljun hafa þeir upp úr
hefndinni gríðarlega mikið af eiturlyljum. Hefst þá allsherjar stuðpartí
sem varir allt þar til eigandi eitursins kemst á spor þeirra. Snúast
byssumar þá heldur betur i höndunum á þeim þremenningum.
Því miður er lítið gott um þessa mynd að segja. Fjarstæðukennd at-
burðarásin er lítt sannfærandi og vonlaust að ætla leikuranum að gæða
hana alvörulífi. Þá era persónumar sem þeim er ætlað að leika svo yf-
irdrifnar að samleikur þeirra getur vart orðið annað en hallærislegur.
Allar tilraunir til að gefa myndinni „listrænt" yfirbragð, t.d. með „slow-
motion“, era einnig heldur misheppnaðar. Þá missir myndin sig, rétt
eins og aðalpersónumar, út í óþarfa (og mis-/ofnotaðan) hrottaskap.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Kari Skogland. Aðalhlutverk: Donal Logue
og Gregory Sporleder. Bandarísk, 1997. Lengd: 86 min. Bönnuð innan 16
ára. -bæn
Upphafið
Ólíkt flestum öðrum listgreinum
er tæknin órjúfanlegur hluti kvik-
myndarinnar og sögu hennar. Sjálf
kvikmyndin er jú ákveðin tækni-
bylting er átti sér stað fyrir rétt
rúrnri öld. Fyrsta kvikmyndasýn-
ingin fór fram á kafFihúsi í París að
tilstuðlan hinna frönsku Lumiére-
bræðra þann 28. desember 1895. Þótt
sýningin bæri öll merki nýjabrums
og þætti vafalaust æði framstæð á
mælikvarða nútímans, var tækni
kvikmyndarinnar strax beitt í þvi
skyni að hafa áður óþekkt áhrif á
áhorfendur hennar. Ein myndin
sýndi t.d. lest æða á fullum krafti í
átt að myndavélinni (og þar af leið-
andi að viðstöddum áhorfendum) og
vakti hún mikinn fögnuð áhorf-
enda. Það var þó landi þeirra
bræðra, George Méliés, sem átti eft-
ir að þróa enn frekar það sem mætti
kalla fyrstu tæknibrellur kvik-
myndanna. Stórvirki hans, Ferð til
tunglsins (1902), er jafnan talið
fyrsti forveri Star Wars-myndanna.
Nýjungaflóð
Með hverjum áratug 20. aldarinn-
ar fylgdu merkar tækninýjungar.
Hljóðið er jafnan talið koma til sög-
unnar árið 1927 með myndinni The
Jazz Singer, þótt það hafi heyrst
áður í ýmsum útfærslum. Víðóma-
myndir urðu algengar á fjórða ára-
tugnum en fljótlega dró úr fram-
leiðslu þeirra. Snemma var einnig
byijað að lita í myndir, en eiginleg-
ar litmyndir urðu fyrst algengari
þeim svarthvítu á sjötta áratugnum.
Um svipað leyti hafði einnig tekist
að leysa flest tæknivandamál tengd
breiðmyndum og urðu þær fljótt
vinsælar, enda sýndu þær yfirburði
kvikmyndatjaldsins gagnvart sjón-
varpi. Þá má einnig segja að stund-
um hafi tæknin leitt kvikmyndina í
ógöngur og áhorfendur hreinlega
hafnað nýjungum hennar. Má sem
dæmi nefna þrívíddina (sbr. gler-
augun) en hápunktur vinsælda
slíkra kvikmynda stóð í u.þ.b. ár
snemma á sjötta áratugnum.
Jurassic Park. Mikilvægasta brellumynd áratugarins.
Tölvu-
byltingin
Kvikmyndaáhorf-
endur samtímans,
sem aldir eru upp
við hágæða breið-
myndir í lit og THX,
eiga eðlilega erfitt
með að gera sér
grein fyrir hversu
stórkostlegar þessar
breytingar voru í
raun og vera. Viö
eram þó að upplifa
byltingu sem er
ekki síður mögnuð.
Tölvutæknin hefur
aldeilis breytt útliti
kvikmynda þessa
áratugar, sbr. Star
Wars (1977) sem
mætti telja upphaf
þessarar byltingar.
Öllu óþekktari kvik-
mynd, Tron (1982),
er ekki síður mikil-
væg í þessu sam-
hengi, en hún er
fyrsta myndin er
gerist i tölvugerðum
Klassísk myndbönd Rebel without a Cause (lassi
s ★★★★
Uppreisnarseggurinn James Dean
Rebel Without Cause: James Dean og Natalie Wood.
Fjölskylda Jims Starks (James
Dean) hefur verið á töluverðu
flandri en hún flytur búferlum
hvenær sem Jim kemur sér í kland-
ur. Við upphaf myndarinnar er hún
nýflutt en Jim strax búinn að koma
sér í vandræði. Foreldrar hans
neyðast til að sækja hann ölvaðan á
lögreglustöð hverfisins. Þar eru
einnig stödd tvö önnur ungmenni
sem mynda ásamt honum þrenn-
ingu myndarinnar, hin bráðfallega
Judy (Natalie Wood), sem er aðalpí-
an í töffaragengi skólans, og hinn
einmana Plato (Sal Mineo). Þau þrjú
eiga lítið sameiginlegt, nema
kannski óuppgerðar sakir við for-
eldra sína. Það á þó allt eftir að
breytast fyrsta skóladaginn. Jim
lendir upp á kant við töffaragengið,
ekki sist forsprakkann Buzz (Corey
Allen) sem er kærasti Judy. Hann
skorar á Jim í einvígi sem á eftir að
breyta lífi þeirra allra.
Myndin beinist þó ekki einungis
að ltfi unglinganna heldur einnig
fjölskyldna þeirra og fjarlægðinni
þar á milli. Leikstjórinn, Nicholas
Ray, gerir ekki upp á milli heima
kynslóðanna heldur útfærir
árekstrana þar á milli af mikilli
natni. Þá er myndin einkar glæsileg
í útliti og mikið um vel útfærðar
sviðsetningar sem bindast umfjöll-
unarefninu órofa böndum. Einkar
vel tekst til við sköpun spennu sam-
fara umhyggju fyrir persónum
myndarinnar. Rebel without a
Cause tekst flestum öðrum myndum
fremur að gera uppreisnarróti ungs
fólks verðug skil. Enda er myndin
sem slík lykiltexti í kvikmyndasög-
unni.
Miðpunktur myndarinnar er þó
að sjálfsögðu James Dean og er
frammistaða hans með ólíkindum.
Hann getur hreinlega „pósað“ um
leiö og hann hreyfir sig, og það nýt-
ir Ray sér hvað eftir annað. James
Dean er líklega eitt
helsta kyntákn
samtímans, þrátt
fyrir að hafa nú
legið í kaldri gröf í
yfir fjörutíu ár. Og
það era ekki ein-
ungis konur sem
láta heillast því
Rebel without a
Cause er m.a. lykil-
texti í menning-
arrýni samkyn-
hneigðra. Samband
Jims og Platos má
auðveldlega lesa sem dýpra en nafn
þess síðarnefnda gefur til kynna og
er reyndar furðuopinskátt miðað
við samtíma myndarinnar. Annars
er nú óþarft að tína til að-/skilgrein-
ingar á kyni, kynferði eða kyn-
hneigð þegar um aðdáun á James
Dean er aö ræða. Hann er hin full-
komna goðsögn 20. aldarinnar og
blikna kyntákn (Leonardo
DiCaprio, Brad Pitt, Matt Damon?)
nútímans óneitanlega í samanburði.
Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri:
Nicholas Ray. Aðalhlutverk: James
Dean, Natalie Wood og Sal Mineo.
Bandarísk, 1955.
Björn Æ. Norðfjörð