Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Qupperneq 51
DV LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 59 The Crow. Tölvutæknin notuð til að vekja leikara upp frá dauðum. tölvuheimi. Hún naut þó takmark- aðra vinsælda en tíu árum síðar sýndi The Lawnmower Man að hreinræktaður tölvuheimur getur vel unnt sér á kvikmyndatjaldinu. Hin velkunna Jurassic Park (1993) er þó ljóslega mikiivægasta brellu- mynd þessa áratugar. Það er einnig rétt að hafa í huga að menn nota tæknina i æði ólíkum tilgangi. Hún er notuð í Star Wars, Jurassic Park og og Term- inator 2: Judgement Day (1991) í sköpun vægast sagt óraunsærra fantasía. Titanic (1997) notfærir sér hana aftur á móti við endur- sköpun atburða er áttu sér raun- verulega stað. Og kvikmyndin The Crow (1984) not- aði hana til að vekja leikara upp frá dauðum! Framtíðin Án efa eiga brellurnar eftir að verða flottari með hverju árinu sem líður. Það er þó ekki laust við að manni þyki byltingin sjálf komin að enda- stöð. Og það er ekki gott að ímynda sér frek- ari tækniþróun er komi til með að gjörbylta kvik- myndinni líkt og tölvutæknin gerði. Kannski mun næsta öld eignast sitt listræna afþreyingarform, líkt og kvikmynd- in umvafði 20. öldina. Dettur manni einna helst í hug að hinn margum- talaði sýndarveruleiki gæti uppfyllt slikt hlutverk. Hvað sem slíkum tækninýjungum líður er ljóst að kvikmyndir munu halda áffam að lýsa upp skammdegið um ókomna framtíð. Eða hvað? -bæn The Crow (1994) ★★★ Eric Draven og kærasta eru myrt af óþverragengi nokkru. Ári síðar lifnar Eric við, gæddur nýjum gáfum. Stund hefndarinnar er runnin upp og nýtur hann að- stoðar kráku nokkurrar. Aðstand- endur myndarinnar gripu til tækninnar eftir að aðalleikarinn, Brandon Lee, varð fyrir voðaskoti við tökur. Fenginn var staðgengill til að leika Lee og andlit hans síð- an yfnfært. Tæknin var því notuð sem nokkurs konar neyð- arúrræði sem vakti fjölmargar siðferðislegar spumingar, ekki sist þar sem framleiðendur kvikmyndarinnar högnuðust á dauða leikarans. The Shining (1980) ★★★★ Umdeild aðlögun Stan- leys Kubricks á skáldsögu Stephens Kings. Kubrick er frægur fyrir að nostra við myndir sínar og er óhræddur við að beita nýjustu tækni við gerð þeirra. Hann hlaut óskarinn fyrir breliur myndarinnar 2001: A Space Odyssey, og A Clockwork Orange (1971) var fyrsta myndin sem framleidd vai- í Dolby A. Þótt Kubrick væri ekki fyrstur til að nota Steadicam gerði kvikmynda- taka The Shining (1980) mikið fyr- ir útbreiðslu tækninnar. The Shin- ing er ein af þeim myndum er sýna ekki tæknina þótt hún sé óijúfaniegur hluti hennar. Við það má bæta að myndin er einn al- besti hryllingstryllir alira tíma. Terminator 2: Judgement Day (1991) ★★★i Tortímandi fyrri myndar- innar er nú orðinn að góðu vél- menni þar sem Arnie vinur okkur hefur rækilega breytt um ímynd. Slæma vélmennið, T-1000, er snilldarlega útfært. Cameron sannar enn eina ferðina hversu útsjónarsamur hann er í allri tæknivinnslu. Þrælgóður hasar. Star Wars-serían (1977-83) ★★★* Það er óhætt að segja að fyrsta myndin hafi opnað augu manna fyrir þeirri tæknibyltingu sem var í vændum. Magnaðar brellur einkenna myndirnar þrjár. Þær eru þó bara vísir að því sem koma skal en því hefur verið lofað aö tbrveri myndanna, sem frum- sýndur verður á næsta ári, slái út allt sem áður hefur sést á hvíta tjaldinu. Forrest Gump m tvær stjörnur ★★ Rakin er ævi andhetjunnar Gmnp sem hefur af ævintýraleg- mn ástæðum rekist á margan merkismanninn. Var leikaranum Tom Hanks skeytt saman við eldra myndefni og gat Gump þannig hitt sögufræga menn á borð við John F. Kennedy. Mynd- in er ágætt dæmi um hvemig hægt er að leysa hin sérstæðustu vandamál með aðstoð tækninnar. Jurassic Park (1993) ★★* Visindamenn finna leið til að endurfæða risaeðlumar sem eru í einu orði sagt glæsilegar. Steven Spielberg þurfti aftur á móti að búa til úr þessum frábæra efnivið Qölskyldumynd. Hefði maður heldur viljað sjá alvöru- risaeðlutrylli, stranglega bannaö- an innan 16 ára. -bæn myndbönd SÆTI ÍFYRRI i VIKA J VIKUR iÁ LISTA i j j TITILL i ÚTGEF. J KMBni j TEG. 1 J ný í 1 ! Titanic j Skífan j Drama 2 J 1 J i j j 3 i j J. AsGoodasitGets j j Skífan J j J Gaman j 3 i Ný J i 1 j 1 J Mr.NiceGuy Myndform j Spenna 4 j Ný j J j 1 1 Switchback j 1 Sam Myndbönd j j Spenna 5 J ' " J 5 i 2 j The Replacement Killers J j Skífan j Spenna 6 j i S 3 j J i 4 J j 4 J 7 .1 íl- r. i Desperate Measures j Sam Myndbönd J J Spenna J 7 i 2 J 1 i 2 J The Postman J WamerMyndir J Spenna 8 J ) 4 j j ■ J i 3 . i j j Amistad J i CIC Myndbönd j J J j Drama ) 9 j 6 4 i TheEdge j Skrfan Spenna 10 [ 7 í f ! I J WagTheDog j J Myndfoim J j i Gaman j 11 j 9 J e 1 J b J Jackie Brown j Skrfan j Spenna 12 j 8 ) J í 7 : Kiss The Giris Ígtjí J CIC Myndbönd Spenna 13 < 10 i 7 i Devil's Advocate J j Wamermyndir J j Spenna 14 í - J J J 8 1 j 8 J Good Will Hunting J j Skffan J J ,\ WtM j Drama j 15 1 13 J ) 11 J J 1 j 5 7 The Assignment J Skffan J Spenna J 16 j - J i , 1 j 3 j j j Rocketman J -V';. J j SamMyndbönd i J j Gaman j 17 j 16 i 4 ! Till There Was You SamMyndbönd Gaman 18 1» í 5 ! ) J Gone Fishin1 J J SamMyndbönd j ) J Gaman j 19 i j 15 : ♦ : The Boxer j CIC Myndbönd j Spenna 20 j 1 Ný ;.; Liar J j Myndform j j Spenna 8. til 14. september Myndband vikunnar | Deconstructing Harry ~ 9 «> Réttiæting saurlrfis Woody Allen ásamt tveimur Hollywoodstjörnum sem leika í Deconstructing Harry, Elisabeth Shue og Billy Crystal. Woody Allen var tilnefndur til óskarsverðlauna (eins og vanalega) fyrir handrit sitt að þessari mynd sem fjallar um Harry Block, mið- aldra rithöfund sem á við mörg vandamál að stríða, þ. á m. ákafa kynlífsáráttu sem m.a. kemur fram í stöðugu framhjáhaldi. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hann fyrir sið að nota eigið líf, lítt dulbúið, sem efnivið í bækur sínar, konum sínum og ástkonum til lítillar hrifn- ingar. Hann er ekki í fostu sam- bandi eins og er og svalar því fýsn- um sínum með vændiskonum en tómarúmið í lífi hans kemur fram í hugmyndafátækt í ritsmiðum. Ein- angraður og hataður af flestum sín- um fyrrverandi eigin- og ástkonum, og í öngum út af bókinni sem hann hefur fengið fyrirfram- greiðslu út á en getur ekki komið sér að því að byrja á, leggur hann í ferðalag til síns gamla háskóla sem ætlar að heiðra hann fyrir ævi- starfið. Hann rifjar upp atburði og hittir persón- ur, bæði úr eigin lifi og skáldsögum sínum. Greinilegt er að Woody Allen er sjálfur fyrirmynd aðalsöguhetj- unnar, eins og svo oft áður í myndum hans. Svo virðist sem myndin sé eins konar uppgjör Woody Allen við gagnrýnina sem hann hefur fengið á sig fyrir frammistöðu sína í einkalífinu og þann saurlífisseggsstimpil sem hann hefur fengið á sig. Af myndinni að dæma er ekki fyrir mikilli iðrun að fara hjá Allen heldur virðist sem hann álíti að sem mik- ilsverður listamaður leyfist honum að vera vandamálapakki sem einstaklingur. Hann geti ekkert að því gert hversu ófullkominn hann sé og eigi fremur skilið samúð en for- dæmingu. Einn helsti styrkleiki Woody Allen, hæfileiki hans til að galdra fram góða frammistöðu úr ólíkleg- ustu leikurum, bregst að nokkru leyti hér þar sem hann leyfir sum- um þeirra að fara svolítið yfir strik- ið í ofleik. Meðalmennskan í leik- hópnum sést einna best á því að meira að segja Billy Crystal nær að stela senunni. Sum atriðin eru nokkuð skondin en það dugar skammt. Ég er búinn að sjá of marg- ar Woody Allen-myndir til að þessi komi eitthvað á óvart. Einhvem veginn fæ ég á tilfinninguna að hann sé alltaf að gera sömu mynd- ina og frávikin markist fyrst og fremst af því sem nýlega hefur drif- ið á daga hans. Woody Allen er ein- faldlega farinn að sýna þreytu- merki. Utgefandi: Myndform. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 min. Bönnuð innan 12 ára. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.