Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
Fréttir
Stuttar fréttir dv
Hægagangur í framkvæmdum við deildir Landspítala gagnrýndur:
Biðlistar eftir hjarta-
þræðingum lengjast
- sjúklingar liggja á göngum og í skúmaskotum vegna þrengsla
Um 300 sjúklingar eru nú á
biðlistum lyflækningadeildar Land-
spítalans vegna hjartasjúkdóma. 40
sjúklingar bíða þess að komast í
stórar hjartaaðgeröir, 60 eru á
biðlista eftir æðaútvíkkunum, aðrir
60 vegna annarra hjartasjúkdóma
og 180 manns bíða eftir þræðingum.
Þess má geta að fjölgað hefur um
100 manns á síðastnefnda biðlistan-
um frá í vor vegna sumarlokana og
lokana deilda af öðrum ástæðum.
T.d. hefur ein fjögurra deilda á lyf-
læknissviði verið lokuð vegna við-
gerðar. Þegar þeirri viðgerð lýkur
og deildin verður opnuð, verður
annarri deild á sviðinu lokað vegna
viðgerða. Þessar lokanir raska mjög
60 teknir
í Kópavogi
Mjög mikið var um hraðakstur
í Kópavogi um helgina. Alls voru
sextíu manns teknir fyrir of hrað-
an akstur við mælingar lögregl-
unnar á laugardaginn. Þar af
voru þrjátíu og sjö ökumenn
teknir á Dalvegi fyrir of hraðan
akstur á einni og hálfri klukku-
stund. -GLM
Laumufarþegi
tekinn
- sendur til írlands
Karlmaður frá Júgóslavíu var
handsamaður um borð í skipi við
Reykjavíkurhöfn síðastliðið fóstu-
dagskvöld. Maðurinn kom með
flugi frá írlandi, þar sem hann
hefur búið undanfarið ár, á fostu-
daginn og hugðist lauma sér um
borð i skip sem var á leið til
Kanada. Hann var hins vegar um-
svifalaust sendur úr landi aftur
til írlands þegar hann fannst.
-GLM
Frá flokksþinginu. DV-mynd Teitur
Sighvatur Björgvinsson:
Friðarþing
„Þetta þing var haldiö við mjög
sérstakar aðstæður þar sem tekin
hafði verið ákvörðun um að
stefna að sameiginlegu framboði í
kosningunum í vor. Það var hlut-
ur sem Alþýöuflokkurinn tók af-
stöðu til fýrir tveimur árum og
alla þessa vegferð hefur flokkur-
inn haldið mjög saman. í öðru
lagi var mjög góð samstaöa á
þinginu. Þrátt fyrir skiptar skoð-
anir um einstök mál voru engin
átök á þinginu, hvorki um menn
né málefni. Þetta var því sann-
kallað friðarþing," sagði Sighvat-
ur Björgvinsson, formaður Al-
þýðuflokksins, um flokksþing
krata sem fram fór í Reykjavík
um helgina.
Endurkjörið var í öll helstu
embætti flokksins en engin mót-
framboð bárust. -hlh
starfsemi á lyflæknisdeildum, auk
þess sem biölistar lengjast, eins og
fram kemur hér að framan.
„Við höfum áhyggjur af því að
farið sé óþarflega hægt í fram-
kvæmdimar af sparnaðarástæðum.
Okkur er umhugað um að þessir
gangar séu opnaöir sem fyrst,
þannig að hægt sé að vista sjúklinga
sem koma inn og jafnframt til að
vinna á biðlistunum," sagði Þórður
Harðarson, prófessor á lyflækninga-
sviöi, við DV. „Biðlistar vegna
hjartaþræðinga og æðaútvikkana
hafa verið. okkur mjög erflðir vegna
plássleysis."
Ástandið á deildunum er meö
þeim hætti að þar eru stöðugar yfir-
„Við erum að mótmæla þeirri
stöðu og því vægi sem þessum félög-
um er skapað innan BSRB. Það verð-
ur að koma til róttækra breytinga. Ef
svo verður ekki, þá hljótum við hvert
og eitt að taka öll okkar mál til end-
urskoðunar. Það er allt inni í mynd-
inni í því,“ sagði Guðmundur Vignir
Óskarsson, formaður Landssambands
slökkviliðsmanna. Megn óánægja rik-
ir meðal félagsmanna sex fagstéttarfé-
laga innan BSRB með vægi félaganna
í bandalaginu. Þau krefjast breytinga
á skipulagi BSRB þannig að tekið sé
tillit til félaga sem hafa farið ört vax-
andi meðan önnur hafa jafnvel
minnkað.
Vegna þessarar óánægju ákváðu
stjórnir félaganna að mæta ekki á
bandalagsráðstefnu BSRB í gær en
héldu sameiginlegan fund. Um er að
ræða Félag íslenskra leikskólakenn-
ara, Landssamband slökkviliðs-
manna, Ljósmæðrafélag íslands,
Sjúkraliðafélag íslands, Tollvarðafé-
lag íslands og Þroskaþjálfarafélag ís-
lands.
í ályktun sem samþykkt var á
fundi stjórnanna segir m.a. að þrátt
fyrir grundvallarbreytingar sem hafi
orðið á samningsrétti og félagaskipan
BSRB 1986 hafi skipulagsform banda-
lagsins tekið litlum breytingum í þá
veru að tryggja nýjum félögum ásætt-
anlegan sess innan heildarsamtak-
lagnir, þ.e.a.s fjöldi sjúklinga er oft
langt umfram það sem deildimar
eru skráðar fyrir. „Sjúklingar liggja
hér á göngum og í skúmaskotum,"
sagði Þórður. „Það segir sig sjálft, að
það er erfitt að koma inn sjúkling-
um af biðlista því langflestir þeirra
sjúklinga sem em lagðir inn á þess-
ar deildir koma inn bráðveikir á
bráðamótttöku. Lyflækningadeildir
í Reykjavík þjóna ekki biðlista eins
og áður var nema hvað varðar þræð-
ingar og útvíkkanir æða.“
Hér á landi era gerðar einna flest-
ar þræðinga- og útvíkkunaraðgerðir
í samanburði við önnur Evrópu-
lönd. Aðspurður sagðist Þórður
álita að ekki væri of mikið gert af
anna. Þar virðast hefðir og gamlar
venjur enn vera ríkjandi. Ekki hafi
reynst vilji til aö rétta hlut fagstéttar-
félaganna innan bandalagins, heldur
hafi hann verðið rýrður með skipu-
legum hætti að mati fulltrúa þeirra. 1
því sambandi megi nefna að þegar
skipaðir hafi verið fulltrúar BSRB í
stjóm nýs lífeyrissjóðs hafi fulltrúi
borinn fram af fagstéttarfélögunum
verið felldur í kosningu innan stjóm-
ar BSRB. Óviðunandi sé fyrir fag-
stéttafélögin að ríkja skuli slíkt ójafn-
vægi sem raun beri vitni bæði í for-
„Viðbrögöin era þau að reyna að
finna leiðir til að leiða þessi mál til
lykta á þann hátt
sem allir geti við
unað,“sagði Ögmund-
ur Jónasson, formað-
ur BSRB við DV í
gær vegna uppkom-
innar stöðu, þegar
stjómir sex fagstétt-
arfélaga innan BSRB
kusu að mæta ekki á
ráðstefnu bandalagsins en þinga á
öðrum stað.
Ögmundur sagði að mönnum hefði
þótt betra að fulltrúar umræddra fag-
slíkum aðgerðum hér. „Árangur
okkar í meðferð hjartasjúkdóma er í
samræmi við tíðni aðgerða. Nýlega
birtust niðurstöður stærstu rann-
sóknar sem gerð hefur verið í heim-
inum á afdrifum sjúklinga sem
leggjast inn á spítala með kransæða-
stíflu. Dánartalan hjá okkur er sú
lægsta í 22 löndum sem þar era bor-
in saman. Við erum t.d. nær helm-
ingi lægri en háskólasjúkrahúsið í
Glostrup í Kaupmannahöfh. Dánar-
tala af völdum hjartasjúkdóma hef-
ur fallið meira hér á landi en á öðr-
um Norðurlöndum. Við teljum þetta
stafa af því að við tökum virkari af-
stöðu til sjúkdóma sem komnir era
á alvarlegt stig.“ -JSS
ystu BSRB og varðandi ýmsar tilnefn-
ingar bandalagsins. Skorar fundur-
inn á stjóm BSRB að taka til gagn-
gerrrar endurskoðunar uppbyggingu
og skipulag bandalagsins.
„Við eigum eftir að fá svör við
kröfum okkar," sagði Guðmundur
Vignir. „Stjóm BSRB hefur boðað
fund allra formanna bandalagsins 27.
nóvember. Þar verða mótmæli okkar
rædd. Fyrr en svör liggja fyrir höfum
við ekki myndað okkur neina skoðun
á því sem tekur við.“
stéttarfélaga hefðu mætt og ágrein-
ingsmálin hefðu verið tekin til um-
fjöllunar eins og gert hafði verið ráð
fyrir í boðaðri dagskrá ráðstefnunn-
ar.
„Ég hef ekki trú á því að þetta leiði
til klofnings BSRB,“ sagði Ögmundur.
„Þessar deilur eru ekki nýjar af nál-
inni en ágerðust nokkuð á síðasta
þingi BSRB. Þetta mál verður einfald-
lega tekið til rækilegrar skoðunar á
næstu vikum. Það verður kallað eftir
tillögum um breytingar á skipulagi
BSRB og síðan verður sest yfir þær
tillögur. Ég er vongóður um að þetta
leysist." -JSS
Langt fram úr áætlun
Kenneth Peterson, forstjóri
Norðuráls, telur slæmt að álverö sé
eins lágt og
raun ber vitni.
Hann segir að
það komi þó
ekki niöur á
framleiðslu og
áformum álvers-
ins á Grundar-
tanga en kostn-
aður viö það hefur farið 1,5 millj-
arða fram úr áætlun. Hann segir
að álverið verði hagkvæmt í
rekstri þegar það nær fullum af-
köstum í janúar á næsta ári. Það
hefur nú náð 25% afköstum. Stöö 2
greindi frá.
Gróðursetja 60%
Á aðalfundi Landssamtaka skóg-
arbænda um helgina kom fram að
bændur gróðursetja 60% af þeim
trjám sem gróðursett era í land-
inu. Sjónvarpið greindi frá.
Fjarnám á Austurlandi
I vetur munu um 50 manns af
Austurlandi stunda fjarnám viö
fjórar háskólastofnanir í gegnum
Fræðslunet Austurlands. í mörg-
um tilfellum er um að ræða fjöl-
skyldufólk sem annars hefði ekki
getað stundað nám af þessi tagi.
Stöð 2 greindi frá.
Flóðavarnir á Siglufirði
Framkvæmdirnar við snjóflóöa-
vamirnar fyrir ofan Siglufjörð
hafa gengið betur en menn þorðu
að vona. Heildarkostnaður viö
framkvæmdimar gæti orðið ná-
lægt 300 milljónum króna. Stöð 2
greindi frá.
Hætti í flokksstjórn
Gylfi Þ. Gíslason er hættur í
flokksstjóm Alþýðuflokksins þar
sem hann hefur
átt sæti í hálfa
öld, sem ku vera
einsdæmi í ís-
lenskri pólitík.
Hann tilkynnti
þetta á flokks-
þingi um helg-
ina.
Vilja prófkjör
Stjóm kjördæmissambands
Framsóknarflokksins á Noröur-
landi eystra hefur samþykkt að
leggja til við kjördæmisþing að
fram fari prófkjör viö uppröðun á
framboðslista. Val hefúr verið með
öðrum hætti síðastliðin 12 ár.
RÚV greindi frá.
Fordæma aðför
Um helgina var haldinn haust-
fundur trúnaðarmanna Rafiðnað-
arsambands íslands. Þar var for-
dæmd aðfór JÁ verktaka á Selfossi
að trúnaðarmanni rafiðnaðar-
manna sem vinna viö að reisa Búr-
fellslínu.
Nánast hrundi
Niðurstaða rannsóknar Hafrann-
sóknastofnunar var nýlega kynnt á
ráðstefnu um náttúrufarsbreyting-
ar á Norður-Atlantshafi. Þar kom
fram að sífellt þróaðri tækni við
veiðar á síðustu áratugum gekk
það nærri íslenska þorskstofninum
að hann nánast hrundi. Sjónvarpiö
greindi frá.
25 björgunarkerrur
Á laugardaginn kynnti og af-
henti Landsbjörg, landssamband
björgunarsveita, björgunarsveit-
unum 25 björgunarkerrur sem
innihalda búnað og verkfæri til
þess að fást m.a. við björgunar-
störf í tengslum við óveður, snjó-
flóð og jaröskjálfta.
Rúmir 20 milljarðar
Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, telur aö
kostnaöur við
gerð miðlægs
gagnagrunns
verði líklega
mun meiri en
heilbrigðisráðu-
neytið telur, eða
meira en 20
milljarðar. RÚV
greindi frá, -SJ
Frá fundi fagstéttarfélaganna sex (gær. Fremstur á myndinni er Guðmundur Vignir Óskarsson. DV-mynd JAK.
Sex félög innan BSRB hunsuðu bandalagsráðstefnu í gær:
Allt inni í myndinni
- segir talsmaður félaganna um framhaldið
-JSS
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB:
Reynum aö finna leiöir