Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
8-12% í Baugi boðin lífeyrissjóðum:
Undirtektir hafa
verið dræmar
- FBA og Kaupþing með á áttunda milljarð undir koddanum sem þau þurfa að losna við
Stærsta fyrirtækjasala íslandssög-
unnar fór fram þann 19. júní í sumar
þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífs-
ins og Kaupþing keyptu hlut ekkju og
barna Pálma Jónssonar, stofnanda
Hagkaups, í fyrirtækinu. Hið selda
var allur hlutur íjölskyldufyrirtækis-
ins og eignarhaldsfélagsins Hofs hf. í
verslunarrekstri Hagkaups, Nýkaups
og Baugs. Fasteignir eru undanskild-
ar. Kaupendur að 75% fyrirtækisins
voru aðeins tveir; Fjárfestingarbanki
atvinnulífsins og Kaupþing og keypti
hvor aðili 37,5%. Heildarkaupverð
var ekki gefið upp en er áætlað vera
ríflega 11 milljarðar króna. Fjárfest-
ingarbankinn og Kaupþing eru um
þessar mundir að bjóða 8-12% hlut í
Baugi, sameiningaifélagi Hagkaups
og Bónuss. Undirtektir hafa hins veg-
ar verið dræmar samkvæmt athugun
blaðsins.
Að sögn Svanbjarnar Thoroddsen
hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins er verið að bjóða völdum stofn-
anaíjárfestum eignaraðild að Hag-
kaupsverslunarveldinu áöur en það
verður sett á almennan hlutafjár-
markað. Að öðru leyti séu hlutir ekki
til sölu að svo
stöddu. Verið sé
að fara í gegnum
flókið ferli sam-
einingar og und-
irbúnings að því
að setja hluti í fé-
laginu í almenna
sölu. Það verði
hins vegar ekki
mögulegt fyrr en
í nóvember.
„Fram að þeim
tíma er ekkert í
gangi annað en
það að við erum
að ræða við líf-
eyrissjóði um
hugsanleg kaup á
8-12% eignarhlut.
Það stendur yfir
núna og við reiknum fastlega með
því að það markmið náist.“ Eignar-
hald á Baugi, sameinuðu félagi Hag-
kaups og Bónuss nú er þannig að
25% eru í eigu
Gaums, fyrirtæk-
is Bónusfeðga. Af
samanlögðum
75% eignarhluta
FBA og Kaup-
þings hefur Hof
keypt 2,5%, fjár-
festar í Lúxem-
borg 20%, Baugur
5% og ýmsir fjár-
festar 3,1%. Sam-
tals er því 30,6% í
félaginu í eigu
annarra aðila en
FBA og Kaup-
þings. Það þýðir
að FBA og Kaup-
þing eru með fjár-
festingu í Baugi
upp á hátt á áttunda milljarð króna.
Umdeild kaup
Þegar rætt er við menn í við-
skiptaheiminum er ljóst að þessi
kaup Fjárfestingarbankans og Kaup-
þings eru um-
deild, ekki síst
fyrir þær sakir
að mörgum
finnst með ólík-
indum að ríkið
hafi með þessum
hætti blandað sér
í viðskipta- og at-
vinnulífið og að
gera það í jafná-
hættusömum
rekstri og um er
að ræða sé sér-
kapítuli. Þegar
stjórnandi stórs
fjárfestingarsjóðs
var spurður
hvort honum
hefði verið boð-
inn hlutur til
kaups sagði hann ,já“. Hvort hann
ætlaði að kaupa, svaraði hann: „nei,
hef ekki áhuga á að verða meðeig-
andi í þessu ríkisfyrirtæki“.
Samkeppnisað-
ilar í matvöru-
versluninni eru
ekki hrifnir af
því að t.d. Lífeyr-
issjóður verslun-
armanna gerist
hluthafi í Baugi.
Víglundur Þor-
steinsson, stjórn-
arformaður sjóðs-
ins, sagði í sam-
tali við DV að líf-
eyrissjóðnum
hefði verið boð-
inn hlutur. Hins
vegar lægi ekki
fyrir sex mánaða
milliuppgjör
Baugs né stof-
nefnahagsreikningur og fyrr en þau
gögn birtast veröi ekki tekin afstaða
til kaupa. DV bar það undir Einar
Jónsson, einn eiganda verslanakeðj-
unnar Nóatúns, hvemig honum litist
á að Lifeyrissjóður verslunarmanna
yrði meðeigandi Baugs. „Mér finnst
það orðið ansi
svakalegt að vera
farinn að keppa
við ríkið og
verkalýðsfélögin
á matvörumark-
aðnum þó að ekki
bætist við þann
hóp lífeyrissjóð-
ur sem við greið-
um stórar fjár-
hæðir til.“
Eftir þvi sem
næst verður
komist gengur
salan til hinna
völdu fjárfesta
hægt. Undirtekt-
ir hafa verið
dræmar og óvíst
um þátttöku Líf-
eyrissjóðs VR vegna andstöðu sam-
keppnisaðila Hagkaups. Kaupmaður
sem vildi ekki koma fram undir
nafni sagði við blaðið í gær að hann
teldi fremur ólíklegt að Lífeyrissjóð-
ur VR myndi kaupa hlut í Hagkaupi.
„Þó veit maður aldrei því að málið
er fyrst og fremst pólitískt," sagði
kaupmaðurinn. Lífeyrissjóðurinn
Framsýn hefur þó tekið af skarið og
sagt nei, takk. Halldór Björnsson,
stjórnarformaður Framsýnar, sagði í
gær við DV að sjóðnum hefði verið
boðið að eignast hlut fyrir nálægt
einn milljarð króna, en hafi afþakk-
að, að sinni að minnsta kosti.
Fjárfestar f Lúxemborg
Á dögunum seldi Kaupþing fjár-
festum í Lúxemborg 20% hlut í
gegnum fjárfestingarfyrirtæki sitt
þar í landi. í íslenska fjármálaheim-
inum heyrast efasemdarraddir um
að um raunverulega sölu sé að
ræða. Kaupþing hafi selt sjálfu sér
hlutinn. Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings, segir
þetta vera algjörlega úr lausu lofti
gripið. Kaupendurnir séu alþjóðleg-
ir flárfestar sem keypt hafi eignar-
hlutann vegna þess eins að um góða
fjárfestingu hafi
verið að ræða.
Þessar getsakir
séu algjörlega úr
lausu lofti gripn-
ar og fráleitar.
Aðspurður hverj-
ir þessir fjárfest-
ar séu sagði
hann að sam-
komulag væri
um að gefa það
ekki upp. Hið
eina sem hann
vildi segja um
þetta væri að
endurtaka það
sem hann sagði
fyrir nokkru í
samtali við
Morgunblaðið að
kaupendumir væru ekki sjóðir
Kaupþings í Lúxemborg. -SÁ
Halldór Björnsson, stjórnarformað-
ur Lífeyrissjóðsins Framsýnar.
Sigurður Einarsson, framkvæmda-
stjóri Kaupþings.
Golíat og Davíð
Fræg er sagan af því
þegar Davíð lagði Golí-
at. Síðan þá hefur Dav-
íð vaxið og stækkað og
hefur verið meiri um
sig heldur en flestir
aðrir Golíatar hér um
slóðir. Nú um nokkurt
skeið hafa allir þessu
litlu Golíatar rennt öf-
undaraugum til Davíðs
sem hefur tekið við
hlutverki Golíats,
vegna þess að litlu Gol-
iatamir hafa haldið að
þeir gætu lagt Davíð að
velli, alveg eins og Dav-
íð lagði Golíat að velli í
gamla daga.
En þetta hefur ekki
alveg gengiö eftir og
Davíð hefur ekki að-
eins haldið áfram að
dafna, heldur hefur hann lika stjómað öllum litlu
Golíötunum í kringum sig og ráðið því sem hann
vill ráða og Golíatar nútímans hafa fengið minni-
máttarkennd og fyllst heilagri reiöi yfir þessu
óréttlæti að litli Davíð hafi ekki aðeins lagt Golí-
at hér áður fyrr, heldur sé litli Davíð orðinn stór
og sterkur og Golíatamir hafa ekkert í hann að
segja.
Þess vegna er það sem litlu Golíatarnir ákváðu
að sameinast í einn Golíat og gáfu um daginn út
stefnuskrá um það hvemig þeir ætluðu að ná
völdum. Ekki féll sú stefna í frjóan jarðveg hjá öll-
um og einhver sagði að þaö ætti að fleygja henni
og skrifa hana upp á nýtt. Davíð sjálfur las þessa
stefnuskrá Golítanna og sagði að hún væri
þunnildi. Amma sín hefði alltaf varað hann við að
kaupa þunnildi.
Nú urðu Golíatarnir fyrst alvarlega reiðir og
einn þeirra hélt flokksþing um helgina og lýsti
yfir þvi að stefnuskráin sem hefði verið gefin
út, væri í sjálfu sér aukaatriði. Aðalstefnumál
Golíatanna væri það eitt að fella Davíð. Samein-
ing litlu Goliatanna í einn stóran Golíat væri til
þess hugsuð að taka Davíð. Fara gegn honum og
fella Davíð.
Þeir segja að Davíð sé hrokafullur og drýld-
inn og hann gefi „vitlaust til baka“. Amma Gol-
íats sagði honum að vara sig á fólki sem gefur
vitlaust til baka. Og þar sem ömmur Davíðs og
Golíats eru farnar að skipta höfuðmáli í ís-
lenskri átakapólitík, snýst þessi bardagi um það
hvor amman hafi rétt fyrir sér. Amma Davíðs
eða amma Golíats.
Davíð hefur enn ekki svarað fyrir sig en sjálf-
sagt kallar hann ömmu sína til vitnis um það að
litlu Golíatar sem ætla að sameinast í einn stór-
an Golíat, megi sín lítils gegn Davíð, enda mun
þá sagan endurtaka sig og Davíð leggja Golíat
aftur, ef Golíat er orðinn stærri en Davíð, eftir
sameiningu Golíatana, sem hafa verið minni en
Davíð eftir að Davíð stækkaði af þvl að leggja
Golíat á sínum tíma.
Þessi stöðubardagi er skemmtilegur og mun
skemmtilegri heldur en gamla þrefið um pólitík
og flokka og lífskjör. Baráttan um atkvæðin snýst
um Davíð og sameining Golíata vinstri flokkanna
er um það eitt að Davíö sé drýldinn af því að hann
átti ömmu sem vildi ekki að hann keypti
þunnildi. Flokkar hafa verið lagðir niður fyrir
minna. Dagfari
Vænn rjúpustofn
íárlegum leiðangri fuglafræð-
inga nýlega til Hríseyjar voru 232
rjúpur merktar. SamkvæmtRÚV
er stofninn í góðu ásigkomulagi
en veiðin hefst eftir aðeins tvær
vikur.
Þórarinn tilnefndur
Þórarinn Eld-
járn er tilnefnd-
ur til Evrópsku
bókmenntaverð-
launanna,
Aristeion, fyrir
Brotahöfuð
ásamt 6 öðrum
bókum í flokki
skáldsagna. Þetta eru sömu verð-
laun og t.d. Rushdie fékk fyrir fá-
um árum. Ensk þýðing Bemards
Scudders á Svaninum eftir Guð-
berg Bergsson fékk einnig tiinefn-
ingu. Verðlaunin verða afhent í
dag. Alls vom 33 bækur frá 17
löndum tilnefndar.
Interpol á íslandi
Ársfundur alþjóðalögreglunnar
Interpol árið 2000 verður haldinn
á íslandi, sem er á meðal 45 aðild-
arríkja. Þetta var ákveðiö í heim-
sókn Þorsteins Pálssonar til Par-
ísar í höfúðstöövar Interpol. Mbl.
greindi frá. íslenskur ráðherra
hefur ekki áður heimsótt Interpol
meö formlegum hætti.
Halldór á
Ofveiði á ræt-
ur að rekja til
ríkisstyrkja i
sjávarútvegi
sem leiði af sér
of stór skip.
Þetta sagði
Halldór Ás-
grímsson m.a. á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í New York sl. fóstudags-
kvöld í NY. Hvatti hann þjóðir
heims til aö taka höndum saman
um skynsamlega stjómim fisk-
veiða.
Aukinn hagnaður
Hagnaður 15 sjávarútvegsfyrir-
tækja á Verðbréfaþingi íslands
var nærri 40% meiri á fyrri helm-
ingi ársins en á sama tíma í fýrra,
einkum vegna hærra afurðaverðs.
Samkvæmt Bylgjunni kemur
þetta fram í Hagtölum mánaðar-
ins.
Minni peningalykt
Framkvæmdir em hafnar við
verksmiðju SR-mjöls á Siglufirði
sem miða einkum að því að draga
úr loftmengun frá verksmiöjunni
þegar verið er að bræða. Peninga-
lyktin svokallaöa verður því ekki
eins sterk. Samkvæmt Sjónvarp-
inu er um fjárfrekar framkvæmd-
ir að ræða.
Jörundur á hvíta tjaldiö
Ágúst Guð-
mundsson kvik-
myndageröar-
maður hyggst
setja sögu Jör-
undar hunda-
dagakonungs á
hvíta tjaldið í
samvinnu viö
enska framleiðandann Andy Pa-
terson. Samkvæmt Mbl. mun
myndin kosta um 1 milljarð í
framleiðslu.
Vegabréf uppurin
Vegabréfabirgðir í landinu eru
á þrotum samkvæmt tilkynningu
frá dómsmálaráðuneytinu. Ástæð-
an er fyrst og fremst tafir á af-
greiðslu bréfa frá framleiöanda
þeirra erlendis. Útgáfa bréfa hef-
ur líka verið óvenjumikil í sum-
ar. Ekki er von á nýrri sendingu
fyrr en um miðjan næsta mánuö.
Á meöan verða gefin út svokölluö
neyðarvegabréf til íslenskra ríkis-
borgara.
Stóriðjuskóli
Stóriðjuskóli tekur til starfa á
morgun á vegum íslenska álfél-
agsins. Samkvæmt Sjónvarpinu
jafngildir námiö þriðjungi hefð-
bundins iðnnáms. -bjb
SÞ-þingi