Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Qupperneq 6
6 MANUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 BÓNUSVIDiO Fréttir Erindi Friðriks Sophussonar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga um nýja kjördæmaskipan vakti einna mesta athygli og sýndist sitt hverjum um tillögurnar sem eru þar uppi á borðum. DV-myndir H.Kr. Fjóröungsþing Vestfirðinga um helgina: Skiptar skoðanir um nýja kjördæmaskipan Aðalmál Fjórðungsþings Vestfirð- inga, sem haldið var á ísafirði um helgina, var án efa umræður um breytta kjördæmaskipan. Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármála- ráðherra og formaður nefndar um breytta kjördæmaskipan, kynnti þær hugmyndir sem uppi á borðinu eru. Allar þær hugmyndir miða að jöfnun á vægi atkvæða og fækkun og stækkun kjördæma. í umræðum um málið á þinginu kom fram mik- il andstaða hjá öllum Vestfjarða- þingmönnum sem tjáðu sig um mál- ið, nema Gunnlaugi Sigmundssyni. Gunnlaugur sagðist í öllum megin- atriðum sammála hugmyndum nefndarinnar. „Ég er ekkert óskaplega hrifinn," sagði Einar K. Guðfinnsson. „Það er helst tvennt sem ég vil leggja áherslu á í þessu sambandi. Ég held að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á það landsbyggðarmenn að það sé ástæða til þess að hafa mis- munandi vægi atkvæða.“ „Mér finnst að orðið kjördæma- skipan visi til of þröngra breyt- inga,“ sagði Kristinn H. Gunnars- son. „Við eigum að breyta stjóm- sýslunni í heild. Hún er ekki nógu góð vegna þess að hluti landsins hefur ekki þau tök að hann geti haldið í horfinu.“ „Ég óttast vissulega að þetta per- sónulega samband sem þingmenn hafa við kjósendur sína minnki," sagði Gunnlaugur Sigmundsson. „Mér finnst samt að það sé krafa tímans að stækka þessar einingar. Ég skynja svo vel að kjördæmi þar sem fólki hefúr fækkað hefur ekki sömu stöðu til þess að hafa áhrif á landsmálin eins og áður. Ég sé því með þessu stækkun á áhrifum Vest- fjarða, suður og austur á bóginn. „Það kemur mér ekkert á óvart að hugmyndir þingmanna Vest- íjaröa eru misjafnar," sagði Friðrik Sophusson. „Það er stuðningur hjá sumum en aðrir eru andvígir þess- um breytingum. Þá andstöðu þekki ég frá fyrri stigum. Ég hygg hins vegar að þegar menn skoða málið betur og tillögumar verða gefnar út þá sjái menn það í skýrara ljósi en áður að það er nauðsynlegt að ná niðurstöðu í málið. Ef við geymum of lengi breytingarnar þá er hætta á því að þær verði þeim mun róttæk- ari þegar að þeim kemur sem er óhjákvæmlegt á næstu árum. Ég tel miklar líkur á því að tillög- ur í þá átt sem nefndin er að gera geti náð fram að ganga. Nefndin mun fyrri hlutann í október afhenda for- sætisráðherra tillögur sínar og hann mun þá væntanlega hafa samband við formenn annarra stjómmála- flokka og þá fyrst er hægt að átta sig á því hvort málið verður lagt fram til þingflokkanna. Ef það gerist þá hef ég enga trú á öðra en að málið verði afgreitt á yfirstandandi þingi og kos- ið samkvæmt nýjum reglum árið 2003.“ -HKr. Kristinn H. Gunnarsson og Einar Oddur Kristjánsson stinga saman nefjum og ekki annað að sjá en að þeir hafi skemmt sér á þinginu. Slysavarnafélag íslands efndi til mikillar björgunaræfingar um helgina. Fór æfingin fram á fjölmörgum stöðum á suð- vesturhorni landsins og tók fjöldi manns þátt í henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fór á vettvang og kynnti sér það sem um var að vera. Hún fékk að komast að raun um það því hún endaði í flotgalla í sjónum úti fyrir Viðey. Var ekki að sjá að borgarstjóranum brygði við volkið. Á innfelldu myndinni sést hún gera sig kiára. DV-myndir S Skák á Grand rokk Á helsta athvarfi þyrstra mið- bæinga í Reykjavík, Grand rokk kaffl hefur Hrafn Jökulsson stofnað skákfélag sem meira en 100 manns eru í. Fyrir skömmu var haldið fyrsta mót þess og hvorki meira né minna en þrír stórmeist- arar tóku þátt, þeir Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Jó- hann Hjartar- son og auk þess alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason. Það var að sjálfsögðu skákskýr- andi DV, Jón L. Árnason, sem vann fýrstu verðlaun, 50 þúsund krónur, sem kostunaraðili móts- ins, þýsku Jever-verksmiðjurnar, lagði til... Lausnarsteinn Steingríms Lifskúnstnerinn Steingrímur T.H. Sigurðsson sem hingað til hefur einkum verið þekktur fyrir málverk sín, hefur nú snúið sér að ritstörfum. Hann hefur þegar lokið að rita ævisögu sína sem ber það merka heiti Lausnarsteinn- inn. Hann hefur þar að auki fund- ið sér forleggjara í Þorsteini Thorarensen og bókin mun koma út á heppilegum tíma fyrir jólabókaflóöið. Stein- grímur, sem skilgreinir sjáifan sig sem „blásvart íhald“ í pólitíkinni, mun fara á kostum í bókinni, ekki síst í frásögnum af pólitískum at- burðum þar sem hann hefur verið á vettvangi... Ritstjóri á uppleið Fyrrverandi ritstjóri Stúdenta- blaðsins, Björgvin Sigurðsson, og einn af helstu trúnaðarmönn- um Margrétar Frímannsdóttur, er meðal upprenn- andi sfjarna vinstri vængsins. Hann er að vísu á leið til náms á írlandi, en mun að sögn verða kallaður heim fyrir kosn- ingabaráttuna. Björgvin er af Suðurlandi og traustar heimildir herma að Mar- grét vilji að hann skipi þriðja sæti sameinaðra vinstrimanna á Suð- urlandi... Lærir af foringjanum Eftir að OZ-mennimir Guðjón Már Guðjónsson og Eyþór Am- alds tilkynntu um stofnun hins nýja símfyrirtækis þeirra, íslands- síma, brugðust bæði Guðmundur Bjömsson, for- stjóri Landssím- ans, og stjórnar- formaður fyrir- tækisins, Þórar- inn V. Þórar- insson, við með miklum ósköp- um og ásökuðu um trúnaðarbrest vegna starfa þeirra fyrir Landssímann. í frétt- um Sjónvarpsins á mánudaginn var svo viðtal við Halldór Blön- dal samgönguráðherra sem fagn- aði stofnun Íslandssíma og sá ekk- ert athugavert við vinnu OZ- manna fyrir Landssímann. Vilja margir því meina að nú hafi ráð- herra Blöndal munað eftir þegar hann og forstjóri Landssímans voru kallaðir á teppið hjá Davíð Oddssyni eftir aö hafa hækkað gjaldskrá símans upp úr öllu valdi. Það er greinilegt að menn læra vel og mikið af sjálfum foringjanum ... Umsjón:Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.