Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 17 DV Fréttir Kvóta- og smábátabraskið gaf 350 milljónir: Fleytti tveimur bátum í nýtt kerfi - forystumenn sjómanna gerðu engar athugasemdir, segir bátasali Akureyri: Bæjarráð skip- ar stýrihóp DV, Akureyri: Bæjarráð Akureyrar hefur skipað stýrihóp sem á að hafa yfírum- sjón vinnu við breyting- ar á stjórnskipulagi bæj- arsins. Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri er for- maður stýrihópsins, en aðrir i hópnum eru Ás- geir Magnússon formað- ur bæjarráðs, Jakob Björnsson bæjarfulltrúi, Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri og Þorgerður Guðlaugsdóttir aðstoðar- skólastjóri. Stýrihópnum er ætlað að hafa yfir- umsjón og verkstjórn með höndum í þeim breytingum sem fyrir höndum eru og er gert ráð fyrir að stýrihóp- urinn skipi m.a. vinnuhópa um ein- stök afmörkuð verkefni sem varða breytingar á stjórnsýslu og starfs- Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri er formaö- ur stýrihópsins. DV-mynd gk háttum hjá Akureyrar- bæ. Loks er lagt til að hópurinn gegni hlutverki framkvæmdanefndar um reynslusveitarfélagsverk- efni Akureyrarbæjar. Oddur H. Halldórsson, bæjarráðsmaður L-list- ans, tók ekki þátt í at- kvæðagreiðslu um málið og lagði fram eftirfar- andi bókun: „Ég tel að vanda beri vel til breyt- inga í stjórnskipulagi bæjarins. Því tel ég mik- ilvægt að fulltrúar allra stjómmálaafla í bæjar- stjórn eigi sæti í stýrihópnum. Þar sem L-listinn á engan fulltrúa í til- lögu bæjarstjóra um skipan í stýri- hópinn get ég ekki stutt þessa til- lögu og sit því hjá við atkvæða- greiðslu." Sigfríður Þorsteinsdóttir af B-lista óskaði bókað að hún styddi bókun Odds. -gk. Rækjuvinnsla á ný í Hnífsdal íshúsfélag ísfirðinga hefur fest kaup á rækjuverksmiðju Bakka í Hnífsdal sem staðið hefur ónotuð undanfarin misseri. Þorbjörn hf. í Grindavík eignaðist rækjuvinnsl- una þegar Bakki hf. í Bolungarvík rann saman við fyrirtækið. Rækju- vinnslan í Hnífsdal er talin mjög fullkomm og hefur farið í gegnum strangt gæðamat erlendra rækju- kaupenda. Aðaleigandi íshúsfélagsins, Gunnvör hf. á ísafirði, hefur yfir að ráða um 2000 tonna rækjukvóta og er stefnt að því að hefja rækju- vinnslu í Hnífsdal fyrir áramót. Gunnar Þórðarson hefur verið ráð- inn tU að stýra rækjuvinnslunni og þegar eru farnar að berast umsókn- ir um störf hjá fyrirtækinu í Hnífs- dal. -HKr. DV, Akureyri: Gjaldþrota einstaklingur og báta- og kvótasölur í Reykjavík og Hafnarfirði virðast vera í aðalhlut- verkunum í kvóta- og bátabrask- inu sem viðgekkst sl. vetur, ef marka má viðmælendur DV. Af samtölum við fjöldamarga að dæma virðist ljóst að þessir aðilar hafi hagnast um hundruð miUjóna króna vegna „gata í kerfinu" og eru ekki aUir þeir peningar vel fengnir. Eins og DV skýröi frá í síðustu viku hefur verið um yfir 300 miUjóna króna gróða að ræða vegna lagasmugu sem fannst og leiddi tU þess að kvóti var seldur af 15 smábátum á aflahámarki og bátunum siðan laumað inn í daga- kerfíð þar sem þeir geta nú stund- að óheftar veiðar. Einn þessara báta er Svalan sem bar einkennisstafma SK-37 og var í eigu Bergeyjar á Hofsósi. Uni Pét- ursson, einn eigenda Bergeyjar, segir að báturinn hafl verið seldur einkaaðila i Hafnarfirði. „Skömmu síðar var okkur tjáð að þessi aðUi væri gjaldþrota og vildum þá hætta við söluna. Þá var búið að selja kvótann af bátnum sem var hátt í hundrað tonn. Kvóta- og bátaleiga í Reykjavík kom þá inn í málið. Salan gekk svo eftir og við fengum okkar hlut sem var 41 miUjón króna,“ segir Uni Pétm-s- son. Þorgrímur Ómar, sonur Una og félagi hans í útgerð Bergeyjar, seg- ir að kaupendunum hafi greini- lega verið ljóst að Svalan myndi fá 15% viðbótarkvóta sem gekk eftir. „Þeim var það fuUkunnugt og svo seldu þeir aUan kvótann af bátn- um, úreltu hann og komu honum síðan inn i dagakerfið. Þá var bát- urinn orðinn söluvara á nýjan leik. Þarna var gjaldþrota ein- staklingur á ferðinni og Báta- og kvótasalan í Reykjavík stóð á bak við þetta,“ segir Þorgrímur Ómar. Ljóst virðist að kvótinn af bátnum hafi verið seldur fyrir um 40 mUlj- ónir, báturinn kominn inn í daga- kerfið og getur „malað þar giUl“ fyrir eigendur sína. Til að Svala kæmist inn í kerfið var báturinn Dropi með aflareynsluna 0 úreltur. Sá sami og keypti Svölu frá Hofs- ósi kom einnig bátnum SnæfeUi yfir í dagakerfið eftir að hafa úrelt annan hobbíbát á móti. Þetta var mögulegt vegna smugu í lögum sem ekki tókst aö loka fyrr en 15 bátar voru sloppnir í gegn. Sjálfsbjargarviðleitni? Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda, hefur kaUað það siðleysi að færa báta á miUi kerfa, en Heimir Bergmann, starfsmaður Báta- og kvótasölunnar ehf., er ekki sama sinnis. „Þetta er eins og hvert annað buU. Menn hafa stundað aUa vega hluti til að reyna að endurnýja bátana sina og svo ég nefni dæmi eru menn að taka smábút úr bát til að geta smiðað nýjan bát út af úreldingar- reglum. Er það löglegt eða sið- laust eða er þetta bara sjálfsbjarg- arviðleitni? Þetta eru fuUkomlega eðlileg viðskipti en Örn Pálsson má hafa sínar skoðanir á þeim gjömingi að færa báta á miUi kerfa. Ég var hins vegar i sambandi við Örn á meðan þetta gekk yfir og heyrði aldrei neinar athugasemdir," seg- ir Heimir Bergmann. Samkvæmt heimUdum DV eru dæmi um að sami aðUi hafi náð tveimur bátum á miUi kerfa eftir að hafa selt kvótann af þeim. Sá segist litið hafa hagnast á því þar sem hann hafi keypt bátana dýru veröi. í því tilviki liggur þó fyrir að sá sem um ræðir hefur yfir að ráða tveimur nýtísku bátum í dagakerfinu í stað tveggja „hland- koppa“ eins og einn viðmælenda orðaði það. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.