Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Side 29
37
Sokkabuxur
Verið er að þróa netþjónustu og tæki ýmiss konar sem gera manni kleift að ná sambandi við umheiminn hvar sem
er, meira að segja f háloftunum.
Risaverkefni komið á koppinn:
Næsta kynslóð netþjónustu
- aðgangur að Netinu mögulegur hvar, hvenær og hvernig sem er
Nú stendur yfir umfangsmikil
þróunarvinna vegna verkefnis sem
risafyrirtækin IBM, Boeing og
Toyota standa að ásamt öðrum stór-
um fyrirtækjum. Að sögn tals-
manna IBM er verið að undirbúa
næstu kynslóð netþjónustu og er
hér á ferðinni liður í þeirri stefnu
fyrirtækisins að koma tölvutækn-
inni í sem ílesta hluti daglegs lifs.
Netið út um allt
Markmiðið er að búa til kerfl sem
gerir Netið mun aðgengilegra en
það er nú en í dag er svo til einung-
is hægt að komast á Netið í gegnum
tölvur. Hin nýja tækni miðar að því
að hægt verði að nálgast ýmsa af-
markaða þjónustu á Netinu með fyr-
irferðarminni tækjum, eins og t.d.
skjásímum og litlum skjám sem eru
á stólbaki farþegaflugvéla. Þannig
gæti maður t.d. haft aðgang að
bankareikningnum sinum með hin-
um ýmsu græjum hvar sem er,
hvort sem það er á heimilinu, í bíln-
um eða í flugvélinni.
Mikill áhugi er meðal stórfyrir-
tækja á þessari hugmynd og mörg
þeirra vinna nú saman að ýmsum
þáttum þróunarvinnunnar. Meðal
þeirra sem að málinu koma eru fjór-
ir bílaframleiðendur, nokkrir fram-
leiðendur raftækja, fjarskiptafyrir-
tæki og flugvélaframleiðendur.
Talsmenn IBM segja nauðsynlegt
að fá svo marga að þróunarvinn-
unni. „Við verðum að byggja saman
stórt, samvirkandi kerfi samstarfs-
aðila,“ segir Mark Bregman, fram-
kvæmdastjóri nýstofnaðrar deildar
IBM sem mun sjá um þetta verk-
efni. „Hér er ekki á ferðinni mark-
aður sem við getum búið til upp á
eigin spýtur."
Götukort fyrir bflinn
Um þessar mundir er verkefni
IBM aðallega að hjálpa þeim fyrir-
tækjum sem að verkefninu vinna
við að flnna út hvers konar þjón-
usta muni koma að gagni í hinu
nýja kerfi. Til dæmis er hægt að
ímynda sér að fólk sem hefur að-
gang að kerfinu í bílum sínum geti
haft gagn af því að hafa aðgang að
götukortum. Jafnframt gæti fram-
leiðandi bíla boðið upp á þjónustu
sem fylgist með ástandi bílanna sem
hann hefur framleitt og gert viðvart
þegar komið er að smurningu og
þess háttar. í flugvélum væri svo
hægt að bjóða talsvert fjölbreytta
þjónustu þar sem hver farþegi gæti
fundið það sem honum fyndist
áhugavert.
Að sögn þeirra IBM-manna hefur
Boeing-flugvélaframleiðandinn
einmitt lagt mikla vinnu í þetta
verkefni. Boeing sér fyrir sér mikla
möguleika á að bjóða upp á fjöl-
breytta þjónustumöguleika fyrir
flugfarþega sem mun draga úr leið-
indum og tímasóun á löngum flug-
leiðum.
Enn er ekki ljóst hvenær kerfið
verður byrjað að virka fyrir alvöru,
en nokkur tími mun án efa líða þar
til það verður orðinn hluti af dag-
lega lifinu. Fyrirtækin eru enn að
þreifa fyrir sér og enn hafa engir
formlegir risasamningar verið gerð-
ir í þessum efnum. Litill vafi leikur
þó á að þetta sé það sem koma skal.
-KJA
Godzilla ríð-
ur á vaðið
Fljótlega kemur
hin nýja
Dreamcast-risa-
leikjatölva frá
Sega á markað-
inn í Japan.
Einn af fyrstu
leikjunum sem
framleiddir eru
meö tölvuna I
huga byggist á
þekktri hetju úr
óteljandi bíó-
myndum, sjálfri Godzilla. Enn er ná-
kvæmum upplýsingum um leikinn
haldiö leyndum en örfáar staöreynd-
ir hafa þó lekiö. Þetta er fyrstu per-
sónu „action“ leikur þar sem þú ert
í hlutverki Godzilla. Verkefniö er aö
leggja borgir í eyði og berjast viö
hin ýmsu skrímsli sem þekkt eru úr
Godzilla-kvikmyndunum.
Þrívídd í réttarsalnum
Fyrirtækiö 3Dfx, sem framleiöir m.a.
Voodoo þrívíddarkortin geysivinsælu,
hefur stefnt fyrirtækinu Nvidia fyrir
aö nýta sér tækni sem 3Dfx hefur
einkaleyfi á. Þarna er um aö ræöa
tækni sem nýtt er í leikjum eins og
Quake II til aö gera Ijós og skugga
á sem raunverulegastan hátt. Nvi-
dia nýtir þessa tækni í RIVA TNT-þri-
víddarkortunum og aðrir framleiö-
endur eins og ATI, 3Dlabs og
Rendition hyggjast fylgja í kjölfarið.
Nvidia kvartar hástöfum yfir lögsókn-
inni og segir hana einungis til komna
vegna þess aö 3Dfx sé í vondum
málum fjárhagslega, en nýlega
kynnti fyrirtækiö aö þaö heföi ekki
hagnast eins mik-
ið á þriöja fjórö-
ungi ársins og bú-
ist haföi veriö við.
Leikjarokk
Nú þegartölvuleik-
ir gerast sívinsælli
leita útgefendur sí-
fellt fleiri leiöa til
aö markaössetja
vöru sína. Ein
þekkt leiö er aö
nota tónlist
þekktra lista-
manna í leikjunum. Þetta var t.d.
gert í Quake þar sem Nine Inch
Nails sömdu tónlistina og í N20: Ni-
trous Oxide sem notaði tónlist eft-
ir The Crystal Method. Þessi brella
veröur nýtt í leiknum Test drive: Off-
Road 2 sem væntanlegur er á mark-
aðinn fýrir jól. Þar veröur notuð tón-
list hljómsveitanna Gravity Kills og
Sevendust en báöar þessar hljóm-
sveitir hafa selt umtalsvert magn
platna vestanhafs.
Rómaborg rís
Fyrir helgi tilkynnti Microsoft aö viö-
bót viö leikinn Age of Empires væri
fullkláruö. Hún mun bera nafnið The
Rise of Rome og er búist viö henni
T hillur bandariskra leikjabúða þann
5. nóvember. Eins og nafniö gefur
til kynna er sögusvið leiksins hiö
forna rómverska heimsveldi. Viöbót-
in var þróuö af Ensemble Studios
sem framleiddu leikinn sjálfan. Hönd
á plóg lagði einnig Bruce Shelley,
sem var einn skapara Age of Emp-
ires og hins geysivinsæla leiks Ci-
vilization.
rsct
tonif iont
\ið
áhyrgjuinst
ISO 9002
70 flfii
luixnr
30 den
ieggir
82o-r> i 11
Söliuiíiilu.':
Hcykjavík: Oru-iia líiiuii. Iniugav«*;ú46.
Snytiivornvorsfunin S|«w.
tlúaUilisbruul 58-60» TiskuhtisiA Gula.
haiigavrjn löi, IlargreiAshuU. Rnisk-
ur. IfofTvaUakka I, JiúrKnyrtUtofun
Safrún, Oraml Hotrl, Hárge»8»ilu,st.
Mnndn, f!nt.»v allaual 16,
Snyrtix (iruvcrshmin Cliesili.c. Húr-
snvrti.-t. Dóra. Lunglioltsvrgi,
Hegtihlíluhtiöin, Luuguvegi Vidcúljón-
i8. Dnnhaga 20. Kópavogur: Snyrti-
vöruvershmin Satwfra. Suiáranum.Hó>.
EngihjalÍa 8 ilufiiurljör<Siir: Snyrti-
vöruv. Di.-trlla Garðahær; Stiyrtthöll-
in, Föröun lií. Cár5at«»rgi 8. Slykkii*-
liólnmr: I Minahnrniö Vestmumiaevjar
Kh’ltur, Strumlvegi 44. Akur«/yri:
\or.slnnin \ nja. Sufturlaiul: Olnlaift,
l'.yrarhukki. Tí»kuhÚHÍft. ScHo»i.
Ausftirlniui: lámift. Höfn llnriialirfti.
ÖflUð
a storsoou veroi
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
Laser Expression
K6-266 MMX
• AMD K6 266 Mhz
• 32MB SDRAM minni
• 3.2 GB harður diskur
• 32x geisladrit
• 4MB S3 Virge 3D skjákort
• Hljóðkort og hátalarar
• Lyklaborð, mús og motta
• 33.6K mótald + 3 mánuðir
á Internetinu hjá Islandia
• Windows 98 stýrikerfi
II//LASER
computer
| Þá fíiuiur okkur á netmuf m
Kíktu é tilboðin okkar ÚRVALÓTSÝN
www.urvalutsyn.is