Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 <1éttir Listahátíö á góðu róli: sinn „Þessi hátíð gekk vonum framar og hefur líklega aldrei verið jafn vel heppnuð. Það má sennilega þakka góðu verkefnavali framkvæmda- stjómar undir stjóm Þórunnar Sig- urðardóttur," segir Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar, en á fimmtudaginn var haldinn full- trúaráðsfundur hátíðarinnar og þar lagt fram svokallað árshlutaupp- gjör. í ljós kom að mismunur tekna og gjalda fyrstu níu mánuði ársins er sjö og hálf miiljón króna þegar allar tekjur eru komnar í hús og skuldir hafa verið greiddar að fullu. Gert er ráð fyrir að í lok ársins verði staðan fimm til sex milljóna króna hagnaður, en það hefm- ekki áður gerst í sögu hátíðarinnar. „Það sem var óvenjulegt við verk- efnavalið í ár var að listamennimir komu svo víða að úr heiminum. Mikill og jafn áhugi var á flestum atriðum, en oft er það þannig að eitt eða tvö atriði gnæfa yfir að vinsæld- um. Það sem gerði Listahátíð mjög sérstaka í ár var að margt af lista- fólkinu var lítt þekkt hér á landi fyrir hátíðina, en það kom þó ekki í Mikiö er um dýrðir á listahátíð sem haldin er árlega. Meðal þess sem í boði var síðast var sýning Errós sem hér sést. veg fyrir aðlOO prósent aðsókn var á nokkur atriðanna," segir Signý. Þeir sem sóttu 43. atriði Listahá- tíðar voru 72.800 manns. Hærri tekj- ur voru af aðgangseyri en búist var við og styrktarframlög vora fleiri. Rekstrargjöld vora hins vegar ná- kvæmlega eins og áætlað var, að Þórunn Sigurðardóttir fer með styrka stjórn Listahátíðar. sögn Signýjar. „Á fundinum var ákveðið að verja helmingnum af þessum um- framtekjum til innlendra höfunda- verka á Listahátíð árið 2000 og hin- um í varasjóð til þess að mæta óvæntum áfollum. Slíkan varasjóð hefur Listahátíð aldrei átt,“ segir Signý og er að vonum kát. Hagnaður í fyrsta - Þórunn skilaði 6 milljóna króna afgangi EGeðheilbrigðisdagurinn: Hátíðí m nyju húsnæði í dag er alþjóölegi geðheilbrigð- : isdagurinn og er yfirskrift hans jj Mannréttindi og geðheilbrigði. 1 Frá kl.10 til 15 verður opiö hús | í Dvöl, nýju athvarfi geðfatlaðra | að Reynihvammi 43 við Digranes- ; kirkju. Klukkan 13.30 hefst hátíö : að Túngötu 7, nýju húsnæði Geð- I hjálpar og heldur Pétur Hauks- : son, formaður Geðhjálpar, hátíð- arávarp í tilefni dagsins. Síðan verður hefðbundin 10. októ- berganga frá Túngötunni yfir í Odda, hús félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Félagar úr Lúðrasveit verkalýðsins sjá um / m L já é m f mk iÆ Keppnin um „Herra Vesturland" verður í kvöld í Klifi í Ólafsvík. 10 glæsilegir strákar víða að af Vesturlandi taka þátt í keppninni. Dómnefnd skipa Þorgímur Þráinsson, Fjölnir Þorgeirsson, Halla Svansdóttir, fegurðardrottning Vestur- lands, Nína, Akranesi og Sara Vöggsdóttir Ijósmyndari. Kynnir verður Heiðar Jónsson og dansleikur eftir krýning- una. Að ofan má sjá kappana í keppninni. DV-mynd SV Bætiefni í úðaformi: Waves léleg eftirlíking - segir Birna Smith, frumkvöðull og dreifingaraðili að KareMor vitamínúðaefnum KareMor er fjölþrepa fyrirtæki og notar svipaðar söluaðferðir og Her- balife og Wave. „Þaö er gríðarlega erfitt að kopia á fót slíkum fyrir- tækjum og halda þeim gangandi. Reynslan sýnir að flest þeirra þola ekki vöxt eða þenslu fyrsta ársins. Freistingin er hins vegar mikil og er talið að fjöldinn allur af slíkum kerfum rúlli á ári hverju í Banda- ríkjunum. Okkar fyrirtæki er hins vegar komið yfir erfiöasta hjallann Birna Smith er sjálfstæður dreifingaraðili að KareMor úðatúpum með vftamínum og ýmsum næringarefnum sem hafa fengið grænt Ijós hjá Lyfja- eftirliti rfkisins. Minni myndin er af efnunum sem dreift hefur verið hér á landi DV-mynd Teitur. Úðalyfjum áþekkum þeim sem Waves-fólk á íslandi hyggst dreifa á heimsvísu hefur verið dreift í tæpt ár hér á landi. Um 80 manns starfa við söluna. Það era bætiefni í úða- formi frá bandaríska fyrirtækinu KareMor Intemational, 14 mismun- andi vörutegundir, sem hafa leyfi Lyfjaeftirlits ríkisins. Blaðið hafði tal af Bimu Smith sem er dreifing- araðili og frumkvöðull að innflutn- ingnum. „Ég vil taka það fram að gefnu til- efni að þessir sprautubrúsar frá Wa- Barnaskór st. 22-34 V. 2.990 Rauðir og bláir smáskór sérsverslun m/barnaskó í bláu húsi viðFákafen ' ■■ ves, sem fjölmiðlar hafa fjallað um að undanfömu, eiga ekkert skylt við úðabrúsana frá KareMor. Hér er um algjörlega óskyld efni að ræða. KareMor-efnin hafa verið á markaði í 15 ár og era háþróuð en Waves ekki annað en léleg eftirlíking, KareMor hefur stöðvað slíkar eftir- líkingar í Bandaríkjunum en fyrir- tækið hefur einkaleyfi á vítamínum í úðaformi," sagði Birna. „Úðinn er örfínn og er sprautað upp í munn- inn. Úðinn deilist niöur í örsmáar einingar til þess að hann gangi beint inn í blóðrásina í staö þess að fara um meltingarveginn. Hann smýgur auðveldlega gegnum slím- himnu munnsins eftir að honum hefúr verið úðað innan á báðar kinnar. Birna sagði að ekki hefði tekist að fullnægja eftirspurn eftir vörunum og væri verið að koma upp birgða- stöð hér á landi og farið væri að kanna með sölu í Evrópu sem enn er óplægður akur. Birgðastöðin verður sennilega í Kjörgarði. Þá sagði Bima að sölufólkið væri allt áhuga- fólk um heilsueflingu og gengist undir staðgóða fræðslu áður en sala hæfist. Fólk yrði að læra um hvert einasta efni áður en það fer að selja. „Jú, það eru auðvitað miklir tekju- möguleikar. En það fer algjörlega eft- ir því hvað fólk leggur í þetta í upp- hafi,“ sagði Birna. Hægt er að kaupa íár. sig upp í valdakerfið, í stjómarstöðu, þannig að menn geti í raun stofnað sitt eigið fyrirtæki um söluna. „Fyr- ir duglegt fólk er þetta gott tæki- færi,“ sagði Birna. Staukur af úðan- um kostar 2.500 krónur og honum fylgir ítarlegur bæklingur um efnin. og er fjárhagslega vel stætt og eitt af tíu stærstu fj ölþrepafyrirtækj um Bandaríkjanna þó ungt sé. Nú þykir rétt að stækka fyrirtækið og verður milljarði Bandaríkjadala varið í það á næstu 18 mánuðum," sagði Bima Smith. -JBP Gengisfall Miklar vangaveltur eru nú uppi um hvaða örlög bíða Krist- ins H. Gunnarssonar eftir að Stöð 2 plataði hann til greina al- þjóð frá því að hann kynni að vera á för- um í Framsóknar- flokkinn. Bæði Gunnlaugur Sig- mundsson, þing- maður Framsókn- ar á Vestfjörðum, og Sighvatur Björgvinsson glotta í kampinn þvi hlutabréf í Kristni hafa hríð- : lækkað á Vestfjörðum. Jafnvel er talið aö Steingrímur J. Sigfús- son hafi ekki áhuga á að taka við honum sem pólitískum flótta- manni í hóp talebananna ... Beðið prófkjörs Innan Framsóknar segja menn að Guðmundur Bjarnason hafi fullan hug á að fara úr rikis- stjórninni til íbúðalánasjóðsins 1 um áramót. Forysta flokksins heldur þó í hann og viU ekki : að hann fari fyrr en prófkjör flokks- : ins á Norðurlandi eystra er afstaðið. Ástæðan er sú að nái Valgerður I Sverrisdóttir j efsta sætinu er : talið að Halldór Ásgrímsson muni þegar í stað leggja til að ; hún verði ráðherra í stað Guð- mundar. Að öðrum kosti mun ætlunin vera sú að ráðuneytum ; hans verði skipt til kosninga og ihann taki umhverfisráðuneytið en Páll Pétursson landbúnað- inn. Nýr slagur mun þá hefjast um ráðherradóminn ef Framsókn verður áfram í stjórn ... Edda ráðgjafi Svo sem Sandkorn greindi frá á fimmtudag hefur Ástþór : Magnússon friðarpostuli fjárfest í heljarmiklu húsi í Seljahverfi hvar hann flaggar ýmsum heims- fánum. Sagt var að hann hefði svínað á Eddu Björgvins- dóttur leikara sem keppt hafi við hann um eignina. Þetta mun ekki vera rétt þar sem Edda bauð aldrei í höll- ina. Hún mun aft- ur á móti hafa I skoðað allflestar fasteignir á höf- uöborgarsvæðinu og þar með talið umrætt hús. Hugsanlegt er talið að Ástþór hafi frétt af innliti Eddu og hlaupið kapp í kinn. AUa vega munu fyrri eigendur húss- ins góöa vera alsælir með það verð sem þeir fengu. Edda mun j nú íhuga að taka að sér ráðgjöf og ; aðstoð við fasteignaviðskipti... Svavari hælt Það vakti mUda athygli á Al- þingi þegar Davlð Oddsson for- sætisráðherra lýsti með eftir- minnUegum hætti yfir stuðningi við Svavar Gestsson alþingis- mann varðandi þörf á nýju dóm- stigi sem meti hvort ástæða sé tU að taka upp mál einstaklinga sem líklegt er að lent hafi í dóms- morði. Davíð og Svavar hafa um langan aldur eldað saman silfur grátt og nú heyrist sú kenning að Svavar sé á fleygi- ferð út úr pólítík og samiö hafi verið um nýtt starf að tjaldabaki. Hvíslað er að Davíö hafi lagt drög að farmiða fyrir Svavar tU Helsinki - aðra leið ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.