Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 JL*"V" « viðtal „Ég hélt að hann kynni ekki að tala enskuna þótt hann skildi hana. Svo var það eitt sinn að vinkona mín frá Bandaríkjunum var í heimsókn og við vorum að spjalla saman. Hún sagði mér þá að hún hefði talað heillengi við Bjama á ensku og kom mér það mjög á óvart. Þá var Bjami oröinn 8 ára gamall. Eftir þetta fór Bjami að verða ófeimnari við að tala við mig og aðra á ensku.“ Baldur á sér mörg áhugamál, auk efnafræöinnar og atvinnunnar, m.a. kvikmyndir, en hann var kvikmynda- gagnrýnandi fyrir DV um skeið. Hann ferðast mikið í tengslum við vinnu sína og menntun. Baldur er afar skemmtilegur viðræðu og getur talað um nær hvað sem er við hvem sem er. Linda segir að á matmálstímum deili þau næstum um hver kemst að með að tala, hún, Baldur og Bjarni, og nú sé Verónika farin að vilja fá sinn skerf. Erfitt sé þó að skilja hana enn sem komið er. Linda hefur mikinn áhuga á matar- gerð og er afbragðs kokkur. Oft em réttir þeir sem hún býður upp á fram- andi. Hún hefur oft japanskan mat, t.d. „norimaki/zushi“, kinverskan mat, og ýmiss konar baunaréttir em hennar uppáhald. Hún hefur afskap- lega gaman af að gera mikið úr mat- málstímum öðru hveiju. Baldur er hins vegar mjög önnum kafinn og viil „drífa í hlutunum". Baldur, ég er hár enn! Þegar Linda er annars vegar er alltaf stutt í hláturinn. Hún segir frá einu atviki sem dæmi: „Ég ákvað einu sinni sem oftar að hafa finan mat og lagði á borð inni í stofu, slökkti ljós og kveikti á kertum og ailt var mjög róm- antískt. Svo kom Baldur, settist við borðið og fékk sér matinn sem hann kláraði á nokkmm mínútum. Ekki nóg með það heldur stóð hann upp, blés á kertin og fór svo inn til þess að horfa á sjónvarpið! Gleymdi mér. Ég kallaði hneyksluð: Baldur, ég er hér enn! (Hey, Baldur, I’m still here!!) þar sem ég sat í myrkrinu, rétt byrjuð á matnum.” Aðaláhugamálið Lestur bóka er helsta áhugamái Lindu og fyrir utan bamabækur eru uppáhaldsbækur hennar vísinda- skáldsögur. Hún segist helst af öllu vilja setjast upp í sitt eigið geimfar, þeysa burt, kanna ókunnar plánetur og allan heiminn. Fyrir allnokkru hóf hún að skrifa barnasögur sjálf, en hún segist hafa fengið áhuga á barnabók- um þegar hún gekk með Bjarna. Eftir og það væri hulið snjó. Margir Islend- ingarnir sem voru við nám í Japan komu þangað aftur þannig að ég þekkti nokkra íslendinga þegar ég flutti hingað og mér var það mikils virði. Foreldrar Baldurs, sem nú eru bæði látin, tóku mér einnig mjög vel og ég var strax tekin sem ein af íjöl- skyldunni. Það er mjög mikilvægt fyr- ir útlendinga að fá slíkar móttökur. Ég fékk fljótlega vinnu á sauma- stofu en það gekk ekki nógu vel, þrátt fyrir að ég hafi saumað mín eigin fót að langmestu leyti alla tíð. Líklega var ég of seinvirk. Síðar fékk ég vinnu í bakaríi í Kópavogi og vann þar til ársins 1985, þegar ég varð ófrisk." Langaði í annað barn Linda og Baldur eiga son sem heit- ir Bjarni Mikael og er nú 12 ára gam- all. „Okkur langaði til þess að eignast annað barn en þegar það gekk ekki ákváðum við að sækja um ættleiðingu barns frá Taílandi. Baldur hefur oft verið þar og líkar fólkið vel. Við vild- um líka helst eignast dóttur og Tailand var eina landið þar sem hægt var að velja um strák eða stelpu. Bið- in eftir bami varð nokkuð löng þar sem við áttum barn fyrir. Við Baldur töluðum nær ekkert um þessa ákvörð- un okkar þannig að það kom mörgum mjög á óvart þegar við fórum utan sið- astliðið sumar og komum heim með okkar yndislegu dóttur, Veróniku Sól- rúnu, sem þá var tveggja ára. Hún er smám saman að læra íslensku og ensku en málin voru erfið fyrir hana i fyrstu þar sem hún hafði að sjáif- sögðu aðeins kynnst taílensku.” Linda hefur geysilega góða kímnigáfu, hlær mikið og gerir óspart grín að sjálfri sér og sínum. Hún segir m.a. um sjálfa sig: „Ég tala fullkomna íslensku en það skilur mig bara enginn.” Enska og íslenska Hún talar ensku við börn sín. Bjarni svaraði móður sinni lengst framan af á íslensku og voru samræð- urnar þannig á tveimur tungumálum. Nafnió „The Yellow Brick Road“ er mörgum kunnugt úr kvikmynd- inni Galdrakarlinn í Oz en um nokk- urt skeió hefur veriö rekin bókaversl- un undir þessu nafni í Reykjavík. 1 versluninni eru eingöngu til sölu barna- og unglingabœkur á ensku. Hugmyndin aö þessari bókaverslun er ekki ný hjá Lindu Gill sem er eig- andi og eini starfsmaöur verslunar- innar. Helgarblaö DV forvitnaöist um tilkomu bókabúöarinnar, hagi Lindu og fjölskyldunnar, en eigin- maöur hennar er Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis hf. Linda vill lítið ræða um fjölskyldu- mál sín og uppeldi. „Ég er fædd í Hou- ston í Texas - við skulum bara sleppa ártalinu - og útskrifaðist sem félags- fræðingur (BA) frá University of Texas í Austin árið 1976,“ er hennar framlag til málsins. Varðandi starfs- ferii sinn í Bandaríkjunum kveðst Linda mikið hafa unnið með bömum og unglingum. „Starf mitt í Texas var aðallega tengt unglingamiðstöðvum en einnig vann ég á geðsjúkrahúsi fyr- ir unglinga. Þar bar ég ábyrgð á ung- lingsstúlkum sem höfðu verið misnot- aðar á einn eða annan hátt af foreldr- um sínum. Að því kom að mér fannst starfið of krefjandi því að áhyggjurn- ar af börnunum fylgdu mér heim. I kjölfarið fór ég að vinna fyrir skatt- stofuna, sem er dálítið annar hand- leggur, og þar vann ég þangað til ég fór mína örlagaríku ferð til Japans." Örlagarík Japansferð Linda segist alltaf hafa haft gaman af að ferðast. Hún hefur oft ferðast ein og m.a. stundum hoppað upp í lest og látið ráðast hvar hún endaði. í nóvem- ber 1979 ákvað Linda að taka sér ársleyfi og ferðast. Hún heimsótti skólasystur sína sem bjó í Tokyo. Þessi heim- sókn hennar varð að lokmn að ársdvöl og fékk hún starf sem enskukennari i borg- inni. Ástæðan var sú að þar kynntist hún Baldri en hann var þá í framhaldsnámi í efnafræði við háskóla í Tokyo. Um kynni þeirra segir Linda: „Kunningjakona mín, Debbie, bauð mér í áramótaveislu í Tokyo þar serrl hún sagði að ég mundi hitta myndar- lega menn. Annars staðar í borginni var íslensk kona við nám, Kristín ís- leifsdóttir, og hún hafði boðið íslensk- um kunningja, Baldri, með í veisluna. Ég vissi þá ekki að Debbie og Kristín ' þekktust og þykist vita að þessar vin- konur mínar hafi stefnt okkur saman, Baldri og mér, enda vorum við tvö eina ólofaða fólkið í veislunni." Góður jarðskjálfti í Tokyo bjó Linda á nokkrum stöð- um en hún kveðst líklega hafa verið tcdin nemandi við háskólann þar sem hún sást oftast við heimavistina þar sem Baldur bjó. Linda hefur frá mörgu aö segja varðandi þessa Jap- ansdvöl sína. Hún er m.a. ekki ókunn- ug jarðskjálftum. Um skeið bjó hún í gömlu húsi þar sem útlendingum voru leigð herbergi. Þessi gömlu hús eru byggð þannig að þau eru með létta veggi sem ekki mundu hrynja og stórslasa fólk ef til skjálfta kæmi. í húsinu leigði frönsk stúlka sem, að sögn Lindu, kom oft með „kunningja" heim með sér. Þá hristist yfirleitt allt húsið og ekki af hlátri. „Ég vaknaði eina nótt um þrjúleyt- ið og þá skalf allt og nötraði inni í her- berginu hjá mér. Ég bölvaði þessari frönsku og „vini“ hennar i hljóði og reyndi að sofna, sem gekk illa. Þegar ég fór fram á ganginn voru allir íbúar hússins þar á leið út, enda var þetta nokkuð góður jarðskjálfti, ekki ann- aö.“ Fyrir tuttugu árum hafði Linda aldrei heyrt á ísland minnst og hafði enga hugmynd um hvar landið var. Þremur árum eftir að þau Baldur kynntust var hún flutt hingað. „Ég man eftir þvi, þegar ég kom í júnímánuði, hvað ég var hissa á því að hér skyldi vera gróður. ís- lendingamir í Japan töluðu, að mér fannst, alltaf um landið eins Linda selur barna- og unglingabækur og er hér með nokkur sýnishorn. „Kunningjakona mín, Debbie, bauð mér í áramótaveislu íTokyo þar sem hún sagði að ég mundi hitta myndarlega menn,“ segir Linda Gill m.a. um fyrstu kynni þeirra Baldurs í Japan. DV-myndir Hilmar Þór Linda Gill, eiginkona Baldurs Hjaltasonar í Lýsi, hefur frá mörgu að segja: Tala fullkomna íslensku - en það skilur mig bara enginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.