Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 22
22 sqkamál Ulrike Exner var fátæk kona. Hún var fráskilin, átti tvö ung böm og uppkomna dóttur og varð að treysta á meðlagsgreiðslur mannsins síns fyrrverandi. Þær voru ekki háar. í raun var svo þröngt í búi hjá henni að hún gat vart keypt sér nokkuð nýtt. Þegar hún hafði borgað húsa- leigu og mat var yfirleitt ekkert eftir. Ulrike hafði margsinnis reynt að fá vinnu en án árangurs. Aldurinn gerði henni erfitt fyrir. Hún var orðin fjöru- tíu og sex ára og ekki bætti það úr Andrea. skák að hún hafði litla menntun og starfsreynsla hennar var nánast eng- in. Þess vegna fór hún að láta skrifa hjá sér það sem hana vantaöi helst umfram hreinar lífsnauðsynjar. Þá geröi hún sér hins vegar ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það átti eft- ir að hafa. Myndarlegur maður ber að dymm Horst Gerner var í góðu áliti í Aschaffenburg, fallegum meðalstórum bæ í norðurhluta Bæjaralands, suður af Frankfurt í Þýskalandi. Hann var yfirmaður lögtaksmanna þar og í góðu áliti hjá starfsfélögum sínum. Endurtekið ofbeidi Næst þegar Gemer heimsótti Ulri- ke í kvistíbúðina sem hún hafði á leigu kom hann með kröfu upp á tvö þúsund mörk. Þau átti hún ekki til. „Þegar hann haíði kynnt kröfuna og heyrt svar mitt „breyttist hann rétt eins og kameljón," sagði Ulrike, svo notuð séu orð hennar um þennan fund þeirra. „Hann sagði mér að af- klæðast og leggjast á rúmið. Hann vildi eiga mök við mig og eins og ég gæti séð á bungunni undir buxna- klaufinni væri hann mjög æstur. Þeg- ar ég sagðist ekki vilja vera með hon- um þreif hann í mig, ýtti mér upp að fataskápnum og nauðgaði mér stand- andi.“ Ulrike sagði síðan frá fleiri heim- sóknum þessa embættismanns sem kom flestum svo vel fyrir sjónir. í hvert sinn sem Ulrike gat ekki borgað „tók hann lögtak í henni sjálfri", svo gripið sé til orða sem síðar voru höfð um þetta athæfi. „í hvert sinn sem ég sá hann stíga út úr gráa bílnum sínum fyrir framan húsið fékk ég ákafan hjartslátt," sagði Ulrike f frásögn sinni. Misnotuð árum saman „Hann misnotaði hina erfiðu aö- stöðu mína án þess að skammast sín,“ sagði Ulrike enn fremur. „Ég hafði ekki efni á að kaupa mér sjúkratrygg- ingu og var orðin eftir á meö greiðsl- ur fyrir tannviðgerðir og rótaraðgerð. Dag einn kom hann til að ræða málið og var vart kominn inn í íbúðina þeg- ar hann benti á bunguna undir klauf- inni og sagöi: „í dag kom ég með svartan smokk. Þú átt að setja hann á mig. Og vertu fljót. Ég get ekki beðið." Þetta var í senn andstyggilegt og ógeð- fellt, en ég vissi ekki hvað ég átti að gera.“ Loks kom þar, eftir að lögtaksmað- urinn hafði misnotað Ulrike árum Lögtaks Sögusagnir gengu um ótrúlega hæfi- leika hans til að fá skuldseiga til að borga. Og þeir sem hann heimti inn fé fyrir hældu honum á hvert reipi. Gemer var um fimmtugt, átti upp- kominn son og þótti myndarlegur. En þegar því máli lauk sem hér er sagt frá var hann farinn að láta dálítið á sjá. Fyrir utan þá hæfileika sem að ofan er lýst hafði Gerner löst sem átti eftir að reynast honum þungbær. Hann var afar kvensamur. Og fyrir því átti Ulri- ke Exner eftir að finna á dálítið sér- stakan máta. „Hann hafði komið áður,“ sagði hún. „Ég var næstum því alltaf blönk eða á eftir með afborganir af einu eða saman, að hún trúöi tuttugu og eins árs dóttur sinni, Andreu, fyrir því sem hafði gerst. „Þú verður að kæra hann,“ sagði Andrea. „Ef þú gerir að ekki fer ég sjálf til lögreglunnar." Rannsóknarlögreglan í Aschaffen- burg var afar vantrúuð þegar því var haldið fram að hinn myndarlegi, og að því er virtist prúði lögtaksmaður, misnotaði kynferöislega konu sem hann átti að krefja um uppgjör. Það kom þó ekki í veg fyrir nákvæma rannsókn. Eftir nokkra athugun þótti best að reyna að standa Gemer að verki. Þess vegna var beðiö dags þeg- ar vitaö var að hann kæmi í heim- sókn hjá Ulrike Exner. Ulrike með börnum sínum nokkru eftir skilnaðinn. öðm. í þetta skipti kom hann til að sækja fimmtíu og fimm mörk sem ég skuldaði útvarpsfélaginu. Þá sagði hann að ég gæti sloppið við að borga ef ég legðist með honum. Þegar ég sagðist ekki þiggja það góða boð, hrinti hann mér á sófann, reif niður um mig sokkabuxumar og nauðgaði mér.“ í felum Tveir lögregluþjónar, kona og mað- ur, biðu komu Gemers í kvistíbúð Ul- rike. í lýsingu þeirra á því sem gerð- ist segir meðal annars: „Við heyröum á tal í stofunni og þekktum rödd frú Exner. Hún ræddi LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 JjV -r -r W i við karlmann. Okkur varð ljóst að ógreidd húsaleiga var mnræðuefnið. En skyndilega lækkaði maöurinn röddina og við heyrðum hann tala um smokk og „að setja hann inn“. Þá ákváðum við að gera vart við okkur. Við vissum ekki hver maðurinn sem við áttum að góma var. Við urðum þvi mjög undrandi þegar við sáum hver í hlut átti. Þama stóð lögtaksmaðurinn með buxumar á hælunum og grænan smokk á stinnum limnum. Þegar hann sá félaga minn reif hann smokk- inn af sér og hrópaði: „Nú get ég eins vel skotið mig.“ Rétt á eftir, þegar hann haföi hysjað upp um sig buxumar, sagði hann, nú brosandi, að þetta væri mál sem leiða mætti til lykta þarna á staðnum. En því var neitað og honum tjáð aö málið færi fyrir rétt.“ Rekinn Mál Horsts Gemer vakti mikla at- hygli í Aschaffenburg er fréttin um at- hæfi hans barst út. Honum var þegar í stað vikið úr starfi og þegar hann kom fyrir rétt bætti hann ekki úr skák með því að tala illa um Ulrike Exner. „Það var eins og að vera með mellu að vera með henni,“ sagði hann. „Að vísu þurfti ég aldrei að borga fyrir það því hún vildi ekki taka við pen- ingum. Og ég beitti hana aldrei of- beldi því hún vildi eiga mök við mig. Ef hún hefði haft eins mikið á móti þeim eins og hún hefur sagt sjálf hefði það verið einfalt fyrir hana að hrópa á hjálp.“ Saksóknarinn hlustaði á þessi orð en spurði síðan: „Leiddirðu ekki hug- ann aö því að lögtaksmaður ber vissa ábyrgð? Hugsaðirðu aldrei um þær af- leiðingar sem það gæti haft ef upp kæmist um þig?“ „Ég átti aldrei nein mök fyrr en ég hafði lokið embættisverkum mínum," svarað Gemer þá. „Hvað um það ef það hefði komist á almannavitorð að þú áttir mök við fólk sem þú áttir að fá uppgjör hjá?“ „Ég bað frú Exner alltaf um að segja engum frá því sem geröist," var svarið. Skýring hennar Ulrike Exner hafði aftur aUt aðra skýringu á því hvemig hann fékk hana til þess að ræða ekki um það sem gerðist eftir innheimtuaðgerðimar. „Hann sagði mér í hvert sinn að hann myndi gefa mér eftir hluta skuldarinnar og í eitt sinn, þegar hann kom með kröfu sem hefði í raun Horst Gerner, til hægri á myndinni getað leitt til fangelsunar, lagði hann skjölin aftur í töskuna og sagði að hann skyldi leggja inn gott orð fyrir mig.“ Fyrir réttarhöldin kom upp stað- fastur grunur um að Ulrike Exner væri ekki eina konan sem hefði orðið að beygja sig fyrir kröfum Gemers. Því var ákveðið að skrifa öllum þeim konum sem hann hafði átt embættis- erindi við undanfarin ár. Sextán þeirra svöraðu og bar þeim öUum saman um að hann hefði krafist þess að eiga mök við þær. Vægur dómur í landsréttinum í Aschaffenburg fékk Horst Gemer dóm sem margir töldu aUt of vægan þegar haft væri í huga á hvem hátt hann hefði notfært sér fjárhagsstöðu kvennanna sem við sögu komu, sem og hve margar þær væra. Hann var dæmdur í hálfs árs skUorðsbundið fangelsi og gert að greiða sem svarar tvö hundrað þús- und krónur i sekt. En Gemer hélt áfram að vera tU umræðu. Hann lét dóminn ekki meira á sig fá en svo að nokkra eftir að hann var kveðinn upp sótti hann á ný um starf lögtaksmanns. Það þótti ýmsum nokkuð langt gengið og bera vott um hroka og skilningsleysi á eðli þeirra afbrota sem hann hafði framið. Hon- um var að sjálfsögðu tilkynnt að hann yrði ekki ráðinn. Létfrásér borðið En í raun var það Ulrike Exner sem átti síðasta orðið. Hún hélt heim í kvistíbúðina að loknum réttarhöldun- um. Umræðan um þá smán sem hún hafði orðið að þola hafði fengið mjög á hana. Hún átti erfitt meö svefn og leit- aði tU læknis sem gaf henni svefnlyf. Hún kvartar hins vegar undan því að hún fái af og til martröð, en vonast tU að það hætti. Ulrike hefur ekki vUjað tjá sig mik- ið umfram ofangreint en sagði þó fréttamanni að hún hefði gert vissar breytingar á heimUinu. Þannig hefði hún fært tU húsgögn, og hún sagði gamla borðstofuborðið horfið. „Hann lagði á það vasaklútinn sem hann notaði tU að þurrka liminn á sér með eftir mökin," sagði hún. „Ég gat með engu móti borðaö við það á eftir. Ég kom ekki niður matarbita við það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.