Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 Halldóra Geirharðsdóttir leikur Bar- böru. Barbara og Úlfar Á morgun, sunnudagskvöldiö 11. október, frumsýnir Kafílleikhúsið í Hlaðvarpanum, í samvinnu við Leikhús - heimsendingarþjónust- una, „spunasýninguna" Barböru og Úlfar með leikurunum Halldóru Geirharðsdóttur og Bergi Ingólfs- syni og ljósa- og hljóðmanniniun Agli Ingibergssyni. Leikhús Halldóra og Bergur hafa í nokkur ár þróað persónumar Barböru og Úlfar sem nú koma saman í þessari sýningu sem byggir á spuna. Þriðja augað er Egill Ingibergsson. Hann leikur með ljósum og hljóðum og framlag hans ákvarðast af stund og stað og tilefhi. Halldóra og Bergur hafa ákveðið framvindu sýningarinnar, hvemig hún hefst og hvemig henni lýkur. En þegar Barbara og Úlfar era komin á sviðið breytist allt, þeim er alveg sama um allan undirbúning og vilja gjaman fara út fyrir efnið. Þau lifa fyrir líðandi stund og í hita leiksins fá Halldóra og Bergur engu ráöið. Suðræn sveifla Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona mun ásamt glænýrri og spennandi hljómsveit, Six-Pack Latino, endur- taka skemmtun sína og draga gesti Kafíileikhússins fram á dansgólfið með blóðheitri rúmbu, sömbu, tangó, jive og cha-cha í kvöld. Áður en sveitin stígur á svið er boðið upp á ljúfíengan suðrænan kvöldverð. Hljómsveitina skipa auk Jóhönnu Skemmtanir þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir pí- anóleikari, Páll Torfi Önundarson gltarleikari, Tómas R. Einarsson bassaleikari, Þorbjöm Magnússon kóngaslagverksleikari og slagverks- leikaramir Þórdís Claessen og Kor- mákur Geirharðsson. Kvöldverður- inn hefst kl. 20 og stendur skemmt- unin til kl. 2 um nóttina. Eitt verka Ingu Rúnar í Listakoti. Frá skúlptúr til nytjahlutar í dag opnar myndlistarkonan Inga Rún sýningu í Listakoti, Laugavegi 70. Sýnir hún keramísk verk. Á sýningunni em einnig mál- verk eftir foöur hennar Hörð Ing- ólfsson, sem látinn er. Um sýningu sina segir Inga Rún: „Grunnformið er skúlptúr unninn út frá því frum- stæðasta og fullkomnasta, þ.e. orm- inum og manneskjunni. Með aðstoð spfralsins hef ég sameinað þetta tvennt í einfalt form. Út frá því hef ég unnið nytjahluti, s.s. bókastoðir og öskjur.“ Verk Ingu Rúnar em unnin í steinleir og brennd í reduserandi brennslu upp í 1200" C. Sýningar Þegar myndlistamámi lauk hér heima nam Inga Rún í Ungverja- landi og Danmörku. Hún hefur haldið nokkrar sýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga kl.12-18 og um helgar kl. 11-16. Víða rigning á landinu Veðríðkl. 12 á Milli íslands og Færeyja er 986 mb lægð sem hreyfist hratt norð- austur. 1014 mb hæð er yfír Scores- bysundi. Við Hvarf er að myndast lægð sem fer norð-norðaustur í dag. Veðrið í dag í dag er gert ráð fyrir suðvestan- og sunnankalda með rigningu og sunnangolu. Austanlands verður þurrt framan af degi en rigning ann- ars staðar. Þegar líður á daginn verður farið að rigna á öllu Iandinu. Hitinn verður á bilinu 4 til 10 stig, svalast á annesjum á norðaustur- hominu en hlýjast suðvestanlands. Sólarlag í Reykjavík: 18.26 Sólarupprás á morgun: 08.05 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.52 Árdegisflóð á morgun: 10.20 hádegi í gæn Akureyri skýjað 4 Akurnes léttskýjað 6 Bergsstaðir Bolungarvík rign. á síð.kls. 2 Egilsstaöir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó 10 Keflavíkurflugvöllur skýjað 6 Raufarhöfn skýjað 3 Reykjavík skýjað 7 Stórhöfði léttskýjaó 6 Bergen rigning 9 Kaupmannahöfh Ósló Algarve þokumóóa 10 heióskirt 20 Amsterdam jx>kumóóa 12 Barcelona skýjaö 18 Dublin rigning 15 Halifax rigning 11 Frankfurt skýjað 13 Hamborg alskýjaó 10 Jan Mayen rigning 2 London skýjaó 14 Lúxemborg léttskýjaó 13 Mallorca skýjað 19 Montreal léttskýjaó 9 New York alskýjað 17 Nuuk slydda á síð.kls. 1 Orlando hálfskýjað 23 París alskýjað 11 Róm skýjaö 21 Vín skýjað 17 Washington alskýjaó 14 Winnipeg heióskírt 8 íþróttahöllin á Akureyri: Kristján syngur fyrir sitt fólk Krisfján Jóhannsson heldur tón- leika í íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 17. Era tónleikamir minningartón- leikar um föður hans, Jóhann Kon- ráðsson, sem lést árið 1982. Með Krist- jáni koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir óperasöngkona og ung frænka Krist- jáns, Jóna Fanney Svavarsdóttir, sem hefur undanfarið vakið athygli fyrir fallegan söng. Tónleikar Á efíiisskrá tónleikanna era perlur úr óperaheiminum, þar á meðal verð- ur sú nýbreytni hérlendis að fluttar verða aríur úr Simone Boccanegra og aríur og forleikur úr I vespri siciliani eftir Verdi. Þá hljóma hinir glæsilegu forleikir Rakarans í Sevilla og La Tra- viata. Einnig munu stórsöngvaramir Kristján og Diddú syngja valin íslensk sönglög. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands leikur ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljóm- sveitarstjóri er hinn þekkti ítalski Giovanni Andreoli. Minningartónleikamir eru jafn- framt góðgerðartónleikar þar sem hugsanlegur ágóði rennur til áfram- haldandi uppbyggingarstarfs og rekst- urs Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands. Kristján Jóhannsson syngur f íþróttahöllinni á Akureyri f dag. Kjaftakind Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. dagsönn % 100 ára afmæli Hagalíns I tilefni aldarafmælis Guðmundar G. Hagalíns þann 10. október efnir Rit- höfundasamband íslands til minn- ingardagskrár í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á morgun kL 16. Er- indi flytja Stefán Júlíusson, Guð- rún Helgadóttir, Guömundur Eyvindur P. Ei- G. Hagalin. ríksson og Hrafn- hildur Hagalín Guðmundsdóttir les úr verkum afa síns. Málfundafélag alþjóðasinna Málfundur verður í dag kl. 16 að Klapparstíg 26,2. hæð. Eöii fundarins: Er góðærið varanlegt? Hvað er fram undan á íslandi? Sósíaldemókratar áf? valdastól í Evrópu. Frammælandi: Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir. Kvikmyndasýning fyrír böm Rölli heitir leikin ævintýramynd sem sýnd verður í Norræna húsinu kl. 14 á morgun. Rölli er finnsk bama- mynd þar sem fjallað er á skemmtileg- an hátt um umhverfis- og náttúra- vemd. Fjölskylduhátíð í Gullsmára í dag verður fjölskylduhátíð i fé- lagsheimilinu Gullsmára og hefst hún kl. 14. Dagskráin er fjölbreytt og er boðið upp á eitthvað fyrir fólk á öllum aldri. Dagskráin er á vegum eldri borgara í Kópavogi. t Djass í Japis í dag munu Jóel Pálsson og hljóm- sveit spila i tónlistarverslun Japis að Laugavegi 13 kl. 14 til 15. Kynnt verð- ur ný plata Jóels Prím. í tilefni af 30 ára aftnæli Vopnfirð- ingafélagsins í Reykjavík verður hald- in afmælishátið í Skíðaskálanum í Hveradölum í kvöld. Hátíðin hefst kl. 20. Veislustjóri er Kristján Magnússon. Samkomur Borgarafundur Boðað hefur verið til almenns kynningarfundar um miðborg Reykjavikur í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 15. Á fundin- um munu breskir ráðgjafar, sem unnið hafa að þróunaráætlun fyrir miðborg Reykjavfkur ásamt starfs- mönnum Borgarskipulags kynna vinnu sína. Sýning á blómum Þessa dagana heldur Blómaval á Akureyri stórsýningu á íslenskum af- skomum blómum í samvinnu við ís-. lenska garðyrkju og Hummer-umboð- ið á íslandi. Opið er frá 9-22 í dag og á morgun. Hugljómun sjálfsþekkingar Kynningarfundur á námskeiðinu Hugljómun sjálfsþekkingar sem hald- ið verður 15.-18. október, verður á morgun kl. 20 í sal Sjálfeflis, Nýbýla- vegi 30, Kópavogi. Þar gefs kostur á að hitta Guðfinnu Steinunni Svavars- dóttrn- leiðbeinanda. ValiðíMÍR Vahð nefnist kvikmynd sem sýnd verður í biósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun kl. 15. Myndin er gerð 1989 og er leikstjóri Vladimir Naumov. Að-, gangur er ókeypis. i' Gengíð Almennt gengi LÍ 09. 10. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenqi Dollar 68,130 68,470 69,600 Pund 115,960 116,560 118,220 Kan. dollar 44,270 44,550 46,080 Dönsk kr. 10,9690 11,0270 10,8700 Norsk kr 9,1270 9,1770 9,3370 Sænsk kr. 8,5660 8,6140 8,8030 R. mark 13,6920 13,7730 13,5750 Fra. franki 12,4360 12,5070 12,3240 Belg. franki 2,0200 2,0322 2,0032 Sviss. franki 51,5400 51,8200 49,9600 Holl. gyllini 36,9600 37,1800 36,6500 , Þýskt mark 41,7000 41,9200 41,3100 ít. líra 0,041800 0,04206 0,041820 Aust sch. 5,9280 5,9640 5,8760 Port. escudo 0,4065 0,4091 0,4034 Spá. peseti 0,4902 0,4932 0,4866 Jap. yen 0,575900 0,57930 0,511200 írskt pund 104,140 104,780 103,460 SDR ' 96,170000 96,74000 95,290000 ECU 82,5300 83,0300 81,3200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.