Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 mynd og gerði það greinilega vel. Fyrir valinu varð miðaidra einhverfur maður í Rain Man og Dustin Hoffman nældi sér í annan óskar. Eftir að hafa stormað aftur á sjónarsviðið, fyrst í alveg sérstaklega vondri mynd og síðan með óskarsverðlauna- frammistöðu í mynd sem nú er orðin klass- ísk, áttu menn von á ýmsu frá honum, öllu öðru en átakalausum hlutverkum í rétt rúm- lega miðlungsmyndum eins og raunin hefur orðið. Hann hefur ekki leikið í einni einustu al- vöru-stórmynd síðan hann lék í Rain Man og ekki átt nein sérstak- lega eftirminnileg hlut- verk fyrir utan hlut- verk framleiðandans sem sviðsetur stríð fyr- ir fjölmiðla í Wag the Dog í fyrra en hann fékk sína sjöundu ósk- arsverðlaunatilnefn- ingu fyrir hlutverkið. Dustin Hoffinan virðist einfaldlega ekki velja sér eins krefjandi hlut- verk og áður og þrátt fyrir að hann sé traust- ur leikari og leiki ávallt vel þá gagntekur hann ekki áhorfandann eins og hann gerði reglulega fyrstu fimmtán árin. Kannski er hann hætt- ur að nenna að leggja þá ógnarvinnu í verk- efnin sem hann var þekktur fyrir á árum áöur. Hann er jú að verða sextugur á næsta ári og kannski á hann bara skilið að slappa svolítið af. -PJ Tootsie. Dustin Hoffman í einu af sín- um frægustu hlutverk- um. Dustin Hoffman - helstu myndir The Graduate (1967) ★★★ Ansi skemmtileg svört kómedía um ungan mann sem á í sambandi við jafnöldru sína og móður henn- ar. Frábær frammistaða hjá Hofftnan og einnig hjá Anne Bancroft í hlutverki Mrs. Robin- son, sem er orðin ódauðleg persóna sökum vinsælda lagsins sem Paul Simon samdi um hana. Midnight Cowboy (1969) ★★★★ Hoffman leikur aumkunarverð- an sjúkling sem gerist melludólgur fyrir ungan fola (Jon Voight). Til- raunir þeirra til að lifa á útliti fol- ans ganga illa þar sem þeir eru illa I stakk búnir tii að komast af í stór- borgarfrumskóginum. Mögnuð og miskunnarlaus mynd. Little Big Man (1970) ★★★★ Epísk stórmynd um æviferil Jacks Crabbs sem elst upp meðal indiána og ratar í ýmis ævintýri í villta vestrinu. Hann reynir fyrir sér sem indíáni, byssumaður, njósnari, fylliraftur, veiðimaður, einsetumað- ur o.fl. Hoffman bregður sér í alira kvikinda liki og þurfti m.a. að eldast um ein hundrað ár eða svo. Lenny (1974) ★★★i Mynd um ævi grínistans Lennys Bruce sem setti allt á annan end- ann á sjöunda áratugnum með hneykslanlegu atferli og klúru orð- bragði. Dustin Hoffman sýnir enn einu sinni stórleik. Marathon Man (1976) ★★★★ Hofftnan bregst ekki í hlutverki háskólanema sem flækist í mál gamalla flóttanasista en fellur aldrei þessu vant í skuggann af meðleikara sínum, tæplega sjötug- um Laurence Olivier, sem geislaði af grimmd og mannvonsku. Menn þorðu vart til tannlæknis aftur eft- ir að hafa horft á myndina. Kramer vs Kramer (1979) ★★★ Meryl Streep leikur hitt aðal- hlutverkið í mynd um skilnað og forræðisbaráttu. Dustin Hofftnan fékk fyrri óskarinn af tveimur. Tootsie (1982) Leikari verður leiður á atvinnu- leysinu og villir á sér heimildir til að næla í gott kvenhlutverk. Frá- bær leikur hjá Dustin Hoffman en myndin sjáif síðri. Rain Man(1988) ★★★ Tom Cruise kemst að því að pabbi hans hefúr arfleitt einhverf- an bróður hans að öllum auðæfúm sínum. Hann ákveður að taka hann að sér til að næla í peningana. Hoffinan fær sinn annan óskar. -PJ myndbönd % Mad City Myndband vikunnar • ©« 29. sept. til 5. okt. SÆTI FYRRI ] VIKA i !VIKUR i fl LISTA) i ) TITILL j ÚTGEF. ■ j j TEG. 1 ! i i 2 ! Fallen j Wamer myndir j Spenna 2 | Ný ! í ! j i The Man in the Iron Mask J J Wamer myndir J j J Spenna J 3 T 2 i 3 1 j s ) Ihe Rain Maker j CIC Myndbðnd j Spenna 4 i Ný ) ) ! 1 ! Hard Rain ) 1 Skífan j l j Spenna 5 Ný ! i ! The Big Lebowsky J j Háskólabíó J j Gaman 6 j ! 3 ,, 1 r". ■: ) ) ! 6 ! t i AsGoodasitGets J • j Skífan j j j Garoan J ) Gaman 7 i :.!,, ^ ! 6 ) J 1 ) 2 ] Mousehunt ) CICMyndbönd 8 J 1 j 4 ) j )• Switchback ! SamMyndbönd J j Spenna j 9 ! 5 !. 4 í Mr.NiceGuy j Myndfotm j Spenna 10 j 1 4 ! 4 ! j . i Titanic J Skífan J J J Drama nr ! 8 ) 9 1 ) S ) Great Expectations j Skrfan j Gaman 12 ! io ) J ! 5 í The Replacement Killers j 1 Skrfan j J ' - 1 Drama J 13 J i 9 ! 7 i Desperate Measures J j SamMyndbönd J j Spenna 14 í 20 j ] ! 2 ! i.s . i . Stikkfrí J j Háskólabíó ; j 1 J Spenna J 15 1 u j J ) 7 ) - > - „ _ ., t_,, TheEdge 1 Skrfan J Gaman 16 J i 14 j : u i i j Good Will Hunting J r Skrfan J MMÍ i Spenna :j . ÁJ.;J 17 ! 12 1 6 ! i j Amistad j CIC Myndbönd j Drama 18 ! .3 ! 3 i 1 J Deconstructing Hany J ] Myndform i J J Gaman nr ! 18 ] q i j 9 ) Jackie Brown j Sktfan j Spenna 20 É i« i J J 10 ; Devil'sAdvocate j i Wamermyndir mmm i Spenna John Travolta í leit að réttlæti og Dustin Hoffman í leit að frétt. Gríski leikstjórinn Costa-Gavras er þekktur fyrir að gera margbrotn- ar og umhugsunarverðar myndir, oft hápólitískar. Hann ætlaði á sín- um tíma að stunda nám í kvik- myndagerð í Bandaríkjunum, en var neitað um landvistarleyfi vegna þess að herstjómin í Grikklandi haföi stimplað hann sem kommún- ista. Hann fór í staðinn til Frakk- lands og gerði myndir þar i hálfan annan áratug, þ.á.m. Z, sem fékk óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin 1969. Hann hefur gert nokkrar myndir í Bandaríkjunum, en þetta er í fyrsta skiptið sem hann leikstýrir stórstjömum á borð við þá Dustin Hofftnan og John Tra- volta. Hofftnan leikur sjónvarpsfrétta- manninn Max Brackett, sem hefur átt betri tíð. Hann var áður stórt nafn á landsvisu, en eftir að hafa farið yfir um í beinni útsendingu var hann sendur i útlegð á litla „lókal“-stöð. Þegar hann lendir fyrir tilviljun í miðri gíslatöku sér hann tækifæri til aö fá að leika sér með stóm strákunum aftur. Travolta leikur Stun Baily, sem er óánægður með að hafa verið rekinn úr stöðu öryggisvarðar á bæjarsafninu og tekur yfirmann sinn í gíslingu, ásamt Brackett og krakkahóp í skólaferð. Baily er fremur treggáfað- ur og veit varla hvað hann er að gera, svo að Brackett ákveður að taka að sér að beina honum á réttar brautir, þ.e. þær sem gera mestan fjölmiðlamat úr málinu. Ekki er ég viss um að það hafi verið Costa-Gavras happafengur að fá stjömuriiar tvær til að leika fyrir sig, því að myndin virðist bera þess merki að vera meira framleidd en leikstýrð. Áhugaverður söguþráður, sem greinilega hefur átt að vekja fólk til umhugsunar um mátt fjöl- miðla, er eyðilagður með amerísku melódrama. Ádeilan virkar bama- leg og veikburða í þessu samhengi og kafar alls ekki nógu djúpt. Margt í myndinni er beinlínis heimsku- legt, eins og t.d. samskipti bamanna við Baily, en þau virðast lítið hrædd við hann og fyrirgefa honum um- svifalaust þegar hann æsist upp og grípur til byssunnar. Það er varla að þau felli tár. Dustin Hoffman er traustur leikari, en er hér í bjána- legu hlutverki, sem rokkar á milli þess að vera kaldhæðinn klækjaref- ur og umhyggjusamur hugsjóna- maður. Þá finnur Travolta sig eng- an veginn í hlutverki heimskingj- ans, og þá stendur fátt eftir nema svikið loforð um athyglisverðáL sögu. Ég get varla ímyndað mér að Costa-Gavras sé mjög stoltur af þessu verki. Útgefandi: Warner myndir. Leik- stjóri: Costa-Gavras. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman og John Travolta. Bandarísk, 1997. Lengd: 115 mfn Bönnuð innan 12 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.