Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 T>~V 20 '%réttaljós 'kZ ---------------- Töfrasprey, snyrtivörur, nærföt og ryksugur - heimasaia töfrar íslendinga upp úr skónum íslendingar eru aflamenn. Þeir elska að vinna í hrotum og ausa inn peningum, miklum peningum strax. Þeir sem ekki fá skipsrúm á frysti- togara stunda gjarnan fjárhættu af ýmsu tagi, kaupa sér víkingalottó, happdrættismiða eða dufla við há- spennuspilakassa Háskólans og Rauða krossins þegar þeir eru að burði komnir. Fólk með yfirfljót- andi orku kann vel að meta fyrir- tæki sem lofa góðum sölulaunum, til dæmis fyrir að selja vítamín, ryksugur, nærfatnað eða snyrtivör- ur á uppsprengdu verði, samkvæmt sölukerfum sem fundin hafa verið upp í Bandaríkjunum og gera eig- endur þeirra ríka. Starfsmennimir geta lika spjarað sig vel, og vitað er að slyngir sölumenn hafa haft hund- ruð þúsunda í tekjur á mánuði á Whirlpool þvottavélarnar ■ Lágt verö! ■ Stór hurð sem opnast 156°. • „Water lift system" sem eykur gæði þvottarins. • Ullarvagga. Vélin „vaggar" þvottinum líkt og um handþvott væri að ræða. • Nýtt silkiprógramm. (öt Heimilistæki hf •Bamalæsing. SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Byggingavörudeild KEA Akureyrí Mosfell Hellu Einar Stefánsson Búðardal Póllinn ísafirði Ells Guönason Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli Eyjaradió Vestmannaeyjum Radiónaust Akureyrí Fossraf Selfossi Rafborg Grindavik Guðni Hallgrímsson Grundarfirði Rafbær Siglufirði Hljómsýn Akranesi Rafmætti Hafnarfirði Kask - vöruhús Höfn Homafirði Rás Þorlákshöfn Kaupf. Húnvetninga Blönduósi Skipavík Stykkishólmi Kaupf. Borgfirðinga Borgamesi Skúli Þórsson Hafnarfirði Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum Tumbræður Seyðisfirði Kaupf. Þingeyinga Húsavik Valberg Ólafsfirði Kaupf. V- Húnvetninga Hvammstanga Viðarsbúð Fáskrúðsfirði Kaupf. Skagfirðinga Sauðárkróki Samkaup - Njarðvik Reykjanesbæ Kaupf. Vopnfirðinga Vopnafirði Blómsturvellir Hellissandi undanfómum árum fyrir ýmsa heimasölu. Skattmenn landsins era sagðir eiga erfitt með að hafa hend- ur í hári sumra þessara súper- stjama sölumennskunnar, en það er önnur saga. Súperstjörnur sölu- mennskunnar Eigendur Waves eru ánægðir með íslendinga. Þeir kunna lagið á net- sölu og verða súperstjömur framtíð- arinnar á því sviði, segja Kanar í blaðinu í gær. Svokölluð netsala, sem ekki er heitin eftir Intemetinu, heimasala af ýmsu tagi, ryður sér til rúms. Þetta kerfi þarf ekki dýrt verslunarhúsnæði, ekki auglýsing- ar, né heldur allcm þann kostnað sem hefðbundin verslun þarf. Þessi verslun þarf fjölmarga áhugasama og kraftmikla sölumenn og konur. Mörgum þykir gott að fá kaupmann- inn í heimsókn með sitt hafurtask, sitja í makindum og hlusta á boð- skapinn. Eftir ánægjulegt kvöld reynist hins vegar erfitt að styggja elskulegan sölu- mann með köldu nei-i. Vamingur- inn sem þama er til sölu getur verið hinn eigulegasti en verðlagið er venjulega himinhátt, hærra en á sambærilegri vöm í búð. Waves Intemational hefur verið til umræðu á síðum DV þessa vik- una. Þetta er glænýtt fyrirtæki sem fáir þekkja í Bandaríkjunum. Það er raunar rétt búið að koma sér fyrir. Það er varla farið að framleiða vöm sem lyfjaeftirlit landanna munu við- urkenna. DV hefur verið legið á hálsi af sölumannakerfi Waves, hátt í þúsund manns, að reyna aö eyði- leggja sölu á efnum.sem eigi erindi til almennings á íslandi og í ná- grannalöndunum. DV hefur aðeins haft uppi eðlilegan fréttaflutning af máli sem snertir fjölmarga lands- menn, eins og blaðinu ber skylda til. Því hefur ekki verið haldið fram að Waves sé svikamylla né heldur að efni fyrirtækisins séu óholl. Aðr- ir hafa haldið þessu ffarn. Við vit- um hreinlega ekki hvernig þessi framleiðsla mun reynast, til þess era of litlar rannsóknir fyrir hendi og lítii reynsla eins og skiljanlegt er. Vonandi munu þessi efni þó lækna fólk af hósta, kvíða, tann- pínu, stressi og offitu og hverju einu sem amar að. íslendingar em „súperstjömur" í sölumennsku. Kannski er eitthvað til í þeim orðum forstjóra Waves Intemational. Þeir era famir að leggja annars konar net, þegar fisk- leysið brestur á, net í netkerfi, þar sem dýr en afar sérstök vara, að sögn sölumanna, er í boði. Jafn- framt er sá sem kaupir efnin gerður að sölu- manni, og svo framvegis, áffarn og áffam, þar til sölumenn skipta þúsundum og tugþúsundum. Og nú efu menn famir í víking til annarra landa og selja þar hollustu sem menn spreyja upp í opna munna. Frést hefur að sölumennsk- an héðan sé farin að teygja anga sína nú þegar til Svíþjóðar og Bret- lands. Mikilsvert er að herjað sé í öðmm löndum en íslandi. Markað- urinn í litlu landi er fljótur að springa, allir famir að reyna að selja öllum og menn famir að safna hjá sér óseljanlegum heilsuvörum. Innlent fréttaljós Jón Birgir Pétursson „Þetta var meiriháttar gaman. Svona samkoma er nauðsynleg á hverju $ árl,“ sagði Gréta Björg Jakobsdóttir, formaður nemendaráðs Grunn- ■ skólans á Blönduósi, en nemendaráð grunnskóla víða af landinu mættu í félagsmiðstöðina Selið á Seltjarnarnesi um stðustu helgi. Þar var hald- in árleg samkoma Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva. Alls voru þarna 220 krakkar. Samkoman var sett á föstudagskvöldi þar sem allir héldu hönd í hönd í kyndilgöngu að sundlauginni. Að því loknu var haldið sundlaugarpartí. Að morgni laugardagsins tóku smiðjurnar til starfa. Þessi samkoma sýndi og sannaði enn og aftur að ekki þarf vímuefni til að skemmta sér. Þau eru algerlega óþörf, enda engum til góðs. DV-mynd G.Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.