Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 18
* * i8 'fþeygarðshornið *★ ★------------- LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 B lV Þetta yrði aldrei leyft í útlöndum Sigurður Bjömsson læknir byrj- aði ekki vel í umræðuþættinum um gagnagmnn á dögunum. „Ég tala hér sem læknir," sagði hann og átti senniiega við að hann væri ekki endilega að túlka stefnu Læknafé- lagsins í þessu hitamáli - en svo hélt hann áfram og sagði eitthvað á þá leið að það væri blekking að stofnun miðlægs gagnagrunns væri í heilsu- bótarskyni; hér væri gróðabrail. Og allt i einu fannst manni eins og hann hefði verið í upphafsorðum sínum í rauninni að segja: Ég er læknirinn á svæðinu og það er ég sem er til þess bær að úrskurða hér um læknisfræðileg efni. Af skrifum lækna í Morgunblaðið má ráða að ámóta vá hafi ekki vofað yfir íslenskum sjúklingum síðan Sighvatur Björgvinsson reyndi hér að koma á fót tilvísanakerfí til sér- fræðilækna. Um hvað snýst deilan eiginlega? Um flókin siðferðileg og lögfræðileg úrlausnarefni og álita- mál: stundum er eins og verið sé að ákveða hvemig við eigum að verða þegar við erum orðin stór - hvernig við eigum að hafa tuttugustu og fyrstu öldina. Hvað eigi að vera í öndvegi - hagsmunir fólks eða hags- munir stórfyrirtækja. ★★★★★★ En stundum hvarflar að manni að deilan snúist ekki síður um óljósari hluti, einhvers konar valdabaráttu, bæði innan læknastéttarinnar og milli læknastéttarinnar og líffræð- inga. Um eignarhaldið á þekking- unni. Um það hvort líffræðingum sé treystandi fyrir rannsóknum. Um það hvort sennilegra sé að líffræð- ingur hlaupi með þrídulkóðaðar upplýsingar um vandræðalegan kranideik í næstu slúðurkvörn, en til dæmis læknaritari geri það - eða kannski maki læknis - eða gæslu- maður á Kleppi. Þegar maður hefur lesið deilur Vilmundar landlæknis við læknafélagið - þegar hann líkti læknum við veðurfræðinga og allt varð vitlaust - finnst manni jafnvel að læknar líkist í sumu iðnaðar- mönnum í hugsunarhætti. Án þess að ætlunin sé að fara að líkja þeim við hina gömlu bartskera þá hvarfl- ar stundum að manni andspænis hinni sterku samkennd sem ein- kennir lækna að samtök þeirra lík- ist iðngildum miðalda í tilhneigingu til að vernda félagsskap sinn og hjúpa dýrkeypta þekkingu sína vissri dul. Röksemdir lækna gegn miðlægum gagnagrunni eru einkum þrjár: þetta er gróðabrall; viðkvæmar trúnaðarupplýsingar geta komist í hendur óvandraðra manna - og síð- ast en ekki síst: þetta yrði aldrei leyft í útlöndum. ***★★* Það er rétt hjá læknum og öðrum gagnrýnendum frumvarpsins um gagnagrunninn að peningar koma þar óneitanlega við sögu. En and- stætt því sem þeir hugsa þá er það einmitt það sem hrífur þjóðina: pen- ingar í einarsbenískum hæðum. Þjóðin hugsar: við klúðruðum Ein- ari Ben - gáfum honum aldrei tæki- færi og þess vegna töfðust hér fram- farir um áratugi, og allt vegna héra- háttar, íhaldssemi þeirra sem sögðu að þá sundlaði við milljónunum og hræðslu við erlent fjármagn. Mottó þeirra feðga Einars og Benedikts Sveinssonar um að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skal lúrir á bak við allt þetta mál. íslendingar hafa nú árum saman verið að reyna að finna einhver norðurljós sem þeir geti selt útlend- ingum - og kailað þessa leit sína landkynningu sem er orð sem ekki á sér samsvörun í neinu öðru tungu- máli. Nú eru söluvænleg norðurljós fundin! Og þau eru inni í okkur sjáifum! Við erum einstök! Við héld- um alltaf að við værum einstök en á síðustu árum hefur hver sjáffsblekk- ingin af annarri fallið um sjálfa sig. Og nú skyndilega er okkur á ný gef- in sérstaða, og þessari sérstöðu stungið í samband við nýjustu há- tækni og vísindi. Sérstaðan er í okk- ur sjátfum. Sérstaðan er íslensk menning. Snilldin í íslenskri erfðagrein- ingu er að taka ættfræðina - for- smáðustu fræði þjóðarinnar sem all- ir fyrirverða sig fyrir og heimspeki- deild Háskóla Islands vildi ekki sjá fyrir nokkium áratugum þegar rík- isstjómin reyndi að stofna þar pró- fessorsembætti í ættfræði „því við erum akademísk hér“ - að taka þetta skítuga, skrollandi, neftó- bakstaumótta og afdalalega olnboga- bam íslenskra fræða og nýta það. Guðmundur Andri Thorsson Reyndar urðu erfðagreiningarmenn ekki fyrstir til að átta sig á mögu- leikum þessa - en hið stórfenglega umfang, hin nútímalega ásýnd, þessi tilfinning um að íslensk ættfræði eigi alveg sérstakt erindi við heiminn og geti orðið öllu mannkyni til heilla - allt þetta er nýtt. Gróðabrall? Sú ásökun verður að vísu hjárænuleg þegar hún kemur frá öðrum læknum. Og þetta gróða- brall er í eðli sínu óskylt klassísku íslensku gróðabralli eins og við horfum á núna þar sem fólki býðst að selja einhvern amfetamínbróður á úðabrúsum. íslenskt gróðabrall snýst um skyndigróða með engri fyrirhöfn. Um auð af himnum ofan - um einhvern lukkupott sem maður hljóti að detta i hlaupi maður nógu víða. ★*★*★* Röksemdin um trúnað lækn- anna gagnvart sjúklingum sínum vegur mun þyngra - en eins og for- sætisráðherra benti á með frægum hætti eru þessar áhyggjur af rétti sjúklingsins nýtilkomnar. Ég man eftir grein eftir Gunnar Smára Eg- ilsson blaðamann fyrir nokkrum árum þegar hann deildi á prósakk- notkun landsmanna að þvi er virt- ist vegna ótta um að óhamingjan væri í útrýmingarhættu. Þar lýsti hann ítarlega læknaskýrslum á Kleppi til margra ára sem hann hafði legið yfir þegar hann var þar starfsmaður. í grein sinni lýsti hann frumstæðum læknisaðferð- um og færði rök fyrir því að læknarnir botnuðu ekkert 1 geð- veiki. Ég man ekki til þess að neinn hafi kippt sér upp við þess- ar greinar, og veit ekki betur en lestur sjúkraskýrslna hafi áíram verið helsta dægrastytting gæslu- manna á Kleppi eftir greinina. ★★★fc** Þetta yrði aldrei leyft í útlönd- um: það er kjarni málsins. Slíkur gagnagrunnur yrði hvergi fram- kvæmanlegur annars staðar, végna smæðar þjóðarinnar og ekki síður hins: hér er landlæg árátta að snuðra um náungann og talið eðlilegt og sjálfsagt að allir viti allt um alla, einkum. Enn hef- ur læknum og siðfræðingum ekki tekist að útskýra fyrir þjóðinni þá vá sem henni stafar af því að hún sé rannsökuð. Þjóðin er þvert á móti hróðug og upp með sér. dagur í lífi _ Undirbúningsdagur í lífi Ragnars Arnalds, leikritaskálds og þingmanns, fyrir frumsýningu á Solveigu: Síminn í „Þriðjudagurinn 8. október 1998. Vakna klukkan sjö. Erfiður dagur fram undan. Úti er þoka. Fyrsta mál á dagskrá: ein skeið af lýsi. Mjög hjartastyrkjandi. Lesa morgunblöðin? Nei, enginn timi til þess! Og þó! Ómótstæðileg freisting! Mogginn er skelfilega þykkur aö vanda. Þar fýkur fyrsti hálftíminn. Hvemig dettur þér í hug að fara svona með tímann? Nagandi samviskubit. Ekkert í blöðunum sem máli skiptir. Solveig þarf að komast á bók. Sem fyrst eftir frumsýningu. Enn er eftir að ganga frá textanum. Ein og ein setning fauk burt í upp- setningu. Eiga þær að standa í bókinni? Eða hverfa endanlega? Og hvað með kommum- ar? Mér var kennt að drita kommum út um allt. Ég kunni því vel. Nú þarf að pilla þær burt. Eins og hvem annan óþverra. Þær eru útlægar! Fyrinnæli frá æðstu stöðum sem enn hafa varla náð til minnar kynslóðar. Engin takmörk Bók min, Sjálfstœóió er sívirk auölind, verður að komast í prenfim 1 dag. Samt er hún ekki tilbúin. Upplýsingar vantar. Hringi í Jón Ingimarsson í iðnaðar- ráðuneytinu. Hann lofar aö kanna málið. Björn Jóhann á DV hringir. Heimtar að ég skrífi dagbók. Em engin takmörk fyrir hvað maður lætur hafa sig út í? Bruna niður í Þjóðleikhús að hitta Guð- rúnu Bachmann leikhúsritara út af leikskrá. Þaðan vestur í Háskóla. Hringi úr bílnum í Jón Ingimarsson. Svör við spumingum min- vinstri og penninn í hægri um streyma upp úr hon- um eins og af færibandi. Góður embættismaður þar! En þetta þarf að punkta niður. Síminn í vinstri hendi og penninn í þeirri hægri. Og nú þarf að skipta um gír - og stýra! Snarlega bremsað. Ragnar Arnalds ber saman bækur sínar við tvo af aðalleikurunum í leikriti hans um Miklabæjar-Solveigu, þau Þröst Leó Gunnarsson og Vfgdísi Gunnarsdóttur. Vigdís leikur einmitt titilhlutverkið. DV-mynd Hilmar Þór Lifur á Alþingi Hitti Jörund Guð- mundsson hjá Háskóla- útgáfunni. Hann stjórn- ar næststærstu bókaút- gáfu landsins. Gefur út sextíu titla árlega við þriðja mann. Geri aðrir betur. En bók mín er ekki frágengin. Gallar í uppsetningu. Vantar myndatexta og strika- merki. Æði á fund for- sætisnefndar. Friðsæll fundur. Ólafur forseti kátur og hress að vanda. Ný lifur í matstofu Alþingis. Afbragðsmatur! Sest i forsetastól eftir hádegi. Á þingpöll- um er Qöldi fólks sem stöðugt horfir í gesta- stúku andspænis forsetastól og ræðumönn- um. Þar stendur ung kona og flytur tákn- mál - enda verið að ræða um móðurmál heyrnarlausra. Svavar á tillöguna. Hann á einnig næsta mál: frumvarp um dómstól til að fjalla um endurupptöku dæmdra mála. Davíð stelur senunni með óvæntum stuðningi. Talar um dómsmorð og hundahreinsun í réttarkerf- inu. SkUaboðin hrannast inn á símsvarann heima. HaUveig úti á landi. Líka frumsýning hjá henni um helgina. Og ég orðinn of seinn að komast í prentsmiðju með leiðréttingar. Út að skokka klukkan sex. Fátt eins gott fyrir heUabúskapinn. Síðan niður í leikhús að horfa á „rennsli". Aðeins fjórir dagar í frumsýningu. Leikarar fara á kostum. Þór- haUur er hugmyndaríkur. Sofna um mið- nætti. Sáttur við guð og menn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.