Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 , Greifin sjálfur! Engin tilviljun ræður því að myndin á íslensku krónunni er af þorski. Flest sem íslendingar þurfa til daglegra nota verður að kaupa frá útlöndum og til þess að geta það er nauðsynlegt að flytja út vörur. Sjötíu prósent af verðmæti alls vamings sem við seljum til útlanda eru sjávarafurðir. En þorskurinn einn stendur fyrir tæpum helmingi af öllum vöruútflutningi. Ef illa árar í hafinu bitnar það á öllu atvinnulífinu. Á sama hátt lifnar allt við þegar vel gengur í sjávarútvegi. Sjómenn, fiskvinnslufólk og aðrir starfsmenn fá laun. Rannsóknarstofnanir, vélsmiðjur, tryggingafyrirtæki og olíufélög hafa einnig tekjur af sjávarútveginum. Viðskipti fara síðan í gang á ólíkum sviðum; fjármagn streymir um allt samfélagið og til verður það sem hagfræðingar kalla margfeldisáhrif. Eðlilega skilar sjávarútvegurinn því miklum fjármunum í sameiginlega sjóði landsmanna. Auk þess greiðir hann margvísleg gjöld sem tengjast honum sérstaklega; aflagjald og veiðieftirlitsgjald, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá greiðir hann nær milljarð króna í Þróunarsjóð. Yfir70% af heildarútflutningi íslendinga eru sjávarafurðir. Á undanfömum áratugum hafa atvinnuhættir okkar breyst mikið en þó er ljóst að um langa framtíð mun sjávarútvegurinn verða undirstaðan í efnahagslífinu. (Heimild: Hagstofa íslands: Hagtíðindi, jan. 1998, 83. árg. nr. 1, bls. 26.) Útflutningur á vörum 1997 1,6% ______ Landbúnaðarvörur 21,9% Iðnaðarvöru 5,1% Aðrar vörur _71,4% Sjávarafurðir J Þorskur, sem kallast gadus morhua á máli fræðimanna, er talinn með botnfiskum eins og ýsa, ufsi, karfl, grálúða og skarkoli. Til uppsjávarfiska teljast aftur á móti loðna, síld óg kolmunni. Þorskur hefur alltaf verið einn af okkar verðmætustu nytjafiskum og það segir sitt um mikilvægi hans að oft var hann einfaldlega kallaður fiskurinn. Þorskur hefur líka verið kallaður „sá guli" í gegnum tíðina. Þorskígildi er aftur á móti nýlegt hugtak. Talað er um þorskígildi þegar verðmæti annarra fisktegunda er umreiknað í verðmæti þcirra í þorski. Þannig var t.d. þorksígildi karfa 0,70 á síðasta fiskveiðiári, sem þýðir að kfló af karfa jafngilti 700 grömmum af slægðum þorski. Enginn gjaldmiðill hefur reynst íslendingum betur en fiskurinn. Þessi auglýsing er liður í fræðsluátaki íslenskra útvegsmanna. Fiskurinn leggur landsmönnum til sjö af hverjum tíu krónum. Á undanfömum árum hefur sjávarútvegurinn stuðlað að margháttaðri nýsköpun í atvinnulífinu. Búnaður og tæki til fiskveiða og verkunar, sem hugvitsmenn og iðnfyrirtæki hafa þróað, reynist meðal þess besta sem völ er á í heiminum. Utflutningur á fiskikörum, umbúðum, fiskinetum, línum, rafeindavogum, toghlemm og öðmm tækjum skilar nú umtalsverðum fjármunum inn í hagkerfið. Islendingar hafa lengi glímt við þorskinn og kostað til miklum fjármunum. Hann hefur haft sína duttlunga, komið og farið — en stundum höfum við líka gengið of nærri honum. Á seinustu ámm höfum við þó lært að lifa með þorskinum. Við stöndum nú fyrir ábyrgri og hagkvæmri nýtingu fiskistofnanna. Þess njóta íslendingar allir. Sjávarútvegurinn er vissulega stór þáttur af efhahagslífinu og margir áhættuþættir honum samfara. Einmitt þær staðreyndir kalla á staðfestu og markviss vinnubrögð, ásamt virðingu fyrir því sem vel er gert. Við eigum þorskinum margt að þakka. Hann gerir okkur kleift að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu, lista og menningar. Hann er greifi. WWW.llU.IS ÍSLENSKIR ÚTVEGSMENN Fræðsluátak á ári hafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.