Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 50
i8 lír x^- myndbönd K ~k ■ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 OV MYNDBAHDA GAGNRYNI Black Cat Run: Kaggar og krimmar ★★ Black Cat Run er ekki merkileg mynd c að reyna að vera það. Hér eru einfaldlega ar á ferð að lúskra hver á öðrum og þeysa um á kraftmiklum köggum í hefð- bundnum bílaeltingaleikjum. Krimmasonurinn Johnny Del Grissom á í illa séðu ástarsambandi við íðilfagra dóttur skerfarans. Hann verður vitni að því þegar tugthúslimir á flótta myrða skerfarann og stinga af með dóttur- ina sem gísl. AUir halda að hann hafi sjálfur myrt skerfarann og hann tek- ur því kaggann sinn og hefur sjálfur eftirför með lögguna á hælunum. Myndin fer hægt af stað og er fremur langdregin meðan hún er að reyna að byggja upp dramatík í kringum hið ósamþykkta ástarsamband. Þetta lagast þegar hasarinn byrjar, en hann er þó af hefðbundnari sortinni og ekkert sérstaklega spennandi. Litríkar og sæmilega ofleiknar aukapersónur gera myndina að rétt tæplega viðunandi afþreyingu, þ.á.m. er manískur Jake Busey í mjög svipuðu hlutverki og í Starship Troopers. Kynþokki fremur en leikhæfileikar virðist hins vegar hafa ráðið vali á aðalleikurum. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: D.J. Caruso. Aðalhlutverk: Patrick Muldoon, Amelia Heinle og Jake Busey. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Litla Hafmeyjan: Óútreiknanlegar meyjar ★★ Það er aldeilis líf og fjör í undirdjúpum þessarar teiknimyndar Walt Disney-fyrirtækisins. Engu að síð- ur langar litlu hafmeyjuna, Ariel, að lifa meðal mann- anna uppi á yfirborðinu. Og þegar hún bjargar prins nokkrum frá drukknun einsetur hún sér að ná ástum hans. Tríton konungur, faðir hennar, er litt hrifinn af fyrirætlan hennar og leitar hún því til sjávarnornarinnar Úrsúlu. Sú hefur þó allt annað í huga en að greiða úr vandamálum hafmeyjunnar. Þetta er afskaplega sæt, lítil mynd líkt og búast mátti við af framleiðend- um hennar. Eitthvað gæti ég þó trúað að femínistum þættu kvenímyndir myndarinnar varhugaverðar. Hafmeyjan, sem er gersamlega dolfallin yfir töfrum prinsins, gerir ekki annað en að hugsa um útlit sitt. Nomin Úrsúla er aftur á móti versta skass og vill engum gott, ólíkt glæstri ímynd fóðurins Tritons. Þó gleðjast eflaust margir foreldrar yfir því að myndin skuli nú fá- anleg á leigumyndbandi, því vart er hægt að ætlast til að þeir kaupi allan þann aragrúa Disney-titla er finna má á markaðnum. Og vart er þó Disney- samsteypan að þessu af einskærri greiðvikni, heldur í von um fullnýtingu á hagnaðarmöguleikum hverrar myndar. Þeir standa sig ekki síður vel í því en blessaðri litadýrðinni. Útgefandi: Sam-myndbönd. Talsetning: Jakob Þór Einarsson. Helstu raddir: Valgeröur Guðnadóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Egill Ólafs- son. Lengd: 80 mín. Bandarísk, 1989. Öllum leyfð. -bæn Dark City: lilraunadýr ★★★ John Murdoch vaknar minnislaus á hótelherbergi og finnur lík í næsta herbergi. Svo virðist sem hann sé grunaður um fjölda morða, en hann man ekki hvort hann framdi þau eða ekki. Hann fer að reyna að púsla lífi sínu saman aftur og komast að því hver hann er, en það er ekki aðeins lögreglan sem er á hælunum á honum, heldur einnig dularfullir sköllóttir menn sem svífa í loftinu. Þeir eru verur frá öðrum hnöttum og Murdoch er tilrauna- dýr þeirra, eins og aðrir íbúar borgarinnar. Hér er film-noir blandað saman við hasarblaða-frásagnarhefð og persónusköpun. Sagan er götótt, enda meiri áhersla lögð á útlit, andrúmsloft og yfirbragð myndarinnar, sem er bræðing- ur úr alls konar stefnum og myndum. Sköllóttu mennimir minna á blóðsug- una í Nosferatu. Byggingarstíll borgarinnar er fjölbreytilegur og minnir oft á Brazil. Undirheimar (þar sem skallarnir búa) eru í stíl við Metropolis. Ruf- us Sewell er rísandi stjama og stendur sig vel í aðalhlutverkinu. Richard O’Brien er ansi skuggalegur sem Mr. Hand, og William Hurt er í gamla góða hlutverkinu úr Gorky Park sem þurri og nákvæmi rannsóknarlögreglumað- urinn. Kiefer Sutherland tekst hið ómögulega, að skjóta yfir markiö í hlut- verki doktorsins. Myndin er feykilega flott og býður upp á alls kyns hluti til að pæla í, en klikkar svolítið á flæðinu í sögunni og verður fyrir vikið lang- dregin á köflum. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Alex Proyas. Aðalhlutverk: Rufus Sewell, Kiefer Sutherland, Jennifer Connelly og Witliam Hurt. Bandarísk, 1997. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Evening Star. Síðbúið framhald ** Það er óneitanlega áhugavert að menn skuli taka sig til og gera framhald myndarinnar Terms of Endearment (sjá annars staðar á opnu) fimmtán árum eftir að hún var frumsýnd. Og þótt því farri víðsfjarri að The Evening Star jafnist á við forver- ann er þó ekki vist að hugmyndin sé í eðli sínu slæm. Bamaböm Aurom (Shirley MacLaine) era nú komin á fullorðinsár, en eitthvað hefur henni mistekist uppeldið. Annar bróðirinn er í fangelsi og systirin (Juliette Lewis) er haldin hálf- gerðri sjálfseyðingarhvöt. í örvæntingu sinni heldur Aurora til geðlækn- is (Bill Paxton) og heillast þau hvort að öðm. Þrátt fyrir fjölda ágætra leikara er frammistaða þeirra aldrei sannfær- andi að Shirley MacLaine undanskildri. Enda er það svo að myndin ein- blinir á hana og lítið pláss til að útfæra aðrar persónur myndarinnar. Þá losnar hún aldrei úr viðjum fyrri myndarinnar og endurvinnur mörg atriði og þemu hennar. Unnendur Terms of Endearment ættu þó að kíkja á hana. Þó það væri ekki til annars en að forvitnast um örlög Aur- om pg bamabama hennar. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Robert Harling. Aðalhlutverk: Shirley MacLaine, Bill Paxton, Miranda Richardson, Juliette Lewis og Jack Nicholson. Lengd: 123 min. Bandarísk, 1998. Öllum leyfð. -bæn Dustin Hoffman: Smávaxinn snillingur Það er varla hægt að segja að Dustin Hoffman sé dæmigerð Hollywood-stjama, alla vega hefur hann ekki útlitið með sér. Lítill, nef- stór, flausturslegur í fasi og með lúðalega rödd. Hann virðist við fyrstu sýn ekki vera gæddur mikl- um persónutöfrum en engu að síður tókst honum að slá í gegn í Hollywood og verða stórstjarna. Hann valdi sér einnig hlutverk sem oft gengu gegn þessum hefðbundnu stjörnuhlutverkum; andhetjur, und- irmálsmenn, oft verulega sorglegar persónur. Hann vann það afrek að breyta uppskriftinni að frægð og frama og sýndi fram á að hver sem var gæti orðið stjarna, óháð líkams- gervi þeirra. Tíu togpmyndir á fimmtán árum Hann var þrítugur þegar hann sló í gegn í hlutverki framhaldsskóla- stráks sem lætur móður vinkonu sinnar tæla sig í The Graduate (1967) og var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir sitt fyrsta stóra hlutverk en áður hafði hann fengið smáhlutverk í tveimur lítið merki- legum myndum. Tveimur árum sið- ar var hann aftur tilnefndur fyrir hlutverk Ratzo Rizzo í Midnight Cowboy. Áttundi áratugurinn var samfelld sigurganga fyrir Dustin Hoffman. Hann var enn tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á grínistanum Lenny Bmce í Lenny (1974) og endaði síðan áratug- inn með því að vinna þau í fjórðu tilraun fyrir hlutverk fráskilins föð- ur í skilnaðardramanu Kramer vs. Kramer (1979). Meðal annarra eftir- minnilegra hlutverka á þessum tíma voru Jack Crabb í Little Big Man (1970), maðurinn sem ver heimili sitt gegn árásarmönnum í Straw Dogs (1971), fanginn í Papillon (1973), háskólaneminn (þá á fertugasta aldursári) sem er pynt- aður í tannlæknastól af Laurence Olivier í hlutverki gamals nasista í Marathon Man (1976) og sannsögu- legt hlutverk fréttamannsins Carls Bemsteins í Watergate-hneykslis- myndinni All the President’s Men (1976). Hann náði síðan í sína fimmtu óskarsverðlaunatilnefningu fyrir Tootsie (1982). Farinn að eldast Dustin Hoffman var þarna búinn að vera á toppnum í hálfan annan áratug og hafði leikið í hverri stór- myndinni á fætur annarri. Hann ákvað að taka sér frí og í tvö ár vann hann ekki handtak. Hann tók þá að sér hlutverk Willys Lomans í leikhúsuppfærslu á Death of a Salesman en lék ekki í kvikmynd aftur fyrr en 1987 þegar hann lék með Warren Beatty í hinni rándým og gjörsamlega misheppnuðu Ishtar. Eftir þennan mikla skell vildi hann vanda hlutverkavalið fyrir næstu Ishtar. Dustin Hoffman og Warren Beatty. Klassísk myndbönd | Terms of Endearment ||| ★★★ Alvöru vasaklútadrama Þetta víðfræga melódrama fjallar um mæðgumar Aurora Greenway (Shirley MacLaine) og Emmu Horton (Debra Winger). Heimilisfaðirinn birt- ist ekki nema sem rödd í upphafi myndarinnar, þar sem hann féll frá er Emma var einungis nokkurra ára gömul. Aurora er hörkukvendi og gef- ur vonbiðlunum allt í kringum sig fá tækifæri. Það er einna helst að hún líti nágranna sinn, Garrett Breedlove (Jack Nicholson), hýra auga. Hann er aftur á móti mikið gefinn fyrir sopann og yngri konur, þótt honum lítist ekki illa á granna sinn. Emma giftist síðan gegn vilja móður sinnar, Flap Horton (Jeff Daniels), og ekki líður á löngu þar til þau fara að raða niður bömum. Flækjast þá flóknar fiölskylduaðstæð- ur enn frekar. Myndin er furðu heilsteypt miðað við fiölda persóna og áratuga langa sögu hennar. Er það ekki síst að þakka handritshöfundinum og leik- stjóranum James L. Brooks, sem tekst einkar vel að stilla saman strengi Debra Winger og Shirley MacLaine í hlutverkum mæðgnanna. þeirra fiölmörgu afbragðsleikara er fara með hlutverk í myndinni. Allt era þetta leikarar sem era enn í sviðs- ljósinu, og þó kannski enginn jafná- berandi og Jack Nicholson. Samvinna hans og Brooks í As Good as it Gets skilaði Nicholson einmitt óskar fyrir bestan leik í aðalhlutverki við síðustu óskarsverðlaunaafhendingu. Tearms of Endearment fékk sjálf fiölda ósk- arsverðlauna. Brooks fékk verðlaun fyrir bestu mynd, leiksfiórn og hand- rit. Ekki lítið afrek það. Winger og MacLaine börðust um verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki og hafði sú síðamefnda betur. Nicholson hafði síðan betur gegn John Lithgow, og hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. í dag heföu aðstand- endur myndarinnar liklega séð til þess að leikaramir kepptu ekki inn- byrðis um verðlaun og skipt þeim eft- ir hentisemi í aðal- og aukaleikara. Það hefur þó lítið með gæði myndar- innar að gera, en hún er afskaplega vel heppnuð vasaklútamynd. Það era fleiri en miðaldra húsmæður sem fella tár yfir þessari. Fæst á Aðalvídeóleigunni. Leik- stjóri: James L. Brooks. Aðalhlut- verk: Shirley MacLaine, Debra Winger, Jeff Daniels, Jack Nichol- son, John Lithgow og Danny DeVito. Lengd: 126 mín. Banda- rísk, 1983. -Björn Ægir Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.