Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 19 Husqvarna erlent fréttaljós m ■■■ KtLYK.JAVIIVUKVt.CiI ÖZ Laugardaginn lO.okt. og sunnud.ll.okt. Fjöldi tilboða í tilefni opnunarinnar NONNABITI Sérhœfðir í bátum KJÖTVINNSLA íslenskar gœöakjötvörur Mona Sahlin að svíkja fjölskylduna aftur ætlar ekki Mona Sahlin hélt upp á endur- komu sína í ráðherrastól í sænsku ríkisstjórninni með því að horfa á æfingaleik í fótbolta sem sonur hennar tók þátt í. í stað þess að setj- ast inn í stúdíó sænsku sjónvarps- stöðvanna, sem allar kepptust um að fá viðtal við hana, settist hún á áhorfendabekk í úthverfi Stokk- hólms með kaffibrúsa. „Þetta er mikilvægara. Ég ætla ekki að svíkja fjölskylduna aftur,“ sagði Mona Sa- hlin með áherslu. Hún er hætt að vera alltaf til taks. „Ég er breytt og þá hlýtur einnig að vera hægt að breyta pólítísku hlut- verki mínu. Annars verð ég ekki um kyrrt. Ég er ekki sami stjórnmálamað- ur og ég var fyr- ir nokkrum ár- um,“ sagði Mona skýrt við blaðamann sænska blaðs- ins Aftonbladet. Fyrir þremur árum var Mona aðstoðarforsæt- isráðherra Ingvars Carls- sonar, fyrrver- andi forsætisráðherra, og líklegur eftirmaður hans. En þá kom skellur- inn. Þann 7. október 1995 birtust fréttir í fjölmiðlum um að Mona hefði notað kritarkort ríkisstjórnar- innar til einkanota. Hún keypti meðal annars bleyjur og súkkulaði út á kortið. Endurgreiðslurnar til ríkisins drógust á langinn. Mona kvaðst hafa tekið krítarkort hins opinbera í mis- gripum fyrir sitt. eigið. Hún þykir hafa gert mistök með því að gera ekki strax hreint fyrir sínum dyrum í stað þess a6 reyna að gera lítið úr málinu. Fjöl- miðlamenn hafa sjálfír fullyrt að Mona heföi orðið forsætisráðherra hefði hún ekki verið með málalengingar. Pressan sætti sig ekki við hálfaumingjalegar afsakanir aðstoðarforsætisráðherr- ans og tókst að uppljóstra að Mona skuldaði dagheimilisgjöld. Þar með var sú ályktun dregin að óreiða væri á fjármálum hennar. Eftir frí á eyjunni Mauritius, sem margir hneyksluðust á og sögðu óráðsíu miðað við meinta fjárhagsstöðu að- stoðarforsætisráðherrans, tilkynnti Mona í nóvember 1995 að hún viki úr embætti. Hún fór í frí og mætti ekki aftur á þing fyrr en í febrúar 1996. í apríl sama ár hætti Mona þing- mennsku. Haustið 1996 gaf Mona Sa- hlin út bók þar sem hún skýrði frá sinni afstöðu til krítar- kortsmálsins. í september í fyrra var Mona kjörin í fram- kvæmda- stjórn Jafn- aðarmanna- flokksins. í janúar á þessu ári fékk Mona rektorsstöðu í skóla jafn- aðarmanna. Hún. tók þátt í kosningabaráttu jafnaðarmanna í haust. Ljóst var að persónufylgi hennar var óbreytt. Húsfyllir var á þeim fundum sem Mona tók þátt í. Göran Persson, forsætisráðherra Sviþjóðar, er sagður hafa gert sér grein fyrir að Mona Sahlin myndi gera gagn í nýrri ríkisstjóm hans á margan hátt. Nú er Mona Sahlin aðstoðarráð- herra í nýju ofúr- ráðuneyti sem kemur í stað fjög- urra annarra ráðuneyta, at- vinnumála, við- skipta, innanrík- ismála og sam- göngumála. Að sögn Görans Pers- sons hefði Mona alveg eins getað orðið aðalráð- herra í þessu ráðuneyti. Á borði hennar verða mikilvæg mál, þróun atvinnulífsins, rekstur lítUla fyrir- ______í_____ Erlent fréttaljós ______ i- . ffsfilJr ■■'I .* tækja, svæðispólítík og rannsóknir. Hún hefur ekki viljað ræða um verkefnin í smáatriðum. Hún lætur sér nægja að nefna nýja sýn á stjómmálunum. „Við verðum að þora að ræða um það sem rekur fyrirtækin áfram, um innflytjendur, konur, um sam- kynhneigða, um alla sem hingað til hafa verið hafðir á sérbási," sagði Mona í viðtali við Aftonbladet. Fyrsti vinnudagur Monu í nýja of- urráðuneytinu byrjaði ekki mjúk- lega. Forseti sænska alþýðusam- bandsins, Bertil Jonsson, leyndi ekki óánægju sinni með að Mona Sahlin skyldi vera orðin ráðherra á ný. Hann segir hana vera hægra megin við Alþýðusambandið. „Ég hafna hægristimplinum," sagði Mona Sahlin. „Og hver hefur ákveðið að það sé hægri stefna að tala um að konur, innflytjendm' og eigendur smáfyrirtækja eigi að gegna stærra hlutverki í pólítíkinni?" spurði hún. Mona Sahlin kveðst vilja vera umdeildur stjórnmálamaður. Hún er bjartsýn á framtíðina en tekur það fram að verði hún fyrir skelli á ný verði það ekki jafn sárt og áður. Sunnudaga (II fimmtudaga kl. 21.00-01:00 Fóstudaga og laugardaga kl. 21.00-03:00 SJá textavarp RUV bls 669 sqvarna aftur á Isl © Husqvarna Husqvarna eru sænsk heimilistæki í hæsta gæðaflokki. Husqvarna er á þúsundum íslenskra heimila og fást nú aftur á íslandi. I Husqvarna-línunni eru eldavélar, ofnar, helluborð, viftur, kæliskápar, frystiskápar, og uppþvottavélar. Sjón er sögu ríkari. Komið og kynnið ykkur Husqvarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.