Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 10
tenning FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Vargar og fiðrildi Jóhann Hjálmarsson skáld og blaðamaður var að gefa út sína fimmtándu ljóðabók, allólíka sín- um fyrri - á margan hátt flóknari bók og samsettari en þær. Hún hefst á fimm ljóðum sem öll vísa í íslenskar fornsögur, og Jóhann var fyrst spurður til hvers hann notaði þessar sögur. - Hvaða áhrifum viltu ná með þeim? „Minnum úr fornsögum hefur aðeins brugðið fyrir i síðustu bók- unum mínum,“ svarar Jóhann, „en þetta er að ágerast En þó að ég yrki út frá fomsagnaminnum er ég að lýsa minni eigin samtíð." - Finnurðu þá til meiri skyld- leika við þetta forna fólk með aldrinum? „Já, sérstaklega höfunda sagn- anna, og þá nefni ég einkum Eyr- byggja sögu og vestlensku sögurn- ar. Laxdæla er þama líka og Víg- lundar saga. Þetta eru auðvitað ættarslóðir mínar í móðurætt og að hluta i fóðurætt. Það má orða það þannig, að fomsögumar gegni svipuðu hlut- verki og náttúran í þessum ljóð- um,“ heldur Jóhann áfram. „Þeg- ar ort er um náttúra íslands eða annarra landa þá era það ekki endilega náttúruljóð heldur er náttúran kveikjan að ljóði sem lýsir manninum, skáldinu. Fom- sögumar flnnst mér margar, sér- staklega Eyrbyggja saga, vera með bestu bókum. Ég tel hana með fá- einum bestu bókum sem ég hef lesið og þá á ég við á heimsvísu. Þessi stutti, hnitmiðaði stíll gefur mikið i skyn í fáum orðum. Les- andinn fær svo mikið að lesa í hana - að því leyti er ljóðrænn blær yfir henni. Svo hef ég tilhneigingu til að trúa henni líka!“ - Þau era ekki auðveld þessi ljóð í fyrsta kaflanum... „Nei, sumir tala um heimspekileg ljóð en líklega er þetta það sem kallast háspeki eða metafýsík að hluta.“ - Ég hefði fremur talað um tilfinninga- dýpt... „Þegar ég tala um háspeki þá á ég við þetta tilfmningalega líka, þetta afstæða og margræða." Jóhann Hjálmarsson - færist nær höfundum fornbókmennta með aldrinum. 10. öldin uppáhaldið - í næsta kafla er ort um Spán. Hvers vegna? „Ég var heilt sumar í litlum miðaldabæ uppi í fjöllum í Aragónfylki sem heitir Tar- azona, eldgömlum bæ með dómkirkju sem var byggð um það leyti sem menn voru að skrifa íslendingasögur héma heima. Ég var þarna að yrkja og þýða einmitt þegar sextíu ár vora liðin frá því að Borgarastyrjöldin hófst á Spáni og á þessu svæði vora einhverjir hörð- ustu bardagarnir í því stríði. Þama fóra her- ir yfir eins og kemur fram í ljóðunum: Hver maöur er öörum vargur. Fyrir sólsetur fœrist allt nœr, jöróin er rauölituö eins og hún boöi orustu, dynur, skelfur. Myrkriö erfró og ógn. En þetta era þó fyrst og fremst persónuleg ljóð úr mínum heimi og lífi.“ - í þriðja kafla er ljóðið „Vakn- að“ með undirtitlinum „A.F. kveð- ur“. Hver er A.F.? „Alfreð Flóki. Ljóðið á að túlka síðasta daginn sem hann lifði.“ - Af hverju nefnirðu ekki nafhið hans? „Af því mér finnst að allir eigi að þekkja það.“ - Ég skil. Áttu eftirlætisljóð í bókinni? „Það gæti verið þetta. En líka fyrsta ljóðið í bókinni. Það er hluti af risaverkefninu Námur sem Guðmundur Em- ilsson er með. Hann fékk skáld til aö yrkja um einhverja öld í íslandssögunni, myndlistarmenn til að myndskreyta ljóðin og tón- skáld til að semja tónlist. Þegar hann nefndi þetta við mig bauðst ég strax til að taka tíundu öldina því það er mín uppáhaldsöld í sögu Islands, og þekkt bandarískt tón- skáld, William Hudson Harper, semur tónlist við ljóðið. Hugmynd- in er sú að flytja þetta allt saman á aldamótaárinu.“ - Mitt uppáhaldsljóð í bókinni er „Fiðrildin skammlífu“. „Já, það er nokkuð um fiðrildi í bókinni," segir Jóhann, „og þau era ekki bara táknræn heldur eru þau líka mörg á haustin eins og við vitum. Annað fiðrildaljóð heitir „Verönd", þar sest fiðrildið ekki á bókina því ef það gerði það þá væri þetta líklega síöasta ljóðið sem skáldið orti. Auðvitað þurfa fiðrildi ekki að merkja feigð í öllum ljóðum en í Aragónljóð- inu er það dauðatákn. Það tengist stríðinu og því er líkt við þyrlu sem er ógnvænleg þó að hún sé líka gagnleg. Hugsaðu þér bara ef hún settist nú á bókina en ekki fiðrildið!" Marlíðendur er gefin út af Hörpuútgáf- unni á Akranesi. DV-mynd GVA Ljúfsár leiði Leikárið í Nemendaleikhús- inu byrjar með skemmtilegri sýningu á Ivanov eftir Anton Tsjekov. Útskriftarnemamir átta mynda spennandi heild og ekki skemmir gestaleikarinn Kjartan Guðjónsson fyrir. Yf- irbragð sýningarinnar er ungt og ferskt og Guðjón Pedersen leikstjóri heldur þétt utan um líflega framvindu og ákveðna persónusköpun. Uppsetningin í Lindarbæ ber ákveðin höf- undareinkenni þeirra félaga Guðjóns og Hafliða Amgrims- sonar, sem hafa lagað verkið að aðstæðum og unnið leik- gerðina sérstaklega fyrir hóp- inn. Verkið dregur nafn sitt af aðalpersónunni Ivanov, sem er lífsþreyttur maður og á við margvísleg persónuleg vanda- mál að stríða. Hann er plagaður af fjárskorti og ekki bætir úr skák að samband hans við helsjúka eiginkonuna, Önnu, er í molum. Ivanov er engu að síður eftirlæti allra og líf fólksins í kringum hann snýst um að gera honum til hæfis. Leikgerðin hentar hópnum vel. Þarna koma margar sterkar persónur viö sögu, og leiklistarnemum gefst frábært tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Egill Heiðar Anton Pálsson leikur titilhlutverkið, Ivanov, Rún- ar Freyr Gíslason er í hlutverki hins sleipa og peningagráðuga ráðsmanns, Borkins, Laufey Brá Jónsdóttir er eiginkonan Anna, Lvov læknir er leikinn af Hinriki Hoe Hin- rikssyni, í hlutverki ekkjunnar Babakínu er Útskriftarnemarnir átta: Spennandi heild. DV-mynd Teitur Leiklist Auður Eydal María Páldóttir og Stefán Karl Stefánsson leikur hinn makalausa greifa Sjabelskí. Þá koma við sögu Lébedév vinur Ivanovs, kona hans Zianita og dóttirin Sasja. I hlutverkum þeirra era gestaleikarinn, Kjartan Guðjóns- son, Jóhanna Vigdís Amardóttir og Nanna Kristin Magnúsdóttir. Eftirtektarvert var hversu vel tókst til með að draga þessar persónur skýrum og ólíkum línum en jafnframt að ná fullkomnum samhljómi í sýninguna sem hélt áhorfend- um föngnum frá fyrsta atriði til hins síðasta. Leikstjórinn velur þá leið að láta léttleika og skop verksins njóta sín en hinn tragíski tónn verður fremur sem undirspil. Mörg augnablik i uppsetningunni festast í minningunni og þar eiga fal- legu búningamir hennar Helgu I. Stefánsdóttur og sviðsmynd ríkan þátt, ásamt hnitmiðaðri lýsingu Egils Ingibergssonar Útskriftarhópur Leiklistar- skólans gefur með þessari sýn- ingu fyrirheit um skemmtilegt og fróðlegt leikár í Nemenda- leikhúsinu. Þama koma fram svipsterkir einstaklingar sem kunna að vinna saman þannig að enginn yfírskyggir annan. Sýningin á Ivanov er jafnframt eftirtektarvert innlegg í röð sýninga á verk- um Tsjekovs sem leikhúsgestir hafa átt kost á að sjá í leikhúsum hér á landi á undan- fömum áram. Og ekki það sísta. Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ: Ivanov eftir Anton Tsjekov Þýðing: Geir Kristjánsson Leikgerð unnin af Hafliða Arngrímssyni og Guðjóni Pedersen Leiklistarráðunautur: Hafliði Arngrímsson Lýsing og tækni: Egill Ingibergsson Leikmynd og búningar: Helga I. Stefáns- dóttir Leikstjórn: Guðjón Pedersen Bílstjórinn fékk þau ekki Það var Ian McEwan sem hlaut Booker-verð- launin í ár fyrir skáldsögu sína Amsterdam. Þar er sögð saga tveggja karla sem------------ lenda í hneykslismáli þegar ljós- mynd birtist af ástkonu beggja í faðmlögum við utanríkisráðherra landsins. Þykir efnið anga af Profumo. McEwan vinnur nú sinn fyrsta Booker en hefur verið tilnefndur þrisvar. Hann er meðal þekktustu rithöfúnda Bretlands og nokkrar bækur eftir hann hafa komið út á íslensku. Magnus Mills bílstjóri á strætisvagni nr. 159 í London sem sagt var frá hér á síðunni og einnig átti tilnefnda skáldsögu verður að bíða enn um sinn eftir Bookermilljónunum. Stóryddarakross Heiðursorða Félags leikmynda- og búninga- I höfunda, svonefndur Stóryddarakross, var veitt í fyrsta sinn á laugardaginn var. Sá sem hana hlaut var Snorri Sveinn Friðriksson, sem í rúman aldarfjórðug hefur verið forstöðumaður leikmyndadeildar Sjón- varpsins. Tilgangurinn með orðu- veitingunni er að minna á listræn afrek á sviði leik- myndahönnunar, en þar eigum við nokkra lista- menn á heimsmælikvarða. Engin spor Skáldsagan Engin spor eftir Viktor Amar Ing- ólfsson er sakamálasaga sem fer rólega af stað en þolinmóðum lesanda er launað með óvæntum lausnum þegar líða tekur á. Snemma árs 1973 fmnst maður látinn í gömlu virðulegu húsi í Reykjavík. Banameinið er skotsár í brjósti. Við rannsókn kem- ur í ljós að faðh’ hins látna var skotinn til bana í sömu stofu nærri þrjátíu árum áður og aldrei tókst að upplýsa það mál. Því verður lögreglan að rekja sögu þessarar fjölskyldu og nýtur lesandinn góðs af. Höfundur gefur söguna út sjálfur. Vel heppnað ljóðakvöld Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari héldu ljóðatónleika í Höllinni í Cuxhaven í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Tónleikamir vora liður í umfangsmikilli menningardagskrá í tilefiii af tíu ára afmæli vinabæjarsam- bands Hafnarfjarðar og Cux- haven. Sérstakur heiðursgest- ur var frú Vigdís Finnboga- dóttir fyrram forseti. Staðarblöð greindu frá þess- um menningarviðburðum og birtu umsagnir um tónleika Önnu Júlíönu og Sólveigar Önnu þar sem fagnað var að fá að heyra nýrstár- lega tónlist frá íslandi. Söngkonan og píanistinn fá báðar vel útilátið hrós fyrir næman flutning og Anna Júlíana þykir hafa sérstaka dramatíska eiginleika sem hafl notið sín vel í ljóðasöngnum. Framhaldsstyrkir Kvikmyndasjóður íslands hefur úthlutað tveimur framhaldsstyrkjum til handritsgerðar. Þetta eru lokastyrkir í handritaþróun og þá fá Huldar Breiðfjörð fyrir Villiljós og Margrét Örn- ólfsdóttir og Sjón fyrir Regína og Pétur. Hvort verkefni hlýtur 300 þúsund kr. til að fullbúa handritið undir framleiðslu. Og athugið: Næsti umsóknarfrestur um styrki eða framlög úr Kvikmyndasjóði fslands rennur út 16. nóvember. Kóngarnir og krummi Bókaútgáfan Krass hefur gefið út bamabókina Kóngar í ríki sínu og kramminn á skjánum eft- ir Hrafnhildi Valgarðsdóttur, sjálfstætt framhald af tveim fyrri bókum um kóngana Lalla og Jóa. Hér eru þeir orðnir ellefu ára og kynnast krumma sem reynist bæði skrautlegur og þjófóttur. Vinir þeirra Pési bullar, Petra prinsessa, Rola, Branda og Kolur era öll á sínum staö í til- veru þeirra félaga. Þetta er tíunda bók Hrafnhildar sem hefur fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bama- og unglingabækur sínar. Umsjón Silja Aðaisteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.