Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunan http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Sátt um gagnagrunn Kominn er tími og komnar eru forsendur til að ná sátt- um í deilunum um rekstur krosstengds gagnagrimns í heilbrigðismálum. Flokkadrættimir eru famir að skaða þjóðina, svo sem sést af, að hefnigjarn heilbrigðisráð- herra velur landlækni með hliðsjón af deilunni. Nýkomið og rækilegt álit Lagastofnunar háskólans get- ur orðið grundvöllur sátta í málinu. Þar koma fram hug- myndir um, hvernig breyta megi frumvarpi ríkisstjóm- arinnar, svo að það standist íslenzk lög og stjórnarskrá og lög og reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Áður hefur oftar en einu sinni komið fram, að mikill meirihluti þjóðarinnar vill, að gagnagrunninum verði komið upp og vill láta honum í té upplýsingar um sig. Þetta vegur þungt á móti vel rökstuddum kenningum fræðimanna um, að persónuvernd hans sé ótrygg. Lagastofnun bendir á ýmis atriði, sem betur megi fara og skýrar megi segja í frumvarpinu. Skynsamlegt er af Alþingi að taka þessi atriði upp, svo að síður komi til langvinnra eftirmála fyrir evrópskum dómstólum, sem neyðst hafa til að taka við hlutverki Hæstaréttar. í áliti Lagastofnunar er rækilega fjallað um einkarétt- inn eða sérleyfið, sem minna hefur verið fjallað um en persónuvemdina. Þar kemur fram, að nauðsynlegt er að setja svo strangar reglur um sérleyfið, að vafasamt er, að það henti erfðagreiningarfyrirtækinu að fá það. Hér í blaðinu hefur nokkrum sinnum verið bent á, að sérleyfi er óþarft. Uppfinningar og hugvit eru varin með íslenzkum, evrópskum og alþjóðlegum lögum um skrán- ingu einkaleyfa og um höfundarétt. DeCode Genetics get- ur notað þessar vamir eins og aðrir frumkvöðlar. Heppilegast væri, að Kári Stefánsson viðurkenndi þennan sannleika og félli frá kröfunni um sérleyfi. Að öðrum kosti þarf að breyta frumvarpinu í samræmi við álit Lagastofnunar og setja þær skorður við misnotkun á sérleyfinu, sem raktar em rækilega í álitinu. Lagastofnun segir, að allir verði að hafa jafhan aðgang að upplýsingum úr grunninum á sömu kjörum, ekki megi mismuna rekstraraðilum, þar á meðal ekki sérleyf- ishafanum sjáifum. Það þýðir, að DeCode Genetics má ekki njóta betri viðskiptakjara en aðrir notendur. Reglur um magnafslætti verði að vera gegnsæjar. Enn- fremur þurfi DeCode Genetics að skilja fjárhagslega milli rekstrar gagnagrunnsins og annarrar starfsemi sinnar. Til greina komi að banna sérleyfishafanum hreinlega að gera annað en að reka gagnagrunninn sjálfan. Þetta eru nokkur mikilvægustu atriðin, sem Laga- stofnun háskólans telur, að breyta þurfi, svo að laga- frumvarpið um krosstengdan gagnagrunn standist 54. grein samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem bönnuð er misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt meirihluti Alþingis sé fús til að gera hvað sem er til að þjónusta vilja forsætisráðherra og forstjóra DeCode Genetics, þá verður ekki séð, að stjómvöldum henti að knýja frumvarpið fram í núverandi formi, ef síðan verða endalausir eftirmálar fyrir dómstólum úti í heimi. Betra er að nota álit Lagastofnunar til þess að endur- bæta frumvarpið. Slíkt mun afla málinu stuðnings margra þeirra, sem annars hefðu sig í frammi í kæm- málum. Allra bezt væri svo, að frumvarpið fæli í sér op- inbera gjaldtöku fyrir aðgang að sérleyfi. Síðan mætti selja forstjóra DeCode Genetics sjálfdæmi um, hvort hann þurfi yfirleitt sérleyfi, ef ekki fæst ann- ars konar sérleyfi en það, sem heiðarlegt má teljast. Jónas Kristjánsson „Jóhannes Geir Sigurgeirsson í forsæti Landsvirkjunar. - Hefur ekki lýst sinni skoðun en heldur málinu enn í biðstöðu innan stjórnarinnar, segir Hjörleifur m.a. í grein sinni. Framsókn og Fljótsdalsvi rkju n - ráöherrar á öndverðum meiöi af byggingu virkjunar- innar verði.“ - „Ég geri mér fulla grein fyrir að Eyjabakka- svæðið hefur mikið gildi frá náttúruvernd- arsjónarmiðum. Sama á við mörg önnur svæði í okkar fagra landi. Við komumst hins vegar ekki hjá því að fórna ein- hverju, sérstaklega ef ávinningurinn er mik- ill. Ávinningur af stór- iðju á Austurlandi með tilheyrandi virkj- unum skiptir miklu máli fyrir framtíð Austurlands og lands- ins alls,“ segir Halldór Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður „Vonandi reynir fyrr en seinna á vilja Alþingis í þessu máli, nema ríkisstjórnin eða stjórn Lands- virkjunar verði fyrri til og ákveði að fara að siðaðra manna háttum og leyfi almenningi að koma að sínum sjónarmiðum.u I liðinni viku kom margt fram um afstöðu forystumanna í Fram- sóknarflokki til virkjunar Jök- ulsár í Fljótsdal í þágu álbræðslu. Mánudaginn 19. október var rædd á Alþingi tillaga þingflokks óháðra um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdaáforma við virkjunina. Tóku meðal annars þátt í þeirri umræðu Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráðherra og Guð- mundur Bjamason umhverfisráð- herra. Voru viðbrögð þeirra við tillögunni einkar fróðleg. Finnur þrástagaðist á að málið væri „í lögformlega réttum farvegi" og bætti við : „Það er ekki komið að þvi að taka ákvörðun af hálfu stjómenda fyrirtækisins [Lands- virkjunarj um hvort málið skuli sent í kærufarveg eða ekki“. Allt annað hljóð var í umhverf- isráðherra. Hann staðfesti yfirlýs- ingu sína sem fram kom í Degi 16. júlí 1998 að hann tæki undir álykt- un Náttúmvemdarráðs um málið. „Ég teldi eðliiegt að það færi með þessa virkjun að þeim lögum“. Lög um mat á umhverfisáhrifum væm nú í endurskoðun og við þá endur- skoðun „beri að takmarka eða af- nema ótímabundna heimild til ákveðinna framkvæmda". Slík heimild sem er nú að fmna í bráðabirgðaákvæði og undanþiggi Fljótsdalsvirkjun lögformlegu mati „hvorki geti né eigi að standa til frambúðar." Boðaði ráðherra að nýtt frumvarp um mat á um- hverfisáhrifúm yrði lagt fram á Alþingi innan fárra vikna. Afstaða formanns Framsóknarflokksins Rétt eftir að þessi umræða fór fram birtist í Degi [20. október] grein eftir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra undir fyrirsögn- inni „Fljótsdalsvirkjun og Austur- land“. Þar talar formaður Fram- sóknarflokksins skýrt. Hann vill að ráðist verði í virkjunina og seg- ir um samningaviðræður sem nú standi yfir við Norsk Hydro um byggingu álvers á Reyðarfirði: „Þeir samningar eru háðir því að í greininni. Hann útilokar þó ekki að Landsvirkjun setji fram- kvæmdaáformin í lögformlegt mat. Stjóm Landsvirkjunar hefur ekki lýst vilja sínum í þessu af- drifaríka máli. Formaður stjórnar- innar er Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins. Hann hefur ekki lýst sinni skoðun en heldur málinu enn í biðstöðu innan stjórnarinn- ar. Fyrir liggur að sumir stjórnar- manna vilja að virkjunaráformin fari í mat að lögum. Þingmaður verður fyrir ónæði Enn gerðist það í liðinni viku að framsóknarþingmaðurinn Jón Kristjánsson kom undan feldi og birti sína afstöðu á síðum Dags [23. október] undir fjTÍrsögninni „Lif- andi byggðarlag eða þjóðgarður". Svellur þessum hógværa þingmanni nú móður að eigin sögn. Ástæð- an er sú að hann hef- ur hitt fólk sem held- ur því fram fullum fetum að ekki sé rétt- lætanlegt að virkja í þeim tilgangi að efla byggð á Austurlandi. Þar að auki ónáða samtök sem nefna sig „Nátttúruvemdar- samtök íslands" þing- manninn og „senda stöðugt orðsendingar inn á tölvupóstinn minn um virkjanamál á Austurlandi"! Verra er þó að Jón hefur ekki áttað sig á inn- taki laga um mat á umhverfisáhrifum, ef marka má um- mæli hans: „Sam- kvæmt lögum um umhverfismat eiga þau fyrirtæki sem hyggja á fram- kvæmdir að annast það“! Tillaga þing- manna óháðra um að Alþingi lýsi þeim vilja sinum að virkjunin lúti lögum um mat á umhverfisáhrifum er nú komin til umhverfisnefndar Alþingis. For- maður nefndarinnar er framsókn- arþingmaðurinn Ólafur Örn Har- aldsson. Hann lýsti afstöðu sinni til málsins skilmerkilega i Degi 15. maí 1998: „Það væri úr takt við kröfur tímans og fagleg vinnu- brögð að ætla að sleppa umhverfis- mati á þessu svæði. Og þá á ég við bestu aðferðir við það mat en enga skemmri skím.“ Vonandi reynir fyrr en seinna á vilja Alþingis í þessu máli, nema ríkisstjómin eða stjórn Lands- virkjunar verði fyrri til og ákveði að fara að siðaðra manna háttum og leyfa almenningi að koma að sínum sjónarmiðum. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Afskipti ríkisins fyrir bí „Einkavæðing ríkisfyrirtækja er komin á fullt skrið og á föstudag hefst sú umfangsmesta til þessa, en þá verður boðinn út 49% hlutur í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins (FBA) ... Enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær sala ríkisviðskiptabankanna fer fram, en rík- isstjómin hefur markað þá stefnu, að eignaraðild verði dreifð. Engin ástæða er til að draga einkavæðingu bankanna, þótt að sjálfsögðu verði aö taka tillit til markaðsaðstæðna hverju sinni ... Flest bendir þvi til þess, að þær tvær ríkisstjórnir, sem setið hafa mestan hluta þessa áratugar, muni komast langt með að binda enda á afskipti ríkisins af atvinnu- og viðskiptalífi." Úr forystugrein Mbl. 28. okt. Leifur var heppinn „Heppinn var Leifúr Eiriksson að fá að fæðast, lifa og deyja löngu áður en afmælisveislur voru fundnar upp. Hann var uppi á tímum þegar þjóðemi ibúa landa við norðanvert Atlantshaf var óvisst og trúarbrögðin á álíka ruglingi og nú, en faðir hans var heiðinn og móð irin kristin ... Forfeður Leifs, íslendingar og Norð- menn, hafa aldrei getað komið sér saman um eitt né neitt, ekki búið í sama landi, ekki ruglað saman sögu sinni og standa í endalausum deilumálum um auð- lindalögsögur sínar, og annarra ... Vonandi á þessi frjóa umræða eftir að endast vel og lengi." Oddur Ólafsson í Degi 28. okt. Gagnagrunnur um lækna? „Fjöldi blaðagreina og lesendabréfa ber því vitni að stór hluti almennings hefúr ekki fulla trú á hæfni og heilindum margra lækna. Spurningar eins og þessar hafa heyrst: Er hugsanlegt að læknar óttist að með miðlægum gagnagrunni um arfgengi sjúkdóma kynni að komast upp um eldri læknamistök? Væri ekki rétt að landlæknir héldi miðlægan gagnagmnn um hvað einstaka læknar þiggja frá einstökum lyfjaframleiðend- um, svo sem í formi boðsferða? Þeir sem til þekkja, vita þó að þetta er hvorki sanngjöm né rétt lýsing á læknastéttinni í heild. Hér á stéttin hins vegar óneit- anlega við ásýndarvanda að glírna." Bjarni Sigtryggsson í Mbl. 28. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.