Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 15 Skilvirk kirkja „Það er annars umhugsunarefni hvað það merki að stofnun á borð við þjóðkirkjuna sé skilvirk," segir m.a. í grein Hjalta. - Frá setningu kirkju- þings fyrr í mánuðinum. Nýafstaðið kirkju- þing markar þáttaskil í sögu þeirrar stofnunar. Þingið kom nú í fyrsta sinn saman eftir setn- ingu nýrra laga um stöðu, stjórn og starfs- hætti þjóðkirkjunnar en samkvæmt þeim skulu leikmenn vera í meirihluta á þinginu og forseti þess koma úr þeirra röðum. Það skiptir þó e.t.v. meiru máli að í haust hóf kirkjuþing að setja reglur um fjölmörg svið kirkjulegs starfs sem hingað til hafa ekki hvílt á jafn fastri skip- an. Á komandi árum mun þetta regluverk breyta ásýnd kirkjunnar ef að líkum lætur. Hitt er svo annað mál hvort reglumar muni gera þjóðkirkjuna skilvirk- ari eins og tvívegis hefur verið haldið fram í leiðara Mbl. (13. og 23. okt.). Mælikvarði á skilvirkni Það er annars umhugsunarefhi hvað það merki að stofnun á borð við þjóðkirkjuna sé skilvirk. E.t.v. er átt við að stjórnarhættir henn- ar séu einfaldir og hraðvirkir. Það ætti þá að segja berum orðum. Eila er hætt við að verið sé að heimfæra tískukennda klisju yfir á vettvang þar sem hun er óvenju merkingarsnauð. Hefðbundin hlut- verk lútherskrar kirkju eru að boða fagnaðarerindið og veita sakramenti skírnar og kvöld- máltíðar. Gaman væri að vita á hvaða kvarða er mögulegt að meta skilvirkni í því efni! Eitt af þeim sviðum sem komið er inn á í hinum nýju starfsreglum er skipting landsins í sóknir og presta- köll. Eins og nú er ástatt munu 8 prestar þjóna 6400 manns í fá- mennasta prófastsdæmi landsins meðan 14 prestar þjóna 64.000 sál- um i því fjölmennasta. Þetta eru tölur sem hljóta að vekja menn til umhugsunar um hvort kirkjunni beri ekki að endurskoða skiptingu sína í starfseiningar á róttækan hátt og laga hana að búsetuháttum samtimans. E.t.v. væri það mæli- kvarði á skil- virkni hennar. Ljóst er að breyt- inga er þörf í þessu efni. Að mörgu er þó að hyggja áður en hafist er handa. T.d. má ætla að fólki í þéttbýli sé eiginlegra en dreifbýlisbúum að líta á kirkjuna með hliðstæðum hætti og ýmsar opinberar þjónustustofnanir. Tvær gjörólíkar viðmiðanir Flestum þéttbýlisbúum bregður því lítt við að þurfa að leita til prests síns undirbúningslítið og í föstum viðtalstíma ef ekki er um brýna neyð að ræða. í dreifbýli eru flest samskipti aftur á móti á mun einstaklingsbundnari grunni en gerist í fjölmenninu. Persónuleg kynni við prestinn virðast því forsenda þess að margir sem búa á landsbyggðinni geti yfirleitt leitað þjónustu prests síns. Af þessu leiðir að nota verður tvær gjörólíkar viðmiðanir þegar meta skal stærð og skilvirkni sókna og prestakaila eftir þvi hvort um sveit eða borg er að ræða. I þéttbýli virðist nauðsyn- legt að ganga út frá sjónarhóli prestsins og spyrja hvað megi krefjast að einn maður veiti mörgum einstaklingum ábyrga prestslega þjónustu. I dreifbýli virðist aftur á móti óhjákvæmi- legt að ganga út frá sjónarhorni safnaðarins og spyrja hversu fjar- lægur pesturinn megi verða þeim sem hann á að þjóna til þess að þeir nái að stofna til kynna við hann og telji sér fært að leita þjónustu hans. Aðeins ef tekið er tillit til þessara tveggja ólíku við- miðana verður byggðastefna kirkjunnar ábyrg, hvort sem hún svo getur talist skilvirk eða ekki. Hjalti Hugason Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor „í þéttbýli virðist nauösynlegt að ganga út frá sjónarhóli prestsins og spyrja hvað megi krefjast að einn maður veiti mörgum einstak- lingum ábyrga prestslega þjón- ustu. í dreifbýli virðist aftur á móti óhjákvæmilegt að ganga út frá sjónarhorni safnaðarins... “ Fjármögnun fíkniefna - inn flytjendur - innflutningur Guðmundur Magnússon ritaði lesendabréf í DV fostudaginn 23. okt. sl. þar sem hann lýsti ánægju sinni með þátt í Sjónvarpinu að kvöldi 20. s.m. þar sem rætt var um unga vímuefnaneytendur. Það skal upplýst að þátttakend- um í umræddum þætti var alls ekki ætlað að fjalla um það sem Guðmundur hefur áhuga á. Hér á eftir verður hins vegar reynt að upplýsa hann um þá þætti en af augljósum ástæðum er hvorki hægt að gefa upp nöfn eða fjalla um einstök mál né annað er varð- ar rannsóknaraðferðir lögreglu. Hverjir flytja inn fíkniefnin? Alls konar fólk flytur inn og get- ur flutt inn fikniefni. Það er þó helst sameiginlegt með því að fólk- ið hefur allflest notað meira og minna af fikniefnum sjálft. Ef skoðaðir eru dómar í fíkniefna- málum, t.d. frá árinu 1995, má sjá áð þeir eru 120 talsins, a) 30 vegna sölu og b) 90 vegna neyslu. Sáttir voru 106 talsins en þeim er beitt í þeim tilvikum þegar um óverulegt magn er að ræða ætlað til neyslu. Innflytjendur eru ýmist handtekn- ir á leið með efnin til landsins, sbr. dóma, eða eftir að þau eru komin i hendur þeirra hér á landi. Innflyjendur geta t.d. verið „burð- ardýr“ - fólk sem flytur inn fyrir aðra, fólk sem kemur sjálft með efni i eigin þágu, tveir eöa fleiri koma sér saman um að fjármagna kaup á nokkru magni, einn efnað- ur aöili stendur fyrir innflutningi eða erlend samtök með tengiliði hér á landi. Hverjir fjármagna? Kaupin eru ýmist fjármögnuð með peningagreiðslum á staðnum, með miUifærslu af bankareikningi eða með greiðslukorti. Þá tíðkast lán og vöruskipti þegar efnin eru komin til landsins. Margir neytend- ur fjármagna fíkniefnaneysl- uria með afbrot- um, s.s. þjófhuð- um, innbrotum og ránum. Þá eru dæmi um að stúlkur og reyndar einnig drengir fjármagni neysluna með því að selja afnot af líkama sínum. Það þarf mjög lítið fjármagn til að kaupa fikniefni erlendis því efnin þar eru tiltölulega ódýr, sér- staklega þegar keypt er verulegt magn. Söluaðilar hér eru venjulega inn- flytjendur og neyt- endur. Markaðssetn- ingin er aðallega á meðal ánetjenda og almennings með áherslu á ungt fólk. Salan fer fram beint til dreifingaraðila, til ákveðinna neytenda sem margir hverjir eru sölumenn og eftir krókaleiðum til al- mennings. Oftast þarf venjulegt fólk að leita eftir fólki sem hefur með sölu fíkniefna að gera eða nálgast þau í gegnum mann sem þekkir mann. Þó hef- ur í seinni tíð verið reynt að dreifa fíkni- efnum með skipulagðara sölukerfi þar sem farsímar og hoðtæki eru aðal tæknibúnaðurinn auk þess sem nýrri tegundir fikniefna, s.s. e-pillunni, hefur m.a. verið dreift skipulega á dansleikjum, skemmt- unum, veitingastöðum, útihátíð- um eða annars staðar þar sem fólk kemur saman. Hvar fá sölumennirnir efnin? Þegar fikniefni hefur verið flutt inn til landsins þarf að selja það sem fyrst því efnin bæði rýrna og lögreglan getur fundið þau auk þess sem aðrir fíkniefhasalar geta rænt þeim. Það er gert m.a. með því að lána sölumönn- unum efnin og hann lánar síðan áfram niður keðjuna er myndast mjög fljótt líkt og píramídi þar sem innflytjandinn trónir á toppnum en neytendurnir eru undirstaðan. Fíkniefni, sem flutt eru til íslands, koma mest frá Hollandi, Þýskalandi, Spáni eða Danmörku. Af ein- stökum tegundum fíkniefna má sjá að hass hefur haldið velli í gegnum árin, neysla amfetamíns virðist aukast svo og e-pillunnar. Innflutn- ingur kókaíns er vax- andi ef tekið er mið af haldlögðum fikniefnum, LSD er hverfandi á markaðinum, heróín og krakk eru ekki enn á markaði hér eða efnið „rufy“. Neysla sveppa er ofmetin en notkun sniffefna virðist ávallt vera í gangi, ekki síst á lands- byggðinni. Lögreglan veit við hvað er að eiga þar sem fikniefni eru annars vegar. Starf hennar er ekki auð- velt og því er mikilvægt að al- menningur styðji hana í barátt- unni og hafni notkun efnanna. Ár- angurs er að vænta í samræmi við þann stuðning. Ómar Smári Ármannsson „Það þarf mjög lítið fjármagn til að kaupa fíkniefni erlendis því efnin þar eru tiltölulega ódýr, sér- staklega þegar keypt er verulegt magn. Söluaðilar hér eru venju- lega innflytjendur og neytendur. “ Kjallarínn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn Með og á móti Lögbann á aðgerðir sjómanna? Eðlileg aðgerð „Lögbann er eðlileg aðgerð til að bregðast við aðgerðum Sjó- mannafélagsins og styður Eim- skip lögbannsbeiðni Vinnuveit- endasam- bands ís- lands. í leigu- samningi, sem Eimskip hefur gert við þýska fyrir- tækið Johs. Thode GmbH í Hamborg, er kveðið á um kjör áhafna og skulu þau vera eftir samningum Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins(ITF). Það er stefna Eimskips aðleigja ávallt skip með slíkum ákvæö- um. Eimskip er | alþjóðlegri starfsemi og leggur áhersíu á að þjóna viðskiptavinum sínum með víðtæku flutningsneti og þar með skipasiglingum. Sveifl- ur eru töluverðar í flutningum og skýrast þær m.a. af markaðs- aðstaeðum einstakra fyrirtækja og efhahagsástandi almennt. Til að mæta þessum sveiflum Þóröur Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviös Eim- sklps. hefur Eimskipafélagið tekið á leigu skip sem tryggja sveigjan- leika í rekstri. Röskun sem hlýst af aðgerðum Sjómannafé- lagsins kemur niður á við- skiptavinum og vekur spum- ingar um af hverju Sjómannafé- lagið sækir ekki rétt sinn, sem það telur sig hafa, eftir lögform- legum leiðum." Tómt kjaftæði „Þetta lögbann er tómt kjaftæði. Það hefur ekkert verið tekið efnislega á málinu. Við erum í kjaradeilu við þýska út- gerðarmenn. Þá birtast allt í einu fulltrú- ar frá Eim- skipafélaginu og ÍSAL. Ég veit ekki bet- ur en að Eim- skipafélags- menn hafi við- urkennt að þetta væri ekki neitt á þeirra vegum. Þannig að okkur finnst ein- kennilegt að sýslumaðurinn í Hafnarfirði taki upp hanskann fyrir þessa aðila þegar deilan var ekki einu sinni við þá. Það þýðir ekkert aö siga lögreglu á réttmæta kröfu manna um að gera kjarasamninga. Það endar bara meö ósköpum frá lög- gjafans héndi. Það er megn óþef- ur af þessum úrskurði sýslu- manns og hann byggir það á þeim málflutningi sem vinnu- veitendur hafa haft uppi. Við höfum áfrýjað málinu. Ég veit ekki hvemig það fer. Dómstól- arnir verða að útkljá þetta. Það skiptir okkur engu máli því við höldum ótrauðir áfrarn." -RR Jónas Garöarsson, formaöur SJó- mannafólags Reykjavíkur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.