Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 22
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
Iþróttir
Bland í poka
Gunnlaugur Jónsson og félagar
. hans í Kongsvinger geröu 2-2 jafntefli
gegn Kjelsás, í fyrri úrslitaleik lið-
anna um laust sæti í norsku A-deild-
inni i knattspymu. Síðari leikurinn,
sem fram fer á heimavelli Kjelsás, er
á dagskrá á laugardaginn.
Benny Lennartsson er tekinn við
enska B-deildarliðinu Bristol City af
John Ward en undir hans stjóm er
liðið í 20. sæti af 24 liöum í deildinni.
Lennartsson, sem er 55 ára gamall,
var tæknilegur ráðgjafl sænska
landsliðsins þegar það vann brons-
verðlaunin á HM í Bandaríkjunum
árið 1994.
Blackburn, Neuicastle og Aston
Villa slást nú um að krækja í Dion
Dublin framherja Coventry. í fyrra-
dag samþykktu forráðamenn
Coventry að taka 720 milljóna króna
tilboöi frá Blackbum í Dublin en 1
gær settu Newcastle og Aston Villa
sig í samband við Coventry með það
i huga að fá Dublin i sínar raðir.
Jean-Marie Pfaff, fyrrum landsliða-
markvörður Belga í knattspymu og
Bayem Múnchen, hefúr verið ráðinn
þjálfari belgíska A-deildarliðsins Ostend
eftir að hollenski þjálfarinn Dennis van
Wijk var látinn taka pokann sinn.
Breski kylfingurinn Nick Faldo
segist enn eiga möguleika á að vinna
einn af stóm titlunum í golfi. Faldo,
sem þrívegis hefur unnið sigur á US
Mastersmótinu og þrisvar sinnum
fagnaö sigri á opna breska meistara-
mótinu, hefur ekki vegnað vel á
þessu ári. Hann reyndi fyrir sér á
mótum i Bandaríkjunum en hefur nú
ákveðið að reyna að komast í Evrópu-
úrvaliö sem leikur í Ryderkeppninni.
Nú er þaö orðiö ljóst að ekkert verð-
ur leikið í NBA-deildinni í
körfuknattleik fyrr en i fyrsta lagi í
desembermánuði. Samningar á milli
eiganda NBA-liðanna og leikmanna-
samtakanna hafa enn ekki náðst en
keppnin i deildinni átti að hefjast 3.
nóvember.
Hertha Berlin féll úr þýsku bikar-
keppninni í knattspymu í gær þegar
liöið tapaöi fyrir B-deildarliöinu Bor-
ussia Berlin, 4-2. Bayem Múnchen
lagði Duisburg á útivelli, 4-2 og
Werder Bremen sigraði Fortuna
Dússeldorf, 3-2.
Á italiu vom fyrri leikimir i 3. um-
ferð ítölsku bikarkeppninnar. Úrslit-
in: Udinese-Vicenza 0-0, Sampdoria,
Bolgona 0-0, Fiorentina-Lecce 1-0,
Atalanta-Roma 1-1, Inter, Castel 1-0,
Bari-Parma 1-2.
Rangers tapaði fyrir MotherweU i
skosku A-deildinni í knattspymu í
gær, 1-0, og Dundee lagöi Dunferm-
line, 1-0.
Sigfús Sigurósson og samheijar hans í
Caja Cantabria töpuðu með 9 marka
mun fyrir Barcelona, 24-33, i spænsku
A-deildinni 1 handknattleik í gær-
kvöldi. Börsungar em með 5 stiga for-
skot í deildinni, em með 21 stig en
Cantabria er í 4. sæti með 13 stig.
Bad Schwartau, lið Sigurðar
Bjarnasonar, tapaði fyrir
Dudenstadt, 22-19, i þýsku bikar-
keppninni i handknattleik í gær.
Essen, lið Patreks Jóhannessonar
og Páls Þórólfssonar, lagði Freden-
beck, 27-25, Róbert Duranona og fé-
lagar hans í Eisenach sigmðu
Niederpleis, 25-20 og Dormagen, lið
Róberts Sighvatssonar og Héðins
Gilssonar lagöi Dússeldorf, 21-14.
-GH
Gianluca Viaili var maður gær-
kvöldsins í ensku deildarbikar-
keppninni í knattspyrnu. Vialli
stillti sér upp í byrjunarliðinu gegn
Aston Viila og gerði sér lítið fyrir
og skoraði þrjú af fjórum mörkum
sinna manna.
Viila, toppliðið i A-deildinni sem
hafði fyrir leikinn ekki tapað nein-
um leik á tímabilinu, byrjaöi betur
þegar Mark Draper kom því yfir en
eftir það tók Lundúnaliðið leikinn í
sínar hendur. Vialli skoraði tvö
fyrstu mörk sinna manna og norski
landsliösmaðurinn Tore Andre Flo
skoraði þriðja markð með glæsileg-
um skalla. Vialli innsiglaði svo sig-
ur sinna manna þegar hann skoraði
4. markið og skömmu síðar fékk
skaphundurinn Dennis Wise að líta
rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu.
Norðmennirnir björguðu
United
Norðmennirnir Ole Gunnar Sol-
skjær og Erik Nevland björguðu
heiðri Manchester United þegar
þeir skoruöu með stuttu millibili í
siðari hálfleik framlengingar gegn
B-deildarliðinu Bury. United hvíldi
marga af sínum bestu leikmönnum
enda margir stórleikir fram undan
hjá liðinu.
Fyrsta mark Vivas fyrir
meistarana
Ensku meistaramir í Arsenal
höfðu betur gegn Derby á Pride
Park, 1-2. Sjálfsmark frá vamar-
manni Derby kom Arsenal yfir og
Argentínumaðurinn Nelson Vivas
opnaði markareikning sinn fyrir
Arsenal þegar hann skoraði annað
markið. Dean Stinridge náði svo að
minnka muninn fyrir Derby.
Ástralinn Harry Kewell tryggði
Leeds sigurinn á B-deildarliði Brad-
ford með glæsilegu marki.
Neal Ardley var á skotskónum í
liði Wimbledon og skoraði bæði
mörkin í 2-1 sigri á Birmingham.
Blackbum skreið í 4. umferðina
með 1-0 sigri á Crewe þar sem Chris
Sutton skoraði eina mark leiksins.
Ibrahim Bakayoko frá Fílabeins-
ströndinni skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Everton þegar liðið hafði betur
gegn Middlesbrough í framlengdum
leik.
-GH
Þýski tenniskappinn Boris
Becker sýndi og sannaði í gær að
hann er ekki dauður úr öllum
æðum. Becker gerði sér þá lítið fyr-
ir og sigraði Spánverjann Carlos
Moya í 3. umferð á Eurocard-mót-
inu í tennis sem nú stendur yfir í
Stuttgart.
Becker tapaði fyrsta settinu, 6-7,
en vann tvö næstu, 6-4 og 6-4.
Becker hefur átt við þrálát ökkla-
meiðsli að stríða undanfamar vikur
en ef marka má leik hans í gær er
hann á góðum batavegi.
„Þaö kom mér á óvert í hversu
góðu formi ég var í þessum leik,“
sagði þessi fyrrum heimsmeistari
eftir sigurinn á Moya í gær. Flestir
reiknuðu með öraggum sigri Spán-
verjans enda vann hann í sumai'
sigur á opna franska meistaramót-
fö'ii ENGLAND
Deildarbikarinn, 3. rnnferð:
Birmingham-Wimbledon .... 1-2
Mardsen - Ardley 2.
Chelsea-Aston Villa..........4-1
Vialli 3, Flo - Draper
Crewe-Blackbum...............0-1
- Sutton.
Derby-Arsenal................1-2
Sturridege - Carsley sjálfsmark,
Vivas.
Leeds-Bradford ..............1-0
Kewell.
Middlesbr-Everton .. e.framl 2-3
Summerbell, Ricard - Ferguson,
Bakayoko, Hutchison.
Man.Utd-Bury .......e. framl 2-0
Solskjær, Nevland.
Arsenal mætir Chelsea
í gærkvöldi var svo dregið til 4.
umferðar og litur drátturinn þannig
út:
Leicester-Leeds
Liveroll-Tottenham
Manchester United-Nott.Forest
Luton-Bamsley
Arsenal-Chelsea
Everton-Sunderland
Newcastle-Blackburn
Bolton-Wimbledon
Leikirnir eiga að fara fram 9.
nóvember. -GH
inu og er í 4. sæti á styrkleikalistan-
um á meðan Becker er 67. í röðinni.
„Ég var mjög ánægður með spila-
mennsku mína,“ sagði Becker sem
mætir Króatanum Goran Ivanisevic í
næstu umferð en hann lagði S-Afríku-
búann Wayne Ferreira, 64 og 7-6.
Öruggt hjá Sampras
Bandaríkjamaðurinn Pete
Sampras átti ekki í teljandi erfið-
leikum með Þjóðverjann Nicolas Ki-
efer og sigraði, 6-3 og 6-4. Chilebú-
inn Marcelo Rios sigraði Þjóðveij-
ann Tommy Haas, 6-3 og 7-5,
Bandaríkjamaðurinn Jean-Michael
Gambill kom á óvart og lagði Spán-
verjann Alex Corretja og Bretinn
Greg Rusedski mátti hafa sig allan
við að sigra Ástralann Jason
Stoltenber, 7-6, 6-7 og 7-6. -GH
Jordi Cruyff, ieikmaður Manchester United, fær hér skemmtilega byltu frá varnarmanni Bury í leik liðanna á Old
Trafford í gærkvöld. Reuter
Stjórinn setti þrennu
Helgi þjálfar HK
Helgi Ragnarsson var í gær ráðinn þjálfari knattspymuliðs HK úr
Kópavogi, sem féll úr 1. deildinni i haust. Helgi þjálfaði síðast lið FH fyrir
tveimur áram en hann hefur veriö áður hjá HK og stýrði liðinu upp um
tvær deildir á áranum 1992-1993.
-VS
Boris Becker, sem er hér til vinstri ásamt Andre Agassi, hafði ástæðu til
þess að brosa eftir sigurinn á Carlos Moya í gær. Reuter
Tennis:
QPR ræddi
við Gunnleif
KR-ingamir Gunnleifúr Gunn-
leifsson, Siguröur Öm Jónsson og
Bjami Þorsteinsson léku með
varaliði Wimbledon gegn Charlton
í deildakeppni varaliðanna í
ensku knattspymunni í gærkvöld.
Charlton sigraði, 2-1.
Gunnleifúr og Bjami léku allan
leikinn en Sigurður fór af velli
þegar korter var liðið af síðari
hálfleik.
Margir að skoða
Margir fuiltrúar enskra félaga
voru á leiknum og einn þeirra, frá
B-deildarliðinu QPR, óskaði eftir
viðræðum við Gunnleif. Hann
kemur heim í dag og fer síðan til
Manchester United, en þeir Sig-
urður Öm og Bjami verða hjá
Wimbledon til mánudags.
-VS
Becker í ham