Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 23 Iþróttir Markahæstur - Sigurður Ragnar Eyjólfsson skorar grimmt í háskóladeildinni Sigurður Ragnar Eyjólfsson, markahæsti leik- madur Skagamanna í sumai', er nú marka- og stigahæsti leikmadur A-deildar Bandaríkjanna í háskólaknattspyrnu það sem af er þessu keppn- istímabili. Þar leikur hann með Noröur- Karólínuháskóla í Greensboro, og í fyrrakvöld skoraði hann 5 mörk í leik með liði sínu og komst þar meö á topp markalistans. Sigurður hefúr skorað 21 mark og átt 11 stoðsendingar í 17 leikjum. Tvö stig eru gefin fyrir að skora mark en eitt stig fyrir stoðsend- ingu þannig að Siguröur hefur nú alls hlotið 53 stig. Að auki hefur skólalið Sigurðar skorað flest mörk allra liða i deildinni. Fjórtánda sæti frá upphafi Velgengni Sigurðar er einstök þar sem hann er nú kominn i 14. sæti yfir stigahæstu leikmenn A-deildar bandarísku háskólaknattspymunnar ffá upphafi. Sigurður hefúr skorað 70 mörk á ferli sínum fyrir Norður-Karólínuháskóla í Greensboro sem setur hann í 20. sæti yfir markahæstu menn fra stofnun deildarinnar. Sigurður hefur tvisvar sinnum verið valinn i úrvalslið háskóladeildarinnar (All-American) og á mjög góða möguleika á að vera valinn í þriðja skiptið í lok þessa timabils. Fer í valið fyrir bandarísku atvinnudeiidina „Frammistaða mín á þessu tímabili gefur mér góðar vonir um að komast í atvinnumennsku hér. Ég hef heyrt af áhuga nokkurra atvinnuliða en samningaviðræður mega ekki hefjast fyrr en að loknu keppnistímabilinu. Það klárast í nóv- ember eða desember, eftir því hve langt við fór- um í úrslitakeppninni. Valið inn í MLS-deildina (Major League Soccer, atvinnudeildina) fer svo fram í janúar og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Sigurður við DV. Hann yrði þá fyrsti íslend- ingurinn til aö leika í þeirri deild. Sigurður útskrifast í des- ember með mastersgráðu i æfinga- og iþróttasálfræði. Atla gengur vel Sigurður Ragnar er ekki eini íslendingurinn sem er á listum yfir bestu frammistöðu í há- skóladeildinni. Atli Knútsson, mark- vörður Breiðabliks, ver mark Duke-há- skólans og er í 11. sæti á lista yfir þá sem hafa fengið fæst mörk á sig yfir öll Bandaríkin. Hann hefur aðeins fengið á sig 9 mörk í fyrstu 14 leikjunum. -VS Blcsnd i noka Flugvél meö hið fræga körfuknatt- leikslið Maccabi Tel Aviv þurfti að nauðlenda á flugvelli í nágrenni Tel Aviv i Israel i gær. Liðið var á leið til Belgrad til að spila við Rauðu stjörn- una í meistaradeild Evrópu. Enginn varð fyrir meiöslum og liðið lagði í hann á ný með annarri flugvél. Allir 11 leikmennirnir í knatt- spyrnuliði í Kongó fórust um síðustu helgi þegar eldingu laust niður á knattspyrnuvöll í landinu. Frétta- stofa i Kongó skýrði frá þessu í gær. Það einkennilega var að ailir leik- menn heimaliðsins sluppu ómeiddir frá atvikinu, en 30 áhorfendur urðu fyrir meiðslum. Philippe Anziani, fyrrrnn landsliös- maður Frakka i knattspymu, var í gær ráðinn þjálfari Sochaux, sem situr á botni frönsku A-deildarinnar. Hann tekur við af Bosníumanninum Faruk Hadzibedjic sem var rekinn fyrr i vikunni. Rúnar Sigíryggsson og félagar í Göppingen sigruðu CSGErlangen á útivelli, 32-25, i þýsku bikarkeppn- inni i handknattleik í fyrrakvöld. Meistarar og bikarmeistarar Kiel sigruðu C-deildarlið Bremerförde, 31-21, á útivelli. Hollenska liðið Waalwijk rak i gær þjálfara sinn, Peter Boeven, úr starfi. Liðið hefur leikiö afar illa á þessu tímabili og ekki unniö einn einasta leik, gert þrjú jafntefli og tapað sjö. Aðstoðarmaður hans mun taka við liðinu tímabundið, eða þangað til aðq nýr þjálfari flnnst. Japanir lögðu Egypta, 1-0, í æfingalandsleik i knattspymu í Osaka í gær. Masashi Nakayama skoraði sigurmarkið i leiknum sem var fyrsti leikur Japana undir stjórn Frakkans Phiilipe Troussier. Frakkinn Valerien Ismael fór í gær frá enska liðinu Crystal Palace eftir skamma dvöl hjá liðinu. Hann gekk í raðir Palace í janúar sl. frá franska liðinu Strassbourg en núna fer hann til Lens. Leikmaðurinn náði sér aldrei á strik hjá Palace og líkaði heldur ekki lífið í London. Marcelo Rios frá Chile, sem er annar á styrkleikalista tennismanna, er kominn áfram á sterku móti í Stuttgart, Hann sigraði Þjóðverjann Tommy Haas 6-3, 7-5. Af öðrum úrslitum má nefna að Króatinn Goran Ivanisevic sigraði Wayne Ferreira frá Suður-Afríku 6-4, 7-6, (8-6). Þá sigraði Svíinn Jonas Björklund ítalann Gianluca Puzzi 94, 3-6, 6-2. -VS/JKS/GH I kvöld Úrvalsdeildin 1 körfubolta: ÍA-Keflavik.................20.00 Skallagrímur-Þór A..........20.00 Grindavík-Haukar............20.00 Njarðvik-KR.................20.00 Valur-Tindastóll............20.00 Magnús sleit hásin - spilar ekki meira meö Willstátt í vetur Handknattleiksmaðurinn Magnús Sigurðs- son, sem lék með Stjörnunni um árabil, sleit hásin í leik með liði sínu, Willstatt, í þýsku bikarkeppninni í fyrrakvöld. Allt bendir til þess að hann spili ekkert meira með liðinu á þessu timabili. Willstátt, sem er með sterkari liðum í suð- urriðli þýsku B-deildarinnar, lék við A-deild- arlið Dutenhofen og tapaði, 29-33, í fram- lengdum leik. Staðan var 19-10 í hálfleik en Magnús slasaðist um miðjan síðari hálfleik þegar staðan var 18-14, WiUstátt í hag. Duten- hofen náði að jafna, 25-25, og knýja fram sig- ur í framlengingunni. Meiðsli Magnúsar eru mikið áfall fyrir lið Willstátt, en hann er þar yfirleitt markahæsti maður og var valinn í úrvalslið B-deildarinn- ar eftir síðasta tímabil. Eins og fram kom í DV í gær hugðist Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari fylgjast með Magnúsi í leik með liði sínu þegar hann fer til Þýskalands í næstu viku. Magnús er örvhent skytta og hefði get- að nýst landsliðinu til að skipta við Ólaf Stef- ánsson. Gústaf kominn af stað Gústaf Bjarnason lék sinn fyrsta mótsleik með Willstátt gegn Dutenhofen en hann gekk til liðs við félag- ið í sumar. Hann hefur verið frá vegna meiðsla til þessa en var í miklum ham í æfingaleik gegn frönsku liði í síðustu viku. Það er því ljóst að íslending- arnfr tveir spila ekki meira saman með liðinu í vetur en þessar 45 mínút- ur sem Magnús entist í fyrrakvöld. Þórður Guðjónsson á batavegi: „Stefni á að spila með á Mallorca" Þórður Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er á batavegi eftir meiðslin sem hann varð fyrir í landsleiknum við Rússa á dögunum. Lærvöðvi rifnaði og hann hefur ver- ið frá æfingum og keppni í hálfan mánuð. Hann er bjartsýnn á að geta leik- ið með Genk þegar liðið mætir Mall- orca á fimmtudaginn í næstu viku en það er síðari leikur liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa. Sá fyrri, sem fram fór í Belgíu í síðustu viku, endaði 1-1 og það verður því á brattann að sækja fyr- ir Genk á spænsku sólareyjunni. „Ég er farinn að hlaupa og má byrja að snerta bolta um helgina. Ég stefni fullum fetum að því að geta spilað á Mallorca og held að það ætti að takast," sagði Þórður í spjalli við DV í gær. „Það er ljóst að leikurinn verður mjög erfiður eftir jafn- teflið okkar í heimaleiknum. Spánverjarnir eru geysi- lega sterkir, þeir eru efstir í deildinni og með mikið sjálfs- traust. En við erum reyndar efstir líka og á góðu skriði, og eigum alveg að geta náð góðum úr- slitum á * Mallorca. W Við sýndum styrk okkar gegn Duis- Vogts þjálfar S-Afríkumenn? Berti Vogts, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja, heldur í næstu viku til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku en forsvars- menn knattspyrnusambandsins hafa óskað eftir fundi með honum um hugsanlegt landsliðsþjálfarastarf. Vogts lét af störfum með þýska landsliðið í september og síðan þá hafa nokkrir aðilar verið í viðræðum við hann en þar er á ferð snjall þjálfari sem náöi frábærum árangri með þýska lands- liðið. Knattspyrnusambandiö hefur rætt við nokkra ein- staklinga, þar á meðal Carlos Alberto sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum 1994. -JKS burg í síðustu umferð og höf- um fullan hug á aö ná lengra í keppninni," sagði Þórður. Bjarni skoraði þrennu með 23 ára liði Genk Svo kann að fara að Bjarni, bróðir Þórð- ar, gangi til liðs við Genk á næstunni. Bjarni hefur æft , með liðinu þessa , viku og lék með 23- ára liði félagsins T/ gegn Kapellen í bik- ' arkeppninni i þessum aldursflokki í fyrra- kvöld. Bjarni gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 7-1 sigri. Jóhannes Karl, bróðir þeirra, skoraði eitt mark þannig að bræðurnir sáu um meiri- hluta markanna. Það skýrist væntanlega um helg- ina hvort Genk óskar eftir því að fá Bjama á leigu frá Newcastle eða vill jafnvel kaupa hann. „Hann hefur staðið sig vel en ef Genk ákveður að reyna að fá hann er eftir að koma í ljós hvað Newcastle gerir. Spurningin er í hvort þeir verði of dýrir því verðlag á leikmönnum er mjög hátt í Englandi. Það er ekkert einfalt að komast frá ensku liði hingað til Belgíu," sagði Þórður Guðjónsson. -VS Þórður er bjartsýnn á að geta spilað Evrópu- leikinn mikilvæga á Mallorca. Jafntefli gegn Póverjum íslenska U-16 ára landslið drengja í knattspyrnu gerði í gær jafntefli gegn Pólverjum, 2-2, í öðrum leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í Póllandi. Keflvikingurinn Grétar Gíslason og Ólafur Páll Snorrason, leikmaðm- Bolton, gerðu mörk íslenska liðsins. Þá unnu Hollendingar lið Liechtenstein, 4-1. Þegar tveimur umferðum er lokið í riðlinum eru Holland og Pólland með 4 stig, ísland 2 og Liechtenstein. Efsta liðið í riðlinum fer áfram í úrslitakeppnina sem fram fer í apríl á næsta ári. Síðasta umferðin í riðlinum er á morgun. Þá mætir ís- land liði Liechtenstein og Pólland leikur gegn Hollandi. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.