Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
210
Fréttir
Einstakir kennarar fá sitt fram í samningum við sveitarfélögin
Setja sveitarfélögum
stólinn fyrir dyrnar
Torfi hefur nákvæmar upplýsingar fyrir trillukarlana um veður og sjólag áður
en út er haldið. DV-mynd Júlía
Hafnarvogin á Höfn:
Allt um veðrið
fyrir sjómenn
Kennarar í grunnskólum lands-
ins eru margir hverjir á forum frá
skólum sínum að þvl er virðist.
Uppsagnir dynja á sveitarfélögun-
um og kennaramál eru í uppnámi í
þrem sveitarfélögum í það
minnsta. Búist er við vaxandi óróa
í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kennarasamband íslands er sagt
standa fyrir skipulögðum hópupp-
sögnum fullyrða margir sveitar-
stjórnarmenn. Þeir segjast geta
kortlagt ferðir Eiríks Jónssonar og
félaga um landið. Eftir haustfund-
ina með kennurum hafi margir
gripið til uppsagna. Þá segja menn
að kennarar, til dæmis á Akureyri,
hafi ekki getað svarað tilboðum
sem þeir fengu öðruvísi en að bera
þau fyrst undir Kennarasamband-
ið. Kjarasamningur kennara er
ársgamall í dag.
Hannes Þorsteinsson hjá Kenn-
arasambandi íslands sagði að það
væri af og frá að sambandið stæði
í því að hvetja kennarastéttina til
uppsagna. „Það gerist hjá okkur
eins og mörgum öðrum í þenslunni
að það verður launaskrið. Hjá öör-
um stéttum þykir það reyndar ekk-
ert tiltökumál þó verið sé að semja
aðeins út fyrir en þegar við eigum
í hlut þykir það víst stórmál,"
sagði Hannes. Hannes segir að
haustfundir Kennarasambandsins
hafl ekkert með prívatuppsagnir
kennara að gera.
Uppsagnarbréfln hafa dunið yfir
sveitarfélögin á Hvolsvelli, Árborg
og á Seltjamamesi. í Reykjavík og
Kópavogi hefur orðið vart við tals-
verðan óróa í hópi kennara, eitt-
hvað er að gerast, enda hafa kenn-
arar fengið dræmar undirtektir í
þeim sveitarfélögum þegar þeir
Karl Björnsson, bæjarstjóri og for-
maður launanefndar sveitarfélag-
anna.
viðra kröfur sínar um bætt launa-
kjör. í Hafnarflrði eru viðræður
við kennara hafnar. Víða um land
hefur hins vegar verið samið um
betri kjör og það gert með ýmsu
móti eftir sveitarfélögum. Þetta
hefur verið gert í skugga upp-
sagna, til dæmis í Bessastaða-
hreppi og á Akureyri. í Reykjanes-
bæ, á Akranesi og í Garðahæ em
sveitarfélögin að kaupa aukna
vinnu frá kennurum og viða í
minni sveitarfélögum úti um land
hafa kjör kennara verið bætt.
„Við höfum auðvitað miklar
áhyggjur af þessu ástandi og erum
óánægðir með þessar hópuppsagn-
ir, því þetta er ekkert annað, þótt
þær séu skilgreindar sem einstak-
lingsuppsagnir," sagði Karl Bjöms-
son, bæjarstjóri í Árborg, en hann
kemur að þessu máli frá tveim
hliðum, auk þess að vera bæjar-
stjóri og æðsti yfirmaður fjöl-
margra kennara i skólum sveitar-
félagsins er hann formaður launa-
nefndar Sambands íslenskra sveit-
arfélaga.
Karl sagði að fyrir sveitarfélögin
væri afar erfltt að bregðast við
slíkum þrýstingi. Hann sagðist
vilja minna á að félög kennara hafl
við flutning skólans frá ríkinu til
sveitarfélaganna lagt þunga
áherslu á að sveitarfélögin kæmu
fram sem einn samningsaðili gagn-
vart kennurum. Einmitt það hefði
verið hluti þess að kennarar sætt-
ust á flutninginn. Síðan hefðu
sveitarfélögin falið launanefndinni
fullnaðarumboð til samningagerð-
ar. Svo gerist það að launanefhdin
semur við kennara um meiri
hækkun en til allra annarra en þá
er tekin sú stefna að vinna gagn-
vart sveitarfélögum hverju fyrir
sig. Það sé ekki í þeim anda sem
upphaflega var ráð fyrir gert. -JBP
DV, Höfn:
Hafnarvogin á Hornaflrði var
opin og til sýnis gestum útvegs-
manna og Hafrannsóknastofnunar
þann 17. okt. sl. og einnig hafnsögu-
báturinn Björn Lóðs. Torfl Frið-
finnsson hafnsögumaður var á vakt
á voginni og upplýsti fólk um í
hverju starf hafnsögumanna á
Homafirði væri fólgið.
Tölvubúnaður Hafnarvogarinnar
er margþættur. Þar er til dæmis
ölduhæð sýnd í og utan við Horna-
Qarðarós ásamt veðurlýsingu frá
veðurstöðinni i Hvanney. Einnig
nákvæmar tölur um allar breyting-
ar sem verða á straumum og dýpi i
og við innsiglinguna og er hér fátt
eitt nefnt af allri upplýsingatækn-
inni hjá Torfa hafnsögumanni.
Um 180 fraktskip hafa verið
lóðsuð inn til Hafnar á ári og flestir
aðkomubátar fá lóðsinn til að fylgja
sér inn um ósinn.
-J.I.
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík
Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605
Nissan Almera SLX ‘98, Nissan Primera 1,6 GX ‘98, Nissan Infiniti 3,0 '93, Subaru Impreza 1,6 LX'97, Subaru Legacy 2,0 GL'91,
ek. 1 þús. km, 4 d., ssk. ek. 3 þús. km, 4 d., 5 g. ek. 50 þús. km, 4 d., ssk. ek. 22 þús. km, 5 d., 5 g. ek. 179 þús. km, 5 d., ssk.
Verð 1.450.000. Verð 1.580.000. Verð 2.650.000. Verð 1.350.000. Verð 710.000.
Fiat Uno 45S arctic '94,
ek. 50 þús. km, 5 d., bsk.
Verð 470.000.
VW Vento GL '93,
ek. 79 þús. km, 4 d., ssk.
Verð 1.040.000.
MMC Lancer GLXi '91,
ek. 118 þús. km, 4 d. ssk.
Verð 660.000.
Nissan Primera 2,0 SLX '96,
ek. 40 þús. km, 4 d., ssk.
Verð 1.520.000.
Peugeot 309 XS '88,
ek. 148 þús. km, 3ja d., 5 g.
Verð 190.000.
Nissan Terrano II '97,
ek. 50 þús. km, 5 d., 5 g.
Verð 2.150.000.
Peugeot 405 GTX '95,
ek. 42 þús. km, 5 d., ssk.
Verð 1.090.000.
Subaru Legacy 2,0 GL '96,
ek. 49 þús. km, 5 d., 5 g.
Verð 1.750.000.
Nissan Terrano SE '95,
ek. 54 þús. km, 5 d., ssk.
Verð 2.150.000.
Frábær greiðslukjör:
Engin útborgun og lán til allt að 48 mánaða. Fyrsta afborgun getur verið eftir
allt að 3 mánuði. Visa/Euro- raðgreiðslur til allt að 36 mánaða.