Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Afmæli Svanborg Sigvaldadóttir Svanborg Sigvaldadóttir, Dal- braut 21-27, er níræð í dag. Starfsferill Svanborg er fædd 29.10. 1908 á Brekkulæk í Miðfirði, V-Hún. Svanborg ólst upp við almenn sveitastörf og eftir bamaskólanám var hún einn vetur í Alþýðuskólan- um á Hvítárbakka. Hún flutti síðan til Reykjavíkur og vann ámm sam- an á Hótel Borg við framreiðslu- störf. Hún vann einnig lengi á Land- spítalanum. Fjölskylda Svanborg giftist 5.3. 1938 Guð- mundi M. Þorlákssyni kennara, f. 12.6. 1908, d. 5.2. 1986. Foreldrar Guðmundar vora Þor- lákur Bjömsson, bóndi á Skála- brekku í Þingvallasveit, f. 18.9.1883, d. 6.4. 1950, og kona hans Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 26.9.1879, d. 14.7. 1962. Svanborg og Guð- mundur eignuðust tvö böm. Þau em: Hólmfríður, f. 20.8. 1938, gift Jóni M. Bald- vinssyni listmálara. Börn þeirra eru Svan- borg, f.12.12.1957, Sólrún, f. 7.11. 1960, og Sigrún, f. 30.9. 1963. Jóhannes, f. 1.11.1941, rafeindavirki. Kona hans er Sigríður Magnúsdóttir bankastarfsmaður. Böm þeirra em Sigurbjörg, f. 14.6. 1974, og Kristín, f. 28.2.1976. Ætt Foreldrar Svanborgar voru Hólm- fríður Þorvaldsdóttir, f. 28.7. 1877, d. 26.7. 1959, og Sigvaldi Björnsson, f. 16.11. 1873, d. 13.12.1945. Þau bjuggu lengst af á Brekkulæk í Miðfirði. Systkini Svanborgar: Björn, f. 16.2. 1902, d. 12.5. 1993, Þorvaldur, f. 3.11. 1903, d. 21.1.1927. Jóhann Frímann, f. 1.8. 1905, d. 30.6. 1992 , Ar- inbjöm, f. 2.4. 1907, d. 18.5. 1907. Sigriður, f. 12.10. 1912, d. 16.11.1966. Gyða, f. 6.6. 1918. Böðvar, f. 28.1. 1921. Foreldrar Hólmfríðar á Brekkulæk voru séra Þor- valdur Bjarnason, f. 19.6. 1840 í Belgsholti í Mela- sveit, prestur á Melstað (Mel) í Miðfirði, d. 7.5. 1906. Faðir: Björn bóndi í Belgsholti í Melasveit, f. 16.8. 1810, d. 17.7.1856, Sig- urðsson, sýslumanns Húnvetninga, f. 1769, d. 5.4. 1813. Kona Sigurðar var Ingibjörg, f. 1789, d. 30.6. 1843, Björnsdóttir, prests í Bólstaðarhlíð. Kona séra Þorvaldar á Melstað var Sigríður Jónasdóttir, f. 10.6. 1850 í Belgsholti i Melasveit, d. 15.3.1942 á Barði í Miðfirði. Faðir: Jónas söðlasmiður í Belgs- holti, f. 14.8. 1816 á Stóru-Giljá, d. 16.12. 1854, Benediktsson, prests í Vesturhópshólum, f. 20.11. 1783, d. 7.7. 1836. Móðir Jónasar var Ingibjörg Bjömsdóttir, móðir Bjöms í Belgs- holti. Móðir séra Þorvaldar á Melstað var Ingibjörg Þorvaldsdóttir f. 1.10.1807, d. 17.7. 1873, systir hennar Þuríður Þorvaldsdóttir, f. 2.6.1822, d. 8.8. 1866, var móðir Sigríðar á Mel- stað og Þorvaldar Jakobssonar, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Faðir þeirra var séra Þorvaldur, sálma- skáld í Holti, f. 21.5. 1758, d. 21.11. 1836, Böðvarsson, prests á Mosfelli, Högnasonar prestaföður. Kona séra Þorvalds Böðvarssonar í Holti var Kristín Bjömsdóttir, syst- ir Ingibjargar sem áður er getið. Faðir Svanborgar var Sigvaldi, bóndi og smiður Brekkulæk i Mið- firði, f. 15.11. 1873, d. 13.12. 1945, Bjömsson, bónda á Aðalbóli í Mið- firði, Sigvaldasonar. Kona Björns var Ingibjörg Aradóttir. Svanborg verður að heiman á af- mælisdaginn. Svanborg Sigvaldadóttir. Regína Rósmundsdóttir Regína Rósmundsdóttir húsmóð- ir, Hringbraut 88, Reykjavík, er 75 ára í dag. Starfsferill Regína fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hún starfaði við símavörslu og fleira í Hjúkmnar- skóla Islands frá 1961-1985 og var trúnaðarmaður skólans í S.F.R. Fjölskylda Fyrri maður Regínu var ívar Ágústsson frá Raufarhöfn, en hann lést 12.1. 1950. Börn þeirra era Betsý, f. 22.12. 1944, ívar, f. 2.9. 1946, Undur oq stórmerki... * -t 4 + a wwwvis iris FVRSTUft MFf) FRÉTTIRNAR Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. Eyrún Anna, f. 3.3. 1949. Regina átti son með Óla Hermanns- syni, Guðna, f. 3.6. 1961. Regína giftist seinni marnii sínum, Baldvin Ágústssyni matsveini, 28.7. 1972. Foreldrar hans vom Kristbjörg Jóhanns- dóttir og Ágúst Magn- ússon. Regína Rósmundsdóttir. Ætt Foreldrar Regínu voru Rósmundur Guðnason sjómaður, f. 6.3. 1900, d. 23.7. 1967, og Guðrún Einarsdóttir húsmóðir, f. 10.10. 1903, d. 30.5. 1961. Regína tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar, Hlaðbrekku 2, laugardaginn 31.10. frá kl.16. Fréttir Þórður Tómasson safnvörður við hiuta brúarinnar. DV-mynd NH Hluti gömlu Jökulsárbrúarinnar: Á safnið í Skógum q\n mil/) himinf Smáaugiýsingar 550 5000 DV, Suöurlandi: Nýlega færði Vegagerðin Byggða- safninu að Skógum til varðveislu hluta úr gömlu Jökulsárbrúnni á Sól- heimasandi. Brúin, sem hlutinn er úr, var byggð árið 1921 en fram að því var Jökulsá óbrúuð. Þótti hún ill yfirferð- ar vegna straumþunga og vatns- magns. Áin var á öldum áður talin skaðræðisfljót og mun fjöldi manns hafa farist í henni. Gamla brúin lauk hlutverki sínu yfir Jökulsá árið 1969 er ný brú var byggð. Nokkrir hlutar úr gömlu brúnni vom þó nýttir til að brúa ár og læki hér og þar á Suðurlandi. Sá hluti brúarinnar, sem nú er kominn í safn- ið í Skógum, var fram á síðasta sum- ar yfir Holtsá hjá Álftagróf i Mýrdal. Nú hefur hann lokið hlutverki sínu í samgöngukerfi landsmanna og fær að launum að verða gestum og gangandi í Byggðasafninu í Skógum til sýnis um ókomin ár. -NH DV Hl hamingju með afmælið 29. október 85 ára Eiín Bjamadóttir, Skólastíg 16, Stykkishólmi. 80 ára Ástrós Friðbjamardóttir, Hraunprýði, Hellissandi. Kristín Magnúsdóttir, Réttarholti í Garði. Hún tekur á móti vinum og ættingjum í sam- komuhúsinu í Garði eftir kl.18. 75 ára Aðalheiður G. Þórarinsdóttir, Mánagötu 3, Reyðarfirði. Helga Schjetne, Norðurbrún 1, Reykjavík. Lúðvík Jónsson, Kirkjubraut 19, Seltjamarnesi. 70 ára Ásmundur J. Jóhannsson, Hábæ 38, Reykjavík. Bjami Ársælsson, Bakkakoti 2, Hvolsvelli. 60 ára Fjóla Guðmundsdóttir, Laugarbrekku, Dalvík. Gunnar Jóhannesson, Hlíðarstræti 26, Bolungarvík. Kristín S. Haraldsdóttir, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Víðir Guðmundsson, Egilsgötu 30, Reykjavík. Sigurjón Valdemarsson, Gauksmýri 2, Neskaupstað. 50 ára Ingibjörg Kristjánsdóttir, Teigaseli 7, Reykjavík. Jón G. Briem, Nóatúni 27, Reykjavík. Kristbjörg Einarsdóttir, Víðivangi 16, Hafnarfirði. Sesselja Kristjánsdóttir, Borgarholtsbraut 70, Kópavogi. Sigurður Þórðarson, Garðabraut 45, Akranesi. 40 ára Anna Bima Ámadóttir, Lágmóa 18, Njarövík. Ásta María Hjaltadóttir, Ullartanga 7, Egilsstöðum. Berglind Birgisdóttir, Skipholti 28, Reykjavík. Gróa Hafdís Ágústsdóttir, Hlíðarhjalla 16, Kópavogi. Guðbrandur Einarsson, Vatnsholti 7b, Keflavík. ísak Vilhjálmur Jóhannsson, Ægisíðu 115, Reykjavík. Magnús Ragnarsson, Dvergholti 6, Mosfellsbæ. Sigurbjörg Jóhanna Emudóttir, Hraunbæ 26, Reykjavík. Úlfar Júlíus Hjálmarsson, Norðurgötu 49, Akureyri. Þorsteixm Njálsson, Drangagötu 1, Hafnarfirði. Þorsteinn tekur á móti gestum að „Straum- holti“, Dals- hrauni 15, Hafnarfirði, milli kl. 19 og 21 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.