Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 T>V
nn
Ummæli
Flokkur án
möguleika?
„Flokkur sem næstum því
! vill ganga í Var- |
I sjárbandalagið á
i ekki mikla !
^ mögulbika."
, Ólafur Örn Har-
^ aldsson alþing-
ismaður um
sameiningar-
framboðið, í
Degi.
Grín og gaman
„Ef þetta verður meira
svona grín og gaman, þá eru
ekki margar leiðir i stöð-
unni.“
Guðmundur Óskarsson,
form. Landssambands ís-
lenskra slökkviliðsmanna,
sem hafa íhugað úrsögn úr
BSRB í Degi.
Spennustigið of hátt
„Fyrir leikinn leitaöi mað-
ur eftir því að
hafa spennustig-
ið svolítið hátt
til þess að fá
hraðan leik og
fyrir vikið
spennti maður
sjálfan sig
upp líka.“
Þorbjörn Jen-
son landsliðsþjálfari sem
rekinn var af velli, í DV.
Borgin gerði
sniðugan hlut
„Ég held að Reykjavíkur-
borg hafi gert þama mjög
sniðugan hlut og ég er ekki
vanur að hæla Reykjavíkur-
listanum.“
Jón Gunnar Zoéga, lög-
maður Bónuss, eftir að
borgin hafði selt Bónusi
Nýja bíó, í Degi.
Hrossakaupaframboð
„í mínum huga er spum-
ingin hvort við
eigum að fara í
hrossakaupa-
framboð sem
samið er um i
bakherbergj-
um eða hvort
fólkið á að fá
að tala.“
Birgir Dýrfjörð
rafvirki, um prófkjör hjá
sameiningarframboðinu, í
DV.
Konur tapa á prófkjöri
„Margir hafa orðið til þess
að benda á þá staðreynd aö
konur beri yfirleitt skarðan
hlut frá borði í opnu prófkjöri
og framboð sem kennir sig
við jafnrétti og kvenfrelsi má
ekki hætta á það.“
Kolbeinn Óttarsson Proppé,
form. Alþýðubandalagsfé-
lags Reykjavíkur, í DV.
Hornbjarg
Ný lína
Drangaskörð
Selsker'
Gömul lína,
Rifsnes
-T
íi
Síðastliöinn mánudag fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og könnunarflug á miðin úti fyrir Vest-
fjörðum og kannaöi hafís. Næst landi var ísjaðarinn 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 50 sjómílur norðvest-
ur af Barða. Par sem ísinn var kannaður var þéttleikinn víðast 7-9/10 og 4-6/10. Innan við isbrúnina var mikið af stór-
um borgarísjökum. '
Sigbjörn Brynjólfsson bóksali:
Áhugi á ættfræði fer vaxandi
DV: Egilsstööum:
Austur á Fljótsdalshéraði, nánar til-
tekið við norðurenda Lagarfljótsbrúar,
stendur Bókabúð Sigbjarnar Brynjólfs-
sonar á Hlöðum. Samhliða almennri
bóksölu og verslun með ritfóng, skóla-
og gjafavörur er þar í boði mikið úrval
af gömlum bókum frá ýmsum tíma.
Verslunin er því sannkallað gósenland
fyrir grúskara og bókaorma og flestir
sem sýkst hafa af hinni vel þekktu
bókasöfnunarástríðu ganga út klyfjað-
ir með sælubros á vör.
Segja má að vagga verslunar á Hér-
aði sé á Hlöðum, Á fyrstu áratugum
aldarinnar var Framtíð-
in á Seyðisfirði þar
með verslun í skúr
sem Sigbjörn
Björnsson, bóndi á
Ekkjufelli, afi Sig-
bjöms kaup-
manns, keypti
þegar verslunin
lagði upp laupana.
Hann leigði síðan
skúrinn Sigurði Þor-
steinssyni sem
verslaði
þar til dauðadags 1951. Um það leyti
hafði Sigbjörn lokið námi í Verslunar-
skólanum og hóf að versla við brúar-
sporðinn, fyrst á eigin vegum, síðan
sem verslunarstjóri Verslunarfélags
Austurlands.
Fyrir 25 árum söðlaði hann um og
sneri sér að bókaverslun. Hver var
ástæðan?
Maður dagsins
„Það gerðist nú þannig að Örlygur
Hálfdánarson bókaútgefandi var hér í
sumarfríi og kom í verslunina hjá
mér í þeim erindum kaupa sér í mat-
inn, m.a. eitthvert krydd sem ég átti
ekki til. Ég hafði þá nýlega keypt
„Geimstöðina", skúr sem hér
stóð, af Gunnari Gunnarssyni
sem flestir þekkja betur undir
nafninu Gagarín. Örlygur kom til
mín þar sem ég var að snúast í
kringum skúrinn í þeim erindum
að skamma mig fyrir lélega þjón-
ustu en samtalið snerist fljótlega
um það hvað ég ætlaði að gera við
þetta húsnæði og hvort það
væri ekki tilvalið að
nota það undir
bókabúð. Endir-
inn var sá að
hannbaðmig
að hitta sig
næst þegar
ég kæmi i
bæinn
og
gerði
ég það. Örlygur kom þá á fundi með
mér og nokkrum bókaútgefendum,
m.a. Valdimar i Iðunni , sem þá var
formaður Félags íslenskra bókaútgef-
anda og í framhaldi af því fékk ég
leyfi til bóksölu en á þeim tíma þurfti
leyfi til að reka slíka verslun."
Sigbjörn tók fljótlega upp þá auka-
búgrein að vera með gamlar bækur,
bæði vegna þess að þær eru honum
hugstæðar og eins taldi hann þörf á
slíkri þjónustu en það hefur svo sann-
arlega komið á daginn.
„Það liggja margir með bækur
heima sem þeir líta aldrei í og hafa
ekki áhuga á að eiga og koma því með
þær hingað. Oftar en ekki leynast
innan um bækur sem einhvem vant-
ar í safniö sitt eða langar til að eign-
ast og svo kemur hér skólafólk sem er
að leita að einhverju í sambandi við
námið. Þetta kemur þeim lika vel sem
eru að grúska og þeir era margir. sér-
staklega finnst mér áhugi á ættfræði
fara vaxandi og þá ekki síður hjá
ungu fólki.
Þegar ég spyr Sigbjöm hvort bók-
sala hafi minnkað segir hann svo
vera. „Héraðsmenn hafa alltaf verið
miklir bókamenn en ég held að fólk
svona almennt lesi minna af bókum
en áður. Hvað bóksöluna varðar
finnst mér skorta á að bókaútgefend-
ur styðji við bakið á okkur bóksölum.
Mér finnst þeim standa nær að
styrkja okkur heldur en að senda far-
andsala þvert og endilangt um landið
og vera með fjölda fólks í vinnu við
að hringja um allar trissur að bjóða
bækur sem við gætum selt á svipuð-
um kjörum."
Sigbjörn Brynjólfsson. -AÞ
Pachora leikur á tónleikum í
Loftkastalanum í kvöld.
Hljómsveitin Pachora:
Frábærir spilarar
í kvöld heldur hljóm-
sveitin Pachora tónleika í
Loftkastalanum. Um er að
ræða fjögurra manna
hljómsveit sem leikur tón-
list úr ólíkum áttum, Mið-
jarðarhafsstemning er
nokkur, blönduð tónlist
Balkansskag-
ans, bibop-
djass og áhrif
frá Búlgaríu
og Tyrklandi
svo eitthvað sé
nefnt. Einn ís-
lendingur er í
Pachora,
bassaleikarinn
Skúli Sverris-
son, sem lengi
hefur átt heima í New York
og hefur leikið þar með
helstu djass- og avant garde-
spilurum borgarinnar. Aðr-
Skemmtanir
ir eru Jim Black á ásláttar-
hljóðfæri, Chris Speed klar-
inettleikari og Brad Shepik,
sem leikur á saz sem er
portúgalskur gitar og raf-
magnssaxófónn.
Bræðslumark
Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnOröi.
Guöbergur Bergsson les úr nýrri
bók sinni..
Guðbergur les
í Gerðarsafni
Upplestur á vegum Ritlistar-
hóps Kópavogs veröur haldinn í
Gerðarsafni í dag kl. 17. Gestur að
þessu sinni verður Guðbergur
Bergsson rithöfundur og mun
hann lesa úr nýútkominni bók
sinni um Sæmimd Valdimarsson
myndlistarmann. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Upplestur
Þriðja FS-kvöldið
í tilefni af þrítugsafmæli Fé-
lagsstofnun stúdenta stendur
stofnunin fyrir fimm kvölda
skemmtun. Þriðja skemmtunin er
í kvöld á Sóloni íslandusi og er
það upplestrarkvöld. Fram koma
Arthúr Björgvin Bollason, Auður
Ólafsdóttir, Ámi Bergmann, Guð-
rún Eva Mínervudóttir, Haraldur
Jónsson og Kristín Ómarsdóttir.
Dagskráin hefst kl. 21. Á síðasta
kvöldinu á Sóloni íslandusi, 5.
nóvember, koma nokkrir Leikhús-
sportleikarar sér og öðrum á
óvart. Lokaatburðurinn er
stórdansleikur á Broadway föstu-
daginn 13. nóvember.
Bridge
Þó að langt sé síðan þetta spil var
spilað í keppni þá rýrir það ekkert
gildi þess. Spilið kom fyrir í
bridgekeppni árið 1933, fyrir 65
árum. Lokasamningurinn var 4
hjörtu í suður en sagnhafi var Norð-
maðurinn Johannes Bruun. Vestur
ákvað að spila út tígulkóngnum í
upphafi en skipti síðan yfir í tromp
þegar harm barði blindan augum:
é AK753
«4 D4
♦ 8
* ÁK753
é 9862
75
■f ÁK1074
* D10
N
V A
S
é DG104
V Á63
♦ D
* G9642
é -
•é KG10982
♦ G96532
* 8
Spilið kom fyrir í handgjöf enda
þekktust tölvugjafir ekki á þessum
tíma. Margir telja að tölvugjafir séu
gjarnari til þess að vera með villtar
skiptingar spilanna en þetta spil
rennir ekki stoðum undir þær kenn-
ingar. Austur drap á hjartaásinn í
öðrum slag og spilaði áfram hjarta.
Útlitið var ekki bjart fyrir sagnhafa
sem sá fram á að hann hefði ekki
nægilega marga slagi í blindum til
að losna við tapslagi sina í tígli.
Hann tók þriðja slaginn í blindum á
trompdrottninguna,
lagði niður ás og
kóng í spaða og
trompaði spaða
heima. í þessari
stöðu tók hann síð-
asta trompið af
austri, spilaði laufi á
kónginn og lágum spaða að heiman.
Austur varð að setja drottninguna
og Bruun henti tígli heima! Austur
átti eingöngu lauf eftir, varð að
spila blindum inn á laufkóng og
Bruun losnaði við síðasta tígulinn í
fimmta spaðann í blindum. Austur
hefði átt að finna bestu vörnina. Það
skaðaði hann ekkert að láta spaða-
drottninguna í ás norðurs í upphafi
og þegar legan í litnum kæmi í ljós
væri auðvelt mál að henda ávallt
hæstu spöðunum. Á þann hátt,
kæmist vestur inn á spaðaníuna til
að taka fjórða slag varnarinnar.
ísak Örn Sigurðsson