Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Síða 40
'inningstölur miðvikudaginn 28.10. ’98
4 17 21 41 42 48
Fjöldi
vinninga
VinningAupphœð
Vtnnmgar
Heildarvinningóupi
41.650.730
Á í&landi
1.183.590
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
o
s LO
<
I
vi o
kLO
•>
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
Nauðgunarmál:
Einstaklega
hrottaleg atlaga
Héraðsdómur Reykjaness hefur
komist að þeirri niðurstöðu að kyn-
ferðisleg atlaga manns, Hauks Arnar
-»Aðalsteinssonar, 28 ára, að 46 ára
konu í vegkanti við Reykjanesbraut í
ágúst hafi verið einstaklega hrottaleg.
Dómurinn taldi samt ekki sannað að
um nauðgun hefði verið að ræða held-
ur tilraun til nauðgunar. Hér er um
einn þyngsta dóm að ræða fyrir brot
þar sem kynferðisbrot gegn fullorðn-
um er ekki fullframið.
í dóminum segir að „brotavilji"
Hauks Arnar hafi verið sterkur og at-
lagan hafi staðið yfir í langan tíma
gegn konu sem hann þekkti ekki og
hafði ekkert gert honum. Við ákvörð-
un refsingar var einnig höfð hliðsjón
af því að verknaðurinn hefur haft
mjög alvarlega áhrif á þolandann.
Var Haukur Örn einnig dæmdur til
að greiða konunni á áttunda hundrað
"þúsund króna í bætur.
Haukur Örn hefur setið i gæslu-
varðhaldi frá 10. ágúst.
-Ótt
Ráðherrar ættu
að vera í her-
* mannabuxum
í Fókusi, sem fylgir DV á morgun,
er viðtal við Hilmi Snæ Guðnason,
skærustu leikstjömu íslendinga. Þar
ræðir hann um Myrkrahöfðingjann,
Engla alheimsins og erótísku mynd-
ina hans Friðriks Þórs en Hilmir fer
með stærstu hlutverkin í þessum
myndum öllum. í blaðinu er kynnt
ríkisstjórn bama sem Fókus myndaði
og hélt einn ríkisstjómarfund með. Á
fundinum kom fram að íslendingar
mega búast við mörgum nýjungum í
stjórnmálum á næstu áratugum, með-
al annars þeim að ráðherrar klæðist
hermannabuxum. Dr. Gunni popp-
skríbent og Úllhildur Dagsdóttir kvik-
, yppayndarýnir gagnrýna bæði Popp í
Reykjavík.
Maraþonfundur um samfylkingarmál:
Samkomulag
um tvö þingsæti
Seint í gærkvöld var gert sam-
komulag milli A-flokkanna og fulltrúa
Kvennalistans um að hlutur kvenn-
anna yrði tryggður við framboð Sam-
fylkingar í Reykjavík við alþingis-
kosningamar í vor. Ekki er um að
ræða formlegt samkomulag heldur er
á ferðinni eins konar heiðurskvenna-
samkomulag þar sem A-flokkarnir
skuldbinda sig til að tryggja Kvenna-
listanum sömu áhrif og nú, hvemig
svo sem stillt verði upp á listann. í
þessu felst væntanlega að Kvennalist-
inn fái vægi á framboðslista sem dugi
til að fá tvo þingmenn. Þetta sam-
komulag verður lagt fyrir landsfund
Kvennalistans sem haldinn verður í
Reykholti um helgina. Steinunn V.
Óskarsdóttir, ein þriggja fulltrúa
Kvennalistans í níu manna undirbún-
ingshópi Samfylkingar, sagði í sam-
tali við DV í morgun að hún teldi að
fengist hefðu þau loforð sem dygðu til
að réttlæta þátttöku Kvennalistans í
Samfylkingunni.
„Við fómm með það í farteskinu að
við höfum umboð til segja konum að
þær þurfi ekkert að óttast hvað varð-
ar okkar hlut í Reykjavík. Við teljum
okkur hafa ákveðna tryggingu fyrir
því að okkar hlutur líkt og hinna
verði tryggður. Það má orða það
þannig að það verði jafnræði milli að-
ila. Það hvfiir á landsfundi Kvenna-
listans að taka endanlega ákvörðun
þannig að eitthvað varð að gerast svo
að við kæmum ekki tómhentar á fund-
inn,“ segir Steinunn.
Aðspurð hvort konur mundu kaupa
heiðurskvennasamkomulag þar sem
ekkert væri skriflegt svaraði Stein-
Guðný Guð-
björnsdóttir.
unn: „Konur verða
bara að treysta
okkur eður ei“.
Guðný Guð-
bjömsdóttir.alþing-
ismaður Kvenna-
listans i Reykjavík,
sagðist i morgun
ekki hafa heyrt af
niðurstöðu níu
manna nefndarinn-
ar í gærkvöld. Hún
sagðist hafa lagt
áherslu á að
Kvennalistinn
fengi tryggingu fyr-
ir áhrifum innan
Samfylkingárinnar
og að því gefnu sæi
hún ekkert því til
fyrirstöðu að sam-
þykkja sameigin-
legt framboð.
„Ég hef lagt
áherslu á að ekki
yrði um opnar ávísun að ræða. Aðal-
atriðið er að við vitum hvað er í pakk-
anum. Allt sem liggur á borðinu auð-
veldar okkur að taka upplýsta ákvörð-
un, hver sem hún svo verður," sagði
Guðný.
Ekki er eining meðal þeirra sem að
Samfylkingu standa um það hvernig
uppstfilingu verði háttað. Alþýðu-
flokkurinn krefst opins prófkjörs en
Alþýðubandalagið vill að stillt verði
upp á listann. í samkomulaginu við
Kvennalistann er gert ráð fyrir að
konum verði tryggð áhrif sem dugi til
tveggja þingmanna hvaða leið sem
farin verði. -rt
Steinunn V.
Óskarsdóttir.
Ástandið í Rússlandi skaðar:
Allt fast í útflutningi
„Það hefur nánast ekkert selst í
tvo mánuði," segir Bjarni Sölvason,
deildarstjóri hjá söluskrifstofu ís-
lenskra sjávaraafurða í Reykjavík,
um sölumál í Rússlandi þar sem
efnahagsöngþveiti ríkir. ÍS flytur til
Rússlands afurðir úr loðnu, sild,
gullaxi og karfa. Þrátt fyrir að ekk-
ert hafi gerst síðustu mánuði segir
Bjarni að ÍS hafi þegar slegið sölu-
met í Rússlandi þar sem þegar hafi
verið seld 23 þúsund tonn fyrir 1,4
milljarða króna það sem af er árinu.
íslenskar sjávarafurðir eru með
mestan útflutning íslenskra fyrir-
tækja til Rússlands. Fyrirtækið er
með 77 prósent loðnuafurða, 89 pró-
sent síldarafurða og tæplega 98 pró-
sent útflutning annarra afurða til
Rússlands.
„Þetta ár byrjaði mjög vel og
heildarveltan er þegar orðin meiri
en allt síðasta ár. Við erum þegar
búnir að selja meira en allt árið í
fyrra.
Bjami segir að eftir að gengi
rúblunnar var fellt um miðjan ágúst
hafi allt setið fast.
„Við gengisfellinguna dróst kaup-
mátturinn saman um 60 prósent hjá
almenningi. Menn hafa gripið til
þess að lækka verð um 40 til 60 pró-
sent til að koma vörunni út. Mér
skilst að það sé þó nokkuð af birgð-
um þarna úti þótt við séum ekki í
þeirri stöðu,“ segir hann.
Bjami segir að framtíðarviðskipti
við Rússland velti á því hversu
stöðugt gengi rúblunnar verði.
Hann segir ÍS-menn fylgjast grannt
með framvindu mála.
-rt
Segulfrávik komu fram hjá dulspekingnum William G. Roll frá ríkisháskólan-
um í V-Georgfu þegar hann mundaöi tæki sfn við „huldufólkssteininn" Grá-
stein við Vesturlandsveg í gær. Steinninn er tvískiptur og var fluttur árið
1971 þannig að vandamál sköpuðust eins og frægt varð á sfnum tíma. Grá-
steinn stendur nú rétt við jaðar væntanlegrar breikkunarakreinar á móts við
afleggjarann að Grafarholti. DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Léttskýjað
fyrir vestan
Á morgun verður norðvestan-
gola eða kaldi vestan til og létt-
skýjað, en stinningskaldi norð-
austan til með snjókomu eða élja-
gangi. Skýjað með köflum á Suð-
urlandi. Víða verður vægt frost á
Norðurlandi, og einnig sunnan til
að næturlagi. Ánnars verður hiti
0 til 5 stig, hlýjast suðaustan til.
Veðrið í dag er á bls. 37.
iSUBUJflV*
iSUBUJflY*
^SUBUIAY'
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pt 2
(slenskir stafir
5 leturstærðir
6 leturgerðir,
6, 9 og 12mm prentborðar
Prentar í 2 línur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443
Veffanq: www.if.is/rafport