Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 17
Hið títtnefnda góðæri getur ýmisiegt af sér og snobb er eitt af því.
Það bregst ekki að alltaf þegar hagur almennings vænkar spretta
upp eins og gorkúlur manneskjur sem vilja ekkert frekar en að það
sjáist utan á þeim að þær séu farnar að hafa það betra en áður.
Þær vilja hífa sig upp um stétt og standard, koma sér upp nýjum
smekk, nýjum viðhorfum, nýjum hugmyndum um hvað er gott
og gilt, eftirsóknar- og aðdáunarvert. í síðasta góðæri, um miðjan
níunda áratuginn, urðu upparnir til og trúðu að þeir bæru með
sér splunkuný viðhorf til allra hluta. Nú þegar góðæri er aftur
komið spretta upp nýir uppar og afhjúpa að það var ekkert nýtt
við uppana á sínum tíma, þeir voru einfaldlega fyrirbrigði sem
endurtekur sig í hverju góðæri. Og nú eru þeir mættir aftur,
að örlitlu leyti með nýja hluti að eltast við en að langmestu
leyti alveg eins. Snobbið er nefnilega alltaf samt við sig.
Snofehb/
Alfa Romeo bíllinn. Hann er
hreinlega einkenni snobbuppans.
Blóm. Afskorin í vasa á stofuborðinu.
Þykir kúltíverað að gerast áskrifandi að þeim.
Cappuchino kaffi og þá helst nýinnflutt
og ferskt og croisant með skinku og osti.
DVD-tækið er það sem koma skal en þar
sem það er ekki alveg komið þykir mjög
flott að eiga það á undan öllum hinum.
Fatahreinsanir. Það þýðir ekkert að þvo fínu
efnin í þvottavél. Þau þurfa sérmeðferð sem
þú getur keypt þér í fatahreinsunum.
GK. Herrafataverslun fyrir þá sem vilja
vera i þessum pakka.
K
Klukka. Það verður
að vera flott merki
á úlnliðnum.
Lýtalækningar.
Kvenfólk verður
sérstaklega
að gæta þess að líta rétt út.
Q
GQ. Karlasnobbblaðinu
og IQ því snobbliðið er
langt yfir meðallagi í
greind, að þeirra mati.
R
Metnaður fyrst og fremst í starfi. Það er
næstum því smart að svíkja starfsfélagann til að
komast upp fyrir hann í metorðastiganum.
Rex. Það er ekki til
snobbaðri staður.
Samkynhneigður vinur.
Flott að geta sagst eiga einn
svoleiðis til að klæða sig víðsýni.
Hornspangargleraugu með áberandi umgjörð
llmvötn. Og þá ekki bara einhver lykt í glasi.
Aue de toilet er ekki málið heldur perfume.
Japanskt. Sushi þykir alveg
rosalega framandi, spennandi
og fínn matur. Bragðið
er algjört aukaatriði.
N
Eðalvín. Nauðsynlegt að hafa skoðanir á rauð-
og hvítvíni og aldurinn á viskíinu breytir öllu
og að sjálfsögðu verður það að vera „on the rocks“.
New York. Þrátt fyrir að borgin sé ekki
á blómatíma, þykir eitthvað flott að fara þangað.
Opnanir og frumsýningar eru algjör
fullkomnun. Lítur út fyrir að vera listneysla
en er raunverulega ekkert annað
en að sýna sig og sjá aðra.
Planet Pulse líkamsræktarstöðin.
Þar æfir ríka og flotta fólkið kroppinn.
Tækninýjungar eins og
ferðatölvur, digital
skipuleggjara og
farsíma, helst Nokia
8110.
U
Undirföt úr silki
og þau verða auðvitað
að líta út fyrir að vera
dýr og breyta brjóstum
í silicon.
Vindlar. Helst stórir og kúbanskir.
Best að reykja þá í karlrembuherberginu á Rex.
X-ið á réttan stað á kjörseðlinum.
Glatað að hafa engar skoðanir á pólitík.
Y
Yves Sant Laurent.
Þrátt fyrir að vera gamall og úreltur
er hann frægur og virtur og þá er hann góður.
Z Ástarsaga eftir Vigdísi Gríms.
Hefur þetta dularfulla sem snobbarana skortir.
Þjónustufólk. Að hafa vinnufólk á sinni könnu
í öllum geirum þjóðfélagsins. Eins og barnapían mín,
lögfræðingurinn minn, læknirinn minn, einkaritarinn
minn, húshjálpin mín (Au pair jafnvel), reddarinn
minn, sálfræðingurinn minn, endurskoðandinn minn.
Æ
Ættarnöfn. Helst þá af erlendu bergi brotnu.
Oryggi. Þjófavarnabúnaður til að fingralangir fari nú
ekki að stela öllu fíniríinu.
UtfAMi im
er snobbað
fyrir?
Það þykir ekkert smáfínt að heilsa þessu fólki, að
ekki sé talað um ef það heilsar til baka og ein-
hver verður vitni að því. Hvað þá að sjást í fylgd
þessa fólks. Ekkert smátilhlökkunarefni að geta
sagst hafa setið við sama borð og þau:
Ingvar Þórðarson, kóngur
skemmtanalífsins,
Baltasar Kormákur leikstjóri,
Lilja Pálmadóttir Hagkaups-
heimasæta,
Damon Albarn, útlenskur söngvari,
Bjarni Ármannsson, bankastjóri FBA,
Ásdís Halla Bragadóttir,
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra,
Auður Laxness, ekkja Kiljans,
Jón Ólafsson viðskiptajöfur,
Tommi xHard Rock,
Ólafur Jóhann Ólafsson,
Vigdís Finnbogadóttir,
Kristján Davíðsson myndlistarmaður,
Tinna og Dalla Ólafsdætur,
Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor,
Kári Stefánsson í íslenskri erfðagreiningu.
Og svo eru það leífarnir af
gömlu uppunum sem enn-
þá halda sínu snobbi:
Hjördís Gissurardóttir, Bolli og
Svava í 17, Ester og Kalli í Pels-
inum, Jón Óttar (féll í herbalife),
Sævar Jónsson í Leonardo.
Aðrir sem heltust úr lestinni:
Svarar Egilsson pappírstígrisdír,
Ármann Reynisson í Ávöxtun,
Ólafur H. Jónsson, einn sem byrj-
aði með Stöð 2, Hans Kristján
Árnason (heldur sér þó á floti með
Gunnari Dal), Björn Jónasson í
Svörtu á hvítu Hjördís Þorgeirs-
dóttir, guðmóðir uppanna. Sú sem
segist hafa fundið upp heitið uppi.
Bjork
v\\\\\\
TOUCHSTONE
PICIVRF.S
•Nýuppar
Þetta fólk er alveg búið að stúdera hvernig „flott“
fólk á að klæða sig, hvar það á að borða, hvernig
það á að hegða sér og með hverjum það má sjást.
Það þykist líka vera fagurkerar og snobbar fyrir
ákveðnum atriðum menningarinnar. Toppurinn er
að vera búinn að sjá eða lesa stykkin á undan
þessu venjulega liði. Útkoman verður fólk sem
heldur að það líti út fyrir að vera alið upp í yfirstétt
á Bretlandi eða ríkt Hollywood-þotulið. Líklega eru
þetta þó bara venjulegir íslendingar inn við beinið
sem hafa séð svona hegðun í bíómyndum.
Oddur Þórisson, fyrrverandi ritstjóri
Mannlífs og Heimsmyndar.
Árni Þór Vigfússon
framleiðandi.
Svavar Öm 19/20-greiðari.
Jóhann Meunier, stofn-
andi Aldamóta“snobb“
klúbbsins og kynningar-
fulltrúi.
Jón Gunnar Geirdal,
er það sama og Jóhann
Meunier.
vinstrimaður og laganemi.
Arnar Gauti í GK.
Lilja í Cosmo.
Andrea Róbertsdóttir og
hennar ektamaður, Friðrik
Weisshappel.
Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi Radarmanneskja
og Ifka gæinn sem var með henni í þættinum
hvaðheitirhannnúaftur?
Eyþór Arnalds og allir í þessu OZ-gengi.
f Ó k U S 30. október 1998
30. október 1998 f Ókus
17