Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Síða 27
- : jhr-*-“-— með í næstu viku, eða 13. nóvember, verður frumsýnd í Banda- ríkjunum Meet Joe Black, sem skartar Brad Pitt í aðalhlut- verki. Mynd þessi er dulúöug um leið og hún er rómantísk og vekur örugglega upp ýmsar tilfinningar hjá áhorfendum. Pitt leikur Dauðann sem tekur sér hvíld á með- al lifandi og verður ástfanginn af dóttur viðskiptajöfurs. Þessi nærri þriggja tíma kvikmynd er leikstýrð af Martin Brest (Scent of a Wom- an). Auk Brad Pitt leika í mynd- inni Anthony Hopkins og Claire Forlani. Meðan á tökum stóð átti Brad Pitt í miklum erfiðieikum í einka- lifinu, hann og Gwyneth Paltrow hættu að vera saman svo að segja rétt fyrir brúðkaupið og faðir hans var mikið veikur. í nýlegu viðtali Brad Pitt asamt Claire Forlani í Meet Joe Black. segir Brad Pitt að þótt margt gott megi segja um Meet Joe Black þá sé hann ekki ánægöur með leik sinn í myndinni. Hann hafi alltof oft verið með hugann við annað en kvikmyndina til að geta skilað góðri vinnu: „Hlutverkin koma og fara og þú ert alltaf á einhverju stigi í einkalífinu, sem hefur góð eða slæm áhrif á þig, það á ekki að hafa áhrif á vinnuna en gerir það ósjálfrátt." Nú þegar Bruce Willis og Demi Moore eru skilin þá hefur fækkað frægum leikarahjónum í Hollywood, nokkur eru þó eftir, þar á meðal Tom Cruise og Nicole Kidman, Alec Baldwin og Kim Basinger, Warren Beatty og Annette Benning, John Tra- volta og Kelly Preston og Nicholas Cage og Patricia Arquette. Fyrir nokkru var lýðn- um gert ljóst að Travolta og Preston mundu leika saman í fyrsta sinn í kvikmyndin The Shipping News, sem byggð er á frægri skáldsögu og nú er frágeng- ið að Nicholas Cage leikur aðal- hlutverklið í nýjustu kvikmynd Martin Scorsese, Bringing Out the Dead og mótleikkona hans verður eiginkonan Patricia Arquette. Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem hjónakornin leika saman, þau léku í kvikmynd Tony Nicholas Cage, sem er hér f hlut- verki sínu í Snake Eyes, lelkur ásamt eiginkonu sinni, Patriciu Arquette, í Bringing Out the Dead. Scotts True Romance fyrir fimm árum og kynntust viö tökur á þeirri mynd. Handritshöfundur að Bringing Out the Dead er Paul Schrader, sem skrifaði handritið að einni frægustu kvikmynd Scor- sese, Taxi Driver. Sambíóin - Fjölskyldugildran: ★★i, ijhyÆr Wihumr Lelkstjóri: Nancy Meyers. Handrlt: David Swift, Nancy Nyers og Charles Shyer. Kvlk- myndataka: Dean A. Cundey. Tónllst Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Lindsay Lohan, Dennis Quaid, Natasha Richardson og Simon Kunz. Fjölskyldugildran (The Parent Trap) er gerð eftir bamasögu sem fjallar um tvíbura sem vora að- skildir í frambernsku, hittast á ný og hafa hlutverkaskipti. Sagan hefur verið kvikmynduð áður. Hún hefur verið brunnur fyrir flölda kvikmynda sem byggðar hafa verið á hugmyndinni sem fyrst kom fram í sögunni sem upprunalega er ensk. Frægasta út- gáfan og sú sem Fjölskyldugildran styðst við er nafna hennar, The Parent Trap, sem gerð var 1961 með frægustu bamastjömu þess tíma, Hayley Mills, í hlutverki tvíburanna. Sú kvikmynd hefur nú fengið á sig nútíma yfirbragð og eins og í eldri myndinni er not- ast við sömu stúlkuna til að leika tvíburana, Hallie og Annie, sem „Þótt glamúrinn og glassúrinn sé stundum yfirkeyrður þá skilur Foreldragildran eftir sig vellíðan og ungir áhorfendur fóru út með bros á vör.“ hafa búið sín í hvorri heimsálf- unni hjá sitt hvoru foreldri. Þegar þær hittast í sumarbúðum þola þær í fyrstu ekki hvor aðra en verða að sjáifsögðu himinlifandi þegar þær uppgötva sannleikann og gera með sér samkomulag um að koma foreldram sínum saman á ný. Sú sem leikur tvíburana heitir Lindsay Lohan og er ein- staklega skemmtOeg, hefur prakk- arlegt andlit sem samræmist vel ráðabrugginu og þaö virðist sem þessari ungu leikkonu sé ekkert ómögulegt, hún leikur á tilfmn- ingaskalann af mikilli list. Sagan er það skemmtileg og Lindsay Logan það góð að aðrir annmarkar ná alls ekki að eyði- leggja skemmtunina þótt stundum hafi maður það á tilflnningunni að allt sér reynt til að koma myndinni niður í ómerkilega for- múlu þar sem gert er út á frekar ómerkilega tónlist, sjálfsagt til að tryggja þaö að unga fólkið haldi athygli. Málið er að það þarf ekk- ert aukatrukk, myndin stendur al- veg fyrir sínu án utanaðkomandi hjálpar. Dennis Quaid og Natasha Ric- hardson leika foreldrana, mynd- arleg, faileg og rík, og fara létt meö frekar aðgengileg hlutverk. í aukahlutverkum era skemmtileg- ir karakterleikarar og þar stend- ur sig best Simon Kunz sem leik- ur yfirstéttarþjóninn breska af mikilli list. Það er ávallt fengur að góðum barnamyndum og þótt glamúrinn og glassúrinn sé stundum yfir- keyrður þá skilur Foreldragildran eftir sig vellíðan og ungir áhorf- endur fóra út með bros á vör. Hilmar Karlsson „Bœkur eru það sem þjóðin á dýrmœtast, þœr hafa bjargað lífi þjóðarinnar gegnum einokun, farsóttir og eldgos, að ógleymdri þeirri fannfergi sem legið hefur yfir hinum dreifðu bygðum landsins meiri hluta árs í þúsund ár...” (Halldór Laxness, Sjálfstœttfólk, bls. 348, útg. Vaka-Helgafell). Allt um ! r ■ ■_ I ■ i )labækurnar á Bylqjunni ^ r . r. i ií IjJ .. 29.október til 12. nóvember. Kolbrún Bþrgþc bókrrpenntafræði bókagagnrýni í Morc og á Þjþðforaútir fram til jóla BYL GJA Ni 30. október 1998 f Ókus 27 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.