Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 Fréttir Þrjár íslenskar stúlkur bíða eftir að komast frá flóðasvæðunum í Hondúras: Ræningjar um allt - fangelsið opnaðist og stúlkum rænt, segir Dagbjört Erla Einarsdóttir skiptinemi Dagbjört Erla Einarsdóttir bíður þess að komast frá fióðasvæðunum. Frá Hondúras þar sem mikiir skaðar hafa orðið af völdum fellibylsins Mitch. Það er búið að stela öllu steini létt- ara í miðborginni og vopnaðir hópar fara um úthverfm ræn- andi og ruplandi. Það reyna allir að bjarga sér í þeirri ringulreið sem ríkir héma. í næstu götu vora um 20 vopnaðir menn í ránsferð og rákust á íjórar hondúrískar stelpur. Þeim var ein- faldlega rænt og hef- ur ekkert spurst til þeirra. Þetta gerðist þó átta vopnaðir verðir hefðu gætt húsanna í götunni. Hér er allt á floti, þús- undir manna eru heimilislausar, lík finnast um allt og hungur og sjúkdómar fara að breiðast út. Matur kemur að mestu frá norður- ströndinni en það eru engar samgöng- ur þangað og ekkert símasamband. Víðast er bæði vatnslaust og raf- magnslaust. Vegakerfið er í molum og vonlaust að útvega bensín. Mér er reyndar óhætt enn þá þar sem ég bý við mikla vemd. En það er óbúandi í þessu landi. Við höfum talað við AFS og samkvæmt þeim fréttum sem ég hef er verið að vinna að því að flytja okkur til annars lands,“ sagði Dagbjörg Erla Einarsdóttir, 18 ára skiptinemi í Mið- Ameríkuríkinu Hondúras, í samtali við DV í gærkvöld. Dagbjört dvelur hjá fósturfjölskyldu sinni í úthverfi Teg- ucigalpa, höfuðborgar Hondúras, á vegum skiptinemasamtak- anna AFS. Hondúras hefur orðið mjög illa úti i hamfórum af völdum fellibylsins Mitch. Talið er að allt að sjö þúsund manns hafi farist af völdum flóða sem fylgdu í kjölfarið. Dagbjörg segir að vindstyrkurinn hafi ekki verið meiri en hún hefúr upplif- að heima á íslandi en gríðarlegt úr- helli hefði staðið linnulaust yfir í nokkra daga. Þjófar hafa farið ránshendi um yfir- gefin heimili og verslanir í höfuðborg- inni og fleiri borgum og bæjum. Her og lögregla hafa lýst yfir útgöngu- banni frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Stórmarkaðir í borg- inni eru nánast tómir en þegar von var á óveðrinu hamstraði fólk. Vegna skorts er allur matur sem berst til borgarinnar skammtaður. Hjálparstarf kirkjunnar á íslandi sendi í gær 1,5 milljónar króna fram- lag til hjálparstarfs i Mið-Ameríku, einkum Hondúras og Nikaragva. Þrjár íslenskar stúlkur Auk Dagbjartar eru tvær aðrar ís- lenskar stúlkur í Tegucigalpa, Silja Einarsdóttir og Lilja Ósk Marteins- dóttir. Þær búa skammt frá Dagbjörtu og eru ekki í hættu. Silja er nýflutt úr borgarhverfi sem þurrkaðist nánast út í flóðunum. Stúlkumar komu til Hondúras í ágúst og var áætlað að þær yrðu þar fram í júlí á næsta ári. En Dagbjört segir að ekki sé hægt að vera þama lengur, þær bíði þess að komast burtu. Alls eru 92 erlendir skiptinemar i landinu. Þaö verður að teljast lán að Dag- björt er nýflutt frá smábæ við norð- urströnd Hondúras, Toloa, til höfuð- borgarinnar. Allt er á floti í Toloa, bærinn hefur nánast þurrkast út af landakortinu. Borgarhlutinn sem Dagbjört býr í var tengdur miðborg- inni með brúm en þær eru allar horfnar. Eina leiðin til að ferðast milli borgarhluta er með þyrlum. Þær stúlkur komast hvergi eins og er. En fósturfjölskylda hennar á nægan mat og vistir. Raftnagn er í húsinu og símasamband hefur ekki rofnað. Hættulegt að vera á ferli í hamforunum brotnuðu veggir fangelsis í miðbænum og fangar sluppu út. Dagbjört segir að vopnað- ar lögreglusveitir hafi síðan staðið vörð utan við fangelsið og hótað að skjóta hvem þann sem reyndi að flýja. Vegna ástandsins fer Dagbjörg vart út fyrir hússins dyr. “Ég hef ekki farið neitt út og hef ekki hugsað mér það eins og ástand- ið er. Það fer enginn út nema í for með öðrum. Ég fór til Lilju í gær og var ekið báðar leiðir þó þangað sé ekki nema nokkurra mínútna gang- ur. Þaö eru þjófagengi um allt og hættulegt að vera á ferli. Það hefúr heyrst að ræningjar dulbúi sig sem hermenn til að komast inn í húsin og því er engum ókunnugum hleypt inn,“ segir Dagbjört. -hlh Stuttar fréttir dv Koma sér hjákæru Páll Pét- urssson félags- málaráðherra hefúr tilkynnt að endurskoðuð út- gáfa af reglugerð um vinnuvemd þungaðra kvenna í samræmi við til- skipun Evrópusambandsins komi út á næstunni. ASÍ hugðist kæra ríkis- stjómina vegna íslensku reglugerð- arinnar sem ekki fúllnægir skilyrð- um tilskipunarinnar. RÚV sagði frá. Ráðherra braut jafnréttislög Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að landbúnaðarráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Gunnar Gauta Gunnarsson héraðsdýralækni i Mýrasýsluurndæmi fyrir fimm ámm. RÚV sagði frá. Úrvalsvísitalan lækkar Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær námu alls 283 m. kr., mest með bankavíxla, 165 m. kr.. og ríkisbréf, 61 m. kr. Viðskipti með hlutabréf námu 21 m. kr., mest með bréf Mar- els og Vinnslustöðvarinnar, um 3 m. kr. með bréf hvors félags. Bensínleki Slökkviliðið í Reykjavik var kallað út klukkan níu i gærkvöldi vegna bensínleka á númerslausum bíl. Bíll- inn var við Háteigsveg og þurfti slökkviliðið að hreinsa upp lekann með sérstöku efni sem fil þess er not- að. Líklega hefur gat á tankinum or- sakað lekann. Slökkviðliðið var aftur kallað til í gærkvöldi þegar viðvörun- arkerfrfór í gang. Reyndist það vera óþarfaútkall. SÁÁ-kort á lokaspretti Fjáröflun SÁÁ með sölu SÁÁ kortsins lýkur um helgina. Síðasti söludagur er sunnudagurinn 8. nóv- ember, segir í frétt frá SÁÁ. Lánin í uppnámi Tölvukerfi Húsnæðisstofn- unar er orðið gamalt og lúið og nauðsynlegt að endumýja það þegar íbúðalána- sjóður tekur við því um áramót, segir Gunnar S. Bjömsson, formað- ur undirbúningsnefndar sjóðsins. Óttast er að kerfið bresti verði það enn í notkun árið 2000. Nýr flugvöllur Öm Sigurðsson arkitekt telur mögulegt að gera nýjan Reykjavíkur- flugvöll á grynningunum í Skeijafirði. Hann hefur kynnt hugmyndina meðal ýmissa félagasamtaka í borginni. Sviptir veiðileyfi Fiskistofa hefúr svipt fimm skip veiðileyfi vegna rangrar aflaheim- ildastöðu. Eitt þeirra fékk leyfið á ný eftir að málið hafði verið lagfært. Hin vora enn án leyfis í gær. Davíð til Ósló Davíð Oddsson fer á sunnudag á þing Norðurlandaráðs í Ósló. Þaðan heldur hann tO Bonn tO viðræðna við þýska ráðamenn og skoðar nýtt íslenskt sendiráð í Berlín. Fundur með meinatæknum Vigdís Magnús- dóttir, forstjóri Ríkisspitala, hefur boðað meinatækna á fund í dag, fyrsta formlega fundinn síðan 47 meina- tæknar hættu störfúm á Landsspítala. ASÍ ítrekar stuðning Miðstjómarfundur ASl á mið- vikudag ítrekaði stuðning sinn við þá aðOa sem stóðu í eldlínunni tO aö veija gOdandi samninga og lög um lágmarkskjör og réttindi launafólks í Technopromexportmálinu. Sameining Stjómir útgeröarfélagsins Jökuls á Raufarhöfti og SR-mjöls sam- þykktu í vikunni áætlanir um sam- einingu félaganna undir nafninu SR- mjöl. Eignarhluti Jökuls í samein- aða félaginu verður 23%. Hlutafé í SR-mjöli verður aukið um 282,8 mOljónfr króna og þvi skipt fyrir hlutabréfm i Jökli. -SÁ Sindri Freysson - gaf bókmenntunum heilbrigðis- vottorð. DV-mynd Pjetur Bókmenntaverðlaun Laxness veitt í gær: Óþarfir legsteinar Það era aUir önnum kafnir við að jarða bókmenntim- ar, sagði nýbakaður verölaunahöfundur í Þjóðarbókhlöð- unni í gær. „Á einum legsteini segir að hér hvfli höfúnd- urinn, hann er látinn, á öðrum segir að hér hvfli bókin, hún er látin, á þriðja segir að hér hvíli ljóðið, það er lát- ið og á fjórða steininum er ekkert skrifað því þar undir á sjálft Orðið að hvíla.“ En þegar nánar er að gætt er þetta blekking tóm - bókmenntimar era ekki dauðar: „Höfúnd- urinn og ljóðið og skáldsagan og smásagan og bókin hlæja að þessu fólki sem bisar viö legsteina ... hlæja lif- andi hlátri." Bókmenntaverðlaun HaUdórs Laxness sem Vaka- HelgafeU stendur að ásamt fjölskyldu skáldsins hlaut að þessu sinni 28 ára gamall Reykvíkingur, Sindri Freysson, fyrir skáldsögu sína Augun i bænum. Ríflega 30 handrit bárust í keppnina og var dómneftid sammála um yffr- burði skáldsögu Sindra. Hún er „hvort tveggja í senn óvenjuleg og hefðbundin skáldsaga," segir í umsögn dóm- nefndar. „Hún er þroskasaga, ástarsaga og saga um glæp og refsingu þar sem sannleUcur og lygi togast á í huga les- andans." Sindri hafði áður sent frá sér ljóðabókina Fljótið sofandi konur (1992) og smásagnasaftiið ÓsýnUegar sögur (1993). Hann fær í sigurlaun verðlaunapening, skrautritað verð- launaskjal og 500.000 króna ávísun. -SA Tveir ungir ofurhugar vilja komast til Hollywood: Ahættuleikarar kveiktu í sér Það brá mörgum í brún við Perluna í gær þeg- ar tveir menn gengu þar um í ljósum logum. Þegar betur var að gáð voru þama tveir ungir ofurhugar, þeir Valdimar Jóhannsson og Brynjólfur Einarsson, að leika áhættuatriði. Þeir félagar ætla að markaðssetja sig sem áhættuleikara og létu kveikja í sér af því tilefni. Ofurhugarnir tveir fóru í eldvarða búninga og létu síðan bera jötungrip á jakka og buxur sem þeir klæddust. Síðan var eldur borinn að og fót þeirra skíðloguðu. Þeir gengu alelda hvor á móti öðrum og tókust síðan í hendur. Atriðið stóð í um hálfa mínútu en síðan var breitt yfir þá teppi og eldurinn slökktur. Kappamir voru ómeiddir og eldhressir eftir áhættuatriðið. “Við ætlum að markaðssetja okkur sem áhættuleikara. Stefnan er að komast að erlend- is og leika í kvikmyndum. Draumurinn er Ofurhugarnir Valdimar Jóhannsson og Brynjólfur Ein- arsson sjást hér í Ijósum logum fyrir utan Perluna í gær. Þeir kveiktu í sér og ætla að markaðssetja sig sem áhættuleikara. DV-mynd ÞÖK Hollywood en aðrir staðir það sem kvikmynd- ir eru framleiddar eru einnig með í dæminu," segja ofúrhugamir tveir. Valdimar hefur lært áhættuleik i skóla í Flórída í Bandaríkjunum. Þar tók hann þátt í mörgum áhættuatriðum. Hann segist eitt sinn hcifa ekið bil og átt aö keyra á annan leikara sem stóð á götunni og átti að hendast yfir bíl- inn. Valdimar segir að leikarinn hafi lent vit- laust á bílnum og skollið á framrúðuna. Gler- brot tættust yfir Valdimar en hann slapp ómeiddur. Leikarinn slapp ótrúlega vel þrátt fyrir höggið, að sögn Valdimars. Hann leikur einnig hlutverk í kvikmyndinni Myrkrahöfð- inginn eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þar leikur hann mann sem er brenndur á báli. Þaö er einnig mikið áhættuatriði og krafðist mikils undirbúnings. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.