Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 Fréttir Fyrirsjáanlegt hrun þorskveiða í Barentshafi: Mjög gott afurða- verð mun haldast DV, Akureyri: „Þetta mun hafa mjög góð áhrif á verðlagningu bolfiskafurða. Þó er verðið mjög hátt um þessar mundir og t.d. hefur orðið 25-30% verðhækk- un á einu ári á saltfiski á Portúgals- markaði," segir Jón Ásbjörnsson fiskverkandi um áhrif þess að Norð- menn munu skera verulega niður þorskveiðar sínar í Barentshafi. Mikil ólga er vegna þessa máls í norðurhéruðum Noregs. Þar segja menn fiskifræðinga hafa brugðist al- gjörlega og hrun blasi við í vissum byggðum. Þorskkvóti í Barentshafi hefm- verið 654 þúsund tonn en minnkar í 450 þúsund tonn og kvóti Norð- manna þar mun minnka úr 313 þús- - segir Jón Ásbjörnsson fiskverkandi und tonnum nið- ur fyrir 200 þús- und tonn. Þetta mun óhjákvæmi- lega hafa þau áhrif á mörkuð- um að mjög gott afurðaverð, sem verið hefur að undanfómu, mun halda sér og á það - ....on ekki hvað síst við AsbJ°msson. um saltfiskmarkaði þar sem Norð- menn hafa verið mjög öflugir. Jón Ásbjömsson segir að Norð- menn hafi t.d. verið ráðandi á salt- fiskmörkuðum í Portúgal en íslend- ingar hafi hins vegar verið öflugri á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Það að framboð Norðmanna á saltfiski til Portúgals mun minnka verulega þýðir þó ekki sjálfkrafa að sala okkar þangað aukist mjög. Auk- ið hráefni er ein- faldlega ekki fyrir hendi. Hins vegar segir Jón að hátt afurðaverð, sem verið hefur, muni greinilega haldast en ekki lækka eins og hugsanlegt hefði verið ef nið- urskurður Norðmanna á veiðunum í Barenetshafí hefði ekki komið til. Bæði Jón og Guðbrandur Sigurðs- son, forstjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, eru sammála um að til skemmri tíma þýði niðurskurður á veiðum Norðmanna í Barentshafi áframhaldandi hátt afurðaverð á þorskafurðum. Sé hins vegar litið til lengri tíma sé sú hætta óneitanlega fyrir hendi að ef framboð á þorski svari ekki eftirspurn geti það leitt til þess að markaðurinn minnki. „Það getur verið hættulegt því neysluvenj- ur fólks geta breytst og það snúið sér að annarri matvöru í auknum mæli,“ segir Jón. „Ef framboðið á þorskafurðum minnkar og svarar ekki eftirspurninni er vissulega sú hætta fyrir hendi að eftirspumin minnki og verðið um leið. En áhrifin af því sem er að gerast í Barentshaf- inu til skamms tíma litið eru góð hvað varðar eftirspum og verðþró- un,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. -gk Benedikt Valsson : Gæti gefiö betri viðskiptakjör Benedikt Valsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands, segir Ijóst að samdráttur í veiðum Norð- manna muni gefa íslendingum möguleika tU sóknar á erlendum mörkuðum. „Bakslag í sjávarútvegi Norð- manna gæti leitt tU batnandi við- skiptakjara fyrir íslendinga. Við get- um notið þess sérstaklega á saltfisk- mörkuðum í Suöur-Evrópu og á ferskfiskmarkaði í Bretlandi. Þessir markaðir em viðkvæmir gagnvart framboði og fljótir að bregðast við breytingu á framboði," segir Bene- dUct. Hann segir að miðað við að aðrir þættir verði óbreyttir þá muni verð afúrða íslendinga hækka auk þess að meira seljist. Þetta velti þó á því að ekki verði vaxandi framboð ann- arra tegunda sem komið geti í stað þorsks. „Verð mun hækka aö öðrum þátttun óbreyttum. í Ðjótu bragði virðist mér sem þaö eina sem hefúr áhrif tU hins verra fyrir íslendinga sé að Smuguveiðamar munu auð- vitað dragast saman,“ segir Bene- dikt. -rt Tvær nýjar álmur byggðar við Vog: Mjög mikilvægt skref - segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir - söfnunarátak stendur yfir „Það á að bygja tvær nýjar viðbygg- ingar við sjúkrahúsið Vog. Þar verður um að ræða göngudeUd í annarri álm- unni og I hinni sérstök meðferðar- deUd fyrir vrngt fólk. Það er búið að vinna að og undirbúa þessa stækkun sjúkrahússins í rúmlega eitt ár. Ungu fólki í meðferð á Vogi hefur fjölgað verulega á undanfómum árum. Þetta er því mjög mikUvægt skref sem við erum að taka með byggingu þessara deUda," segir Þórarinn Tyrfmgsson, yfirlæknir á Vogi. Alls verða viðbyggingamar um ijórtán hundmð fermetrar að stærð. Álmumar verða byggðar hvor sínum megin við núverandi byggingu sjúkrahússins. Stefnt er að því að byrja á nýju álmunum innan skamms og að fyrsta skóflustungan verði tekin í næstu viku. Þórarinn segir að áætl- aður kostnaður sé um 200 mUljónir króna. Þetta er viðamesta átak sem SÁÁ hefur ráðist í frá því að sjúkra- húsið var byggt 1993. „SÁÁ hefur sinnt meðferð ungra vímuefnaneytenda mest í gegnum árin. Þrátt fyrir að þaö hafi verið Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sést hér við sjúkrahúsið. Tvær nýjar viðbyggingar munu rísa þar innan skamms. DV-mynd GVA breytt skipan hjá unglingáheimUinu þá hefúr aUs ekki minnkað aðsókn 15 og 16 ára ungmenna tU okkar. Við verðum eðlilega að bregðast við þessu og öðrum kröfum sem settar em á okkur. Það er annars vegar krafa fuUorðins fólks um að þessara ungu einstaklinga sé gætt nægUega vel meðan þeir era í meðferð. Þá verð- ur lögð þyngri áhersla á að þjóna þetta yngra fóik betnr með því að auka greiningarstarfsemi og þjón- ustu. Með sérstakri unglingadeUd er hægt að koma tU móts við þessar kröf- ur. Með göngudeUd tel ég að fáist tvennt mjög mikdvægt. Það er mögu- legt að meðhöndla fólk sem verið hef- ur inni. Þá eykst tU muna árangur af meðferðinni ef maður heldur í fóUcið í nokkra mánuði á eftir, jafnvel þótt það komi ekki nema einu sinni í viku. GöngudeUdarstarfsemi eykur mjög á árangur hinna deUdanna. Á unglinga- deUd verður pláss fyrir 12 imgmenni í einu. Meðalmeðferð er um 10 vikur þannig að á ári era þetta pláss fyrir um 300 ungmenni miöað við lengd meðalmeðferöar," segir Þórarinn. Nú er í gangi fjáröflun hjá SÁÁ vegna byggingu þessara nýju deUda. Þórarinn segir að söínunin gangi vel. „Við höfúm fengið góðan stuðning íjölmargra aðila, fyrirtækja hins opin- bera og einstaklinga. Ég á ekki von á öðru en miklum stuðningi frá fólkinu í landinu. Það hefúr aUtaf verið raun- in og ég held að það breytist ekkert," segir Þórarinn. -RR Klúbbur matreiöslumeistara á heimsmeistaramót: Ekki í Vatíkanið Hundruð íslendinga lögðu leið sína á vegum flugfélagsins Atl- anta tU Rómar ásamt forseta ís- lands tU að skoða sig um i borg- inni. Mikil eftir- spurn var eftir miðum og komust færri í ferðina en vUdu. Kona nokk- ur sem hafði hug á að bregða undir sig betri fætinum hafði samband við ferðaskrif- stofu þá sem seldi í Rómarferðina og spurði hvort ekki yrði skipulögö ferð í Vatíkanið. „Nei, því miður,“ var svarið. „En það er boðið upp á ferð í Páfagarð." Vanur geimverum Það vakti heimsathygii þegar öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn brá undir sig betri fætinum og hélt í geimferð öðru sinni á lífsleiðinni. Öldungurinn var með þeim fyrstu sem fóra umhverf- is jörðina í geim- fari fyrr á öldinni og þóttu mikU tíð- indi að hann skyldi leggja á sig geimferð á áttræðisaldri. gerði málinu ágæt skU og í einni frétt af málinu lýsti Brynhildur Ólafsdóttir frægðarforinni ágæt- lega. Einhver misskilningur hlaust af lýsingimni þegar Bryn- hUdur lýsti því að þingmaðurinn væri að „venjast geimverunni". Lítill snáði sem hlýddi á lýsing- una kaUaði upp yfir sig með and- köfum að „karlinn væri búinn að finna geimveru“.... Sneri fundarmönnum Gunnlaugur Jónsson, laga- nemi og Heimdellingur, fór á kost- um á Sóloni íslandusi í fyrra- kvöld þar sem fundarefnið var hvort lögleiða ætti fikniefni. Andmæl- andi hans var Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfuUtrúi og fyrr- verandi formað- ur SUS, sem hélt uppi andófi gegn því að dópið yrði látið fiæða. Það er mat margra þeirra sem fúnd- inn sátu að Gunnlaugur hafíi gjörsamlega valtað yfir borgar- fuUtrúann og margir kúventu í af- stöðu sinni tU málsins og vUja nú koma á Fíkniefnasölu ríkisins. Gunnlaugur, sem er talinn eiga öruggan frama innan Sjálfstæðis- flokksins, á ekki langt að sækja rökvísina enda sonur Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hæstarétt- arlögmanns ... Sitja viö sama borð og þeir bestu Klúbbur matreiðslumeistara held- ur tU Lúxemborgar á morgun tU að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem haldin er fjórða hvert ár. 32 þjóðir taka þátt í keppninni. ís- lenska hópnum hefúr gengið vel í þessari keppni. í siðustu heimsmeist- arakeppni fékk íslenska Uðið guU- verðlaun fyrir heitan mat en lenti í 9. sæti yfir heUdina. „Við höfum náð jaMangt og þjóðir sem við höfúm hingað tíl Utið upp tU í matargerð," sagði Guðmundur Guð- mundsson fyrirUði. „Á þessa keppni koma þúsundir og það er altalað að al- mennt sé góður matur á íslenskum veitingahúsum. Við þurfum þess vegna ekki að vera með neina minni- máttarkennd." Keppnin stendur yfir í viku og mun íslenska liðið kynna sína rétti í tvo daga - annars vegar heitan mat og hins vegar kaldan mat. í liðinu era 10 manns en hvom dag verða 6 mat- reiðslumenn í eldhúsinu. Fyrri dag- inn mun hópurinn framreiða þriggja rétta matseðU fyrir 110 manns og á honum verður m.a. þorskur og lamba- lærisvöðvi. Seinni daginn munu ís- lenskur fiskur og vUlibráð verða í há- vegum höfð á diskum og fótum is- lensku matreiðslumannanna. Inga Elín Kristinsdóttir glerlistarkona hef- ur hannað listaverk og undirdiska úr endurunnu gleri sem munu skreyta borðið. Þema þess dags er hafið. „Matnum verður raðað upp á borð sem er 4x5 metrar. Glerskúlptúrar Ingu Elínar minna á hafið og ísinn við ísland en þeir era m.a. í laginu eins og kuðungar og skeljar. Borðið verður mjög stílhreint og minnir á hreinleika hafsins við ísland." Fyrir íslenska liðið er um að ræða þriggja miUjóna króna verkefni og hefúr það fengið styrki víða. „Loksins era íslendingar famir að átta sig á að það er vert að veita íslenskri matar- gerð athygli. Ánægjulegt er að það skuli vera orðinn góður hópur bæði einstaklinga og iyrirtækja sem gefur því gaum að við sitjiun við sama borð Á næstu dögum munu íslenskir matreiðslumenn kynna í Lúxemborg það og þeir bestu og erum góð landkynn- besta sem þeir hafa að bjóða, bæði í eldamennsku og íslensku hráefni. ing.“ -SJ Bankaræningi? Þegar menn Sjómannafélags Reykjavikur fóru um garð hjá ísal á dögunum voru þeir nokkuð vígalegir að sjá sumir hverjir. Þama voru mættir Jónas Garðarsson og félagar hans í því skyni að stöðva hentifána- skipið Hanseduo sem var að flytja aðfóng fyrir ál- verið. í Straums- vík ræður Rannveig Rist ríkjum og kunni hún illa við að sjá ungan sjómann í gervi bankaræningja eða skæruliða. Kvartaði hún und- an lambhúshettu unga mannsins og baðst undan því að menn gengju þannig til fara á lóð sinni. Ástæðan fyrir klæðnaöi mannsins mun vera að eftir mai-gra klukku- tíma stööu á kajanum var hann að klæöa af sér kuldann ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.