Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 26
34 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 Messur Arbæjarkirhja: Guðsþjónusta á kristniboðsdegi kl. 11 árdegis. Kafli- sopi á eftir. Tekið á móti framlögum til kristniboðsstarfsins að guðsþjón- ustu lokinni. Barnaguösþjónusta í safhaðarheimilinu kl. 13. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Elínborg Gísla- dóttir cand. theol. prédikar. Kaffisala safnaðarheimilisins eftir messu. Kirkjubíllinn. Árni Bergur Sigur- bjömsson. Breiðholtskirkja: Kristniboðsdagur- inn. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Út- varpsguðsþjónusta á sama tíma. Guð- laugur Gunnarsson kristniboði pré- dikar. Tekið við gjöfum til kristni- boðsstarfsins. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Am- fríöur Guðmundsdóttir messar. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Sunnu- dagaskóli á saman tima. Sr. Jón Hag- baröur Knútsson prédikar. Léttar veitingar eftir messu. Kl. 20.30 verður kvöldmessa með lofgerðarsöng, fyrir- bænum og altarisgöngu. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestrn- sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Prestarnir. Frikirkjan í Reykjavik: Bamaguðs- þjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Farið verður niður að Tjörn og fugl- unum gefið brauð. Guðsþjónusta kl. 14 í sal Safnaðarheimilisins við Lauf- ásveg 13. Kaffisopi i guðsþjónustulok. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðar- prestur. Grafarvogskirkja: Kristniboðsdag- urinn. Sunnudagaskóli 1 Grafarvogs- kírkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Ámason. Hjörtur og Rúna aðstoða. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurður Amarson. Valdis Magnúsdóttir kristniboði kemur í heimsókn og segir frá kristniboðs- starfmu. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Siguröur Amarson. Grensáskirkja: Kristniboðsdagur- inn. Bamastarf kl. 11. Muniö kirkju- bílinn. Guðsþjónusta kl. 11. Tekið við framlögum tU kristniboðsstarfs SIK. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrlmskirkja: Kristniboösdagur- inn. Fræðslumorgunn kl. 10. Steinunn Jóhannesdóttir Hayes, prestur, lækn- ir og kristniboöi í Kína. Sr. Sigurður Pálsson. Messa og bamasamkoma kl. 11. Sr. Siguröur Pálsson. Háteigskirkja: Barnaguösþjónusta kl. 11. Bryndís Valbjörnsdóttir og sr. Helga Soffla Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Kristniboösdagurinn. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Notuð frí- merki vel þegin. Hjallakirkja: Poppmessa kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Poppband Hjallakirkju leikur létta og skemmti- lega tónlist. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Prestamir. Kópavogsklrkja: Bamastarf kl. 11 í safnaöarheimilinu Borgum. Guðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kristniboösdagurinn. Sr. Maria Ágústsdóttir héraðsprestur leiðir stundina ásamt Lenu Rós Matthías- dóttur. Tekiö við framlögum til kristniboðsins. Laugameskirkja: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Margrét Hróbjarts- dóttir kristniboði prédUtar. Prestur sr. Bjami Karlsson. Kyrrðarstund kl. 13 í Sjálfsbjargarsalnum i Hátúni. Kvöldmessa kl. 20.30. Prestar sr. Bjami Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Margrét Hróbjartsdóttir kristniboöi prédikar. Bamastarf í safnaðarheimU- inu kl. 11. Bíll frá MosfeUsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Opiö hús frá kl. 10. Guðsþjónusta kl. 14. Kristniboðsdagurinn. Tekið við framlögum til kristniboðsins. Sr. Frank M. HaUdórsson. Innri-Njarðvfkurkirkja: Guðsþjón- usta kl. 14. Sunnudagaskóli kl. 11 í Ytri-NjarðvUcurkirkju og böm veröa sótt aö safnaðarheimUinu kl. 10.45. Ytri-Njarðvlkurkirkja: Sunnudaga- skólinn kl. 11. Ásta, Sara og Steinar aðstoða ásamt fermingarbörnum. Baldur Rafn Sigurösson. Óháði söfnuðurinn: Guösþjónusta kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Lát- inna minnst. Guðfræðinemar koma í heimsókn. Bryndís Valbjörnsdóttir guöfræðinemi prédikar. Selfosskirkja: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sóknarprestur. Seljakirkja: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Sóknarprestur. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. AUra heilagra messa. Prestur sr. Sig- uröur Grétar Helgason. Bamastarf á sama tíma. Skálholtskirkja: Messa kl. 11. Sókn- arprestur. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. li. Messa kl. 14. Sóknarprest- ur. Torfastaöakirkja: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Sóknar- prestur. Afmæli__________________ Guðbjörn Einarsson Guðbjörn Einarsson, fyrrv. bóndi að Kárastöðum í Þingvallasveit, til heimilis að Frostafold 20, Reykja- vík, varð áttræður á mánudaginn var. Starfsferill Guðbjöm fæddist á Kárastöðum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1941. Guðbjöm stundaði grenjavinnslu og húsasmíðar að námi loknu auk almennra landbúnaðarstarfa. Hann hóf búskap á Kárastöðum 1943, fyrst á móti foreldrum sinum, en faðir hans lést 1947 og móðir hans lést 1955. Guðbjöm var síðan bóndi á Kárastöðum til 1979 er hann brá búi af heilsufarsástæðum. Guðbjöm var hreppstjóri Þing- vallahrepps frá 1947 og um árabil. Hann sat um árabil í hreppsnefnd frá 1956, var sýslunefndarmaður um skeið frá 1947, sat í sóknarnefnd Þingvallasóknar 1942-60, sat í stjóm Búnaðarfélags Þingvallahrepps og var formaður þess um árabil. Fjölskylda Guðbjöm kvæntist 13.11. 1943 El- ínu Steinþóru Helgadóttur, f. 19.10. 1916, húsfreyju. Hún er dóttir Frí- manns Helga Magnússonar, bónda að Felli í Vopnafirði, og k.h., Matt- hildar Vilhjálmsdóttur húsfreyju. Börn Guðbjörns og Elínar Stein- þóru eru Gunnlaugur Geir, f. 16.12. 1943, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Ragnhildi Einarsdóttur og á hann þrjár dætur; Guðrún, f. 3.5. 1945, húsmóðir og bankastarfsmaður, bú- sett í Mosfellsbæ en maður hennar er Böðvar Guðmundsson og á hún þrjú böm; Erla, f. 10.2. 1947, hús- móðir og skólaritari í Reykjavík, en maður hennar er Kristinn Víglundsson og eiga þau þrjár dæt- ur; Einar, f. 22.5.1951, framkvæmda- stjóri i Reykjavík, en kona hans er Gústa Hjörleifsdóttir og eiga þau fimm böm; Helgi, f. 14.7.1953, bóndi og fyrrv. hreppstjóri á Kárastöðum, en kona hans er Þóra Einarsdóttir og eiga þau tvö böm; Kári, f. 28.2. 1956, flugumferðarstjóri og flugstjóri í Reykjavík, og á hann tvö böm. Systkini Guðbjörns: Halldór Einarsson, f. 6.12. 1913, d. 15.12. 1981, leigubílstjóri og verk- stjóri hjá Björgun hf., var búsettur í Reykjavík, kvæntur Margréti Jó- hannsdóttur sem lést 1997 og eignuðust þau þrjú böm; Sigurður Ein- arsson, f. 2.8.1915, nú lát- inn, leigubílstjóri í Reykjavík, var kvæntur Ellen Svövu Stefánsdóttur og em böm þeirra fimm; Jóhanna Einarsdóttir, f. 21.11. 1916, d. 1.7. 1978, húsmóðir i Reykjavík, var gift Pétri Ottesen Ámundasyni og era böm þeirra þrjú; Björgvin Einarsson, f. 8.5.1921, d. 16.12. 1985, vélvirki í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Guðlaugs- dóttur og era böm þeirra sex; Elísa- bet Einarsdóttir, f. 8.6. 1922, hús- móðir í Reykjavík, gift Jóhannesi Arasyni, fyrrv. útvarpsþul, og era böm þeirra þrjú; Guðbjörg Einars- dóttir, f. 10.5. 1925, d. 7.5. 1927; Geir Einarsson, f. 9.1. 1927, d. 8.9. 1942; Guðbjörg Einarsdóttir, f. 20.3. 1928, fyrrv. bankastarfsmaður í Reykja- vík; Hallfríður Einarsdóttir, f. 18.11. 1930, fyrrv. bankastarfsmaður í Reykjavík; Stefán Bragi Einarsson, f. 12.3. 1933, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Hallveigu Þorláksdóttur og eiga þau þrjú böm. Fósturbróðir Guðbjörns er Ámi, f. 23.12. 1923, kvæntur Grétu Ámundadóttur og eiga þau tvö böm. Foreldrar Guðbjöms voru Einar Halldórsson, f. 18.11. 1883, d. 19.12. 1947, bóndi, hreppstjóri og kennari á Kárastöðum í Þingvallasveit, og k.h., Guðrún Sigurðardóttir, f. 7.7. 1892, d. 25.2. 1955, húsfreyja á Kára- stöðum. Ætt Einar var bróðir Magnúsar Skaft- fjeld bifreiðarstjóra, foður Magnús- ar eðlisfræðiprófessors, foður Magn- úsar Más jöklafræðings. Magnús bílstjóri var einnig afi Gunnars Ágústs heimspekings og Steinunnar líffræðings Harðarbarna. Systir Ein- ars var Jóhanna Margrét, móðir Gunnars Ólafsson- ar skólastjóra. Einar var sonur Halldórs, b. á Kára- stöðum, Einarssonar, b. á Skálabrekku, Jónssonar, b. á Skálabrekku, Guð- mundssonar, b. á Skála- brekku, Arnórssonar, b. á Gjábakka, Guðmundsson- ar, á Efra-Apavatni, Jóns- sonar. Móðir Einars Jóns- sonar var Guðrún Einarsdóttir. Móðir Halldórs var Guðríður Hall- dórsdóttir, b. á Sogni í Kjós, Steina- sonar, b. á Valdastöðum, Jónssonar. Móðir Guðríðar var Guðfmna, syst- ir Einars, pr. á Meðalfelli. Guðfinna var dóttir Páls, pr. á Þingvöllum, bróður Jóns, pr. og skálds á Bægisá. Páll var sonur Þorláks, pr. og sýslu- manns i Selárdal, Guðmundssonar. Móðir Einars var Jóhanna Magn- úsdóttir Skaftfjeld, smiðs og skip- stjóra í Stykkishólmi, Magnússon- ar, b. á Mörk á Siðu, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Kristín Teits- dóttir, í Seli í Reykjavík. Móðir Jó- hönnu var Jóhanna Mcirgrét Jóns- dóttir, frá Kálfholti, Sigurðssonar, og Guðnýar Jónsdóttur. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. í Heiðarbæ, Loftssonar, b. á Efri-Brú, bróður Sigurðar, afa þeirra bræðra, Gunnlaugs, kaupmanns í Hafnar- firði, föður Áma hrl., Ásgeirs, fyrrv. framkvæmdstjóra BÚH, og Stefáns, föður alþingismannanna Guðmundar Áma og Gunnlaugs, og Finns Torfa tónskálds. Sigurður var einnig faðir Sigurðar, afa Salome Þorkelsdóttur, fyrrv. alþingisfor- seta. Loftur var sonur Gunnars, b. á Efri-Brú, Loftssonar, og Guðnýjar Bjamadóttur. Móðir Sigurðar var Ingiríður Guðmundsdóttir, b. á Efri- Brú, Guðmundssonar, og Geirlaug- ar Pétursdóttur. Móðir Guðrúnar var Elísabet Eyj- ólfsdóttir, í Reykjavík, Eyjólfssonar, og Þorgerðar Guðmundsdóttur, b. á Kjalarlandi, Péturssonar. Guðbjörn Einarsson. Hrefna S. Kjartansdóttir Hrefna Sóley Kjartans- dóttir, sauðfjár- og ferða- þjónustubóndi í Gufudal í Ölfusi, varð fimmtug í gær. Starfsferill Hrefiia fæddist að Hvassahrauni og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs. Hún átti heima að Ingólfs- hvoli í Ölfúsi til sjö ára ald- urs og síðan í Hveragerði. Hún var í Bamaskólanum í Hveragerði og stundaði síðar nám við Húsmæðraskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Hrefna og maður hennar hófu sinn búskap í Reykjavík 1967. Hún hóf sauðfjárbúskap í Gufudal 1977 og hefúr starfrækt ferðaþjónustu í Reykjakoti II frá 1985. Þá hefur hún starfrækt hestaferðir og stundað garðyrkju í gróðurhús- um í Gufudal frá 1996. Fjölskylda Eiginmaður Hrefnu er Guðmundur Júlíus Þórðarson, f. 16.7. 1947, húsasmiður. Hann er sonur Þórðar Finnboga Guðmundssonar og Ólafar Hagalínsdóttur. Böm Hrefnu era Ema Svala Gunnarsdóttir, f. 9.10. 1968, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Oddi Inga Ingasyni sölustjóra og eiga þau tvo syni, Fannar Má, f. 8.2. 1994, og Daníel, f. 13.12. 1997; Elísabet Gunn- arsdóttir, f. 6.6.1970, þjónn, búsett á Seltjamamesi, í sambýli með Helga Þorsteinssyni viðskiptafræðingi en sonur hennar er Gunnar Ingi, f. 8.3. 1993; Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, Hrefna S. Kjartansdóttir. f. 4.4.1976, tamningamaður, búsett í Reykjakoti II; Þórður Finnbogi Guð- mundsson, f. 19.7. 1986, nemi; Ólöf Guðmundsdóttir, f. 24.9. 1987, nemi. Systkini Hrefnu era Hrafnhildur B. Kjartansdóttir, f. 26.7. 1944, hús- móðir á Kanaríeyjum; Njáll H. Kjartansson, f. 30.11. 1945, múrari í Hafnarfirði; Úlfur Grettir Kjartans- son, f. 16.10. 1947, d. 8.12. 1965; óskírður drengur, f. 22.7. 1952, d. í nóvember s. á.; Smári K. Kjartans- son, f. 30.8.1953, múrari í Reykjavík. Foreldrar Hrefnu: Kjartan Hann- esson frá Stóra-Hálsi í Grafningi, f. 22.9. 1920, bóndi á Ingólfshvoli, og Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir frá Króki í Grafningi, f. 25.2. 1926, d. 8.12. 1979, húsfreyja. Hrefna Sóley tekur á móti gestiun að Reykjakoti II í Ölfusi laugardag- inn 7.11. eftir kl. 19.00. Til hamingju með afmælið 6. nóvember 85 ára____________ Hans Sigfússon, Stekkjarhvammi 58, Hafnarfirði. 80 ára Halldór Friðriksson, fyrrv. húsvörður og sýningar- maður, Steinholtsvegi 12, Eskifirði, varð áttræður í gær. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Valhöll i kvöld, 6.4., eftir kl. 20.30. Steinunn Siguriónsdóttir, Hamraborg 36, Kópavogi. 75 ára Salvör Sumarliðadóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Jóhannes Runólfsson, Reykjarhóli I, Fljótum. 60 ára Anna Guðmundsdóttir, Kringlunni 15, Reykjavík. 50 ára Guðrún Jónasdóttir, Seiðakvísl 34, Reykjavík. Auður Guðjónsdóttir, Nesbala 56, Seltjamarnesi. Þyri Kap Árnadóttir, Leirutanga 16, Mosfellsbæ. Þórður Pálsson, Hlíðarvegi 40, ísafirði. 40 ára Magnús Magnússon, Óðinsgötu 21, Reykjavík. Hörður Harðarson, Hábergi 5, Reykjavík. Tómas Öm Stefánsson, Vættaborgum 123, Reykjavík. Guðríður Guðfinnsdóttir, Reynigrand 13, Kópavogi. Kristin Sigrún Sigurleifsdóttir, Miðskógum 6, Bessastaðahreppi. Vilborg Gunnarsdóttir, Akurgerði 7 F, Akureyri. Anna Petra Hermannsdóttir, Neðri-Dálksstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi. Ámi Sverrir Róbertsson, Skálanesgötu 12, Vopnafirði. Margrét Helga Bjömsdóttir, Hlíðargötu 13, Neskaupstað. Kristrún Björg Gunnarsdóttir, Markarlandi 13, Djúpavogi. Sigfús B.L. Jónsson Með afmælis- grein um Sigfús Bergmann Leví Jónsson í DV þann 3.11. sl. var auglýst gesta- móttaka í tilefni afmælisins í fé- lagsheimilinu Ásbyrgi að Laug- arbakka, laug- ard. 7.11. nk.. Gestamóttök- unni hefur verið aflýst. Sigfús Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.