Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Page 28
36
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 I>"V"
rga skatta
eins og aðrir
sem græða
„Ég hef alltaf verið stoltur af
, því að greiða
skatta. Ég tel að
veiöileyfagiald sé
l rugl, en vil borga
mína skatta eins
og aðrir gera sem
græða.“
Aðalsteinn Jóns-
son útgerðar-
maður, í Degi.
Kannski bara klár
náungi
„Gæti það ekki veriö að Vil-
hjálmur væri bara klár náungi
sem kann aö reikna og hefur
hæfileika til að kljást við
„huldumennina" sem eiga sér
það markmið að leggja undir
sig fjármálamarkaöinn á ís-
landi.“
Elías Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri, um kaup Vil-
hjálms Bjarnasonar í Lands-
banka íslands, í Morgunblað-
inu.
Barist við kolkrabba
„Fyrir einhvem sem stendur
utan við Kvik-
myndasam-
steypuna er á
brattann að
sækja. Ég held
að ég geri það
hér með opin-
bert hve erfitt
það er að búa í
þessu litla þjóðfélagi og verða
stöðugt að berjast við einhvern
kolkrabba í faginu.“
Ágúst Guðmundsson kvik-
myndagerðarmaður, í Degi.
Thatcher og Pinochet
„Hann naut vemdar kalda
stríðsins og var einkavinur
frjálshyggjupostulans Thatcher
sem varði hann um daginn um
leið og hún mælti með því að
einstæðar mæður yrðu sendar í
klaustm- í refsingarskyni."
Ármann Jakobsson islensku-
fræðingur, í DV.
Ættu að kæra
Sameinuðu þjóðimar
„Loks vil ég segja að það er
algjör snilld hjá
Samtökum um
þjóðareign að geta
bendlað Sam-
keppnisstofnun
við fræðsluátak-
ið. Ég held að
það hljóti að
vera spurning
hvort þeir ættu ekki líka að
kæra Sameinuðu þjóðirnar fyrir
að halda ár hafsins og sleppa
þannig landinu.“
Bjarni Hafþór Helgason, fram-
kvæmdastj. útvegsmanna á
Norðurlandi.
\
Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga:
Hestamennska er ástríða
„Hestamenn eru friðsemdarmenn og
það lýsti sér best á þinginu sem fór af-
skaplega friðsamlega fram. Á þinginu
var mikið um að breytt væri keppnis-
reglum. Einnig voru umræður um að
endurskoða þinghaldið og eitt stórt mál
var blaðaútgáfa. Við höfum geflð út
hestafréttablað, Hestinn okkar, í þrjá-
tíu og níu ár. Nú var ákveðið á þing-
inu að sameina það Eiðfaxa
og að sambandið myndi
standa að rekstri Eiðfaxa.
Það er mikil útbreiðsla á
þvi blaði, meðal annars
eru komnir um 3000 er-
lendir áskrifendur,
þannig að við töldum
rétt að nýta þessa út-
breiðslu, segir Jón Al-
bert Sigurbjöms-
son, ný-
kjörinn formaður Landssambands
hestamannafélaga.
Jón Albert sagði að baráttumálin
væru mörg: „Ég hef mikinn áhuga á
Maður dagsins
reiðvegum. Þetta er mjög stórt mál
og stærra en það að fátæk
hestamannafélög á lands-
byggðinni geti haldið úti
Qörutíu til fimmtíu kíló-
metra reiðvegakerfi sem
nýtist ekki bara hesta-
mönnum en er líka hluti
af ferðamannaþjónustu.
i Það hefur sýnt sig að slík-
m reiðvegir eru vinsælir
hjá ferðamönnum. Svo er
það einnig öryggisatriði að
hafa reiðvegi svo menn séu ekki
að ríða þar sem bílaumferð er.
Á höfuðborgarsvæðinu era
reiðvegamálin í lagi.
Sums staðar hefur
ekki tekist nógu
vel til, eins og til
dæmis hjá Gusti í
Kópavogi, sem
hálfpartinn lokað-
ist inni, og á Korp-
úlfsstöðum er golf-
völlur á milli hesta-
manna í Reykjavík
og Mosfellsbæ en
segja má að í heild
sé ástandið þokka-
legt. Einnig hefur
umgengni við land-
ið verið ofarlega á
baugi hjá okkur.
Við erum að vinna að útgáfu á hand-
bók fyrir hestamenn um hvernig um-
gangast skal landið okkar og við vilj-
um vera í góðu samstarfi við náttúru-
vemdarsamtök um þessi mál.“
Eitt af stórum málunum hjá Lands-
sambandinu eru erlend samskipti:
„Það eru til tvö hundruð og fimmtíu
erlend hestamannafélög sem eru bara
með íslenska hesta og um það bil
fimmtíu þúsund manns eru í þessum
samtökum, flestir í Þýskalandi, átján
þúsund manns, og það er mikil vinna
fyrir okkur að halda góðu samstarfi
við þessi félög. Hér á landi eru um
átta þúsund manns innan Landssam-
bandsins en samkvæmt könnun Fé-
lagsvísindastofnunar eru það milli
tuttugu og tuttugu og fimm þúsund
manns sem stunda hestamennsku.
Oft er það svo að bara einn í fjöl-
skyldu er félagsbundinn, aðrir fylgja
siðan i hestamennskunni."
Jón Albert er í Fák: „Ég er búinn
að fara i gegnum allt ferlið í félags-
málum, byrjaði í æskulýðsnefnd fyrir
sextán árum og búinn að koma víða
við hjá Fáki og Landssambandinu. Ég
á nokkra hesta ásamt fjölskyldu
minni. Sonur minn, Daníel, er at-
vinnumaður í hestamennsku og öll
fjölskyldan er á kafi i þessu enda er
hestamennska ástríða. Sjálfur fer ég
ekki nógu mikið á bak. Það fylgir því
þegar maður er á kafi í félagsmálum.
Ég er byggingaverktaki að atvinnu og
frítími minn fer í Landssambandið
enda áhuginn mikill. Það er helst að
ég reyni að komast í hestaferðir á
sumrin ef tími vinnst til.“
Eiginkona Jóns Alberts Sigur-
björnsson er Lára Guðmundsdóttir og
eiga þau þrjú
Jón Albert Sigurbjörnsson.
böm.
-HK
íslandsmeist-
arakeppni í
samkvæmis-
dönsum
Dansnefnd íþrótta- og
ólympíusambands íslands
stendur fyrir íslandsmeist-
arakeppni í tíu samkvæm-
isdönsum með frjálsri að-
ferð á morgun, 7. nóvem-
ber, í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði.
Samhliða verður keppt í K-
Dans
, A- og D-riðlum i grunn-
sporum hjá öllum aldurs-
flokkum. Fimm erlendir
dómarar dæma keppnina
og eru þeir frá Danmörku,
-v
Keppt verður í tíu sam-
kvæmisdönsum í íþrótta-
húsinu við Strandgötu á
morgun.
Noregi, Englandi, Þýska-
landi og Hollandi. Keppnin
hefst kl. 14.
Sandkoli Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Eggert Þorleifsson og Gunnar
Helgason leika feðgana.
Við
feðgarnir
Hafnarfjarðarleikhúsið Her-
móður og Háðvör sýnir í kvöld
leikritið Við feðgamir eftir Þor-
vald Þorsteinsson. Sagan gerist í
fjölbýlishúsi í höfuðborginni og
skyggnist Þorvaldur inn í sál-
arkima þess fólks sem þar býr.
Þetta er dramatískt verk en
kímnin er þó aldrei langt undan.
Leikhús
í hlutverkum í leikritinu eru
Eggert Þorleifsson, sem leikur
föðurinn Oddgeir, Gunnar
Helgason, sem leikur Steingrím
son hans, Björk Jakobsdóttir,
sem leikur Valgerði dóttur Odd-
geirs, Ari Matthíasson leikur
Einar, æskuvin Steingríms, og
Þrúður Vilhjálmsdóttir leikur
Maríu, vinkonu Einars. Eggert
og Ari eru að leika í fyrsta sinn
í Hafnarfjaröarleikhúsinu. Aðrir
hafa leikið þar áðm'. Leikstjóri
er Hilmar Jónsson, leikmynd
gerðir Finnur Amar Arnarsson,
búninga Þórunn María Jónsdótt-
ir og tónlist er eftir Margréti
Ömólfsdóttur.
Bridge
Það getur oft verið stutt bilið á
milli lifs og dauða í bridge. I þessu
spili, sem kom fyrir í úrslitum Is-
landsmótsins í tvímenningi, standa
6 lauf á hendi suðurs en eru vonlaus
með hjarta eða tígli út frá austur-
hendinni ef norður er sagnhafi. Ef
sex lauf eru spiluð i suður er hægt
að fría hjartalitinn og henda 4 tígl-
um niður í fríslagina í hjarta. Sagn-
ir gengu þannig á einu borðanna,
vestur gjafari og NS á hættu:
4 G
* KG10943
* 875
* Á84
* ÁK107642
«4 -
* K1093
* 73
4 -
44 D7
* ÁDG42
* KDG1092
Vestur +Norður Austur Suður
4 4 pass pass 5 * *
pass pass 5 4 pass
pass 6 * dobl p/h
Vestur hindraði í upphafi á 4
spöðum og þegar sú sögn kom til
suðurs stóð valið um að segja 5 lauf
eða fjögur grönd til að sýna báða
láglitina. Suð-
ur fann leiðina
til lífsins með
því að segja 5
lauf en fjög-
urra granda
sögnin hefði
gert norður að
sagnhafa í lauf-
samningi.
Norður átti erf-
iða ákvörðun
yfir 5 spöðum en pass suðurs hafði
reyndar lýst áhuga á áframhaldi.
Fyrir 6 lauf dobluð og staðin fengust
36 stig af 38 mögulegum en algeng-
asta talan var reyndar 300 í NS fyr-
ir 6 spaða doblaða. NS fengu reynd-
ar yflr meðalskor fyrir þá tölu eða
24 stig. ísak Öm Sigurðsson