Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 4
f Ó k U S 6. nóvember 1998
Nú er jólaplötuflóðið fyrir aivöru skollið á. í vikunni komu út fjölmargar plötur og allir popparar sem vettlingi
geta valdið vilja vekja á sér athygli. I flóðinu miðju er Bang Gang, sem er að gefa út sína fýrstu plötu.
Lög bandsins, sem komið hafa út á safnplötum, hafa vakið heilmikla lukku, enda á ferð sterkt melódískt
tölvupopp. í Banginu eru Barði Jóhannsson og Esther Talía Casey. Plötuflóð kallar á viðtalsflóð við poppara
og eins og plöturnar þurfa viðtölin að vekja athygli, helst að vera flippuð og „öðruvísi“.
Bang Gang hitti dr. Gunna og lögð vom á ráðin hvernig hægt væri að gera eitthvað flippað.
'XX
ísak Jónsson er hönnuður CD-ROM
dlsksins sem mun fylgja frrtt með DV.
Ókeypis
CD-ROM
diskur um bíó
Þann tuttugasta og sjöunda
þessa mánaðar mun CD-ROM
diskur fylgja DV. Þetta er diskur
sem inniheldur spurningaleik
með fimm hundruð spurningum
tengdum kvikmyndum ásamt upp-
lýsingum um væntanlegar kvik-
myndir. Þá verður sýnt úr helstu
myndunum, viðtöl við leikarana
og jafnvel heimildarmyndir um
gerð sumra myndanna.
Heilinn á bak við þetta allt sam-
an er ísak Jónsson margmiðlun-
arhöfundur. Hugmyndin er algjör-
lega hans og hefur hann verið á
fullu við að skipuleggja og hanna
diskinn undanfarið.
„Ég er bara að leggja lokahönd
á diskinn þessa dagana. Dæla inn
á hann efni og ganga almennilega
frá honum,“ segir ísak en það er
fyrirtæki hans, Eldvirkni/Marg-
miðlun, sem gefur diskinn út.
Allra síðasta
sýning á Síöasta
bænum í daln-
um verður á
sunnudaginn kl.
14. Enn eru ein-
hver sæti laus.
islenskt sveitarævintýri sem Super Mario-kyn-
slóðin sættir sig við. Sýnt í Hafnarfjarðarleik-
húslnu Hermóði og Háðvör. Sími 555 0553.
Trúðarnir Barbara og Úlfar verða með sér-
staka barnasýningu á sunnudaginn kl. 15 í
Kaffllelkhúsinu í Hlaðvarpanum. Þar munu
trúöarnir hafa frammi sln barnalegustu trúðs-
læti - sem sannast sagna hæfir öllum trúðum
best. Enn eru sæti laus. Síminn er 5519055.
Mögulelkhúsið
við Hlemm sýn-
ir Snuðru og
Tuðru á morg-
un kl. 14. Á
sunnudaginn er
það síðan Góö-
an daglnn, Eln-
ar Áskell á
sama tíma.
Bróðir mlnn, LJónshJarta eftir Astrld Llndgren
veröur leikinn tvisvar á sunnudaginn I Þjóð-
lelkhúslnu. Uppselt er á tvö-sýningu en enn
eru til miöar á sýninguna klukkan fimm. Sím-
inn er 5511200.
Dlmmallmm verður í Iðnó á morgun kl. 14 og
eru enn til miöar. Þetta ævintýri er sprottiö
upp úr svo rammíslenskum raunveruleika aö
Dimmalimm gengur enn um á meðal vor. Sími
530 3030.
meira a.
www.visir.is
„Það verður náttúrlega að vera
grln í gangi,“ segir Barði og hugs-
ar sig um. „Þegar allir verða fullir
saman - eins og á menningamótt
og um verslunarmannahelgi - þá
veröa sumir flippaðir og setja upp
kabbojhatt og svona sjálflýsandi
hálsmen. Það er hægt að fá sér
flippvaming. Þegar þú ert orðinn
fullur geturðu keypt þér flipp og
orðið flippari. Við ættum kannski
að gera það? Fara í kraftgalla,
kaupa flipp og æpa eitthvað; Siggi!
Siiiiiggggi! Myndi það duga?“
Naaa, í poppinu blífa núflippaö-
ar hugmyndir betur en flippvarn-
ingur.
„Við getum þá ekki sloppið ódýrt
út úr þessu?“
Nei, poppararnir þurfa að flippa
feitar en almúginn. Hvaö segiöi t.d.
um að Fókus sendi ykkur aö vinna
einn dag í fiski?
„En væri það ekki súrt í staðinn
fyrir að vera flippað?" spyr Esther.
„Það væri kannski dálítiö flippað,
en við myndum líklega bara
skemma eitthvað.“
Nú, hafiði aldrei verið í fiski?
„Aldrei nokkum tímann. Maður
er náttúrlega ekki alvöru mann-
eskja."
„Ég hef verið á trillu," leiðréttir
Barði, „einn túr. Það gerði óveður,
ég ældi og ákvað að fara aldrei aft-
ur á trillu."
Hvaö meö að við fœrum saman í
fallhlífarstökk?
„Úff, það væri flipp upp á líf og
dauða," segir Esther. „Ég rétt voga
mér í tívolítækin."
„Væri ekki galiflippað ef blaða-
maðurinn setti hausinn á sér upp í
rassinn á viðmælanda?" spyr
Barði, „og tæki viðtalið þar.“
Helduróu aó hann kœmist inn?
„Það er aldrei að vita. Þú gætir
þá sett höndina í staðinn."
„Nei, þá er þetta komið út í ein-
hvern sora,“ segir Esther og blöskr-
ar vitleysan.
„Já, en það væri samt flippað."
Skór með
frönskum rennilás
En aö setja ykkur í aö spila fyrir
fólk sem hefur engan áhuga á ykk-
ur, t.d. gamlingja?
„Við höfum nú eiginlega lent í
því,“ segir Esther. „Það var á
Gauki á Stöng og þar fannst mönn-
um við vera heldur í rólegri kantin-
um, ekki nógu rokkuð. Þetta vom
margir síðhærðir rokkarar með
bjór í hönd.“
Hvernig líst ykkur annars á
gamla fólkió í dag?
„Það er flippað," segir Barði og
er strax farið að hlakka til að verða
gamalmenni. „Ég ætla að verða
með kjaft. Ætla að segja - „djöfuls-
ins hávaði er þetta í ykkur, ekki
var ég svona" - og enginn fattar
húmorinn. Það er örugglega til
gamalmennahúmor sem enginn
skilur. Svo sitja gamalmennin og
hlæja að því - „djöfull var ég pirr-
aður við þennan í dag.“
Hvernig líst ykkur á gamal-
mennatískuna?
„Mér flnnst hún flott,“ segir
Esther, „ég er oft í gamlingjapeys-
um. Það eru líka margir sem skera
sig úr. Ég sé oft gamla konu niðrí
bæ sem er alveg klædd eftir ung-
mennatískunni í dag. Annars veit
ég ekki hvort það sé til einhver
gamalmennatíska. “
„Jú, svona skór með frönskum
rennilás," grípur Barði fram í.
„Þau em yfirleitt snyrtileg til fara,
í jakkafötum, en svo í íþróttaskóm
með frönskum rennilás. Ég ætla að
fá mér svoleiðis, helst á morgun."
Við búum á jörð
Heitir platan ekki You?
„Jú. Ellefu lög, sum hafa komið
út áður. Það er kominn tími til að
fólk geti heyrt þessa snilld alla á
einum stað.“
Allt á ensku?
„Já, allt á útlensku, maður."
Og hvaö eruöi aö syngja um?
„Bara eitthvert kjaftæði. Það er
mikið af „you“. Það eru tvær setn-
ingar á íslensku, en ég ætla ekki að
segja hverjar þær em. Þær eru lágt
undir og erfitt að greina þær.“
Ætliöi þá aö meikaöa í útlöndum?
„Nei, bara meikaða á íslandi. Er
ekki í lagi þó við syngjum á ensku?
Það þýðir ekkert að fara sveitaball-
aleiðina, láta fólk skilja hvað text-
arnir eru lélegir. Nei, í alvöru, það
er fáránlegt að vera að tvítaka þetta
upp. Auðvitað sendum við þetta
eitthvað út. Við búum á jörð, ekki
bara á eyju.“
Hvert mynduöi fara ef þið fœruö
eitthvaö flippaö út aö boröa?
„Fá okkur svínatussu á Select.
Svona kartöfludrull með majonesi.
Nei, nei, ég tjái mig
ekkert um hvort það sé besta bens-
ínstöðin."
Hvernig finnst ykkur auglýsinga-
lagiö frá þeim?
„Hræðilegt!" segir Esther og
springur úr hlátri.
„Hrossalagið?" spyr Barði. „Það
er svona hestataktur í því. Dudd
duddud duddud duddud. Fínt
brokklag!"
Stelpustúss
Sakniði þess aö vera ekki ungling-
ar lengur?
„Nei, ekki baun,“ segir Esther.
„Ég horfi stundum á unglingana í
dag og hugsa bara, guð minn góður,
var ég virkilega svona? Það er svo
erfitt að vera til á þessum aldri,
maður gerir sér grein fyrir því eft-
ir á. Alltaf svo mikið af flækjum og
eitthvað, óþarfa veseni.“
„Mér finnst það einmitt öfugt,“
játar Barði.
„Varst þú ekki í stelpustússi?"
spyr Esther sambanga sinn.
„Ég var bara í alls konar stússi.
Flækjumar era að byrja fyrst núna
þegar ég er kominn af þessum aldri.“
„Þú ert líka að taka þetta út
núna,“ segir Esther, „hélst upp á af-
mælið þitt í bíó um daginn."
„Æ-já. Enginn af vinum mínum
hafði drukkið og farið í bió áður.
Ég ákvað að bjóða fólki heim til
mín og síðan yrði fariö í bíó. Ég
hellti í þá og það endaði á því að
einn vinurinn múnaði í bíó
og okkur var hent út, algjör
snilld!" -glh
t»Vl MIDUR KOMUMST VIÐ ERKI
NEÐAR í DAG, VEROUR AD
KOMA AFTUR Á MORGUN fl
EN EG GÆTI KIÓ KANNSKl
REYNT AD KOMA Á MOTl bER...