Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 25
Unun stingur í á 22 í tilefni af útkomu Fókus ákvað að ofan af þessum öskra sagnakennda Hvað hefurðu verið að gera þetta árið? „Fyrstu tvo mánuðina var ég að vinna á „take out“-staðnum Gott i gogginn, svo fór Unun til Danmerkur og hélt tónleika þar og ég fór þaðan með bílaleigubíl til Þýskalands. Síðan höfum við verið að taka upp plötu og í haust fór ég í heimspeki i Háskól- anum og ég er líka póstur hálfan daginn. Það er svona frekar mik- ið að gera hjá mér þessa dagana og i fyrsta skipti á ævinni er ég að nota fílófax til að halda utan um þetta allt saman.“ En hversu náið er samband ykkar dr. Gunna, veistu hvar hann er í augnablikinu? „Hann er örugglega að kúka , núna. Er klukkan ekki hálfþrjú? Hann gerir það yfirleitt um það leyti." Bjóstu ekki fyrir nokkrum árum í kjallaranum hjá Þór Eldon? „Jú, ég held ég hafi búið þar í nokkur ár.“ Hvernig var það? „Bara. Þessi íbúð er mjög fin og burtséð frá því hver bjó á efri hæðinni þá var fínt að búa þarna. Þór breytti því hvorki til hins betra né hins verra.“ Og býrðu í einhverjum kjallara núna? „Já, þvi miður, enn þá. Það er reyndar mjög finn kjallari. Ég held að ég sé búin að búa i þrem- ur kjöllurum í Reykjavík.“ Þú hefur samt ekki aUtaf húið í kjallara, er það? „Nei. Ég bjó einu sinni í litlu einbýli og á annarri hæð í Hafn- arstræti, í svona kommúnu. Þetta er í sama húsi og Kaffi Thomsen er núna, var spilatorg þá.“ Og er það satt að þú búir með gæja frá Keflavík? „Nei. Ég á engan kærasta en ég er frá Keflavík og hef því átt kærasta þaðan en það var einum kærasta síðan.“ í einum texta á nýju plötunni segistu skoða Atlasinn á nóttimni þegar þú ert andvaka. Gerirðu það? „Nei. Hugmyndin að þessum texta er frá dr. Gunna. Hann á mikið af hugmyndunum á bak við þessa texta og svo vinnum við þá saman.“ Drapstu einu sinni á míníbar? „Nei, ég hef aldrei drepist á mínibar. Ert þú eins og allir hin- ir, heldurðu að það sem söngkon- an syngur sé eitthvað sem hún hafi upplifað? Bara svo þú vitir það, þá er textagerð ekkert öðru- vísi en skáldsagnagerð. Sama hugmyndafræðin á bak við það. Höfúndurinn setur sig í spor ein- hvers sem gæti gerst og spinnur út frá því. Svo textamir hjá Unun eru yfirleitt skáldskapur." Hvað með Heiðu og barneignir? „Mig langaði alveg rosalega mikið að eignast þrjú böm þar til fyrir sex dögum. Þá var ég að ganga upp Hringbraut í svörtum leðurfrakka sem ég var nýbúin að kaupa mér. Og það virðist sem það séu álög á þessum frakka því með hverju skrefinu sem ég tók fór mig minna og minna að langa í börn. Ég fór bara að hugsa um að fara kannski til Berlínar og ferðast og eitthvað svoleiöis áður en ég eignast börn. Þetta er ör- ugglega yfimáttúrlegur frakki því mig er búið að langa mjög mikið í krakka undanfarin tvö ár.“ Af hverju fékkstu leiða á hanakambnum? „Ég var ekki beint komin með leiða á honum sem slíkum, held- ur því að vera alltaf eins. Ég er þannig manneskja að ég þarf and í kvöld á efri hæðinni u afurðarinnar. ú 7' __eyra Heiðu í Unun og fletta pönk-hippa sem hefur verið að exta iundanfarin þrjú, fjögur ár. breytingu. Spuming hvort þetta sé þessi slöngu-effekt. Slöngur skipta reglulega um skinn og ætli ég sé ekki eins.“ Er það satt að þú hafir alltaf snúið bolnum öfugt þegar þú vannst í sölu- turninum Svarta svaninum? „Já, það er alveg dagsatt." Af hverju? „Af því það var svona stór mynd af svani frarnan á bolnum og önnur við öxlina og mér leið eins og ég væri í íþróttafélagi. Svo ég spurði bara eigandann hvort ég mætti ekki snúa bolnum öfugt. Hann sagði að ég væri skrýtin og þannig komumst við að samkomulagi. Það ótrúlega við þetta er að það em bara fjögur ár síðan og mér líður eins og þau „Mig langaði alveg rosa- lega mikið að eignast þrjú börn þar til fyrir sex dögum. Þá var ég að ganga upp Hringbraut í svörtum leðurfrakka sem ég var nýbúin að kaupa mér. Og það virðist sem það séu álög á þessum frakka því með hverju skrefinu sem ég tók fór mig minna og minna að langa í börn.“ seu fimmtan pví það er svu margt búið að gerast síðan.“ Hvernig finnst foreldrunum að eiga rokkdóttur? „Þau eru mjög stolt af mér, held ég. Sérstaklega þar sem þau eiga bara eitt bam og hafa því ekki um neitt að velja. Ég held því að þau muni alltaf bakka mig upp í hverju sem ég tek mér fyrir hendur. En mamma hefur líka alltaf haft það á tilfinningunni að ég yrði á sviði í framtíðinni. Ég var frekar athyglissjúk sem krakki og var alltaf að leika og svona.“ Eru þau rokkarar? „Þau voru hippar. Eignuðust mig ung og við vorum frekar sæt hippafjölskylda. Pabbi er ofsalega góður á gítar en ekki jafn góður songvari. Maumia syngur aiiui a móti vel en er ekki jafn flink á gítarinn. Og ég er svona að vona að ég hafi erft kostina frá þeim.“ Verðurðu hjá þeim á aðfangadagskvöld? „Já.“ Afgreiðslukonan kallar yfir sal- inn að það sé síminn til einhverr- ar Ragnheiðar. Heiða hleypur í símann og kemur skælbrosandi til baka, stuttu seinna. „Ég er líka að fara á sjóinn," segir hún og hlær. „Gunni var aö hringja og spurði hvort ég vildi fara á sjó. Það er útgáfupartí hjá Stuðmönnum. Ekkert smá snið- ugt hjá þeim,“ heldur Heiða áfram og þar með lýkur þessari yfirheyrslu. -MT 6. nóvember 1998 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.