Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 19
Þröstur (í miðjunni) skemmti sér vel á fyrsta sveitaballi Súrefnis. Næstu fjórir klukkutímar fara svo í bið. Strákarnir taka sig til á skotstundu en svo sitja þeir bara þarna og láta sér leiðast. Spjalla um að kvöldið í kvöld ætti að verða helvíti gott þar sem það er ótrúlega góður hópur á staðnum. Allir strákarnir hressir og Skitamóral hlakkar til að sjá hvernig Súrefni virkar á sveitaballi. Strákarnir fara þá að bögga Adda Fannar sem er að laga rastana í hárinu. „Þvílíkt maus,“ tilkynnir Gunni. Addi hummar þá af sér en seg- ir svo að feitin fyrir hárið sé að verða búin og þá sé bara að fara út í bíl og redda sér koppafeiti. Strákamir flissa og Hebbi fer að heimta upphitun og tekur penna og blað til að skrifa niður pró- gramm. Ég læt mig hverfa og fer upp og hlusta á Sóldögg spila á ung- lingaballi. 7.-10. bekkur hoppar og skoppar um salinn. Allir að fila sig vel og augljóst að það er góð stemning í hús- inu. Útvarpsstöðin Mono er líka á staðnum og sendir beint. Sóldögg klárar sig af og litlu stelpurnar tryllast þeg- ar Skítamórall mætir á svið- ið. Þeir gefa krökkunum það sem þeir vilja og spila öll lögin sín ásamt einhverjum kóverlögum. Prógrammið þeirra er mjög þétt og hvergi gat á milli-laga. Ekk- ert Bubbaspjall eða neinn áróður. Bara hrein tónlist í klukkutíma og svo era þeir horfnir. Ég drösla mér út í rútu eft- ir að hafa kvatt Real Flavaz og Anthony í anddyrinu. Þau ætla að fljúga strax heim, þau eru ekki alveg að meika Miðgarð og langar að komast sem fyrst heim í Breið- holtið sitt. Erótísk stemning í rólegu lagi hjá Skítamóral. Óverdós af poppstjörnum Gummi umboðsmaður til- kynnir að kvöldmaturinn verði étinn á Kaffi Krók. Hann hefur samt áhyggjur af því að starfs- fólkið flippi út þegar hann fyllir staðinn af poppstjörnum. Gummi hefur lent í ótrúlegustu ævintýrum. Einu sinni var hann að keyra rútuna fyrir Sólina þeg- ar gerður var aðsúgur að rút- unni. Bassaleikar- inn fór út til að róa lýðinn en var laminn í jörðina, þá fór rótarinn og það sama átti við hann. En þegar Helgi Björns steig út úr rút- unni þá róaðist mannskapurinn. Lýðurinn þorði ekki í stjörnuna sjálfa. Á Kaffi Krók hitti ég Þröst og spyr hann hvemig ferðin hafi verið. Hann segir hana hafa verið algjört rugl. Hann mætti á unglingaballið þegar hálft lag var eftir af prógramminu þeirra. „Það var nú allt í lagi,“ seg- ir Palli ^g glottir. „Ég spilaði bara helmingi hrað- ar.“ Þeir hlæja og sötra bjór og ég spyr hvernig hafi verið á Akur- eyri. „Sól og blíða,“ svarar Þröstur og heldur áfram að sötra ölið. Hljómsveit- | irnar matast og er strax I skipað út í rútu aftur. Menn eru byrjaðir að hita sig upp með bjór og allir farnir að kynnast og svona. Skrýtið að sjá teknóboltana í Súrefni fíflast í rútunni með Skítamóral. Now 6 er i sjón- varpstækinu og mannskapurinn syngur með bestu hljómsveitum ársins 1984. Ég tek eftir því að Beggi er horfinn. Félagar hans segja mér að hann eigi ættingja á Krókn- um og sé í mat hjá þeim. Ég tek það svar gott og gilt og sest við borð (já, það eru borð í rútunni) hjá Adda Fannari og Hebba. Spyr þá hvaðan nafnið sé komið. Þeir segja mér að Einar Bárðar, “image preserver” hljómsveitar- innar, hafi fundið upp á því. En Einar er hálfbróðir Adda og hef- ur staðið við bakið á strákunum frá því þeir stofnuðu grúppuna árið 1989. „Fyrstu mánuðina kunnum við bara sex lög og spiluðum þau gegnum tíð- ina,“ segir Addi og nær að bægja hlátrin- um frá sér. „Einu sinni klæddum við okkur upp í hommaföt og spiluðum diskó í Gjánni á Sel- fossi.“ „Það gerum við aldrei aft- ur,“ fullyrðir Hebbi. „Svo gerðum við Gipsy King- syrpu sem hefur loðað við okkur síðan," segir Addi. Gunnar Ólason stendur fyrir ofan okkur og hlær þegar hann segir að syrpan sé mjög vinsæl í spinning. En ég spyr þá hvort þeir kunni ekki neinar almennilegar rokksögur? Einar heyrir spurninguna og segir: „Við vorum einu sinni að spila Final Countdown þegar ég sá hóp manna vera að berja bróður minn. Þetta var fyrir austan og ég stökk út i sal og réðst inn í hópinn. Það fór allt í háaloft og ég lenti í svaka slagsmálum. En það fyndna við þetta allt saman er að strákamir tóku ekki eftir því þegar ég stökk út í salinn og héldu því bara áfram að spila.“ Strákarnir flissa og Hebbi bassaleikari segir mér að einu sinni hafi náungi sem stóð fremst við sviðið gripið í ökklann á honum og rifið hann út í sal. „Við sáum hann bara hverfa ofan í skarann," segir Addi og svið og Þröstur byrjar að hamra á hljómborðið og Palli að forrita takt, séu þeir ekki rokkgrúppa að halda tónleika. Gestirnir byrja að hoppa og dansa við þungan takt teknósins. Þröstur öskrar í hljóðnemann og ljósa hárið kastast til þegar hann slammdansar við sjálfan sig. Það er brjáluð stemning í húsinu. Ég rekst á Gógó Möller rót- ara og spyr hann hvernig gangi. Honum líst vel á þetta. Þá spyr ég hann hvaða hlutverki hann þjóni í rauninni. Gógó öskrar: „Ég er bara rót- ari. Ef við værum ekki til staðar þá myndi ekkert ske.“ Gógó Möller er búinn að vera á flakki með Skítamóral í þrjá mánuði. Var hjá Greifunum sumrin ‘96 og ‘97 og líkaði vel. Gógó er KR-ingur og hlynntur ríkisstjórninni án þess að vilja viðurkenna að það sé uppskrift- in að góðum rótara. Því næst rekst ég á lögreglu- þjóninn Árna Páls sem er önderkóver. Hann er úr Reykja- vik en hefur verið á Króknum frá því í janúar. Árni Páls er rannsóknarlögreglumaðurinn á Sauðárkróki. „Skítamórall eru fmir,“ segir Árni. „Það besta við þá er að þeir spila aldrei sama lagið tvisvar og hafa aldrei hlé á milli laga sem er meira en hægt er að segja um sumar hljómsveitirnar sem spila hérna.“ Súrefni klárar sig af og Sól- dögg stígur á svið. Nú er fólkið fyllra og háværara en um dag- inn og það virkar vel með þétt- um hljómi Sóldaggar. Beggi söngvari gerir í því að kalla út í salinn og koma fólki í tryllta stemningu. Ég lendi á spjalli við stelpur úr Vestur-Húnavatnssýslu og bóndason úr Skagafirði. Smelli kóverlög og síðan sín eigin, sem virka vel á gesti. Fremst við sviðið leita hörðustu aðdáend- umir að færi til að snerta goðin og allir era að skemmta sér vel. Lagaval hljómsveitarinnar er úti um allt. Það er rokkið, væmnin og vanginn. Hver og einn einasti gestur fær eitthvað fyrir pening- inn sinn. Engin pása, bara hörð : þétt spilamennska út í eitt. Eftir rúman klukku- tíma hættir hljómsveitin og ljósin eru kveikt. Gest- irnir öskra, stappa og klappa. Þeir vilja meira, meira, meira. Og eftir nokkrar mínútur mæta allar hljómsveitirnar á sviðið. Hver grípur það hljóðfæri sem er næst og lagið Final Count- down byrjar. Beggi öskrar í hljóðnemann og við tekur frá- bært djamm sem enginn er svik- inn af. Hljómsveitirnar era á þvílíku róli og allt þetta kraðak á sviðinu sendir frá sér drullu- þétta tóna. Þannig líkur þessu balli sem er í rauninni ekkert ball, heldur rokktónleikar með stemningu sem við í Reykjavík náum ekki að upplifa nema þegar við flytj- um inn útlendinga. Við erum hinir sönnu smáborgarar sem sjáum ekki hvað við eigum því við eram svo mikil „stórborg" að við kaupum ekki neitt nema það sé útlenskt eða hljómi að minnsta kosti eins og það sé út- lenskt. Skafrenningur, pissustopp og bjór Um fimmleytið eru rótararnir loksins búnir að róta niður, eins og það kallast. Hljómsveitimar og undirritaður eru búin að inn- byrða óheyrilegt magn af bjór og árita brjóst, miða og plötur (þá allir nema ég). Rétt áður en við fórum vora hörðustu aðdáend- urnir nefnilega mættir við rút- una til að fá stjörnurykið á sig. Eða það er það sem Helgi Bjöms kallaði það þegar fólk vildi nálg- ast sig og þá SSSól. Við taka skafrenningur og pissustopp. Þröstur, Hanni og Hebbi hertaka geislaspilarann og hafa nákvæmlega sama tón- listarsmekkinn. Þeir blasta Dur- an Duran, Fatboy Slim, Red Hot Chili Peppers og kanadísku rappi yfír rútuna ásamt Wham, sem er óskalag fyrir Palla í Súr- Lokalag ballsins var spilaö af ollum hljomsveitunum. Hér er Beggi úr Sóldögg að öskra: „It’s the final countdown“ bætir þvi við að þeir hafi verið fegnir þegar þeir heyrðu áfram í bassan- um. „Já, af einhverjum ástæðum hélt ég áfram i að spila,“ botnar Hebbi. Hebbi skrifar nafniö sitt á barm aö- dáanda. Þeir strákar eru allir mjög greiöavænir hvaö allt svona varöar. alltaf," segir Hebbi og hlæf. „Þetta gat verið mjög vand- ræðalegt þegar við vorum að spila og vorum klappaðir upp. Þá áttum við ekkert aukalag og þurftum bara að byrja aftur á fyrsta lagi og svo koll af kolli.“ „Við höfum nú gert margt í Rokktónleikar en ekki ball Þetta er ekkert flóknara en það. Fimm hundruð manns öskr- andi og tjúttandi og drekkandi og reykjandi og dýrkandi hljóm- sveitirnar á sviðinu. Það þýðir ekki fyrir neinn að ljúga því að sér að þegar Súrefni stígur á mynd af bónda- syninum sem er í bol merktum Skítamóral. Hann segir mér að hann sé geðveikur aðdáandi. Eigi að vísu ekki nýju plötuna með Skítamóral en syst- ir hans eigi hana og hann sé mjög duglegur við að stela henni frá henni. „Skítamórall!“ öskrar stelpa við hliðina á mér og hleypur að sviðinu. Þeir eru mættir á sviðið. Gunnar spyr hvort fólk sé ekki að fá sér og um leið byrjar prógrammið. Þeir spila hvert lagið á fætur öðra. Ótrúlegustu efni. Hann vill meina að hann hati Duran og elski Wham. Beggi, Einar Ágúst, rótararnir og nokkrir Sóldaggarmeðlimir eru aftast í rútunni að hlusta á sögur frá Begga og Einari. Þeir eru augljóslega sögumenn hóps- ins og ryðja upp úr sér þvílíkum rokksögum að það hálfa væri nóg. Þetta eru sögur af gömlum kempum, ævintýrum og ein- hverju sem þeir segja að sé rokk samkvæmt einhverjum órituð- um bókum. Mikael Torfason 6. nóvember 1998 f Ó k U S 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.