Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 14
pungar Michael Jackson leggur senni- lega seint hendur á fullorðna en þegar um óharðnaða unglinga er að ræða gegnir öðru máli. Fyrir fimm árum komst hann í fréttir fyrir að svívirða 12 ára pilt. Málið hvarf furðu fljótt eftir að konungur poppsins leysti málið með bóta- greiðslum. Nú hefur komist upp hversu mikið sá nefnetti þurfti að borga: pilturinn fær 350.000 dali á ári í 40 ár (24 milljónir kr. á ári), foreldrar hans, sem eru skilin, fengu milljón dali á mann og Mich- ael greiddi lögfræðingum piltsins 3 milljónir. Samtals hljóðar því reikningurinn upp á 19 milljónir dala; einn milljarð, þrjú hundruð og þrjátlu milljónir króna, en kannski sér samt ekki högg á vatni, enda er Michael Jackson einn rík- asti poppari heims. 3. kafli Apa- nnaðurinn f Hann Ian Brown, fyrr- um söngvari í Manchest- er-sveitinni Stone Roses fékk í vik- unni fjög- urra mánaða dóm fyrir að hóta flug- freyju í miðju flugi. Ian hótaði með látum að höggva af henni hendurnar ef hún hlypi ekki strax og sækti handa sér drykk. Ian vældi fyrir rétti og hélt því fram að hann hefði verið þreyttur og með hálfgerðu óráði eftir að hafa verið á MTV-sjói í París. Hann baðst þráfaldlega af- sökunar og sagði að þar sem tón- leikaferð stæði til myndu 100 manns missa vinnuna ef hann færi í steininn. Þegar ekkert af þessu gekk á dómarann æpti söngvarinn að hann hefði ekki gert neitt af sér. Það gekk ekki heldur, svo Ian, sem kallaði siðustu sólóplötuna sína „Unfinished monkey business", verður að dúsa í búri fram í mars. plötudómar 3S\S) pusssjisú.l ^/jlfinsllsss, ÍJJJJUJj^JJj ;^,|^I^S^;^44jjííJ^JiJJJj,-,JJ5JJJ3i jJJíij'jiJ pJJXJjiiJ,, 3J Jii/il VII ,3JjJJJJlJ JJJJJJJ JJUiJÍSfflS Whs '■j'hnif‘íÉsf'D'}jíuJ7ái P3if /ífís'/zAf ijíiiu sjBn’ó iJÍ; UJJoJUJJU jjlJUJ^^gl ÍiJJJjJJJ I ■ Jiil llJJJ I ^&Jj' JJJUÍ| iiyj'sííjjyjjjjjj jiJJijJUiJj£Jjij |ljjJllJJj|^jui Jaf'ó ui) jú ! ■ Dfj LjiJjjjjj pfjJJtJ/U/U UL j/UJJJJJJUJ'U A;:,; jjjjújjjuj ■ fc I m Ig, Verö cið fá meira hvaö? „Allt. Meira pönk,“ segir Magn- ús svefndrukkinn. Ólafur er að- eins betur vaknaður; „Þetta er óður til efnishyggjuhamingjunn- ar,“ segir hann en bætir við að fólk geti litið á þetta eins og það vill. Hvar standiö þiö - utan viö þetta allt saman? „Nei, við erum á kafi í þessu. Alltaf að reyna aö eignast meira.“ Eruöi þá góöœrir? „Góðærið hefur nú farið lítið um mína vasa,“ segir Ólafur, „það hefur ekki belgt þá neitt út.“ Magnús segist hins vegar hafa ver- ið að kaupa sér íbúð og segir Ólafi að hætta að barma sér. Er Örkuml pönk? „Þetta er skotið pönk en samt aðállega pönk.“ Hvernig kemur pönkiö út úr góö- œrinu? „Það kemur ekkert betur út,“ dæsir Magnús. Ólafur: „Ef það er góðæri þá er náttúrlega erfiðara að segja fokk ðe sístem, þó við segjum það nú lit- ið.“ „Við erum nefnilega meira svona áhugapönkarar," segir Magnús. Fariði þá úr pönkinu þegar þið komiö heim? „Nei, við erum nú bara í svona hversdagsklæðnaði - ekkert í ein- hverjum pönkgalla. Maður er bara í sínum skltuga galla sem maður hefur ekki þvegið í viku af því að maður nennir því ekki,“ segir Ólafur án þess að blygðast sín. Kannski einhver hómófóbía í gangi „Við getum sagt að við séum ekki skoðanalausir," segir Ólafur aðspurður um textana. „Hæðnin hefur verið eitt helsta stílbragð okkar íslendinga i gegn- um tíðina og við notum það óspart. Við hæðumst að flskveiðistjóm- inni og hinu og þessu - líflnu sjáifu. Textar eiga að skipta ein- hverju máli, það er skemmtilegra þegar hljómsveitir hafa eitthvað að segja. Tjá sig um eitthvað.“ „Ég held það skipti engu máli,“ muldrar Magnús. „Skoðanaágreiningur innan hljómsveitarinnar," segir Ólafur og hlær. Hvernig finnst ykkur íslenskir textar? „Megas er alltaf bestur,“ sam- þykkja þeir, „og textarnir hjá Bigga í Maus em ágætir,“ bætir Ólafur við. „Poppið virðist nú aðal- lega vera óttaleg froða, þetta sem maður heyrir. Þessir textar virðast einskorðast við að komast upp á hitt kyniö, menn em dálítið mikið að lýsa yflr gagnkynhneigð sinni í tíma og ótíma. Það er kannski ein- hver hómófóbía í gangi. Við erum svo sem að því líka, en tökum á því groddaralegri tökum.“ Um hvaó er lagiö „ Ungfrú lunda- pysja“? „Þjóðhátíðarnótt í Heimaey. Þetta verður kannski Þjóðhátíðar- lagið næsta ár.“ Hafiöi spilaö í Vestmannaeyjum? „Nei, en ég hef farið þangað á fyllirí," segir Ólafur. Hafiöi spilaö mikiö úti á landi? „Nei, bara einu sinni í Keflavík, það vom frekar daufir tónleikar,“ svarar Magnús og það þyrmir yfir hann. „Ef okkur býðst það væram við alveg til í að spila úti á landi.“ Hvernig líst ykkur á landsbyggö- arstefnuna? „Mér finnst að það ætti að gera stór þorp, eitt á Vestfjörðum, eitt á Akureyri og eitt á Austfjörðum. Svo á ekki að halda uppi neinni byggðastefnu heldur gera landið allt að einu kjördæmi.“ Vilduö þiö búa einhvers staöar á 2000 manna staö? „Nei, ég vildi heldur vera bóndi,“ segir Magnús bóndalega, „það hlýtur að vera hræðilegt að búa í þessum fiskiplássum, maður veit það reyndar ekki að óreyndu." Hvaö þarf til aö þiö séuö ánœgö- ir? „Það þarf aðallega að vera stutt á næsta pöbb,“ segir Ólafur. Café Rústum pleisinu Er mikiö félagslíf í Örkuml? „Nei, við hittumst eiginlega bara á æfingum og þegar við spil- um. Það er af sem áður var þegar við vorum alltaf blindfullir ein- hvers staðar. Það hætti allt þegar Óli breyttist í húsfoður f Kópa- vogi,“ segir Magnús. „Við erum orðnir gamlir og þroskaðir, en pönkum enn til að halda okkur ungum,“ segir Ólafur. Hvernig sjáiöi svo framtíöina hjá Örkuml? „Ja, vonandi getum við ein- hvem tímann opnað kaffihúsið „Café Rústum pleisinu". Þar verð- ur pönk og heimatilbúinn matur, svona ræflaréttir - egg brædd sam- an með frönskum kartöflum og eitthvað - og það drukkið með frostpinnalanda og öörum drykkj- um sem við eram búnir að hanna. Svo má náttúrlega eyðileggja eitt- hvað þarna inni, eins og nafnið gefur til kynna.“ „Þetta verður náttúrlega tón- leikastaður líka,“ segir Magnús dreyminn. „Maður þarf helst. að gerast erótísk hljómsveit til að komast einhvers staðar að.“ Ætliöi ekki aö slá í gegn í útlönd- um eins og öll hin böndin? „Það var einhver Svíi sem fílaði okkur á síðustu tónleikiun. Það er það næsta sem við höfum komist heimsfrægðinni.“ -glh Heimurinn og ég - Lög við Ijóð: ★ Didda - Strokið og slegið: ★★★ J-h.j jjJajjjJJjJij Steinn Steinarr þykir merkilegt skáld og hafa þó nokkur popplög verið barin saman af mismikilli natni við ljóð hans. Nú þegar fjöru- tíu ár eru liðin frá andláti hans, þykir það, ásamt þvl að hann hefði fyllt níutíu ár í október, nægileg ástæða til að gefa út safnplötu með gömlum slögurum i bland við nýja. Heimurinn og ég er vel unnin plata. Fagmannleg í alla staði, smekklega frá gengin og algerlega laus við frumleika, áræðni eða nokkuð sem gæti lyft henni upp úr flatneskjulegum útsetningum, sem virðast að mestu vera nákvæmlega eins og frumgerðirnar. Að því slepptu að í þeim var þó stundum að heyra að menn hefðu áhuga á því sem þeir væra að gera. Lög eins og Hudson Bay og Mið- vikudagur glata sínum gamla sjarma í dauðhreinsuðu digital- sándi, en era samt skárri en útgáfa Páls Rósinkranz af hinu (fyrrum) stórskemmtilega lagi Barn. Hvað er að, ungi maður, hvað er að!? Nýju lögin hljóma eins sérpöntuð og merkileg og heimkeyrð pitsa og skilja álíka mikið eftir sig í minn- ingunni. Til að kóróna partíið fylgja með upptökur af Steini sjálfum að lesa upp ljóð í útvarpinu árið 1954. Al- veg jafn spennandi og það hljómar. Frá dauðum skáldum til ódrep- andi; Didda, sem gerði texta fyrir hljómsveitina Vonbrigði í gamla daga þegar afí var með móhíkana- kamb, hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Líkt og á Heiminum og mér koma margir flytjendur við sögu á henni en þar endar samlíkingin. í stað „popplandsliðsins" akfeita og svifaseina, sjá ýmsir áhugaverð- ir einstaklingar um undirleikinn, sem Didda talar svo yfir. Trip-hop er ráðandi stíllinn en þó eru alls og ég er vel unnin plata. 7agmannleg í alla staði, smekklega frá gengin g algerlega laus við frumleika, áræðni eða nokkuð em gæti lyft henni upp úr flatneskjulegum útsetningum.“ kyns tilraunir í gangi og maður í þarf ekki að vera víðbuxa ungling- ur með hor í nös til að hafa gaman af gripnum. Aftur á móti er gott að vera ekki hneykslunargjam og/eða veikur fyrir hjarta, því sögurnar sem á plötunni eru sagðar draga mann á köflum ansi langt inn í raunveruleika sem hætt er við að sé ekki öllum að skapi. En þó eink- um þeim sem er illa við sannleik- ann. „Af þeim sem best standa sig bendi ég sérstaklega á Möggu Stínu og Valgeir, Sölva Blöndal og lagið „Dót“ með Sigurrós sem ætti hreinlega að banna innan sextán, svo óhugnanlegt er það.“ Gallinn við þetta er að á köflum er eins og maður sé staddur inn á sérlega mergjuðum AA-fundi, þó ég reyndar efist um að það sé hlustað á jafn góða tónlist þar. Af þeim flytjendum sem best standa sig bendi ég sérstaklega á Möggu Stínu og Valgeir, Sölva Blöndal og lagið „Dót“ með Sigurrós sem ætti hreinlega að banna innan sextán, svo óhugnanlegt er það. Flestir flytjendur komast vel frá sinu á plötunni. Þó vil ég benda Hilmari Jenssyni á það að þegar ég verð einráður verður það dauðasök að gefa hátíðnihljóð út á plötu. Þó Strokið og slegið sé ekki fullkomin plata er hún vel hlustunar virði. Og hefur sjálf- sagt forvarnargildi líka. Just say no, kids ... Ari Eldon f Ó k U S 6. nóvember 1998 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.