Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 15
Hljómsveitin
Fuck heldur
tónleika
á Gauknum
á miðvikudag
og fimmtudag
í tilefni af átta
ára afmæli
Hljómalindar
Venjulegir hæglyndismenn með óvanalega dónalegt nafn
Tónleikahald erlendra hljóm-
sveita á íslandi hefur verið fremur
dauft það sem af er á árinu, enda
voru Rolling Stones væntanlegir
mestallt árið og fáir lögðu í sam-
keppni við þau gömlu krumpudýr.
Hingað upp á sker er nú væntan-
leg hljómsveitin Fuck og kemur
hún til með að fokka i eyrum
rokkara næstu viku. Þetta er band
frá Kalifomíu sem hefur gefið út
tvær plötur, Pardon My French og
Conduct, hjá einu stærsta rokk-
merkinu í New York, Matador
Records. Þetta eru fjórir rólyndis-
menn og þó að nafnið, Fuck, bjóði
upp á ruddaskap og þimgarokk er
tónlistin þó frekar smekkleg og
hæglát þó oft sé skipt um gir og
rokkað drulluhart eða soðin upp
brengluð kamivalstemning. Fuck
minnir stundum á Velvet Und-
ergroimd, Slint eða Giant Sand.
Sagan segir að þeir Timmy
Prudhomme (söngur), Kyle
Statham (gítar og fiðla), Ted Elli-
son (bassi og píanó) og Geoff
Soule (trommur) hafi kynnst þeg-
ar þeir vom lokaðir inni í sama
klefanum eftir að hafa verið með
drykkjulæti á almannafæri fyrir
sex árum. Nafnið hefur bæði vak-
ið á þeim athygli og einnig orðið
þeim fjötur um fót og nokkmm
sinnum hafa þeir verið neyddir til
að koma fram sem „Fork“.
„Ýmislegt skrýtið gerist þegar
maður nefnir bandið sitt Fuck,“
segir Timmy. „Fólk fer að segja
manni ýmsar sögur af nafninu.
Kiss vildi á sínum tíma kalla sig
Fuck og fólk spyr okkur hvort við
séum Kiss-aðdáendur. Við héldum
að einhver hefði þegar notað þetta
nafn en enginn hafði gert það.
Fólk verður hissa þegar það heyr-
ir í okkur - á von á einhverju allt
öðra - en það sýnir bara að það á
ekki að dæma bókina eftir káp-
unni. Það hefur þó komið i ljós að
fólk man alltaf hvað við heitum."
Um textagerðina segir Timmy:
„Mér finnst hugvitsemi vera gagn-
legt stílbragð. Til að vera í takt við
allt heimskulega kjaftæðið sem er
í gangi í músíkheiminum í dag
reyni ég að semja texta sem
hljóma eins og heimskulegt
kjaftæði. Þannig get ég haft eitt-
hvað að segja!“
Tónleikar Fuck era haldnir í til-
efni af átta ára afmæli Hljómalind-
ar og fara fram á Gauki á Stöng
miðvikudaginn 11. og fimmtudag-
inn 12. Pomopop spilar með bæði
kvöldin en Sigur Rós bætist við á
miðvikudaginn og Unun á fimmtu-
daginn.
Pnnk ng málafprli
1. kafli
Byltingin
étur
bömin sín
Pönkarar era ekkert skárri en
popparar þegar lögin era annars
vegar. Nú hafa þrír fyrram með-
limir ræflarokksveitarinnar Dead
Kennedys kært söngvara sveitar-
innar, Jello Biafra, fyrir að hirða
allan ágóða af plötunum og skilja
þá eftir slyppa og snauða. Til að
forðast gráðuga arma stórra kol-
krabbafyrirtækja stofnaði bandið
sitt eigið fyrirtæki 1979 og kallaði
það Altemative tentacles, Aðrir
armar. Jello varð einráður hjá fyr-
irtækinu 1986 þegar Dead Kenn-
edys lagði upp laupana en nú seg-
ir gítarleikarinn East Ray Bay að
fyrrum félagar vilji ekki vinna
lengur á samyrkjubúi Jellos.
„Biafra lætur eins og stórfyrir-
tæki. Hann hefur snuðað okkur
um stefgjöld og ágóðahlut af plötu-
sölu. Þetta er kaldhæðnislegt því
að þegar við stofnuðum fyrirtækið
vildum við losna undan græðgi
stórfyrirtækjanna. Eftir að Jello
varð einráður hefur hann orðið að
því sem hann hataði. Hann hefur
saurgað þann anda sem við lögð-
um upp með.“
Jello hefur ekki enn svarað fyr-
6. nóvember 1998 f Ó k U S
15