Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 29
Kvikmyndir Cameron Oiaz: The Mask 1994 sFeeling Minnesota 1996 »She's the One 1996 oKeys to Tulsa 1997 ©Head above Water 1997 >My Best Friend's Wedding 1997 ® A Life Less Ordinary 1997 oThere's Something about Mary 1998 ®Fear and Loathing in Las Vegas 1998 „Cameron er Mary,“ segir Peter Farrelly, annar Farrely-bræðra sem gerðu There's Something about Mary: „Eins og Mary þá er Camer- on Diaz stúlka sem allir vilja kynn- ast. Ég fullyrði aö allir sem unnu við tökur á Mary ... voru skotnir í henni. Cameron er falleg, góð stúlka og skemmtileg, alveg eins og Mary á að vera þannig að það var okkar heppni að hún skyldi leika Mary.“ Þetta viðhorf til þessarar ungu leikkonu hefur verið ríkjandi frá því hún sló í gegn í The Mask, en þá spáðu því ekki margir að hún ætti eftir að komast jafnfljótt á toppinn og raunin hefur verið og því síður að hún mundi sanna sig sem einhver besta gamanleikkonan í Hollywood. Cameron Diaz fæddist 30. ágúst 1972 í San Diego, Kaliforníu. Faðir hennar er verkstjóri á olíuvinnslu- stöð og móðir hennar er sölumaður á ferðaskrifstofu. Diaz lauk aðeins grunnskólaprófi. Þegar hún var sextán ára tók heiðarlegur tísku- ljósmyndari eftir henni og tók af henni myndir. Nokkrum vikum síðar var hún komin með samning við Elite Modeling Agency. Diaz segir sjálf að það hafi verið frekar erfitt að sannfæra foreldra sína um að hún væri í öruggum höndum þegar hennar fyrsta starf var að fara til Japans ásamt einu öðru módeli sem var einu áru yngra en Diaz, en eins og flestir ákveðnir unglingar nútímans hafði hún sitt fram gagnvart foreldrum sinum. Næstu fimm árum eyddi hún í tískubransanum og vann sig upp í að verða einhver vinsælasta tán- inga ljósmyndafyrirsætan og var á forsíðum blaða á borð við Mademoiselle og Seventeen og var í auglýsingum hjá Calvin Klein, Levi's og Coca Cola svo eitthvað sé nefnt. Átti fyrst að vera varaskeifa Það var umboðsmaður hennar sem stakk upp á því að hún færi að líta í kringum sig eftir kvikmynda- hlutverkum. í kjölfarið fór Diaz í prufur. Eftir tólf prufur var loks hringt í hana og henni boðið að vera staðgengill í The Mask þar sem það þyrfti að æfa dans en ekki var búið að ráða leikkonu í hlut- verkið. Diaz tók boðinu, en fór jafn framt að vinna i því að fá hlutverk ið, sagði meðal annars við leikstjór- ann Charles Russell, að það væri ekkert vit í því að hún væri að æfa dansspor sem önnur leikkona myndi síðan apa eftir. Russell, sem leist vel á þessa ungu stúlku, fór til framleiðenda myndarinnar og sagði að það væri ekki svo vitlaust að taka áhættu með þessa stúlku þótt reynslulaus væri. Hann haföi sitt fram og Diaz var ráðin. Diaz segir að hún hafl alls ekki gert sér grein fyrir því fyrr en mánuður var liðinn að The Mask var engin smákvikmynd og fór því til Russells og spurði: „Er þetta dýr og stór mynd.“ Russell starði á hana og svaraði: „Já, Cameron, þetta er dýr og stór mynd.“ Á þessum tímapunkti seg- ist Cameron hafa fengið fyrsta kvíðakastið en ekki það síðasta. Kaus að fara á óháða markaðinn Skömmu eftir að tökum á The Mask lauk var henni boðið að leika aðalkvenhlutverkið í Mortal Kombat. Til að ná tökum á hlut- verkinu þurfti hún að kunna eitt- hvað fyrir sér í sjálfsvamaríþrótt- um og fór því í tíma. Það fór ekki betur en svo að hún ristarbraut sig og missti af hlutverkinu og varð að hafa hægt um sig um tíma. Tilboðin bárust til hennar, þó ekki um nein stór hlutverk, og því kaus hún frekar að fara á óháða markaðinn, leita fyrir sér þar og reyna að fá bitastæðari hlutverk. Lék hún brúði sem hljópst á brott frá brúðgumanum með tilvonandi mági sínum í Feel- ing Minnesota, svaf hjá bræðrum í She's the One og lék eiginkonu Harvey Keitels í Head above The Water. Það var síðan með leik sínum í My Best Friends Wedding sem hún reyndi aftur fyrir sér í Hollywood og þar fyrst komu fram hæfileikar hennar til gaman- leiks sem hún svo staðfestir í There's Something about Mary. Miðað við Hollywoodstand- ardinn er Cameron Diaz öll á ró- legu nótunum í einkalífinu. í fimm ár bjó hún með videofram- leiðandanum Carlos de La Torre. Þegar slitnaði upp úr því sambandi tókust ástir með henni og Matt Dillon, sem er einn mót- leikara hennar í There's Somet- hing about Mary. Eftir þriggja ára samband er Cameron búinn að kasta honum á dyr, var Dillon orðinn heldur fjölþreifinn til ann- arrakvenna. -HK The Truman Show ★★★ The Truman Show er enn ein rós í hnappagat Peters Weirs. Hún er ekki besta kvik-y mynd hans en á meóal þeirra bestu, virkilega góB og áleitin kvikmynd sem byggð er á snjallri hugmynd. Jim Carrey hefur hingað til tekist best upp i försum en sýnir hér agaöan leik i erfiðu hlutverki þótt ekki verði úr nein snilld. -HK Specles II * í þetta sinn tekur geimveran sér bólstað i líkama karlmanns, sem barnar hverja konuna á fætur annarri af geimbörnum (hann er jú hetja) og ætlar sér heimsyfirráð án dauða. Þessi framhaidsmynd fellurí allar þær gildrur sem framhaldsmyndir eiga á hættu og virðist vera að framhalda fleiri en einni mynd, Terminator II, Aliens, Invasion of the Body« Snatchers, Xtro og Insemnoid. -útT Slidlng Doors ★★★ Paltrow er Helen, ung kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af hópi karlremba og líf hennar tekur stakka- skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en þó handritið innihaldi heilmikið af skemmtileg- um punktum og klippingarnar milli sviða/veru- leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein- hvern herslumun. -úd Regnboginn There's Somethlng about Mary ★★★ Sjá dóm ÚLfhildar Dagsdóttir hér neðar á síðunni. Halloween: H20 ★★★ H20 er smart og skemmtileg án þess að vera þessi há- paródíska hrollvekja sem Scream-myndirnar eru. Hryllingurinn er allur með nýju yfirbragöi, meiri áhersla lögð á kjark og þor í ómögulegum aðstæðum og þrátt fýrir að blóðgusur og út- limamissir séu enn til staðar þá nálgast mynda-, vélin slíkt á annan hátt en áður. Þetta eru hroll- vekjur um og fyrir nútímaunglinga, fólk sem hef- ur séð öll gömlu trikkin og heimtar ný. -úd Dr. Doolittle ★★★ Það kom mér á óvart hversu lítið púður var í handriti Nat Mauldin og Larry Levin, en sagan sem slík hefði átt að tryggia fjörmeiri og eftirminnilegri mynd. Gam- an er að ærslunum í Eddie Murphy, en Dag- finnur olli mér vonbrigðum. -ge Phantoms ★★★ Phantoms inniheldur mikið af mögnuðum senum og sitúasjónum sem gera hana bara nokkuð eftirminnilega. Þaö er fátt sem kemur á óvart, en hér er unnið vel úr gömlum tuggum, og með vel völdum og ágæt- um leikurum má vel hrylla sig (ánægjulega)*. yfir þessari. -úd The X-flles ★★ Einhvern veginn þýddust ráö- gáturnar illa á stóra tjaldið. Þarna er sannleik- ann bak við þættina að finna en það er eins og aðstandendur hafi aldrei almennilega getað gert upp við sig hvort gera skuli langan sjórv varpsþátt eða bíómynd. David Duchovny sýnir enn og sannar að hann er og verður aldrei ann- að en þriðja flokks sjónvarpsleikari meöan Gilli- an Anderson ber breiðtjaldið betur. -úd Stjörnubíó Les Mlsérables ★★★ Bille August er á heima- velli en hónum lætur vel að kvikmynda miklar skáldsögur og áhorfand- inn fær það ekki á tilfinn- j inguna að efnið sé sótt í 1.500 síðna bók. Hér er á feröinni ágætis skemmt- un og saga sem svíkur engan. -ge The Mask of Zorro ★★* Þeir nafnar ogfélag- ar Antonio Banderas og Anthony Hopkins náöu einhvern veginn aldrei sérlega vel sam- an I þessari mynd um tvær kynslóðir skylm- ingahetjunnar Zorró. Hins vegar mátti vel skemmta sér yfir þessum ýktu hetjulátum og útblásnu rómantík og myndin var ákaflega áferðarfalleg, glæsileg og glamúrus og flott og smart, en einhvern veginn vantaði herslumuninn. -úd bíódómur Regnboginn - There’s Something about Mary: ★★’i Dagur lúðanna Lelkstjórn: Peter og Bobby Farreily. Handrlt: Farrelly-bræður, Ed Decter og John Strauss. Kvikmyndataka: Maek Irwin. Tónllst: Jon- athan Richman. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Matt Dillon, Ben Stiller. Fréttir herma að það sé eitt- hvað við þessa mynd sem hefur verið að gera það gott vestan- hafs. Kannski er það þessi mark- vissa andúð á pólitískri rétt- hugsun sem heillar Kanann, eft- ir að hafa verið skilyrtur í slíkri síðustu áratugi. Farrelly-bræður byrjuðu ákaflega vel með Dumb and Dumber, þar sem lúðamir Peter Carrey og Jeff Daniels áttu hreint og beint alskemmtileg- ustu grínmynd sem ég hef séð lengi. Ég á enn hlýjar minningar um gæludýrin sem misstu óvænt höfuðið enda eru það enn gæludýrahremmingar sem skara fram úr hér. Næsta mynd, King- pin, var líka lúðamynd um keilu, en ekki nærri eins góð (berið saman viö The Big Lebow- sky), og enn eru þeir bræður uppteknir af lúðum, nú einum fjórum sem eru ástfangnir af sömu konunni. Yfirlúðinn Ted (Ben Stiller) missir af stefnumóti með hinni ljóshærðu og litfríðu Mary vegna þess að „hann“ festist í rennilásnum. Ææ, og hann get- ur ekki gleymt Mary og ræður einkaspæjara til að hafa uppi á henni, nema sá fellur líka í ást og lendir strax saman við annan biðil. Og svo áfram. Leikarar og persónur eru af- skaplega eftfrminnilegar, líkt og áður hjá þeim bræðrum og ekki vantar góðar hugmyndir, verst hvað þær slæmu eru áberandi niðurdrepandi. Cameron Diaz er hér í toppformi, og það er virki- lega ánægjulegt að sjá hvað hún hefur unnið á, en henni var nú ekki spáð velgengni þegar hún var að byija í The Mask. Sömu- leiðis var Matt Dillon alveg ótrú- lega skemmtilegur sem slímugur einkaspæjari og Ben Stiller er fæddur lúði. En nú er tími lúð- anna og þrátt fyrir að pólitísk rétthugsun sé þeim bræðrum eitur í beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC lengur að láta lúðana tapa, líkt og þeir gerðu í Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. Úlfhildur Dagsdóttir „...ekki vantar góðar hugmyndir, verst hvað þær slæmu eru áberandi niðurdrepandi...“ 6. nóvember 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.