Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 6
m a t u r ARGENTÍNA ★★★ Baróns- lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helg- ar. CAFÉÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. „Undarlegir stælar og takmarkaður áhugi á mat- reiðslu." Opiö frá 17.30 til 23.30. CARPE DIEM ★ Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. „Hátt verðlag hæfir ekki tilviljanakenndri og brokkgengri matreiðslu staðarins." Opiö kl. 18-20 virka daga, 18-23 um helgar. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegur 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annarl eldhúsi og hinn í sal, og fókusinn á matreiðsluhefðum skilgreinds svæðis, í þessu tilviki suðurstrandar Banda- ríkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó." Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN ★★ Veltusundl 1. 5115 090. „Leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet Hollywood." Opiö 18-22. FIÐLARINN Á ÞAK- INU ★★★ Sklpagötu 14, Akureyrl, s. 462 7100 „Matreiðslan stóö ekki undir háu veröi en hún hefur batnað. Þjónustan var alltaf góð en nú er of mikið treyst á lærlinga." Opiö 12.30- 14 og 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568 9888. „Staðurinn hæfir fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða hamborgara og daufa ímynd þess að vera úti að borða. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og fyrr.“ Opiö 11.30-23.30. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaöastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í mat- argerðarlist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiðsla, sem gerirjafnvel baunir að Ijúfmeti." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óölnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Lauga- vegl 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ftalskir og gæðaþjónustan er hálf- Itölsk. Það, sem tæp- ast hangir I ítölskunni, er matreiðslan." Opiö 11.30-11.30. JÁTVARÐUR ★★★ Strandgötu 13, Akureyri, 461 3050 „Skemmtilega hannaður staður með finlegri matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu sem getur svarað spurningum um matinn." Opiö 11.30-14 og 18-22. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er það, sem dregur, matreiösla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Klnahúsið að einni af helztu matarvinjum mið- bæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 „Kínamúrinn eitt fárra frambærilegra veit- ingahúsa hér á landi, sem kenna sig við aust- ræna matreiðslu." Opiö 11.30 til 22.30 alla daga nema sunnudaga frá 17.00 til 22.30. LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda I kvóld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi ogfrá útlöndum." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. Melra á næstu síöu -> „Við í Grafík vorum að hita þarna upp fyrir einhveija stóra, útlenska hljómsveit í Reiðhöllinni. Ætli mér hafi ekki fundist þetta voða flottur klæðnaður. Fatavalið byggðist þarna á því hvað var til í fataskápnum. Ég reyndi svo að raða saman hinu og þessu til að vera ekki alltaf eins.“ w* „Þetta er einhver M. •" || blúsfílingur. Blást- K ur, túpering og fjr % spray. Þarna hef- urÁrni Kristjáns- son, Glóbó, alveg ábyggilega greitt mér. Hann er, var ii _ 1988 og verður hár- greiðslumaðurinn minn. Mjög traust- ur. Ef hann greiðir mér ekki geri ég það sjálf.“ aldrei eins w „Þarna er ég fín P og tilhöfð, enda @ verið að veita ís- I lensku tónlistar- verðlaunin. Þarna er ég að syngja lagið 1997 Vúdúman." „Eg hef greini- lega verið mjög hrifin af þessum eyrnalokkum. Þetta er frá einhverju Tod- mobilballi." „Þarna er ég nú alveg ótilhöfð. Þetta er bara plein útlit þessa tíma- Hk, „I svaka sveiflu áSl sÆ með Blúsmönn- um Andreu á Tveimur vinum. M'f ' Ég veit ekki hvað ý ( sólgleraugun eiga að fyrirstilla. Hlýt- ur að vera tekið að sumarlagi...“ „Þetta er á Evítutíma- bilinu. Hárið var litað rauðleitt svo það virk- aði gullið í Ijósunum á sviðinu." ,Á fyrsta tónleikatúr Todmobile. Ég er nú ekki nakin þarna. Var í korsel- etti en ég skipti mjög oft um bún- inga á þessum tónleikum og korsel- ettið var grunnurinn." „Þetta er eitthvert jassgigg og þarna I hef ég greitt mér sjálf. 0, ég sakna L þessara eyrnalokka. „Þarna er ég á leið á þjóðhátíð í Eyjum með úti- leguhattinn minn á hausnum." „Vá, hvað það er gaman á þessari mynd. Þetta er svakalegt heimasætuútlit, enda var ég þarna mat- gæðingur vikunnar." ,Ég er ekkert sér- staklega greidd þarna. Hef sjálf- sagt vippað mér inn á Púlsinn án mikils fyrirvara." „Blúsmenn Andreu og enn ” jffí Æ með eyrna- f Bf ■ Æau lokkana góðu. Bandið þarna um háls- inn var hluti af kjólnum og ég vafði því þarna utan um hálsinn." mér sjálf. Háls- 1 festina á ég og R nota enn. Ég rm Jm i| keypti hana i wm m Jui- einhverri skranbúð. Ég er mikið fyrir stóra og ódýra skartgripi. Þetta týnist alltaf og þá er ekki gott að um ein- hverjar fjárfestingar sé að ræða.“ „í myndatöku með Borgardætrum þegar við vorum að byija. Þarna stóð til að kynna fyrstu tónleik- ana sem við héldum á Hótel Borg. Þetta er útlit frá fimmta áratugnum." „Þetta er á Tveimur vinum. Þarna hef ég greitt mér sjálf og sleikt hárið aftur.“ „Með Tweety, svolítið bombulúkk. Þessi kjóll er meiri háttar flottur. Hvítur og úr leðri." Sumír eru aHtaf eins. Breytast bara ekki neitt. ! Líður best með sömu hárgreiðsiuna alia ævina og eru fastheidnir á klæðaburð. Aðrir eru metra fyrir fjölbreytni og skipta al- % veg grimmt um útlit. Gott dæmi um þetta er hin föngu- lega Madonna sem er hrein- lega eins og kameljón. Aldrei i sömu múnderingunni og aldrei með sömu hárgreiðsluna. Nærtækara dæmi er þó Andrea Gylfadóttir. Hvemig hún lítur út í raun og veru er alls óvíst. Hún hefur komíð fram í fleiri, fleíri ár og litur aldreí eins út. Andrea skoðaði myndir frá ellefu ára tímabili og rifjaðí aðeins upp fortiðina með Fókusi veitingahús Hugrakkur Ég bjóst við vondum mat í hönn- uðu umhverfi fyrir markhópa, þar sem fræga og fagra fólkið póserar og aðrir stara, en enginn hugsar um matinn, enda yrði kokkurinn rekinn, ef hann truflaði þjóðfélags- lega ímynd staðarins með ætum mat. Rex í Austurstræti kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og oft- ast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einfóld og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöstur og hæfilega eldaða fiskrétti. Hér má fá marga rétti sem ekki fást annars staðar í bænum. Matreiðslan bregzt í ýkjunum, svo sem í skerandi grunnlitum, blóðrauðu kúskusi og fagurgrænni kartöflustöppu. Samt er hún hug- laus í hugrekkinu, þegar kemur að heillandi fjarlægum nöfnum á borð við tandoori og satay og cajun. Bragðdaufu útgáfurnar hér eiga fátt sameiginlegt með upprunalegu réttunum annað en uppskriftir að sósum. Meha að segja espresso- kaffið er þunnt. Rex er snjóhvítur og siifurgrár, kaldur og harðneskjulegur, með risastórum gluggum út að vetrar- veðrum stormgjárinnar fyrir utan og gæti verið notalegur í 35 stiga hita. Búnaður og skraut er úr silf- urgráu áli og gamia gifsflúriö er einnig silfrað. Breið og glansandi Rex: og huglaus steinflísabraut liggur frá anddyri að baklýstum bar. Meðfram þver- veggjum eru siifraðir og óþægUegir sófar og á móti þeim silfraðir og þægilegh álstólar við þétta röð smáborða. Þjónusta var undantekningar- laust fagleg og góð, látlaus og mundi, hver hafði pantað hvað. Tauþurrkur eru á borðum jafht í hádegi sem að kvöldi. Vinlistinn er fjölbreyttur og djarfur, felur meðal annars í sér Chateau Musar frá bjartsýnismanninum Serge Hochar í Líbanon. Salöt voru flest góð, byggð á ítölsku rosa, með feta-osti og tómötum. Með einu þehra komu þó þurrir og daufir kjúklingabitar, en ekki stífkryddaðh og grillaðh á spjóti eins og ætla hefði mátt af matseðlinum. Bezta salatið var fal- legt Rex-salat með góðum og heit- um linsubaunum og kryddlegnu hrásalati. Andasúpa var tær og góð, með hörpudiski, sem hæfði ekki öndinni og varð torkennilegur í bragði. Falafel reyndust vera baunaboll- ur, harðar að utan og mjúkar að innan, réttilega, en þó feimnislega kryddaðar með kóríander, ómur frá arabískum heimi. Hrisgrjóna- blandaður humar, vafinn í lárvið- arblöð, var góður, borinn fram með ávaxtasalati og blóðrauðum „Rex kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og oftast vandaðri matreiðslu, með áherzlu á einföld og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöstur og hæfilega eldaða fiskrétti kúskus-sívalningi úr sprengdu hveiti, skemmtilegur réttur. Steikt og dimmgrænt spaghetti, basilikum-kryddað með kjúklingi var fullmikið eldaö, en eigi að sið- ur gott. Ljósgrænar tagliatelle- ræmur með hörpuskel, sköfnum parmiggiano-osti og svörtum pipar voru nákvæmlega rétt eldaðar og bragðgóðar efth því. Grillaður koli var hæfilega eldað- ur, með frnni og tærri saffransósu og ítölsku hrásalati, fallegur og góður matur. Cajun lúðan var líka hæfilega elduð og einkar bragðgóð, en var of dauft krydduð til að vera cajun, bor- in fram með fagurgrænni og basilik- um-kryddaðri kartöflustöppu. Kjúklingur var kallaður tandoori, misheppnaður og þurr, húðaður, en ekki breimdur með sósu. Réttinum bjargaði frábær blanda af hrísgrjónum og lime. Mikado-ís var borinn fram með volgum spergli og jarðarberjum, óvenjulegur eftirréttur. Ostakakan reyndist vera mjúkt ostakrem á hörðum kökubotni, þakið ostaþráð- um, áhugaverður réttur. Tvhéttað í hádeginu kostar 1.200 krónur. Á kvöldin er meðalverð að- ahétta 1525 krónur og þrhéttuð máltíð fer í 3.600 krónur. Gesth voru fáir og litu út fyrh að vera venjulegt fólk. Jónas Kristjánsson 6 f Ó k U S 6. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.