Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 26
c
Gamanleikritið Vírus eftir þá Hugleiks-
bræBur verður frumsýnt í Hafnarfjarðar-
lelkhúslnu kl. 20 á miövikudaginn (til
moldar?). Það er uppselt á frumsýning-
una og einnig á forsýningar á mánudag-
inn (til mæðu?) og þriðjudaginn (til
þrautar?). Báðar sýningar hefjast kl.
20. Ekki er enn Ijóst hvenær næst er
hægt að krækja sér I miða en það mun
koma í Ijós. Sjá viðtal við höfundana á
blaðsíðu 31 Fókusi.
Sex í svelt er sýnt á stóra sviði Borgar-
lelkhússlns kl. 20 á morgun og er upp-
selt. Einnig á morgun og fimmtudag.
Næst laus sæti fimmtudaginn 26. nóv-
ember. Sfmi er 568-8000.
Hafnarfjarðarlelkhúslð Hermóður og
Háðvör sýnir Okkur feðgana í kvöld kl.
20 og er uppselt. Hins vegar eru sæti
laus á morgun á sama tíma. Sími 555-
0553.
Solvelg Ragnars Arnalds verður sýnd í
kvöld og annað kvöld kl. 20 á stóra
sviðinu í ÞJóðlelkhúslnu og er uppselt á
báðar sýningar. Næst er laust á sunnu-
daginn eftir viku. Síminn er 551-1200.
Slv Ragnhlldardöttlr
syngur og flytur
Brecht-kabarett sinn
í Iðnó næstkomandi
fimmudagskvöld kl.
20.30. Sími 530-
3030.
Mávahlátur verður sýndur annað kvöld
kl. 20 í Borgarlelkhúslnu og sérstak-
lega fýrir þá sem eiga gul kort. Þeir
sem eiga græn kort mega síðan mæta
á sunnudaginn á sama tíma. Aðrir geta
reynt að ná sér í miða f sfma 568-8000
Maöur í mlslltum sokkum verður sýnd-
ur á Smíðaverkstæöl ÞJóölelkhússlns !
kvöld og annað kvöld kl. 20.30 og er
uppselt á báðar sýningar. Svo er einnig
á sýninguna á miðvikudagskvöldið.
Sannkallaður ellismellur þetta leikrit
Arnmundar Backman. Næst er hægt
að fá miða 19. nóvember og mun það
vera fimmtudagur. Sfminn er 551-
1200.
lönó sýnir Rommí
á morgun og er
uppselt. Nokkur
sæti eru laus á
sunnudagskvöldið
en uppselt á fimmudagssýninguna.
Þessi ellismellur er ekki sfður vinsæll
en allir hinir sem eru á sviðum borgar-
innar. Sími 530-3030.
Ávaxtakarfan verður sýnd i Óperunnl
tvíveigis á sunnudaginn, kl. 14 og kl.
17. Sími 551-1475.
ÞJónnlnn verður í súpunnl i kvöld í Iðnó
kl. 20 og er uppselt. Það er þó ekki
ástæða til að örvænta því hann mætir
aftur stuttu seinna eða kl. 23.30 f kvöld.
Þá er hægt að fá miöa. Sími 530-3030.
Ofanljós er á litla sviöi Borgarleikhúss-
Ins kl. 20 á morgun, nokkur sæti laus.
Sfmi er 568-8000.
Sumarlb '37 verður á litla sviði Borgar-
lelkhússlns á sunnudaginn kl. 20. Sími
er 568-8000.
Helllsbúlnn er sýndur i íslensku óperunnl
kl. 21 f kvöld, annað kvöld og á sunnu-
dagskvöldiö. Uppselt á allar sýningar. Sím-
inn! Óperunni er 551-1475.
Þeir Arnar Jónsson og Vllhjálmur
HJálmarsson munu skelfa áhorfendur f
TJarnarbiól með Svartklæddu konunnl
f kvöid og sunnudagskvöld. Miðapant-
anir f sfma 561-0280.
Llstaverklö
veröur sýnt f
Loftkastalan-
um á morgun
kl. 20.30. Laus
sæti. Sími 552-
3000.
Trúðarnir Barbara og Úlfar bregða á
leik í Kaffllelkhúslnu i kvöld kl. 21.
Laus sæti. Sfminn er 551-9055.
Enn hangir Grease
uppi f Borgarlelk-
húslnu. Og enn er
uppselt. Þú misstir
af sýningu f dag, lika
á morgun. Næst
laus sæti á sunnu-
daginn kemur kl. 15.
Sími 568-8000.
Örn Árnason mun einleika Gamansama
harmlelklnn á litla sviöi Þjóöleikhúss-
ins í kvöld og annað kvöld kl. 20.30.
Sfminn er 551-1200.
Lelkllstarskóll fslands sýnir Ivanov eft-
ir Anton Tsjekhov í Lindarbæ á morgun
kl. 20 (örfá sæti laus), á sunnudaginn
kl. 20 og á fimmtudaginn kl. 20. Miöa-
pantanir I sfma 552-1971.
Helmur Guöríöar veröur vfðfeðmur um
helgina. Á morgun verður leikritiö fiutt
kl. 20 í Skemmtlhúslnu að Laufásvegi
22. Á sunnudaginn verður það sfðan
leikiö í Langholtsklrkju kl. 20.30.
Miðasala er f lönó f sfma 530-3030 og
f Skemmtihúsinu hálftíma fyrir sýningu.
Verzlunarskóll ís-
lands. f kvöld mun
Listafélag Vf frum-
sýna hið árlega leik-
rit sem sett er upp í
hátíðarsal skólans.
Þetta árið varð verk
Eugéne lonesco fyr-
ir valinu: Sköllótta
söngkonan (La
Cantatrice Chauve)
f þýöingu BJarna
Benedlktssonar.
Næstu sýningar eru á morgun, hinn og
hinn eða alla daga fram á mánudags-
kvöld. Miðaverö er 500 kr.
í Loftkastalanum verður ellismellurinn
FJögur hjörtu sýndur á sunnudaginn kl.
20.30. Laus sæti. Sími 552-3000.
1 Kaffilelkhúsinu er sýnt spennuleikritið
Svikamylla. Nokkur sæti eru laus á
morgun kl. 21. Sfminn er 551-9055.
meira á.
www.visir.is
Lo-Fi
-Nano: ★★
Gengið
í svefni
og sullað
í vatni
Maður er
nefndur
Friðgeir
Eyjólfs-
son. Hann
hafði verið
að gutla á
rafgítar en
sá ljósið
þegar hann kynntist tónlistar-
möguleikum tölvunnar. Hann
græjaði sig upp og gaf nýlega út
plötuna Nano undir nafninu Lo-
fi. Það verður að segjast eins og
er að Friðgeir er glúrinn á tæk-
in, miðað við að þetta er ailt tek-
ið upp heima hjá honum hljómar
platan vel. Hann á þó nokkuð
upp á til að teljast verulega góð-
ur lagasmiður, til þess eru lögin
alltof keimlík innbyrðis og þar
að auki ákaflega lík efni sem
maður hefur heyrt áður í tripp
hopp-deildinni, sérstaklega eru
Portishead-áhrifin ískyggilega
mikil. Öll lögin 11 fljóta áfram
eins og þau séu að ganga í svefni
og Friðgeir tengir þau saman
með vatnsgutli. Þess vegna skap-
ast engir hápunktar eða spenna
og platan verður mjög tilbreyt-
ingalaus; eftir háiftíma af vél-
rænu og ekkert sérlega frumlegu
tölvubíti og vofulegu andrúmi er
maður til í eitthvað ferskt, en
fær það ekki þó á tæplega fimm-
tíu mínútna plötu hefði nú alveg
verið pláss fyrir uppbrot.
Friðgeir fær ýmist fólk til að
hjálpa sér á plötunni. Söngkona
sem kallar sig Mæsí syngur í 4
lögum og er mjög örugg og góð
þó hún hljómi eins og Beth
Gibbons úr Portishead i þessu
tónaumhverfi. Melódíumar sem
hún fær til söngs eru líka alltof
einhliða, t.d. hljóma söngmeló-
díumar í lögunum „Bad taste“
og „Velvet“ næstum alveg eins.
Friðgeir syngur líka sjálfur og
gerir það ekki illa, þó hann geri
litlar rósir. Ekki er getið hvers
dóttir Rakel er, en hún syngur
eitt lag, líkt og Erla Guðmunds-
dóttir. Þær em báðar ágætar, þó
„Mæsí“ sé óyggjandi dúxinn í
söngskóla þessarar plötu. Um-
slagið er ljótt, en það hefði verið
hægt að bjarga því með fmm-
legri leturtýpu og með því að
hafa letrið öðruvísi á litinn, því
svart fer ekki vel á dökkbláum
grunni.
Það býr margt efnilegt í Ló-
fæinu og margir hafa byrjað á
verri plötu en þessari. Ég myndi
ráðleggja Friðgeiri að horfa víð-
ar en í gaupnir sér á tripp hopp-
iö, prófa allan fjandann, ekki
vera hræddur við að gera fjöl-
breytta tónlist og endilega að
halda í Mæsí, því þar er komin
verulega efnileg rödd.
Gunnar Hjálmarsson
p 1 a t a
f ó k u s 6. nóvember 1998
26