Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 27
The Antz í Háskólabíói:
I dag frumsýnir Háskólabíó
nýjasta smellinn frá drauma-
smiðju Stevens Spielbergs og fé-
laga, Maurar (Antz) sem er lýst
sem rómantískri gamanmynd,
ólíkri öllum öðrum sams konar
myndum. Ekki er hægt að efast
um þessa útskýringu því róman-
tíkin og gamanið gerist í þorpi
þar sem íbúarnir eru maurar og
íbúafjöldinn talinn í milljörðum.
Aðalpersónan er Z-4195, sem er
óbreyttur vinnumaur, einn úr
hópnum. Z hefur háleitar hug-
myndir, hann vill kynnast
prinsessunni enda ástfanginn af
henni, en þar sem hann hverfur
inn í fjöldann á hann nánast enga
möguleika á að hitta prinsessuna.
Z er þó ekki á því að deyja ráða-
laus og fær vin sinn stríðsmaur-
inn Weaver í lið með sér til að ná
athygli prinsessunnar. Forlögin
taka síðan völdin af Z og óvænt
verður hann hetja í nýlendunni
þegar honum tekst óviljandi að
koma í veg fyrir valdatöku hins
metnaðargjarna herforingja
Hin spillta prinsessa Bala heimtar að
Z-4195 skili henni á heimaslóðir.
A barnum eftir langan og strangan vinnudag. Frá vinstri, drottningin (Anne Bancroft), Z-4195 (Woody Allen), Bala
prinsessa (Sharon Stone), Azteca (Jennifer Lopez), Weaver (Sylvester Stallone), Hershöfðinginn (Gene Hackman) og
árið 1995 fór Tim John-
son meö grófa tillögu af
kvikmynd gerðri í tölv-
um í höfuðstöðvar
DreamWorks. Á þeim bæ leist
mönnum vel á hugmyndina enda
var það á verkefhaskrá að gera
tölvuteiknimynd og varð úr að
Antz varð samstarfsverkefni þess-
ara tveggja fyrirtækja og Tim John-
son fékk það verkefni að leikstýra
myndinni ásamt Eric Darnell.
Antz er aðeins önnur kvikmyndin
sem er að öllu leyti gerð í tölvum,
sú fyrsta var Toy Story. -HK
Mandible. Brátt er Z orðin foringi
uppreinsarmanna sem berjast
gegn óréttlæti í nýlendunni.
Antz er að öllu leyti gerð í tölv-
um og þykir hafa tekist vel að
nýta sér tækni og framfarir í þess-
um geira kvikmyndagerðar á
mjög svo skemmtilegan máta.
Hinar miklu vinsældir sem Antz
hafa notið í Bandaríkjunum stafar
ekki bara af vel heppn-
aðri tölvugrafik heldur
má einnig þakka
stjörnuliðinu sem ljær
raddir sínar og þá fyrst
og fremst Woody Allen
sem taiar fyrir Z-4195,
en hann setur sterkan
svip á myndina. Aðrar
Hollywoodstjömur sem
ljá raddir sínar eru Dan
Aykroyd, Anne
Bancroft, Jane Curt-
in, Danny Glover,
Gene Hackman,
Jennifer Lopez, John
Mahoney, Paul Máz-
Hér hefur Weaver skipt um hlutverk við Z-4195
einn dag og gerir hosur sínar grænar fyrir fallegri
vinnukonu, Azteca.
ursky, Sylvester Stallone, Shar-
on Stone og Christopher Wal-
ken. Þess má geta að enginn þess-
ara leikara hafði áður talað inn á
teiknimynd.
Hingað til hefur oftast verið
sett íslenskt tal á teiknimyndir.
Það hefur ekki verið gert við Antz
svo nú geta væntanlegir áhorfend-
ur heyrt hvemig þessir frægu
leikarar standa sig. Eini leikarinn
Meirí
_ frá.
Brannagh
Kenneth Branagh er sá leik-
ari og leikstjóri sem mest hefur
haldið á lofti í kvikmyndum leik-
ritum Shakespeares, hefur leik-
ið í og leikstýrt þremur, Henry V
(1989), Much Ado about Nothing
1993) og Hamlet (1996), lék í
Othello auk þess sem hann var
einn viðmælenda A1 Pacino í
Looking for Richard. Branagh
sem hefur að undanfomu leikið í
þremur bandariskum kvikmynd-
um, The Gingerbread Man, The
Proposition og Celebrity, hefur
þó alls ekki yfirgefið Shakespe-
are. Hann hefur nú stofnað kvik-
myndafyrirtæki sem hefur það að
markmiði að kvikmynda öll leik-
verk Williams Shakespeares og
að sjálfsögðu heitir fyrirtækið
Shakespeare Films Co. Meðeig-
endur hans eru framleiðandinn
David Barron og hönnuðurinn
Tim Harvey.
Fyrsta kvikmyndin sem þeir fé-
lagar ætla að gera er Love's Labo-
urs Lost (Ástarglettur) og ætlar
Branagh að færa söguna yfir á
fjórða tug þessarar aldar og gera
kvikmynd í söngleikjastíl þar
sem tónlistin verður í anda Cole
Porter og Irving Berlin.
Branagh mun sjálfur leikstýra og
leika í myndinni og er áætlað að
tökur hefjist snemma á næsta ári.
Tvær næstu Shakespearemynd-
irnar verða Macbeth og As You
Like It (Sem yður þóknast) og
verða þær gerðar á hefðbundinn
hátt.
6. nóvember 1998 f Ó k U S
27