Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Side 28
f Ó k U S 6. nóvember 1998
Regnboginn frumsýnir „fyndnustu mynd ársins", There's Something about Mary:
Húmor rétt han
við öll velsæmismörk
Regnboginn frumsýnir í dag
„fyndnustu kvikmynd ársins“,
There's Something about Mary,
sem gerð er af bræðrunum Peter
og Bobby Ferrelly, sem komu full-
skapaðir grínmyndahöfundar fram
á sjónarsviðið þegar þeir sendu frá
sér Dumb and Dumber. Önnur
mynd þeirra var Kingpin, sem var
álíka á skjön við hefðbundna kvik-
myndagerð og Dumb and Dumber
en ekki alveg eins fyndin. Með
There’s Something about Mary
toppa þeir sjálfa sig og eru það
margir sem hafa gengið út af þeirri
mynd með á vörunum: „Af hverju
hefur ekki verið gerð svona fyndin
mynd áður.“ Auðvitað hefur það
verið gert en í nútímanum veröur
þó að segjast eins og er aö Ferrelly-
bræður hafa nokkra sérstöðu þegar
kemur að húmor í kvikmyndum.
There’s Something about Mciry
fjallar um Ted Stroehmann sem ber
það utan á sér að vera „lúser" og
þar sem óheppnin eltir hann þá eru
ekki margir sem umgangast hann.
„Þá má jafnvel kalla
hana When Hany
Stalked Sally, enda
er myndin um tvo
lúða sem rembast
við að komast yfir
sömu konuna.“
Meira að segja sálfræðingur Teds
fer á taugum þegar hann er í ná-
lægð hans.
Þessi aumingja maður, sem er
nokkuð langt frá því að vera hepp-
inn í lífinu.var þó í eitt skipti hepp-
inn í ástum. Þegar hann var
sautján ára hitti hann draumadís-
ina sína, Mary Jenson, sem bauð
honum á ball. Hún var glæsilegasta
stúlkan í skólanum en viðloðandi
óheppni Teds gerði það að verkum
að stefnumótið klúðraðist. í tólf ár
hefur Ted hugsað um Mary og
ákveður loks að hafa uppi á henni.
Góðvinur hans ráðleggur honum að
ráða einkalöggu til að finna Mary.
Fyrir valinu verður Pat Healy, sem
er líkari bílasölumanni heldur en
leynilöggu. Healy hefur þó uppi á
Mary, en verður ástfangin af henni
og ákveður að hafa hana fyrir sjálf-
an sig, lýgur að aumingja Ted að
hún sé feit móðir fjögurra krakka,
þegar hún er í raun enn fallegri en
Ted man eftir henni. Healy lætur
sér ekki nægja að ljúga að Ted held-
m- lýgur hann að Mary til að ganga
í augun á henni. Þegar Ted kemst
að því hvernig í pottinn er búið
hefst mikil samkeppni um hylli
Mary þar sem þeir kumpánar Ted
og Pat eru ekki einir um að ganga í
augun á henni.
Það er hin efnilega leikkona
Cameron Diaz sem leikur Mary og
þykir fara á kostum. í hlutverki
hins óforbetranlega lygara Pat Hea-
ly er Matt Dillon og Ben Stiller
leikur „lúserinn" Ted Stroehmann.
Þegar Farrelly-bræður voru
spurðir hvemig þeir lýstu nýju
myndinni sinni sagði Bobby að hún
væri einhvers staðar á milli When
Harry Met Sally og Blazing Saddles
og bætti síðan við: „Þá má jafnvel
kalla hana When Harry Stalked
Sally, enda er myndin um tvo lúða
sem rembast við að komast yfir
sömu konuna.“
Ámóta var svar þeirra bræðra
þegar þeir voru spurðir hvort þeir
færu ekki yfir mörkin í fáránleik-
anum: „Við bræður lifum hinum
megin við línuna, ertu að meina
hvort við eigum að fara yfir línuna
okkar og vera eðlilegir.
There’s Something about Mary
gerist á öllum stöðum öðrum en á
Rhode Island þar sem þeir bræður
búa, þó fór kvikmyndatakan þar
fram að mestu, af hverju: „Jú, við
vildum fara heim til fjölskyldna
okkar á kvöldin og svo langaði
ýmsa í fjölskyldum okkar að fá að
vera með í myndinni.”
-HK
Sumir fá allt sem þeir vilja, aðrir þurfa að semja en enn aðrir eiga bara að hlýða.
Valdamestu leikstjóramir
Eitt virtasta kvikmyndatímarit- Af þeim fimm í efsta flokknum
ið í Bandaríkjum, The Hollywood
Reporter, birtir árlega lista yfir
þá kvikmyndaleikstjóra sem best
er að fjárfesta í. í efsta flokknum,
sem á ensku útleggst Maximun
Director Power (yfirþungavigt
leikara), eru aðeins fimm leik-
stjórar, Steven Spielberg, James
Cameron, George Lucas, Mart-
in Scorsese og Stanley Kubrick.
Flokkamir eru nokkrir og alls
komast 500 leikstjórar á þennan
lista og sjálfsagt þykir sumum
miður að nafn þeirra sé þar því
þeir sem eru neðstir eiga sér nán-
ast enga von um frama í
Hollywood. Það er margt tekið til
greina þegar valið er á listann,
meðal annars hversu leikstjórinn
er góð fjárfesting fyrir aðra,
hversu hann sjálfur er klár í að
fjármagna myndir sínar, hvemig
myndimar hans hafa gengið hing-
aðtil.
var Steven Spielberg efstur á
blaði, hann fékk 99,38 punkta af
100 mögulegum, James Cameron
fékk 97,84, George Lucas 87,53,
Martin Scorsese, 90,40 og Stanley
Kubrick, 87,96.
Flokkur númer tvö nefnist
Strong Power Director
(þungavigt). Eftirfarandi 25 leik-
stjórar náðu að vera í honum:
Clint Eastwood
Robert Zemeckis
Francis Ford Coppola
Ron Howard
Quentin Tarantino
Roland Emmerick
Mel Gibson
Robert Redford
Oliver Stone
Ridley Scott
Luc Besson
Barry Levenson
Tim Burton
Rob Reiner
Peter Weir
Jonathan Demme
Brian De Palma
Woody AHen
Jan De Bont
Richard Donner
John Woo
Sydney PoUack
Joel Coen
Wolfgang Petersen
Joel Schumacher
Næsti flokkur er fjölmennur og
nefnist hann Moderate Director
Power (milliþungavigt). Tíu efstu
í þeim flokki em:
Jane Campion
John Hughes
Danny De Vito
Curtis Hanson
David Cronenberg
Ingmar Bergman
Renny HarUn
Penny MarshaU
David Lynch
Richard Attenborough
Steven Splelberg er elnn flmm lelkstjóra í
yflrþungavlgtarflokki lelkstjóra samkvæmt
The Hollywood Reporter.
Bíóborgin
Popp í Reykjavík ★★ Helsta vandamál
Popps í Reykjavlk: rysjöttur taktur, blindandi
leiöinlegur á köflum, en meö þónokkrum
smart mómentum. En meö nokkrum finum
vísúal-sprettum og ánægjulegri leiösögn Páls
Óskars um næturlífið þá er Popp í Reykjavík
alls ekki slæm sem kynning á tónlistarmenn-
ingu nútímans - og tónlistin sjálf er fín. -úd
The Horse Whisperer ★★* Bók Nicholas
Evans hlaut misjafnar viötökur og var annars
vegar lofuö sem glæsilegt meistaraverk og
hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft-
bóla. Myndin brúar að mlnu mati biliö, og
kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge
Bíóhöllin/Saga-bíó
Snake
Eyes
Snake
Eyes
fer
staö
meö
miklum glans,
atburðarasin
markviss. Bri-
an De Palma
nær síðan aö fylgja eftir góðri byrjun á meðan
sögusviðiö er Iþróttahöllin. Þegar slöan sagan
færist úr höllinni yfir I spilavltiö og ofnotkun
fer að veröa á myndskeiðum frá tllræöinu fer
myndin aö missa flugiö. I lokauppgjörinu nær
De Palma sér aftur á strik. -HK
Wrongfully Accused ★★ Myndir Leslie Niel-
sen eru farnar að verða svona dálítiö eins og
Spaugstofan, þreyttar en enn þá færar um aö
kitla upp magahlátur á góðum stundum. Ef þú
ert nægilega skilyrt I aulahúmor þá má vel
skemmta sér yfir þessari þvælu. -úd
Töfrasveröiö ★★
Háskólabíó
Prlmary Colors
★★★ Mike Nichols
hefur búiö til snjalla
og góða kvikmynd
sem er beitt I ádeil-
unni á atvinnufólk I
pólitlkinni, hefur góð-
an húmor og er skemmtilega kræf og laus viö
fordóma. Þaö er ekki rangt aö draga þá ályktun
að fýrrl hiuti myndarinnar sé aö miklu leyti
byggöur á framboöi Clintons árið 1992. -HK
Smálr hermenn ★★ Eina feröina enn er þaö
brúðuhönnuðurinn og brellumeistarinn Stan
Winston sem stendur meö pálmann I höndun-
um þvl eina merkilega og skemmtilega I annars
einhæfri ævintýramynd eru sköpunarverk Win-
stons. Leikstjórinn Joe Dante, þekktur hryll-
ingsmyndaleikstjóri á árum áöur, hefur fengist
við sams konar atriöi og I Small Soldiers, en
hefur gert betur. -HK
Dansinn ★★★
Ágúst Guö-
mundsson með
slna bestu kvik-
mynd frá þvl
hann gerði Með
allt á hreinu.
Áhrifamikil saga
sem lætur eng-
an ósnortinn.
Vel gerð og
myndmál sterkt.
Oft á tíöum frumleg þar sem dansinn dunar I
forgrunni og eöa bakgrunni dramatískra at-
burða. Leikarar I heild góöir og ekki hallað á
neinn þegar sagt er aö Gunnar Helgason,
Pálína Jónsdóttir og Gísli Halldórsson séu best
meðal jafningja. -HK
Björgun óbreytts Ryan ★★★★ Stríö I sinni
dekkstu mynd er þema þessa mikla kvikmynda-
verks. Stórfenglegt byrjunaratriði gæti eitt sér
staðið undir ðmældum stjörnufjölda, en Steven
Spielberg er meiri maður en svo aö hann kunni
ekki að fýlgja þessu eftir og I kjölfarið kemur
áhugaverð saga um björgun mannslífs, saga
sem fær endi I ööru sterku og löngu atriði þar
sem barist er gegn ofureflinu. -HK
sinu og
spennu-
plottinu
auðvelt
Þessir
myndin
ge
Sporlaust ★★* Leikararnir skila
sögufléttan er aö mestu I anda góöra
mynda. Þó er aö finna slæmar holur I
sem eru leiðinlegar fyrir þá sók að
heföi veriö aö komast hjá þeim.
hnökrar spilla þó tæplega miklu og
ætti ekki að valda vonbrigðum.
Paulle ★
Kringlubíó
Fjölskylduglldran ★★* Sumar sögur eru svo
vel byggðar upp og skemmtilegar aö ekki er
hægt aö eyðileggja þær og þessi ágæta út-
gáfa af tvíburunum sem skipta um hlutverk er
skemmtileg og notaleg þó búið sé að troöa
inn á hana misgóöum rokklögum sem ekkert
hafa meö myndina aö gera, hún stendur alveg
fyrir slnu án þeirra. -HK
A Perfect Murder ★★! Andrew Davis, leik-
stjóri A Perfect Murder, ræöst ekki á garðinn
þar sem hann er hæstur því að fyrirmyndin,
Dial M for Murder (1954), telst ekki til bestu
mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó
ágætis afþreying sem kemur stundum
skemmtilega á óvart. -ge -»