Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Gömul og slitin röntgentæki í notkun á þremur heilbrigöisstofnunum:
Erfitt aö stilla stærö
geislaskammta
- 1600 árlegar rannsóknir með tæki á undanþágu á Heilsuverndarstöðinni
Röntgentæki sem notað er á
lungna- og berkladeild Heilsuvemd-
arstöðvarinnar i Reykjavík er rekið
á undanþágu hjá Geislavömum rík-
isins, þar sem það er orðið „gamalt
og slitið og uppfyllir ekki tæknileg-
ar kröfur eins og það er orðað í
svari Geislavama við fyrirspurn
DV um úrelt röntgentæki í notkun
hér á landi. Röntgentækin í Heilsu-
gæslustöðvunum á HeOu og Hvols-
velli fá sömu einkunn hjá Geisla-
vörnum, þ.e. þau séu orðin gömul
og slitin og uppfylli ekki þær kröfur
sem gerðar em til slíkra tækja.
Starfsleyfl þeirra rennur út um ára-
mót. Sama máli gegnir um tækið á
Heilsuverndarstöðinni og verður
starfsleyfi fyrir það ekki endumýj-
að. Samtals eru 117 röntgentæki í
notkun á heilbrigðisstofnunum hér
á landi.
„Það hafa verið gerðar 1600 rann-
sóknir á ári síðustu árin með þessu
tæki,“ sagði Þorsteinn Blöndal, yfir-
maður á lungnadeild Heilsuvemd-
arstöðvarinnar. „Það er gamalt og
hefur nýst heilbrigðisþjónustunni
langt umfram það sem ráð er fyrir
gert. Við höfum sett fram óskir um
kaup á nýju tæki mörg ár í röð en
ekki fengið.
Viðgerðarmennirnir hafa ekki
getað gert við þá þætti sem fundið
hefur verið að við reglulegar skoð-
anir hjá Geislavörnum. Við höfum
verið á undanþágu en nú gengur
það ekki lengur."
Þorsteinn sagöi að eitt þeirra at-
riða sem fundið hefði verið að, en
ekki væri hægt að laga, væri frávik
á stilltum geislaskömmtum og
mældum geislaskömmtum. Það
þýddi að erfitt væri að stilla tækið
þannig að það gæfi nákvæmlega
rétta skammta. Frávikið væri þó
ekki langt fyrir ofan þá skammta
sem mælt væri með. Það sæist á því
að ekki þyrfti að endurtaka mikið af
myndum. Röntgenmyndir yrðu of
ljósar ef skammtamir væru of litlir
en kolsvartar ef þeir væru of miklir.
„Það er alltaf reynt að halda geisl-
uninni i lágmarki," sagði Þorsteinn.
Hann sagði enn fremur að nýtt tæki
kostaði um 2,5 milljónir króna. Ef
það fengist ekki fyrir áramót myndi
Heilsuvemdarstöðin þurfa að kaupa
þessa þjónustu annars staðar og
senda þá sjúklingana þangað. -JSS
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.:
Nýtt skipaskýli vígt
DV, Suðurnesjnm:
Nýtt skipaskýli fyrir
Skipasmíðastöð Njarð-
víkur hf., var vígt í síð-
ustu viku. Það var Lava
hf. dótturfyrirtæki Is-
lenskra aðalverktaka
hf., sem sá um byggingu
skipaskýlisins, sem
mun gjörbreyta allri að-
stöðu stöðvarinnar til
skipaviðgerða. Bygg-
ingastjóri Lava við þess-
ar framkvæmdir var
Bjöm Bjömsson en viö
verkið unnu um 30
manns þegar mest var.
VST og Arkitektar sf.
sáu um hönnun en eftir-
lit með verkinu var í
höndum Verkfræðistofu
Suðurnesja.
Framkvæmdir hófust
í október á síðasta ári
en skipaskýlið er stál-
grindarhús, 2100 m að
grunnfleti, en inni í því
er um 600 m steinsteypt hygging að
hluta á tveimur: hæðum. Skýlið er
30 metra hátt og gnæfír yfir aðrar
Nýtt skipaskýli fyrir Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. var vigt í siðustu viku.
byggingar í nágrenninu. Skipa-
smíðastöð Njarövíkur annast við-
gerðir, endurbætur og endursmíði
skipa. Með tilkomu skýlisins verður
hægt að fjölga verkefnum yfir vetr-
armánuði en áður var eingöngu
DV-mynd Arnheiður
hægt að gera við skip utanhúss.
Nýja skýlið tekur skip sem era allt
að 800 þungatonnum að stærð. -AG
Traustur maður Halldór
Eitt af því markverð-
asta sem gerðist á
fundi Framsóknar-
flokksins um helgina
var sú yfirlýsing Hall-
dórs Ásgrímssonar að
fiskveiðistjórnarstefna
hans væri ekki hugsuð
til að skapa arð fyrir
fáa útvalda. Þetta er
merkilegt fyrir þá sök
að enginn maður hefur
átt jafnstóran þátt í
kvótastefnunni og Hall-
dór Ásgrímsson og sú
stefna, sem hann mót-
aði og styður, hefur ná-
kvæmlega og akkúrat
leitt til þess að arður-
inn hefur safnast á
fárra manna hendur.
Ekki það að Halldór
hafi viljað það, en
stefnan er eitt og arð-
urinn er annað og
stefnan er góð, þótt hún fari úr böndum og stefn-
una má bæta með því að standa fast um hana en
breyta því sem stefnan leiðir til. Þetta finnst Hall-
dóri eftir að hafa skoðað málið.
Halldór hefur mikið verið í útlöndum undan-
farin ár og ekki mátt vera að því að fylgjast meö
fiskveiðistefnunni, nema svona endranær, enda
era tvö ár liðin síðan Halldór tjáði sig síðast um
fiskveiðistefnuna, en það var einmitt á flokks-
þingi framsóknarmanna fyrir tveimur áram sem
hann hafði tíma til að hugsa um fiskveiðistefn-
una. Enda minnti hann flokksþingsfulltrúa á
ræðu sína fyrir tveimur árum, síðast þegar hann
mátti vera að því að tjá sig um málið og þá var
hann farinn að hafa áhyggjur af framkvæmd
stefhunnar, sem að öðra leyti var rétt og jákvæð.
Það má heldur ekki gleyma því að Halldór
haföi og hefur hagsmuni að gæta vegna þess að
fjölskylda hans eignaðist á sínum tíma kvóta í
samræmi við stefnuna sem Halldór mótaði og nú
verður sá kvóti ekki aftur tekinn og arðurinn hef-
ur myndast og nú þarf að huga að því hvort fáir
útvaldir hafi notið arðsins án þess þó að breyta
stefnunni. Enda segir Halldór að stefnan hafi
skilað þeim árangri að útgerðin sé farin að græöa
og arðurinn hefur skilað sér, án þess að það hafi
beinlínis verið meiningin.
Ekki það að taka eigi arðinn af útgerðinni og
útgerðin þarf að festa sig í sessi áður en stefnan
verður tekin til endurskoðunar en það var ekki
ætlun Halldórs að arðurinn af útgerðinni rynni
til fárra útvaldra þótt stefnan hafi verið góð og
þetta hafi farið svona.
Hann er alveg tilbúinn til að skoða þetta upp á
nýtt, svo framarlega sem stefnunni verður ekki
breytt og útgerðin haldi sínu og arðurinn skili
sér til þeirra sem skapa hann, af því að þeir eiga
kvótann sem gera út og það var aldrei meiningin
að þeir einir græddu.
Traustur maður Halldór og á næsta flokksþingi
framsóknarmanna, þegar Halldór má vera að því
að bregða sér heim frá útlöndum, mun hann aft-
ur flytja merka ræðu um fiskveiðistefnuna og get-
ur þá vitnað í það sem hann sagði á flokksþing-
inu núna.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Fleygöu gestabókinni
Bylgjan greindi frá því að
starfsmenn Búnaðarbanka ís-
lands hefðu fleygt gestabókinni
sem lá frammi í gestaíbúð þeirra
í London. Héraðsdómur kvað upp
þann dóm að bankanum væri
skylt að afhenda fréttastofu Bylgj-
unnar og Stöð 2 gloppóttar minn-
isbækur um dvalargesti í íbúð-
inni. Þegar fréttir bárust um að
til væri gestabók sem gefið gæti
gleggri upplýsingar fór bankinn
fram á að fá gestabókina afhenta.
Krefst athugunar
Dagur greindi frá því að Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir hefði með
bréfi til banka-
eftirlits Seðla-
bankans krafist
athugunar á því
hvort eðlilegir
viðskiptahættir
hefðu verið
brotnir með tilraun verðbréfafyr-
irtækja til að kaupa hlutabréf
„bakdyramegin".
Kaldreykt hangikjöt
Ríkisútvarpið greindi frá því
að íslenskur matreiðslumaður,
Guðbjörg Elíson, sem búsettur er
í Varberg i Svíþjóð og hefúr þjón-
að íslendingum með íslensk mat-
væli undanfarin ár, láti nú
kaldreykja jólahangikjötið þar í
landi þar sem ekki er heimilt að
flytja það frá íslandi. Um 600
manns era í viðskiptum við Guð-
björgu. Um fjórðungur þeirra eru
Svíar.
Standa sig hörmulega
Ríkisútvarpið greindi frá því
að að mati fúlltrúa launþega hjá
Alþjóðavinnumálastofnuninni
hafi íslendingar staðið sig hörmu-
lega illa viö að staðfesta sam-
þykktir stofnunarinnar. í frétt-
inni sagði að sambandsstjórn ASÍ
gagnrýni harðlega hversu illa
samþykktunum er framfylgt.
í samræmi við lögregjulög
Samkvæmt erindisbréfi sem
dómsmálaráðu-
neytið hefur gef-
ið út sinnir lög-
reglustjórinn i
Reykjavík dag-
legri stjórn emb-
ættisins í sam-
ræmi viö lög-
reglulög. í tillög-
um VSÓ-ráðgjafar var gert ráð
fyrir að varalögreglustjóri sæi
um daglega stjóm. Ríkisútvarpið
greindi frá.
Samningur undirritaöur
Dagskráin greindi ffá því að
nýlega hefði verið undirritaður
samningur á milli Atvinnuþróun-
arsjóðs Suðurlands, Mýrdals-
hrepps og Skaftárhrepps um þró-
unarverkefni í atvinnu- og
byggðamálum með það að mark-
miði að treysta skilyrði fyrir bú-
setu í V-Skaftafellssýslu.
Sambýli fýrir fatlaöa
Skessuhorn greindi frá því að
áætlað væri að framkvæmdir við
sambýli fyrir fatlaða á Akranesi
hæfust í byrjun næsta árs en
bygging þess hefur verið á döf-
inni um alllangt skeið. Tafir hafa
orðið á málinu vegna ágreinings
um kostnað milli svæðisstjómar
málefna fatlaðra og félagsmála-
ráðuneytis.
Fylgir auknu frelsi
Júlíus Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suður-
nesja og formað-
ur Samorku,
segir að líklegt
sé að aukin nýt-
ing jarðhita í
stað vatnsafls
fylgi auknu
frelsi á orku-
markaði. Ríkisútvarpið greindi
frá.
Eldingu sló niður í flugvél
Ríkisútvarpið greindi frá því
að eldingu hefði slegið niður í
Fokkerflugvél Flugfélags íslands
yfir Vestmannaeyjum í gærmorg-
un. Litlar skemmdir urðu á vél-
inni og hvorki farþega né áhöfn
sakaöi. -SJ