Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 __________________________________ *jl útlönd Norskir hægrimenn hafa náð tökum á ríkisstjórn sára Kjell Magne Bondevik: Gráa músin byrsti sig 27 DV,Ósló:________________________ Honum var alltaf líkt við gráa mús. Enginn tók eftir Jan Petersen. Formaður norska Hægri flokksins var þar til nú í vikunni í hlutverki músarinnar sem læddist í norskum stjómmálum. Nú er komið á daginn að ekki er hún betri músin sem læð- ist en sú sem stekkur. Jan Petersen tók á þriðjudaginn séra Kjell Magne Bondevik á kné sér og „las honum fyrir“ nýja stjórnarstefnu. Og norski forsætisráðherrann átti engra annarra kosta völ en hlýða og segjast vera hjart- anlega sammála. Á stuðningi hægrimanna valt hvort hann héldi stóli forsætisráðherra - og séra Kjell Magne valdi stól- inn og stefnu hægri manna. Eitt skref til hægri og eitt til vinstri Vandi séra Kjell Magne var að fá meirihluta þingmanna til að samþykkja nýtt fjár- lagafrumvarp. Norska ríkis- stjórnin hefur aðeins 43 þing- menn af 165 að baki sér en séra Kjell Magne hefur alltaf haldið því fram að miðju- stjóm hans geti sótt sér fýlgi til hægri og vinstri eftir þörfum. Þetta hefur gengið til þessa en þó þannig að enginn hefur í raun vitað hver var stefna stjórnarinnar. Jan Petersen kallaði þetta flakk milli hægri og vinstri „vingulshátt" í við- tali á dögunum, og sagði að vinnu- brögð norska forsætiráðherrans einkenndust af „óreiðu“. Nú ætlaði séra Kjell Magne að leika sama leikinn einu sinni enn - smokra fjárlagafrumvarpinu gegn- um þingið með því að biðla ýmist til hægri eða vinstri. Þetta gekk ekki. Síðasti dans á línunni Verkamannaflokkurinn á vinstri- vængnum sagðist aldrei samþykkja fjárlagaframvarp þar sem gert var ráð fyrir heimgreiðslum til foreldra til að passa böm sin heima - og rík- isstofnun til að líta eftir að foreldr- amir væra í raun og vera heima með börnunum. Á hægri vængnum sögðust Fram- faraflokkurinn og Hægri flokkurinn ekki samþykkja fjárlagafrumvarp þar sem gert væri ráð fyrir 20 millj- örðum íslenskra króna í aukinni skattheimtu og engin áform væru um sölu ríkisfyrirtækja. Þar með vora séra Kjell Magne allar bjargir bannaðar og enginn hafði lengur áhuga á að horfa á jafnvægiskúnst- ir hans á miðjunni. Svo hófst baráttan um völdin. Verkamannaflokkurinn undir for- ystu Torbjamar Jagland vildi fella stjórnina umsvifalaust og mynda nýja með hverjum sem var. Enginn annar vildi það. Framfaraflokkur- inn undir foystu Carls I. Hagen vildi hvorki fella stjórnina né samþykkja fjárlögin. Hægrimenn undir forystu Jan Petersen buðust til að gefa rík- isstjórninni nýtt fjárlagafrumvarp og nýja stefnu í ríkisfjármálum. Tók við nýrri stefnu Séra Kjell Magne þáði síðasta kostinn, enda hélt hann þá forsætis- ráðherrastólnum, og ný fjárlög verða væntanlega afgreidd á mánu- daginn. Öll áform ríkisstjómarinn- ar um skattahækkanir era úr sög- unni og fyrir liggur að skera niður útgjöid ríkisins til alls annars en hers og lögreglu. Og ríkisstjórnin hefur lofað að byrja að selja ríkis- fyrirtæki. Þar með er séra Kjell Magne hættur í hlutverki línudansarans í norskum stjórnmálum. Það eru hægrimenn sem „lesa honum fyrir Erlent fréttaljós stefnuna" og því er haldið fram að Jan Petersen hafi nú meiri völd en hann hefði sem forsætisráðherra sjáifúr. Carl I. Hagen hikaði við að setja séra Kjell Magne úrslitakosti, en það gerði Petersen og náði odda- aðstöðu við stjórn landsins. Fallandi olíuverð er vandinn Þetta er fyrsti og eini pólitíski sigur Petersens. Hann hefur leitt Hægri flokkinn á erfiðum timum þar sem fylgið hefur leitað til Fram- faraflokks Carls I. Hagen og Kristi- lega þjóðarflokksins undir forystu séra Kjell Magne. Nú mælist fylgi hægrimanna bara 11% en mun trú- lega vaxa eftir að formaðurinn hef- ur sýnt að hann er klókur refur og ekki grá mús. Vandinn í norskum stjórnmálum stafar fyrst og fremst af því að verð á oliu feliur jafnt og þétt. Það hefur leitt til þess að hlutabréf falla í verði, gengi krónunnar fellur, vexti hækka og nálgast nú 10%. Við þessar aðstæður er illt að hafa riksstjórn sem ekki getur tek- ið af skarið í nokkru máli. Ný stefna í Schen- gen-máiinu? Nú hefur séra KjeU Magne fengið eins konar yfirforsætis- ráðherra sem les honum fyrir stjórnarstefhuna. Þetta kann að koma sér vel fyrir rikis- stjórn Davíðs Oddssonar í Schengen-viðræðunum því norskum hægrimönnum of- býður eins og Davíð slapp- leiki norsku ríkisstjómarinn- ar við samningaborðið í Brussel. Norska ríkisstjórnin er samansett af þremur miðju- flokkum - Kristilega þjóðar- flokknum, Miðflokknum og Frjáls- lyndum. Allir voru flokkcirnir á móti aðild að Evrópusambandinu þegar kosið var um hana fyrir fjór- um áram. Þessir flokkar eru enn á •móti öllu sem leiðir til nánara sam- starfs við Evrópusambandið og þar með fylgir Schengen-samstarfið um niðurfellingu landamæraeftirlits innan Evrópu. Nú er viðbúið að séra Kjell Magne fái fyrirmæli frá Jan Peter- sen um að hætta að draga lappirnar í Schengen-málinu og koma sér að verki. Um leið vex óánægjan innan ríkisstjómarinnar vegna þess að það sem sameinar hana er einmitt andúðin á Evrópusambandinu. Ósigur miðju- og vinstrimanna Miðflokksmenn rma hag sínum Ola vegna þess að þeir sitja nú í rík- isstjórn sem fylgir hægristefnu. Miðflokkurinn er á móti einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja og á móti öllu samstarfi við Evrópusambandið, hverju nafni sem nefnist. Nú hafa miðflokksmenn orðið að beygja sig án þess að fá nokkuð í staðinn. Verkamannaflokkurin og Thor- björn Jagland hafa ekki heldur ástæðu til að fagna. Flokkurinn er stærsti flokkur Noregs, en nú áhrifalaus á stjórn landsins og verð- ur að bíða til næstu kosninga árið 2001 í von um að ná aftur fyrri valdastöðu. Jagland gat tekið séra Kjell Magne upp á sína arma en gerði það ekki. ® ® ® HOOVER HOOVER HOOVER HOOVER HOOVER HOOVER ryksugumar heimsfræsu amllumkraniany. PFAFF heimilistækjaverslun fer nú með söluumboð áþessum ofurvinsælu ryksugum. 7 nýjar tegundir fyrir ólíkar aðstæður, allir verðflokkar, - en gæðin alltaf þau sömu. HOOVER ryksugumar fást í betri raftækjaverslunum. TÖFRASÓPURINN fyigir í ~ hverti HOOVER ryksugu. 1 PFA F r IMmilistækjm erslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Nyjustu hljómtækjastæóurnar frá SHARP CDC-421 ' 2X20W • RMS-Surround • 3ja diska geislaspilari > Útvarp með 20 stöðva minni * RDS-tvöfalt segulband • Surround hátalarar fylgja. CDC-471 Heimabíóhljómtæki • 2X40W eða 4X40W • RMS-Dolby pro logic magnari • Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja. CDC5H Heimabíóhljómtæki • 2X100W eða 4X50W «RMS • Dolby prologic magnari • Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari • Útvarp með 20 stöðva minni • RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja. Umboðsmenn um land allt Hlustaðu á alvöru hljómgæði B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.