Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 47
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 -**-.*>C ferðir Gjugg í bæ með Flugfélagi Islands: Ovissuferðir vinsælar Loksins flugvöllur Palestínumenn hafe opnað sinn fyrsta alþjóðlega flugvöll. Flug- völlurinn sem ber heitið Gasa- flugvöllur er rekinn í skjóli ný- gerðra friðarsamninga Palestínu- manna við ísraela. Arafat, leiðtogi Palestínumanna, var víst yfir sig ánægður með nýja völlinn enda þarf hann ekki lengur að ferðast landleiðina til Egyptalands þegar hann fer í utanferðir sínar. Starf- semi flugvallarins mun fara hægt af stað og enn er engin dagsetning komin á hvenær áætlunarflug palestínska flugfélagsins hefst. Nikótínplástrar og takmarkað vín Samtök þýskra flugmanna hafa sent þarlendum flugfélögum áskorun um að grípa tii aðgerða sem komi í veg fyrir árásir far- þega á áhafnir flugvéla. Það er mat samtakanna að reykingabann og óhófleg drykkja séu meginor- sakir óláta um borð í flugvélum. Þeir mælast til þess að dregið verði úr sölu áfengis og að flugfé- lögin útvegi farþegum nikótín- plástra eftir þörftim. Flugmenn- imir hafa sjálfsagt eitthvað fyrir sér því á fyrstu sex mánuðum árs- ins voru 1252 atvik um órólega og erfiða farþega skráð hjá þýskum flugfélögum. Disneyhaf íTokyo Þrátt fyrir efnahagserfiðleika undanfarið ríkir bjartsýni meðal þeirra Japana sem ætla að reisa einn glæsfiegasta Disneygarð sög- unnar. Garðurinn, eða öllu heldur Disneyhafið, mun rísa í Tokyo og er áætlað að hann verði opnaður árið 2001. Disney-menn segjast : vanir því að reisa stóra skemmti- garða í slæmu árferði á efnahags- , sviðinu og sé skemmst að minnast Euro-Disneygarðsins i París. Þeir trúa því að eftir þijú ár verði öld- in önnur í Japan og að þá muni jafht innfæddir sem ferðamenn hafa mikla þörf fyrir góða afþrey- : ingu. í nýja garðinum verður að I finna gríðarstóra höfn í anda mið- | alda, ævintýraeyju, lón tU heiðurs litlu hafmeynni, ógurlegt frum- skógarsvæði, höfh 21. aldarinnar og loks bandarisku höfnina sem | verður nákvæm eftirlíking New York-hafnar i byrjun þessarar ald- ar. Helgarferðir eru ferðamáti sem nýtur sívaxandi vinsælda. En það fara ekki allir til útlanda því helg- arferðir tU hinna ýmsu staða á landsbyggðinni njóta mikiUa vin- sælda. Að sögn Þóreyjar Ólafsdótt- ur, sölustjóra hjá Flugfélagi ís- lands, hafa ferðimar þróast nokk- uð síðustu ár og nú er gríðarlega mikið um vinnustaða- og árshátíð- arferðir. Flugfélagið kýs að kaUa þær ferðir Árshátíðargjugg en gamla Gjuggið í bæ er ætlað ein- staklingum. „Gjugg í bæ á við helgarferðir tU allra áfangastaða okkar. Árshátiðar- ferðir hafa sótt gifurlega á og era að verða okkar vinsælustu ferðir. Þær eru skipulagðar að þörfum hvers hóps þannig að engar tvær ferðir eru eins. Við bjóðum ýmsa þægilega kosti eins og að sækja farþega og farangur heim og aka fólki á við- komandi flugvöU þar sem það losn- ar við biðraðir og innritun á veUin- um. FerðatUhögun er öU frágengin fyrirfram. Það eina sem fólk þarf að gera er að taka góða skapið með og njóta ferðarinnar," segir Þórey. Höfuðstaður Norðlendinga, Akureyri, er tvímælalaust vinsælasti áfangastaður Flugfélags Islands utan Reykjavíkur, Áramótin 1999-2000 valda titríngi meðal ferðamanna: Nýtt árþúsund - tvö kvöld í röð Einnig til Reykjavíkur Akureyri er vinsælasti áfangastað- urinn utan Reykjavikur en EgUsstað- ir, Höfn og ísafjörður njóta einnig vin- sælda. Flugfélag íslands er í samstarfi við ferðaþjónustuaðila víðs vegar um landið sem gerir mögulegt að bjóða vélsleðaferðir, skipulagða ratleiki, siglingar og margt fleira í tengslum við helgarferðirnar. „Óvissuferðir hafa verið í tísku undanfarið og við tökum að okkur skipulagningu slikra ferða. Viö leggjum mikið upp úr því að fólk njóti góðrar afþreyingar á laugardeginum en helgarferðirnar era frá fóstudegi tíl sunnudags." Eins og fyrr segir era Gjugg í bæ- ferðimar helst ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum. Að sögn Þóreyjar fara flestfr tU Akureyrar en sumir kjósa rólegri staði eins og Egjlsstaði og Höfn. Þá má ekki gleyma að Flugfélag íslands býður að sjálfsögðu „Gjugg- ferðir" tU Reykjavíkur. -aþ Áramótaæði hefur gripið um sig í útlöndum og hefur ferðaþjónustan sjaldan átt eins sæla daga. Það gUdir einu hvort um er að ræða skipafélög, hótel eða flugfélög, alls staðar er að verða uppbókað. Þrátt fyrir þá stað- reynd að ýmsir haldi því fram að næstu aldamót hefiist ekki fyrr en árið 2001 gengur í garð þá hafa menn fyrir löngu áttað sig á því að áramótin 1999-2000 koma tU með að skipta meg- inmáli. í Bandaríkj- unum eru í kringum 80% ferðaskrifstofa komnar á fufit að bóka ferðir og gistingu umrædda daga. „Fyrirhyggjusamir ferðamenn era löngu búnir að skipuleggja sina ferð. Nýtt árþúsund er náttúrlega stórviðburður og eðlUegt að fólk vUji fagna slíkum viðburði með stæl,“ segir James Ashurst hjá sambandi- ferðaskrifstofa í Bandaríkjunum. í sömu andrá og fólk lætur sig dreyma um eftirminnUeg áramót á framandi slóðum hækka fargjöldin jafnt og þétt. Fréttir herma að mörg skipafélög hyggist þrefalda og jafn- vel fiórfalda fargjöldin frá því sem venja er á þessum árstíma. „Þetta er löngu komið út fyrir öU eðlUeg mörk. Siglingar virðast verða vinsælasti ferðamátinn þessa daga en það verður aðeins á valdi þeirra efnuðu að kaupa slikar ferðir. Svo virðist sem skipafélögin komist hæg- lega upp með að sprengja upp verðið enda að verða yfirbókað hjá mörgum þeirra," segir Bill Knaus hjá Amer- íska siglingafélaginu. Eins og áður segir virðast skemmtisiglingar faUa best í kramið og því spáð að færri komist að en vUji. Mýmörg dæmi era um að fólk hafi pantað slíkar ferðir fyrir mörg- um árum og sé nú að vakna upp við vondan draum þar sem fargjöldin eru mun hærri en reiknað var með. Skipafélögin heyja nú harðvítuga baráttu og berjast um að auglýsa flugeldasýningar og annað í þeim dúr. Eitt skipafélag sló þó öðrum við þegar það auglýsti að áramótafagn- aðurinn yrði tvö kvöld í röð. Jú, mikið rétt, skipið veröur staðsett á Kyrrahafi og ætlar aö sigla yfir daga- línuna. Þannig ná farþegar að upp- lifa komu nýs árþúsunds tvisvar sinnum. ÖUu má nú ofgera! -cnn/aþ Skemmtisiglingar njóta mestra vinsælda meðal þeirra fjöl- mörgu sem ætla að vera að heiman þegar árið 2000 geng- ur í garð. Qæðarum á góðy verði á RB-rúmi Ragnar Björnsson Dalshrauni 6, Hafnarflrði • Sími 555 0397

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.