Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 J-lV t« Qtókarkafli BÍLASALAN bíll.is Kafli úr bók Guðjóns Arngrímssonar um íslendinga í Vesturheimi: Annað Island Vevð: kr. 2.750.000 e> kr. 2.850.000 LbðturueiwM. Mál og menning gefur út bókina Annaö ísland eftir Guðjón Arn- grímsson. Bókin fjallar um íslenska samfélagið í Vesturheimi en um fjóróungur íslendinga bjó á sléttunni miklu í Ameríku í lok 19. aldar og liföi œvintýralega uppgangstíma. Annaö ísland er sjálfstœtt verk í kjölfar bókarinnar um Nýja ísland sem kom út í fyrra og hlaut frábær- ar viötökur lesenda og gagnrýnenda. * Afengisdrykkja setti vissu- lega svip á menninguna í Winnipeg. Þar voru krár og klúbbar og nægir viðskiptavinir að kaupa sér viskíglas. Og ekki vantaði viskíið eða bjórinn - afurðir kom- ræktarinnar úti í sveitunum. íslend- ingar vora að sjáifsögðu ekki vanir slíku að heiman þar sem menn urðu helst drukknir á hestbaki eftir að hafa keypt sér brennivinsflösku í kaupstaðarferð. Skemmtanalíf ís- lendinganna í Winnipeg var því ekki skipulagt með áfengisneyslu í huga heldur baráttuna gegn henni. Um aldamótin gengu hinir skemmta- naglöðu meðal Íslendinga í stúku. Góðtemplarastúkur íslendinga í Winnipeg voru á margan hátt dæmi- gert afsprengi þeirra hræringa sem Vestur-íslendingar gengu í gegnum. Rætur stúkncmna voru í senn ís- lenskar og útlendar: Þær byggðu á þjóðeminu því í þeim voru aðeins is- lendingar og starfsemi þeirra mótað- ist af því sem var að gerast meðal þeirra. En þær vora einnig hluti hins kanadíska samfélags, hiuti af heild- arsamtökum templara vestra og starfið tók mið af þeim lögum og regl- um sem stjómvöld vestra settu. Góðtemplarareglan var alþjóðleg, átti upptök sín í New York 1851. Hún var oröin kunn á íslandi þegar stórir hópar fóru vestur 1886 og 1887. Þar á meðal voru nokkrir templarar. Þeir hittu fyrir templara af íslensku bergi í Winnipeg og til varö fyrsta íslenska góðtemplarastúkan í Vesturheimi, Hekla. Ólafur S. Thorgeirsson prent- ari, sem hafði verið templari á Akur- SsangYoung Musso árg. 1993, á frábæru verði. eyri, veitti henni forstöðu en aðrir meðal stofnfélaga vora Einar Sæ- mundsson, Níels Lambertsen, Einar H. Kvaran og Frímann B. Anderson. í átta mánuði gekk allt eins og í sögu, félögum fjölgaði jafnt og þétt og hcddin voru áfengislaus skemmti- kvöld sem vöktu athygli langt út fyr- ir raðir templara. En brátt fór að bera á deilum og rifrildi og í septem- ber 1888 klauf um helmingur félaga sig úr stúkunni og stofnaði nýja, Skuld. Klofningurinn var eftir línum sem voru að verða kunnuglegar og áttu eftir að sjást aftur og aftur síðar: í Heklu varð eftir hópur sem tengdist Heimskringlu, fylgdi íhaldsflokknum og fólk vildi berjast gegn honum með þessum hætti. í öðru lagi héldu stúk- umar uppi reglulegu og stundum vönduðu félags- og menningarstarfl sem laðaði að jafnvel þá sem gáfu lít- ið fyrir bindindisbaráttuna. Og svo var það altalað að allur sá fjöldi ungra og ógiftra stúlkna sem voru í stúkunum hefði sitt að segja. Ungir menn sóttu fundina af kappi, jafnvel þeir sem vitað var að skvettu í sig þess á milii. Á fundum í góðtempl- arastúkum kynntust mörg ung hjónaefhin í Winnipeg. Árið 1906 stóð þessi félagsskapur á hátindi sínum. Þá vora 430 félagar í Heklu og litlu færri í Skuld. Erjur Skrúðgangan Stúkufélögum fór fækkandi á öðr- um áratug aldarinnar og eftir að bannlögin vora sett 1916 var megin- hlutverki þeirra lokið. Árið 1920 voru félagar í stúkunum aðeins um fjórðungur miðað við það sem mest var, eða um 200 manns, og meðalald- urinn hækkaði stöðugt. íslendingar hættu samt ekki að skemmta sér. Stærsta hátíð þeirra var og er enn íslendingadagurinn. Fyrstu hugmyndir um hann komu fram rétt fyrir 1890. Jón Ólafsson, þá nýráðinn á Lögberg, hvatti til þess í byrjun júní 1890 að halda daginn há- tíðlegan 2. ágúst til þess að minnast hátíðahaldanna í Milwaukee 2. ágúst 1874. Þetta varð að veruleika og fyrsti íslendingadagurinn var haldinn þá um sumarið. Það byrjaði ekki gæfúlega því á fóstudeginum gerði feiknarlegt úr- helli og allt fór á flot í Winnipeg. En á laugardagsmorgni var brakandi þerrir. Brátt urðu götur gangfærar og um hálftíu safnaðist fólk saman við lútersku kirkjuna gráu á Nena- stræti. Þar var íslendingum og gest- um þeirra skipað í raðir til skrúð- göngu. Konur fengu margar sæti í hestvögnum sem leigðir höfðu verið. Skrúðgangan hélt svo til Victoria Park, þar sem hátíðin var haldin. Eft- ir hádegisverð, sem sumir snæddu í garðinum en aðrir heima, var leikin tónlist og fluttar ræður. Að því loknu, þegar nokkuð var liðið dags, var gengið til veisluborða og íþrótta- leikir hófust. En þá tók að rigna á ný og var frekara hátíðahaldi aflýst. Þessi hátíð vakti mikla athygli í Winnipeg og þótti glæsileg. Liklega tóku um 2000 manns þátt í henni og allir helstu tignarmenn Manitoba og Winnipeg vora boðsgestir. Næstu árin og áratugina var íslendingadag- urinn í Winnipeg einn helsti við- burður ársins meðal landa í Vestur- heimi, þótt samsvarandi íslendinga- hátíðir væra haldnar í flestum ný- lendum þeirrá. Skipulagið tók mið af þessum fyrsta degi - fyrst var skrúð- ganga, síðan íþróttir, þá ræðuhöld og tónlist og loks gerði fólk vel við sig í mat og drykk og sté dans. Á hverju ári er kona sem starfað hefur ötul- lega að málefnum íslenska samfélags- ins valin í hlutverk fjallkonunnar. Stórbygging íslensku góðtemplarareglunnar í Winnipeg sýnir vel fram- kvæmdagleði og öflugt félagslíf íslendinga í Vesturheimi um aldamótin. Góðtemplarahúsið var reist á skömmum tíma árið 1906 og tekur salur húss- ins sex hundruð manns í sæti, svipað og Þjóðleikhússalurinn eftir breyting- ar. Húsið varð strax miðstöð Vestur-íslendinga í Winnipeg og öilu Manitoba- fylki og skipti afstaða manna til áfengisdrykkju þar litlu. Teikningin er úr Lögbergi, öðru aðalblaðanna vestra. leiðir. Hann var að mörgu leyti vel gefinn, en einþykkur og uppreisnar- gjam. Hann gerði alla fúndi og sam- komur ótryggar með því að vera sí- fellt að kalla fram í og það á þann veg að það vakti athygli, kátínu og umtal. Þetta skartklædda og glaðlega fólk er að borða saman í Viktoríugarðinum í Winnipeg einhvern heitan sumardag á árunum kringum 1910. Þetta er kirkjulegur félagsskapur og fyrir borðsendanum til hægri stendur einn helsti foringi Vestur-íslendinga á þeim árum, bæði í andlegum efnum og veraldlegum, séra Jón Bjarnason, prestur fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg. Kirkjufélögin voru ein helsta uppistaðan f þjóðlegum félagsskap íslendinga vestra þótt þeir væru fljótir að skipta sér upp í ýmsar trúdeildir sem áttu í miklum þrætum langt fram eftir öldinni. Sjálfskiptur, ABS- bremsur, topplúga, spólvörn, álfelgur, geisladískamagasín, allt rafdrifið, fjarstýrðar samlæsingar o.fl. Bílarnir fást með og án leðursæta. og stóð að mestu utan Kirkjufélags- ins. í Skuld vora Lögbergsmenn, stuðningsmenn Frjálslynda flokksins og Kirkjufélagsins. Stúkumar höfðu mikið aðdráttar- afl. í fyrsta lagi var nokkuð almenn óbeit á drykkjuskap á þessum tima milli stúknanna vora gleymdar og samvinna þeirra hin besta. Meðal annars byggðu þær saman Góðtempl- arahöllina við Sargent-stræti það ár, félagslíf stóð í miklum blóma og stúk- umar létu gott af sér leiða með ýms- um hætti. Bygging Góðtemplarahúss- ins olli ákveönum timamótum. Það varð samstundis miðstöð félagslífs ís- lendinga sem þar með fluttist inn í hjarta hins nýja hverfis suður á slétt- unni. Thor J. Brand kynntist þessu fé- lagslífi íslendinga þegar hann fluttist til Vesturheims sumarið 1911 og lýs- ir fyrstu kynnum sínum af því svona: Samkoma í góðtemplara- húsinu Þegar kom fram í september tók fé- lagslífið að glæðast að nýju, og oft vora samkomur, meðal annars í góð- templarahúsinu. Á þessum samkom- um vora margir landar, og skemmtu þeir sjálfir. Þama voru haldnar ræð- ur, leikið á hljóðfæri og sungið. Komu bæði fram einsöngvarar, dúett og kvartett og einnig vora sungnar gamanvísur og svo var auðvitaö stig- inn dans. Kaffisala var í kjallara hússins. Ég minnist sérstaklega einn- ar samkomu sem haldin var í góð- templarahúsinu seint í september, en þar var mikið fiölmenni saman kom- ið. Hafði verið auglýst í blöðunum báðum, og brýnt fyrir íslendingum sem komið höfðu frá íslandi á liðnu sumri að fiölmenna, og vora þeir sér- staklega boðnir velkomnir. Þá hafði verið tilkynnt að aðalræðumaður kvöldsins yrði Baldvin Baldvinsson ritstjóri, en hann var þá ritstjóri Heimskringlu. Baldvin talaði af mik- illi mælsku og virtist vera eldheitur þjóðemissinni, og hvatti hann landana til þess að gæta þjóðemis síns og glata ekki því besta, sem þeir hefðu komið með að heiman. Um leið gagnrýndi hann sitthvað í fari land- anna, og þó sérstaklega það sem talist gat skortur á fúllkominni sið- ferðiskennd. Hann sagði meðal ann- ars að það væri ömurlegt fyrir ungar og efhilegar stúlkur að lenda út í gjá- lífi og eiga svo kannski eftir að drag- ast með lausaleikskróga. Ég man að Baldvin sló hnefanum í borðið til áréttingar þessum orðum sínum. En um leið kvað við skrækróma rödd af áheyrendasvölunum: „Mister Bald- vinsson! Veistu það ekki að það er meira varið í að vera íslenskt lausa- leiksbam en enskur hjóna- bandskrógi!" Þama heyrði ég í fyrsta sinn í Sig- urði skóa, sem svo var nefndur, en réttu nafni hét hann Sigurður Vil- hjálmsson, og var Austfirðingur að ætt, en var búinn að dveljast um skeið í Winnipeg og þar súmdaði hann skósmíðar. Hann var þegar orð- inn þekktur maður meðal landanna, enda fór hann í einu og öllu eigin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.