Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 55
T*>*\J LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 67 — (mik ■ ** -4- Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg listakona, er nýkomin frá Washington: Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg lista- kona, er stödd hér á landi til þess að halda sýningu á munum sínum en hún er nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem sýningu á verkum hennar í þinghúsinu í Washington er nýlok- ið. Sigrún á lögheimili á íslandi en býr meiri part ársins í Svíþjóð. Hún segist ekki njóta neinna réttinda í gósenlandinu en þar vinni hún verk sín og komi svo hingað til þess að hlaða batteríin. „Ég fæ aldrei tæki- færi til þess að sakna íslands vegna þess að þótt ég sé á ferð og flugi þá er hugurinn hér heima og ég er alltaf að vinna úr hugmyndum sem eiga rætur í íslenskum veruleik," Þinghúsið í Washington. Verk Sig- rúnar á vegg. segir hún. Þegar Sigrún er spurð um tildrög þess að hún fór til Washington seg- ir hún að sænsk kona, forstöðumað- ur Herding-safnsins í Seattle, hafi fyrir nokkrum árum verið að leita að sænskum listamönnum tii þess að sýna í safninu. Þó að Sigrún líti ekki á sig sem sænska fékk hún engu að síður að sýna og óf í leið- inni altaristöflu fyrir dönsku kirkj- una í Seattle. Um þetta leyti voru tíu ár síðan Reagan og Gorbatsjov hittust í Höfða og til stóð að halda mikla sýn- ingu á verkum íslensks, bandarísks og sovésks listamanns í Was- hington. Þessi sýning var haldin í Martin Luther King-safninu fyrir tilstilli Bimu Hróðmarsdóttur. Sýn- ing Sigrúnar vakti einnig athygli Peggy Olesen og Erlu Gunnarsdótt- ur og með þeirra aðstoð barst sýn- ingin til Tacoma og San Fransisco. Eftir þær sýningar var Sigrún beðin um að halda sýningu í þinghúsinu í Washington. „Þetta var mikill heiður," segir Sigrún. „Sendiherrahjónin héldu mér veislu með miklum myndar- skap og Bryndís Schram klæddist þjóðbúningi sem ég gerði á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Mér þótti þá mál til komið að þjóðbúningurinn hæfði konunni sem honum klæddist og að hún gæti verið kvenleg i hon- um. í Washington langaði mig til þess að heiðra sendiherrafrúna með einhverju og bjó því til sams konar búninga á dúkkur og kynnti þær sem tákn árstíðanna. Vetrarbúning- urinn heitir Eilífðarsmáblóm, haustið Bláfjalla- geimur, sumarið Landsýn og vorið Ögrum skorið.“ Sigrún segir að í Washington sé sendi- ráðið tO fyrirmynd- ar. „Það grípur mann einhver tilfinning sem maður hendir ekki reiður á strax en svo áttar maður sig á henni: Það er eins og maður sé kominn heim til ís- lands. Þetta er vita- skuld sendiherra- hjónunum Jóni Bald- vini og Bryndísi að Bryndís Schram sendiherrafrú klæddist þjóðbúning sem Sigrún hannaði. þakka,“ seg- ir Sigrún. Sýning Sigrúnar vakti verð- skuldaða at- hygli í Washington og næst verður hún sett upp í New York. Núna sýn- ir Sigrún búninga- brúðurnar auk ýmissa muna hjá Ófeigi að Skólavörðu- stíg 5. Sýn- ingin stend- ur til 9. des- ember. -þhs Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg listakona. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að fá að sýna f þinghúsinu. Líttu við í glæsilega og breytta verslun okkar. Nú bjóðum við stórglæsileg og vönduð húsgögn í svefnherbergið. Sem fyrr höfum við fjölbreytt úrval af rúmum, dýnum, koddum og allt annað sem þarf fyrir góða hvíld og góðan svefn. Skútuvogi 11* Sími 568 5588 Undírdívan Lystadún Snæland - þú þarft ekki að leita annað. Góður svefn gefur góðan dag ekki af sérvinnslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.