Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Qupperneq 55
T*>*\J LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 67 — (mik ■ ** -4- Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg listakona, er nýkomin frá Washington: Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg lista- kona, er stödd hér á landi til þess að halda sýningu á munum sínum en hún er nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem sýningu á verkum hennar í þinghúsinu í Washington er nýlok- ið. Sigrún á lögheimili á íslandi en býr meiri part ársins í Svíþjóð. Hún segist ekki njóta neinna réttinda í gósenlandinu en þar vinni hún verk sín og komi svo hingað til þess að hlaða batteríin. „Ég fæ aldrei tæki- færi til þess að sakna íslands vegna þess að þótt ég sé á ferð og flugi þá er hugurinn hér heima og ég er alltaf að vinna úr hugmyndum sem eiga rætur í íslenskum veruleik," Þinghúsið í Washington. Verk Sig- rúnar á vegg. segir hún. Þegar Sigrún er spurð um tildrög þess að hún fór til Washington seg- ir hún að sænsk kona, forstöðumað- ur Herding-safnsins í Seattle, hafi fyrir nokkrum árum verið að leita að sænskum listamönnum tii þess að sýna í safninu. Þó að Sigrún líti ekki á sig sem sænska fékk hún engu að síður að sýna og óf í leið- inni altaristöflu fyrir dönsku kirkj- una í Seattle. Um þetta leyti voru tíu ár síðan Reagan og Gorbatsjov hittust í Höfða og til stóð að halda mikla sýn- ingu á verkum íslensks, bandarísks og sovésks listamanns í Was- hington. Þessi sýning var haldin í Martin Luther King-safninu fyrir tilstilli Bimu Hróðmarsdóttur. Sýn- ing Sigrúnar vakti einnig athygli Peggy Olesen og Erlu Gunnarsdótt- ur og með þeirra aðstoð barst sýn- ingin til Tacoma og San Fransisco. Eftir þær sýningar var Sigrún beðin um að halda sýningu í þinghúsinu í Washington. „Þetta var mikill heiður," segir Sigrún. „Sendiherrahjónin héldu mér veislu með miklum myndar- skap og Bryndís Schram klæddist þjóðbúningi sem ég gerði á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Mér þótti þá mál til komið að þjóðbúningurinn hæfði konunni sem honum klæddist og að hún gæti verið kvenleg i hon- um. í Washington langaði mig til þess að heiðra sendiherrafrúna með einhverju og bjó því til sams konar búninga á dúkkur og kynnti þær sem tákn árstíðanna. Vetrarbúning- urinn heitir Eilífðarsmáblóm, haustið Bláfjalla- geimur, sumarið Landsýn og vorið Ögrum skorið.“ Sigrún segir að í Washington sé sendi- ráðið tO fyrirmynd- ar. „Það grípur mann einhver tilfinning sem maður hendir ekki reiður á strax en svo áttar maður sig á henni: Það er eins og maður sé kominn heim til ís- lands. Þetta er vita- skuld sendiherra- hjónunum Jóni Bald- vini og Bryndísi að Bryndís Schram sendiherrafrú klæddist þjóðbúning sem Sigrún hannaði. þakka,“ seg- ir Sigrún. Sýning Sigrúnar vakti verð- skuldaða at- hygli í Washington og næst verður hún sett upp í New York. Núna sýn- ir Sigrún búninga- brúðurnar auk ýmissa muna hjá Ófeigi að Skólavörðu- stíg 5. Sýn- ingin stend- ur til 9. des- ember. -þhs Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg listakona. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að fá að sýna f þinghúsinu. Líttu við í glæsilega og breytta verslun okkar. Nú bjóðum við stórglæsileg og vönduð húsgögn í svefnherbergið. Sem fyrr höfum við fjölbreytt úrval af rúmum, dýnum, koddum og allt annað sem þarf fyrir góða hvíld og góðan svefn. Skútuvogi 11* Sími 568 5588 Undírdívan Lystadún Snæland - þú þarft ekki að leita annað. Góður svefn gefur góðan dag ekki af sérvinnslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.