Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 63
X>V LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Leikstjórinn Clint Eastwood ásamt John Cusack við tökur á Midnight in the Garden of Good and Evil. leika Dirty Harry í fjórum fram- haldsmyndum. Sama ár og Clint Eastwood lék í Dirty Harry leikstýröi hann sinni fyrstu mynd, Play Misty for Me. Hann hefur leikstýrt reglulega síö- an og leikur í flestum tilvikum í myndum sínum. Snemma á níunda áratugnum fór hann einnig að skipta sér af framleiðslunni og nú er svo komið að hann hefur meiri völd yfir kvikmyndum sínum en flestir aðrir kvikmyndagerðar- menn og er með þeim valdamestu í bransanum. Vaxandi viröing Lengi vel höfðu gagnrýnendur litlar mætur á Clint Eastwood sem leikara. Talað var um hann í niðr- andi tón sem svipbrigðalausan tré- drumb, hvers leikhæfileikar fælust í að gretta sig örlítið endrum og eins. Sem leikstjóri vakti hann lengi vel ekki mikla athygli og áhorfendur þekktu hann fyrst og fremst sem leikara, en hann ávann sér smám saman virðingu fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Hann er þekktur fyrir að halda sig við kostnaðaráætlanir og að eyða ekki tima í óþarfa og lauk t.d. Absolute Power nokkrum dögum á undan áætlun, sem í Hollywood er nánast einsdæmi. Almenn viðurkenning á hæfi- leikum Clint Eastwood lét þó á sér standa og það var ekki fyrr en með djassmyndinni Bird (1988) að farið var að taka hann alvarlega sem leikstjóra. Hann þaggaði síðan end- anlega niður í efasemdaröddunum með vestranum Unforgiven (1992), vann óskarsverðlaun fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn og var til- nefndur fyrir besta leik í aðalhlut- verki. Virðing hans hefur vaxið, bæði sem leikstjóri og leikari. Hann er orðinn 68 ára gamall og passar því varla lengur í gömlu hasarhlutverkin en hann lifir í hugum aðdáenda sem hinn þögli einfari og harðjaxl. Myndir eins og Unforgiven og Bridges of Madison County sýna að hann eldist vel og kann ýmislegt fyrir sér í leiklist- inni, en hann hefur mjög látlausan leikstíl og er ekki mikið fyrir dramatíska tilburði. -PJ Nokkrar mynda Clints Eastwoods Spagettívestrarnir (1964-1966) ★ ★★^, Stjömugiöfin á að túlka meðaltalið en þessi sería fer öfúga leið við flestar og verður betri eft- ir því sem á líður. Lokamyndin í bálknum er kvikmyndasögulegt meistaraverk sem ailir kvik- myndaáhugamenn verða að sjá nokkmm sinnum. Sergio Leone skapaði með þessum myndum ein- stakan stil sem margsinnis hefur verið reynt að herma eftir, með misjöfnum árangri. Kelly s Heroes (1970) ★★★★ Nokkrir hermenn í inn- rásarher bandamanna reyna að verða á undan hinum að taka bæ nokkurn, svo þeir geti stolið gulli sem falið er þar i yfirgefnum banka. Létt yfir myndinni og góð- ir leikarar (Donald Sutherland og Telly Savalas, ásamt Clint Eastwood). Dirty Harry (1971) ★ ★★ll Clint Eastwood í essinu sínu sem einhver ýktasti harðjaxl kvikmyndasögunnar. Harðsoðin mynd sem gaf tóninn fyrir spennumyndir áratugarins. Gat af sér hríðversnandi framhaldsmynd- ir og hreint átakanlegt að sjá tæp- lega sextugan kallinn á hlaupum í flmmtu og síðustu myndinni árið 1988. Spaghetti Clint. The Outlaw Josey Wales (1976) ★★★ Episkur hefndarvestri, um margt likur meistaraverkinu Unforgiven. Hefur á sér nokkum raunsæisblæ, en er helst til lang- dreginn. Unforgiven (1992) ★★★★ Frábær vestri um gaml- an byssubófa sem sestur er í helg- an stein, en tekm- upp gamla siði og slæst í för með ungum eldhuga og gömlum félaga í drápsför. Gamli naglinn vinnur leiksigur og atriðið, þar sem hann endanlega umbreytist í sitt gamla, hrottalega sjálf, er ógleymanlegt. The Bridaes of Madison uounty (1995) ★★★ Vel heppnuð og lát- laus ástarsaga, hér um bil laus við klisjur og væmni, hrjúf en hugljúf. Góður samleikur hjá Clint Eastwood og Meryl Streep. -PJ Dirty Harry. myndbönd Myndband vikunnar Midnight in the Garden of Good and Evil SÆTI ; J FYRRI ! VIKUR J VIKA jÁLISTAi i j TITILL j ÚTGEF. j J TEG. j i ; ný ! i ! U.S. Marshals j Wamer Myndir j Spenna J 2 1 J « í2 í Annageddon J SAM Myndbönd J i J Spenna i 3 ! Ný ! 1 ! Wild Things ! Skífan j Spenna J 4 ' ’ j j j 3 J 6 j The Wedding Singer j j Myndform J J Gaman j 5 j 4 ! 3 7 Martha, MáÉgKynna.... J j Háskólabíó j j Gaman j 6 i j J 1 2 í 4 ! 1 J Deep Impact J j CIC Myndbönd j Spenna j 7 ! 5 ! 4 1 U-Turn J Skífan J j Spenna 8 ! mmm 7 ! 2 ! j i Blues Brothers 2000 j CIC Myndbönd j ) j Gaman J 9 ! 13 ! 2 j The Newton Boys { Skrfan j Spenna i°; 6 ! 5 ! ) J Sphere J ) WamerMyndir j j J Spenna j ii 7 9 ! 3 ! Mimic ! Skífan ! Spenna 12 | ■ . . : » J J 8 ! 3 ! The Patriot j J Myndform 1 j J Spenna | ■ ■ ■ 13 J J - 10 j 4 j Hoodlum J J WamerMyndir J j Spenna » i U ! s 1 1 i OutToSea | Skífan J J . \rJ, J Gaman j J Spenna 15 ! 12 ; 5 ; 14 ! 6 ! 1 i Gingerbread Man J Háskólabíó i.; 1 Flubber J ! SAM Myndbönd ) itoiMP J j Gaman J 17 ! 18 ! 8 ! Hard Rain Skrfan 1 Spenna J 18 i j 16 ! 8 j J J The Big Lebowski J J Háskólabíó j j J Gaman j 19 ! 1516 ; Scream2 ! Skrfan j Spenna J 20 ,J 19 ! 13 ! AsGoodAsltGets j ... ! Skífan ) ! Gaman Litríkar persónur ★★★ Bók John Berendt um bæjarlífið í Savannah í Georgíu, byggð á sönn- um atburðum, var búin að vera á metsölulistum í fjögur ár þegar Clint Eastwood gerði myndina. Til að halda þræðinum saman býr hann til nýja persónu, blaðamanninn Jack Kelso (sem trúlega er byggður á John Berendt) sem verður nokk- urs konar leiðsögumaður áhorfand- ans um bæinn og litríkar persónur hans, í gegnum eigin rannsóknir. Upphaflega kemur hann til að fjalla um eitt af frægum jólaboðum hins forríka Jim Wiiliams, sem gerði upp fjölda gamalla húsa í bænum. Eftir boðið skýtur Jim Williams elskhuga sinn til bana og segir það hafa verið í sjálfsvörn. Jack Kelso ákveður þá að dvelja í bænum um stund, fylgj- ast með réttarhöldunum og athuga hvort þar sé efni í bók. Þetta herbragð, að láta rannsókn- arblaðamann teyma áhorfendur í gegnum mannflóruna í Savannah, heppnast nokkuð vel og frásögn- in er furðu laus við að vera sundurlaus þrátt fyrir að ekki sé mikl- um söguþræði fyrir að fara. Leyndardómur- inn í kringum dauðs- fall elskhugans fær í rauninni ekki mikið pláss og Clint Eastwood einbeitir sér að því að koma vinalega úrkynjaðri suðurríkjastemningunni til skila, með góðum árangri. Morðmálið sjálft er ekkert sérstaklega spenn- andi en fjöldi litríkra persóna gerir myndina skemmtilega á að horfa og hún verður aldrei leiðinleg þótt lop- John Cusack leikur ungan blaðamann sem lendir í miðju dramatiskra at- burða í Savannah. inn sé svolítið teygður á köflum. Clint Eastwood nær að virkja leikhópinn vel, og það er ekki sist þess vegna sem persón- umar verða jafnlifandi og raun ber vitni. Reyndar leikur ein þeirra sjálfa sig, dragdrottningin Lady Chablis, og hreinlega stelur senunni með frá- bærum og atorkumiklum leik. Þá er ástralski leikarinn Jack Thompson sérlega skemmtilegur í hlutverki sveitalubbalegs lögfræðings sem leynir á sér. Kevin Spacey er sterk- ur í hlutverki Jim Williams og geisl- ar af sér fágun og sjálfsöryggi. í samanburði við allar þessar persón- ur virkar persóna Jack Kelso frem- ur litlaus, þannig að John Cusack, sem mér hefur alltaf fundist vera mjög skemmtilegur leikari, nær ekki að láta Ijós sitt skína. Skortur á veigamiklum sögu- þræði gerir það að verkum að myndin verður seint talin til meist- araverka, en hún er engu að síður vel gerð og á köflum skemmtileg innsýn í litskrúðugt mannlíf * Savannah, einkum fyrir sakir góðra leikara. Útgefandi: Warner-myndir. Leik- stjóri: Clint Eastwood. Aðalhlut- verk: John Cusack og Kevin Spacey. Bandarísk, 1997. Lengd: 149 mín. Bönnuð innan 12 ára. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.